Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 6

Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 6
6 FRÉTTIR/INIMLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 03 upplýsingar Pósts og síma: 16-20 þúsund upphringing- ar á hverjum virkum degi Dýr þjónusta því hvert skref er 9 sekúndur í stað 6 mínútna ÞEIR sem mikið þurfa að nota upplýsingar Pósts og síma, 03, eins og til að mynda blaðamenn sem oft þurfa að hafa upp á fólki án þess að hafa nema lágmarksupplýsingar um það, hafa orðið óþægilega varir við að það getur reynst æði erfitt að ná sam- bandi og númerið ítrekað á taii. Þó eru þær tólf sem svara þeg- ar álagið er mest, en dugir varla til, því búast má við hvorki fleiri né færri en 16 til 20 þúsund upphringingum á hverjum virk- um degi. Upplýsingasím- inn 03 er opinn frá klukkan 8.00 á morgnana til kiukk- an 22.00 á kvöldin alla daga ársins nema á stórhátíðum. Það er sama hvort þú hringir frá Isafirði, Vopnafirði eða úr Reykjavík, þú færð samband upp á 3. hæð í Land- símahúsinu við Austuvöll, þar sem 03 er til húsa og raunar 02 einnig. Verðið alls staðar það sama, en upp- lýsingarnar eru dýrt fengnar, því hverjar 9 sekúndur teljast eitt skref þegar hringt er í 03. Til samanburðar er Þetta eru stúlkurnar á 03 sem allir vilja kom- hvert skref 6 mínút- ast í samband við. Guðrún Þorvaldsdóttir er ur þegar talað er fremst á myndinni. innanbæjar eða inn- an sama svæðis. Unnið er á tvískiptum vöktum og er vaktstjóri fyrir hvorri vakt. Vaktstjórarnir heita Guðrún Þor- valdsdóttir og Sigríður Flygenr- ing. Þær segja að þetta sé mjög erilsamt starf og sjaldan næði og því sé mesta furða að flestar kon- umar hafa unnið við þetta í yfir 20 ár. Guðrún segir að fyrirspurnun- um ijölgi eftir því sem líður á árið og lengra dregur frá því síðasta símaskrá kom út. Þá fjölg- ar einnig fyrirspurnum þegar stofnanir, bankar eða stórfyrir- tæki skipta um símanúmer, eins og talsvert hefur verið um undan- farið. Hægt er að leita í þremur skrám, götu-, númera- og nafna- skrá, og því tekst ótrúlega oft að aðstoða fólk, þrátt fyrir að það hafi kannski litlar upplýsingar um þann sem það þarf að ná í. Tölv- urnar voru bylting í þessum efn- um, en þær komu til skjalanna fyrir rúmum tíu árum. Fyrir tíma þeirra var flett upp í spjaldskrá á tromlum sem stúlkurnar höfðu fyrir framan sigog.vom tromlurn- ar á tveimur hæðum. „Við erum kannski spurðar um Jón í Hraunbænum og oft getum við orðið fólki að liði ög fundið símanúmerið sem það vantar," sagði Guðrún. „Við erum allar búnar að vera hér í yfir 20 ár, þó það sé vandséð af hverju við tollum svona við þetta. Okkur hefur gengið illa í kjaramálunum, þó stúlkurnar, sem hafa verið hér á undan okkur hafi starfað virki- lega vel. Þetta sfarf hefur aldrei verið metið eins og átti að gera og það kemur meðal annárs til af því að hér áður fyrr þótti fínt að vera landsímadama." Guðrún segir að símtækin sem þær nota séu orðin gömul, en það standi til bóta. Nýju tækin sjái sjálfkrafa um að sá sem beðið hefur lengst á línunni fái sam-' band, en nú er það undir hælinn lagt hvort sá sem er svarað er nýbyrjaður að hringja eða búinn að bíða lengi án þess að fá svar. Alþingisreitur skipu- lagður til næstu tíu ára BORGARYFIRVÖLD og forsetar Alþingis hafa gert með sér sam- komulag um bráðabirgðaskipu- lag á Alþingisreit til næstu tíu ára. Gert er ráð fyrir 155 bíla- stæðum á lóðunum frá Vonar- stræti að sunnan að Kirkjustræti ásamt göngustígum og trjá- gróðri og að svæðið verði lýst upp. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er um 36 millj- ónir króna og er hlutur Alþingis 10,5 milljónir króna. Tillagan hefúr verið kynnt í borgarráði og var vísað þaðan til umhverfis- málaráðs og þar hefur hún verið samþykkt. Skipulagið sýnir bráðabirgðafrá- gang á svæðinu frá Templara- sundi vestur að Tjarnargötu og frá Kirkjustræti að Vonarstræti eða á Alþingisreit. Nýlega er búið að fjar- lægja hús, sem stóð á horni Tjarnar- götu og Vonarstrætis og nú stendur til að fjarlægja húsið Tjamargata 3C, sem er inn á reitnum en það verður flutt á lóð á horni Túngötu og Garðastrætis. „Á Alþingisreitnum verða upp- hituð 155 bíiastæði, gangstígar og tré gróðursett,“ sagð Stefán Her- mannsson aðstoðar borgarverk- fræðingur. „Sennilega munum við hefja framkvæmdirnar með endur- bótum á bílastæðunum 35, sem Alþingi hefur yfir að ráða við Templarasund. Þar verður hlaðinn veggur með Vonarstræti, lagður hiti í stæðin og sett upp nýtt hlið. Á svæðinu við Tjarnargötu, frá Vonarstræti yfir í Kirkjustræti verða lagðir nokkrir steinlagðir göngustígar en að öðru leiti verða þama bílastæði.“ Teiknistofan Studio Grandi hefur skipulagt svæðið og er lagt til að reynt verði að minnka áHrif af stóru bílastæði með trjágróðri, sérstak- lega meðfram götunum og með misháum grásteinsveggjum norðan og sunnan við stæðin. Borgarsjóður fær 67 stæði til útleigu og Alþingi 50 á reitnum milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis við Tjarnargötu og hefur Alþing þá samtals 85 stæði að meðtöldum núverandi stæðum við Templarasund. Borgin mun ann- ast rekstur stæðanna og viðhald, nema kostnaður vegna upphitunar en hann skiptist á eigendur í hlut- falli við fjölda stæða. Samið var til tíu ára og sagði Stefán að með þessu samkomulagi væru menn ekki að taka afstöðu til hugsanlegra bygginga á lóðun- um, flutning á húsum eða niðurrif. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í júní og að þeim verði lokið í haust. Riddari af orðu bókmennta og lista MENNTAMÁLARÁÐHERRA Frakka, Jack Lang, hefur útnefht Sig- urð Pálsson, rithöfúnd, riddara af orðu bókmennta og lista og af- lienti sendiherra Frakka á Islandi, Jacgues Mer, Sigurði riddaraorð- una í hófi í franska sendiráðinu á fostudaginn. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann væri að vonum ánægður með þessa viður- kenningu. Hún væri hins vegar ekki aðeins hans, heldur liti hann á hana sem vináttu og virðingar- Aflamiðlun: vott við viðleitni allra þeirra, sem láta sig samskipti íslendinga og Frakka á menningarsviðinu ein- hveiju skipta. Myndin var tekin, þegar franski sendiherrann hafði afhent Sigurði orðuna. 1.250 tonn af fiski seld í næstu viku SELD verða samtals 750 tonn af íslenskum þorski og ýsu úr gámum og fiskiskipum á bresku fískmörkuðunum og samtals 500 tonn af karfa og ufsa í Vestur-Þýskalandi í næstu viku. Þá verða 100 tonn seld úr gámum í Frakklandi og Belgíu. Verð á karfa og ufsa hefur verið tiltölulega lágt í Vestur-Þýskalandi að undanfornu en verð á þorski og ýsu var hins vegar mjög hátt í Bretlandi í síðustu viku, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra Aflamiðlunar. Aflamiðlun veitti á föstudag 26 aðilum leyfi til sölu á 400 tonn- um af þorski og ýsu úr gámum í Bretlandi og 4 aðilum leyfí til sölu á 50 tonnum af karfa og ufsa úr gámum í Vestur-Þýskalandi í næstu viku. Hins vegar höfðu 43 aðilar sótt um leyfi til sölu á samtals 2.784 tonnum af þorski og ýsu úr gámum í Bretlandi og 937 tonnum af karfa og ufsa úr gámum í Vestur-Þýska- landi. Fimm aðilar mega selja 100 tonn úr gámum í Frakklandi og Belgíu en þeir höfðu sótt um leyfi til sölu á 189 tonnum þar. Þá selja fimm skip, Valdimar Sveinsson VE, Oddgeir ÞH, Þórunn Sveinsdóttir VE, Gúðfinna Steins- dóttir ÁR og Örn VE, samtals 350 tonn af þorski og ýsu í Bretlandi og Jón Baldvinsson RE og Viðey RE selja samtals 450 tonn af karfa og ufsa í Vestur-Þýskalandi. Vinmiskóli Reykjavíkur: Skráning að hefjast SKRÁNING í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir næsta sumar hefst 7. maí og stendur fram til 18. maí. Vinnuskólinn er ætlaður unglingum í 7. og 8. bekk grunn- skóla og fer skráningin fram hjá Ráðningarskrifstofu Reykja- víkurborgar. Að sögn Arnfinns Jónssonar skólastjóra Foldaskóla, er verið að ljúka ráðningu leiðbeinenda. Miðað er við að unglingarnir, sem rétt hafa á vinnu, séu fæddir árið 1975 og 1976. Þau sem eru fædd árið 1975 og voru í 8. bekk vinna 8 tíma á dag og fá kr. 172 á tímann og þau sem eru fædd árið 1976 og voru í 7. bekk, vinna 4 tíma á dag og fá kr. 152 á tímann. „Um langan tíma hefur verið miðað við um 90% af unglingataxta Dagsbrúnar með þeim rökum að þetta sé Vinnuskóli Reykjavíkur og að hann sé sambland af vinnu og skóla,“ sagði Arnfinnur. Sagði hann að meðal annars væru unglingarnir þijá daga á sumri á launum án þess að vera í beinni vinnu og væri einum degi til dæmis varið í fræðsluferð. Rétt er að geta þess að umsækj- endur verða að gefa upp kennitölu við skrásetningu. Sendiráð tek- nr við samúð- arkveðjum ÞEIR sem vilja minnast Nicholas Ruwe, fyrrum sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, scm lést vestra 2. maí, geta ritað nöfii sín í bók, sem liggja mun frammi í bústað sendilierra Banda- ríkjanna að Laufásvegi 23 á morgun, mánudag, frá klukkan 15-17. Bálfor Ruwe fór fram í Michigan í Bandaríkjunum í gær. í Reykjavik verður haldin minningar- athöfn í Landakotskirkju næstkom- andi fímmtudag klukkan 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.