Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR'SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990
9
Eilífðin er byrjuð
eftir sr. HJÁLMAR
JÓNSSON
Guðspjall: Jóh. 14:1-11
Góðir lesendur.
Upphafsorð guðspjallsins eru
orð Krists til allra manna. Þau
eru boð um að óttast ekki heldur
þiggja lífi sínu öryggi. „Hjarta
yðar skelfíst eigi. Trúið á Guð
og trúið á mig.“ Jesús Kristur
vekur og veitir öryggi. Sá er
boðskapur þessa dags, en orðin
eru úr kveðjuræðu Krists til læri-
sveinanna. Þannig voru líka
fyrstu fréttirnar um komu hans
í heiminn. María varð hrædd í
fyrstunni, er engillinn vitjaði
hennar með tíðindin um að hún
myndi ala son, Guðs son. Þá fékk
hún þessa kveðju: „Óttast þú
eigi, María,...“ Fyrstu tíðindin
um fæðingu Jesú bárust fjárhirð-
unum á Betlehemsvöllum, sem
urðu skelkaðir í fyrstunni, enda
alls óvanir að umgangast engla:
„Verið óhræddir, því sjá, ég boða
yður mikinn fögnuð, sem veitast
mun öllum lýðnum ...“
Líf Jesú Krists staðfesti þessi
upphafsorð. Líf hans á jörðu var
boðskapur frá Guði um það að
tími óttans væri nú liðinn. Oft-
lega sá Kristur ástæðu til að
taka það fram og staðfesta það
með beinum aðgerðum. Hann
áréttar þetta einkum í kveðju-
ræðunni og þannig mynda orðin
um óttaleysi eins konar umgjörð
um inngöngu hans og útgöngu
úr þessum heimi. Hann fól kirkju
sinni að flytja þessa kveðju og
staðfesta hana í starfi sínu og
með tilveru sinni. Þannig er
kirkjan samfélag þeirra sem trúa
á Guð og trúa á hann sem veg-
inn, sannleikann og lífið. í því
samfélagi er öryggi því að hann
er þar sjálfur og heitir mönnun-
um eilífu samfélagi við sig. Þar
tekur hann á móti börnunum og
signir lífsveginn þeirra, þar er
athvarf allar stundir. Þar eru
menn kvaddir við útför af þess-
um heimi. Þá eru gjarnan lesin
orðin, sem eru yfirskrift þessara
orða: „Hjarta yðar skelfist eigi.“
í húsi föðurins eru margar
vistarverur. Við þekkjum þær
fæstar, — sumar af afspurn.
Kristur gaf og gefur ákveðið
fyrirheit um eilíft samfélag. Vist-
arverur eru til þess búnar að
taka við mönnum þegar hinn
gamli bústaður, þessi líkami,
þessi jörð, þetta líf, sem við elsk-
um, er ekki lengur fyrir hendi.
Hin kristna von felst í þessu.
Guð ræður framtíðinni, hvernig
sem báturinn, sálarskipið, veltist
um þessa heims sjó.
Að þekkja Jesú Krist er ekki
það sama og að þekkja ekki ótta,
kvíða og hræðslu, heldur það að
fá hjálp til að yfirvinna óttann.
Að trúa á eilíft líf er ekki það
sama og að óttast ekki dauðann,
heldur það að fá hjálp til þess
að segja með öruggum huga:
„Jafnvel þótt ég fari um dimman
dal óttast ég ekkert illt, því að
þú ert hjá mér.“
VEÐURHORFUR í DAG, 6. MAÍ
Sumarblíða suðaustanlands
YFIRLIT kl. 10:10 í GÆR: Um 800 km suðsuðvestur af landinu
er 1030 millibara hæð, sem þokast norður.
HORFUR á SUNNUDAG: Vestan og norðvestan gola eða kaldi
(3-5 vindstig) um mest allt land. Víða þokuloft við vesturströndina
og sumsstaðar á annesjum norðanlands, en annars léttskýjað.
HORFUR á MÁNUDAG og ÞRIÐJUDAG: Vestlæg átt á landinu.
Skýjað og þokuloft við vesturströndina en víða léttskýjað á austan-
verðu landinu. Hiti á bilinu 2 til 9 stig, hlýjast suðaustanlands.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6:00 í gær að ísl. tima
Staður hiti veður Staður hiti veður
Akureyri 4 alskýjað Glasgow 11 mistur
Reykjavík 5 súld Hamborg 13 léttskýjað
Bergen 14 skýjað London 12 mistur
Helsinki 13 léttskýjað LosAngeles 18 heiðskírt
Kaupmannah. 14 léttskýjað Lúxemborg 16 heiðskírt
Narssarssuaq 0 þoka Madrid vantar
Nuuk -4 alskýjað Malaga vantar
Osió 11 heiðskírt Mallorca vantar
Stokkhóimur 17 heiðskírt Montreal 13 alskýjað
Þórshöfn 14 skýjað NewYork 10 þrumuveður
Algarve 14 heiðskírt Orlando 21 alskýjað
Amsterdam 16 léttskýjað París 14 heiðskirt
Barcelona vantar Róm 14 skýjað
Chicago 15 alskýjað Vin 13 heiðskirt
Feneyjar 13 heiðskírt Washington 13 þrumuveður
Frankfurt 14 heiðskírt Winnipeg 3 heiðskírt
0- / / / A Norðan, 4 vindstig:
Heiflskfrt / / / / Rigning V Skýrir Vindörin sýnir vind-
Ö Lóttskýjað H /> (- * f * Slydda * Siydduél | vindstyrk, heií fjöður er tvö vindstig.
/ f * V
Hálfskýjað f * f 10° Hitastig:
m Skýjað * * * * * * * * * * Snjókoma * V Éi 10 gráður á Celsíus — Þoka
m Alskýjað 5 5 9 Súld oo Mistur = Þokumóða
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í
Reykjavík dagana 4. maí til 10. maí, að báðum dögum
meðtöldum, er í Lyfjabergi. Auk þess er Ingólfs Apótek
opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag.
Læknastofur eru lokaðar laugardaga og helgidaga.
Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17
til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og
helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230.
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga
daga 10-16, s. 620064.
Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600).
Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl.
um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl.
16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini.
Tannlæknafél. Símsvari 18888 gefur upplýsingar.
Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: SímaviÖtalstími framveg-
is á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknireða hjúkrunar-
fræðingur munu svara. Uppl. í ráögjafasíma Samtaka
’78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar
eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum.
Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra,
s. 22400.
Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka
daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og
fimmtud. 11-12 s. 621414.
Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis-
tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við
lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við-
talstímar miövikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari
tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam-
taka ’78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S.
91-28539— símsvari á öðrum tímum.
Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba-
mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi
Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414.
Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöð, s. 612070: Virka daga
8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11.
Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12.
Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó-
tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14.
Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög-
um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga —
fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum
10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14.
Uppl. vaktþjónustu í s. 51600.
Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100.
Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu-
dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12.
Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000.
Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna-
vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17.
Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka
daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14.
Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30.
Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl-
ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis-
aðstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón-
ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260.
LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofa
Ármúla 5. Opin miðvikudaga og föstudaga 13.00-17.00.
s. 82833.
Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður-
götu 10.
G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks.
Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í
Keflavík 92-15826.
Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s.
622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar.
Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12.
Fimmtud. 9-10.
Áfengis- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítal-
ans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir
aðstandendur þriðjudaga 9—10.
Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól
og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í
heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun.
MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s.
688620.
Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum.
S. 15111 eða 15111/22723.
Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22.
Fimmtud. 13.30 og 20-22. Sjálfshjálparhópar þeirra sem
orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 626868/626878.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu-
múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17.
Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn-
arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.—
föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12,
s. 19282.
AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríöa,
þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega.
Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á
stuttbylgju til Norðurlanda, Betlands og meginlands Evr-
ópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 15767, 15790, 13855
og 11418 kHz. kl. 18.55-19.30 á 15767, 13855, 11418,
9268, 7870 og 3295 kHz.
Hlustendum á Norðurlöndum er bent á 15790, 11418
og 7870 kHz og á 15767 kHz kl. 14.10, 13855 kHz kl.
19.35 og 9268 kHz kl. 23.00.
Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 13855,
13830, 15767,og kHz.
Kl. 19.35-20.10 á 15767, 15780 og 13855 kHz.
23.00-23.35 á 13855, 11418 og 9268 kHz.
Hlustendur geta einnig oft nýtt sé sendingar kl. 12.15
og kl. 18.55 og hlustendum í mið- og vesturríkjum Banda-
ríkjanna og Kanada er bent á 15780, 13830 og 11418
kHz.
Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu-
dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku.
ísl. tími, sem er sami og GMT.
SJÚKRAHÚS - Heimsöknartímar
Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl.
20.00. Kvennadeildin. kl. 19.30-20. Sængurkvennadeild.
Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður
kl. 19.30-20.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla
daga. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Geðdeild Vífil-
staðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Landa-
kotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16-17. — Borg-
arspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30
tihkl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugardögum og
sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17.
— Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheim-
ili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánu-
daga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöðin: Kl. 14 til kl.
19. — Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30
til kl. 16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl.
16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl.
15.30 til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15
til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstaðaspítali: Heimsókn-
artími daglega kl. 15-16 og kl. 19.3Q-20. — St. Jósefs-
spítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð
hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20
og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishér-
aðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan
sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000.
Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl.
18.30—19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00—16.00
og 19.00-19.30. Akureyri — sjúkrahúsið: Heimsókn-
artími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barna-
deild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00.
Slysavarðstofusími frá kl. 22.00-8.00, s. 22209.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita-
veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum.
Rafmagnsveitan bilanavakt 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Aðal lestrarsalur opinn mánud.
— föstudags kl. 9-19. Laugardaga kl. 9—12. Útlánssalur
(vegna heimlána) mánud. — föstudags 13-16.
Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið
mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú
veittar í aðalsafni, s. 694326.
Árnagarður: handritasýning StofnunarÁrna Magnússon-
ar, þriðjud., fimmtud.- og laugardögum kl. 14-16.
Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16.
Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi s. 84412.
Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19.
Nonnahús alla daga 14-16.30.
Náttúrugripasafn Akureyrar: Opið sunnudaga kl. 13-15.
Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti
29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122 og 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind
söfn eru opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21,
föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsal-
ur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Hof-
svallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud. —
föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir
víðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn
þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafniö í Gerðubergi
fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimasafn, miðvikud kl. 11-12.
Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. —
Sýningarsalir: 14-19 alla daga.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 12-18. íslensk verk í eigu safnsins sýnd í
tveim sölum.
Safn Ásgríms Jónssonar: Opið alla daga nema mánu-
daga frá kl. 13.30-16.00.
Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er
opið alla daga kl. 10-16.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu-
daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn dag-
lega kl. 11-17.
Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug-
ardaga og sunnudaga kl. 14-17 og á þriðjudagskvöldum
kl. 20-22.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl.
10-21. Lesstofan kl. 13-19.
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið
sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964.
Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir
sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16.
Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og
laugardögum kl. 13.30-16.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Laugardaga og sunnudaga
kl. 14-18. Aðra eftir samkomulagi. Heimasími safnvarðar
52656.
Sjóminjasafn íslands: Laugardaga og sunnudaga kl.
14-18. Sími 52502.
ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000.
Akureyri s. 96-21840. Siglufjörður 96-71777.
SUNDSTAÐIR
Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud.
kl. 7.00-19.00. Lokað í laug kl. 13.30-16.10. Opið í böð
og potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-15.00.
Laugardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30.
Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30.
Vesturbæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30.
Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30.
Breiðholtslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laug-
ard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30.
Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30.
Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17.
Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga — föstudaga:
7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-
17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga — föstudaga:
7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30.
Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga:
7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30.
Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — föstu-
daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30-20.30. Laugar-
daga kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16.
Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga — föstudaga
7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16.
Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl.
7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga
kl. 9-12. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl.
20-21. Síminn er 41299.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl.
7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260.
Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl.
7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.