Morgunblaðið - 06.05.1990, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.05.1990, Qupperneq 7
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 7 Þegar við losum okkur við útrunnin lyf eða lyf sem við þurfum ekki að nota þá hendum við þeim ekki eins og öðrum úrgangi. Lyf valda mengun, hvort sem þeim er hent á sorphauga eða skolað niður um vask eða salerni. Rétta leiðin til að losna við lyf er að fara með þau í næsta apótek og láta fagmenn um að eyða þeim á hættulausan hátt. Lyf eru stór útgjaldaliður í heilbrigðiskerfi okkar. Eitt af því sem gerir þennan lið dýrari en nauðsyn krefur er að við fáum stundum ávísað lyfjum í stærri skömmtum en við höfum þörf fyrir. Með því að ræða þessi mál við lækninn sem ávísar þér lyfi getið þið unnið að því að lækka þennan kostnað. Það einföld og skynsamleg leið til að spara er skattpeninga þína. Lœkkum lyfjakostnað Það er varasamt að láta lyf sem við þurfum ekki að nota safnast fyrir á heimilinu. Hætta er á að þau séu tekin inn í misgripum og sú freisting er jafnframt fyrir hendi að notast við útrunnin lyf í stað þess að ræða við lækni. Það vekur falska öryggiskennd og getur jafnvel verið hættulegt. Uppsöfnun lyfja á heimilinu skapar hættu á að börn og óvitar komist í þau og vinni sér tjón. Hafðu það fyrir reglu að losa þig við lyf í næsta apóteki um leið og þeirra er ekki lengur þörf og í síðasta lagi þegar þau eru útrunnin. Látið aldrei frá ykkur lyf þar sem börn geta náð til þeirra. Geymið þau í læstum lyfjaskáp. HEILSAN ER PÍN DÝRMÆTASTA EIGN HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.