Morgunblaðið - 12.04.1990, Page 22

Morgunblaðið - 12.04.1990, Page 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 Hestamannalélagið SPf Fákur auglýsir: Vorfagnaður í félagsheimilinu 18. apríl. Húsið opnað kl. 22.00. Hljómsveit leikur fyrir dansi til kl. 3.00 Kaffihlaðborð kvennadeildar 21. apríl kl. 14.00. Glæsilegar veit- ingar á vægu verði. Firmakeppni Fáks 22. aprfl kl. 14.00. Mætum öll og tökum þátt í skemmtilegri keppni. Keppt verður í barna-, ungl- inga-, karla- og kvennaflokki. Hlégarðsreið. Árleg Hlégarðsreið Fáks verður farin 28. apríl frá félagsheimilinu kl. 13.30. Samspil fyrírtækis og auglýsingastofu vió mótun og framkvæmd markaósstefnu Fræðslufundur Félags viðskipta- og hagfræðinga verður haldinn á Holiday Inn miðvikudaginn 18. apríl kl. 08.00 og fjallar hann um samvinnu fyrirtækis og auglýsinga- stofu við mótun og framkvæmd markaðsstefnu. Frummmælendur: Hallur A. Baldursson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Yddu, fjallar um efniðfrá sjónarhóli auglýsingastofunnar. Brynjólfur Helgason, aðstoðarbanka- stjóri og framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Landsbanka íslands, fjallar um efnið frá sjónarhóli auglýsandans. Allir félagsmenn og aðrir áhugamenn velkomnir. Aðgangseyrir kr. 900,- morgunverður innifalinn. Félag viðskipta- og hagfræðiniga. Síra Sigurður Guð- mundsson vígslubiskup - Aftnæliskveðja Síra Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup á Hólum, verður sjö- tugur á annan í páskum, 16. apríl. Það er ótrúlegt að hugsa sér það, en við verðum víst að sæta því mennirnir, að tíminn líður í lífi okk- ar allra. Um árabil höfum við hjón- in fengið að njóta vináttu sr. Sigurð- ar og frú Aðalbjargar. Við komum óvænt að Grenjaðarstað og fengum þar að njóta gistingar og gestrisni prófastshjónanna og ógleymanlegt er okkur, er við skyldum taka við prestsembætti á Hálsi í Fnjóskadal og prestsbústaðurinn var ekki íbúð- arhæfur, hversu við fengum að dveljast hjá þeim hjónum, meðan þannig stóð á með allt okkar hafur- task. Og hugurinn reikar enn lengra aftur. Ungur drengur var séndur í sveit norður í Aðaldal. Bærinn var næsti bær við Grenjaðarstað. Ég þykist vita, að faðir minn hafi haft samband við vin sinn, sóknarprest- inn á Grenjaðarstað, og tjáð honum, hvílíkan vinnukraft nágranninn hafði fengið. En preStinum bar samt engin skylda til að skipta sér frekar af þeim kaupamanni. Það gerði prestur hins vegar. Mér yar boðið að Grenjaðarstað og á kvöldin myndaðist þar sérstakt leiksamfé- lag barnanna af þæjpnum og á ég margar þakklátar minningar frá kvöldunum þeim. Og ekki er síður minnisstætt, að sr. Sigurður bauð mér með sér í messuferðir á annex- íur sínar og líka til kirkna í ná- grannaprestakallinu í Kinninni, þar sem hann gegndi stundum ná- grannaþjónustu. Mér þóttu þetta skemmtilegar ferðir og oft hef ég hugsað um það síðan, hversu sér- stakt og óvenjulegt þetta var að hafa fengið að njóta þessara sam- vista við prestinn. Sumrin, sem ég var í Aðaldal, hélt sr. Sigurður sunnudagaskóla fyrir börn i kirkjunni á Grenjaðar- stað. Þanga kom hópur barna af nágrannabæjunum og átti góða og uppbyggilega stund í kirkjunni. Þetta var sérstakt framtak og sömuleiðis síðar stofnun æskulýðs- félags Grenjaðarstaðarkirkju. Það var að verðleikum, að prestar hins forna Hólastiftis kausu sr. Sig- urð vígslubiskup sinn árið 1982. Hann steig skömmu síðar það djarfa skref að taka við Hólastað, svo að biskup flutti aftur heim að Hólum eftir nær tveggja aida útlegð þaðan. Það er enn ekki þ'óst, hvort þetta var upphafið að endurreisn FRAMHALDS- AÐALFUIMDUR í samræmi við ákvörðun aðalfundar Eignarhaldsfé- lagsins Iðnaðarbankinn hf., sem haldinn var hinn 17. janúar sl., er hér með boðað til framhaldsaðal- fundar í félaginu, sem haldinn verður í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, hinn 25. apríl nk. og hefst kl. 16.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar 4.06. í sam- þykktum félagsins. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Lækjargötu 12, 2. hæð, frá 18. apríl nk. Ársreikn- ingur félagsins, ásamt tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi 17. apríl nk. Stjórn Eignarhaldsfélagsins IðnaÖarbankinn hf. biskupsstóls á Hólum, en vonandi er það svo. Nú mun sr. Sigurður senn láta af þjónustu í kirkjunni. Hann á _að baki farsælt starf í þjóðkirkju ís- lands. Og ekki er hægt að tala um sr. Sigurð einan, Kona hans, frú Aðalbjörg, hefur dygg staðið við hlið hans og ekki hægt að tala um annað þeirra hjóna án þess að hitt komi upp í hugann í sömu andránni svo náin eru þau í allri þjónustu sinni. Við hjónin biðjum þess, að þeim hjónum megi endast aldur og heilsa um langa framtíð til þess að sinna hugðarefnum sínum. Við sendum þeim og fjölskyldu þeirra innileg- ustu hamingju- og heillaóskir með þökk fyrir vináttu og tryggð á liðn- um árum og biðjum um blessun þeim til handa um ókomin ár. Guðrún Edda og Einar Sunnudaginn 18. júní 1944 fóru fram mikil hátíðahöld í Reykjavík í tilefni af lýðveldistökunni á Þing- völlum deginum áður. Eitt af því sem gerðist að morgni þessa sunnu- dags var prestsvígsla í Dómkirkj- unni og voru þá vígðir af þáverandi biskupi íslands, Sigurgeir Sigurðs- syni, níu guðfræðingar til prests- þjónustu í níu prestaköllun vjðs vegar um landið, en þá vantaði marga presta til þjónustustarfa. Athöfn þessi í Dómkirkjunni var tilkomumikil og hátíðleg, m.a. vegna þess hve margir prestar voru vígðir. Eflaust hafa ekki á síðari tímum vígst samtímis svo margir prestar í kirkjunni okkar. Prestsvígslan var í vissum tengsl- um við lýðveldishátíðina og hefur mér alla tíð fundist hún vera eins konar vöggugjöf þjóðkirkjunnar til hins nýstofnaða íslenska lýðveldis. Einn þessara níu presta verður 70 ára annan páskadag, þann 16. apríl, séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal. Leiðir okkar séra Sigurðar og fleiri presta, sem vígðust þennan dag, lágu fyrst saman í Menntaskólanum á Akureyri. Mér er minnisstætt, er ég heyrði fyrst þá ákvörðun Sigurð- ar að hann ætlaði að gerast prestur. Við vorum þá í 5. bekk í íslensku- tíma hjá skólameistara, Sigurði Guðmundssyni. Hann var að skila okkur stílabókum með ritgerð um sjálfvalið efni, er við höfðum haft sem heimaverkefni. Þegar hann kom að ritgerð Sigurðar og afhenti honum stílabókina, sagði hann. „Ég sé það á þessari ritgerð þinni, að þú ætlar að verða prestur." Um leið og skólameistari ságði þetta varð hann hýr á brá og auðséð, að honum þótti vænt um þessa ákvörð- un nafna síns. Það atvikaðist svo, að við séra' Sigurður áttum samleið í guðfræði- námi ásamt öðrum skólafélögum okkar. Þegar út í prestsstarfið kom treystust vináttuböndin enn meir með sameiginlegum áhugamálum. Of langt mál yrði að riija upp öU þau hugðarefni og hugsjónamál, sem við störfuðum að í sameiningu, en oft hugsa ég um, hve sú sam- vinna var ánægjuleg og blessun- arrík. Koma mér þá fyrst í hug samtök okkar norðlensku prestanna í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunn- ar, sem leiddu m.a. til þess að byggðar vom sumarbúðirnar við Vestmannsvatn í Aðaldal. Margir lögðu þar hönd að verki, en drýgst- an þáttinn átti séra Sigurður í bygg- ingu þeirra. Þessi kirkjulega mið- stöð á Norðausturlandi hefur í ald- arfjórðung veitt yngri sem eldri ómælda gleði og uppbyggingu í trú og bæn við hin lygnu vötn, grænu grundir og skógi vaxna Fögruhlíð. A löngum og litríkum starfsferli hefur séra Sigurður vígslubiskup notið mikilla vinsælda, enda búinn þeim eiginleikum og mannkostum, sem gera hann að áhrifaríkum kennimanni og hirði í kirkju Krists. I gegnum orð hans og athafnir skín fölskvalaus trú og guðstraust, sem byggist á orðum Páls í kærleiksóðn- um: „En nú varir trú, von og kær- leikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Á þessu merkisafmæli séra Sig- urðar kemur ekki sjjst-í hugann hin lánga og farsæla prestsþjónusta hans á Grenjaðarstað, þar sem hann varð prestur að lokinni vígslu og síðan', er hann varð prófastur í víðfeðmu og umfangsmiklu Þing- eyjarprófastdæmi. Þá var mér mik- il ánægja að mega vígja hann vígslubiskup Hólastiftis í tengslum við prestastefnu á Hólum 1982. Fyrir fáeinum árum var hann kos- inn sóknarprestur í Hólaprestakalli. Þá var um leið biskup aftúr kominn „heim að Hólum“ á hið fornfræga biskups og menningarsetur. Eitt af meiri háttar verkefnum séra Sigurðar á Hólum hefur verið að standa fyrir mikilli viðgerð og endurbót á Hóladómkirkju, sem nú er nýlokið. Er nú þetta elsta guðs- hús landsins eigi síður en áður höf- uðprýði staðarins og veitandi í and- legu búi þjóðarinnar. \, ’• ÍY/ • Lofta- plötur og lím Nýkomin sending Þ.ÞORGRfMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, simi 38640

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.