Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 18

Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 18
-18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 Sagnfrœdin 4 BRETARNIR KOMU ALLS ÓUNDIRBÚNIR VIÐTAL VIÐ SAGNFHffllNGINN DR. DONALD F. BITTNER eftir Elinu Pólmadóttur WINSTON CHURCHILL, þá flotamálaráðherra Breta, tók skyndiákvörðunina um að senda her til íslands aðeins flórum dögum áður en bresk flotadeild steig þar á land 10. maí 1940. í viðtali við sagnfræð- inginn dr. Donald F. Bittner, sem kynntur er í meðfylgjandi rammagrein, kemur fram að öll plögg vantar um það hvern- ig ákvörðunin varð til um að senda her til f slands og hún mótuð. Telur hann að það hafi í rauninni ekki verið ákveðið markvisst og í smáatriðum fyrr en komið var fram á árið 1941. Og það vekur furðu hve gjörsamlega óundirbúin flota- deildin og síðar herdeildirnar voru, sem I skyndingu voru sendar af stað þangað sem Bretar trúðu staðfastlega að von væri á þýskum her, höfðu m.a. ekki nema handteiknað kort af Reykjavík, gert á leiðinni. Hann leggur líka í eftirfarandi viðtali, sem tekið var við hann fyrir skömmu í Norður-Virg- iníu í Bandaríkjunum, áherslu á að Bretar hafi ekki litið á þetta sem hernám og bönnuðu hernum að hafa nokkur af- skipti af málum þessarar fúllvalda þjóðar nema eftir diplom- atískum leiðum gegnum Howard Smith sendiherra, sem hafði á hendi öll samskipti við íslensku ríkisstjórnina. Telur hann að samskipti þessa erlenda hers og heimamanna hafí verið einstök, en þau hefðu getað orðið ákaflega andstyggileg. Það hafi gengið af því að bæði Bretar og íslendingar vildu að það gengi og lögðu sig mjög fram um það, sem m.a. sjáist á hlutleysis-stuðningsstefnunni, sem íslendingum fórst svo vel úr hendi og Bretar skildu. Forsætisráðherrann Hermann Jónasson og Howard Smith sendiherra Breta skildu hvor annan íúllkomlega. Þetta kemur m.a. fram í viðtalinu, sem hér fer á eftir. VEITING AHU SIÐ Globe and Laurel í Quantico ber þess merki að það er sótt af fyrrum landgöngu- liðum bandaríska flotans. Um alla veggi eru merki og minnjagripir, og íslenski blaðamaðurinn sem þangað er kominn til að ræða við sagnfræðinginn dr. Donald F. Bittner, rekur strax augun í skjöld af íslandi og þar undir tvo litla ramma með axlamerkjum af ísbjörnum. Bittner flýtir sér að út- skýra að 49.herdeildin breska, sem bar axlamerki með ísbirni þegar hún kom til íslands, hafi fengið það merki áður í Noregi, en það valdið misskilningi þar sem íslendingar héldu það gert sér til háðungar. Þegar við erum búin að koma okk- ur fyrir í þessu umhverfi, spyijum við Donald F. Bittner, sem varla hefur verið fæddur þegar Bretar komu til íslands fyrir hálfri öld, um þetta mikla verkefni, Bretland og Island í heimsstyijöldinni síðari, sem hann hefur eytt svo mörgum árum ævi sinni í að kanna. Dr. Bittner kvaðst fljótlega hafa áttað sig á því að þótt hann hefði ákveðið að taka fyrir Breta á ís- landi, eða tímabilið 1940-1942, þá væri óhjákvæmilegt að skoða hvers vegna Bretar ákváðu að setja her á land á íslandi 10. maí 1940. Fyrst beindist athyglin að herráðinu og utanríkisráðuneyti þeirra og hlut- verki flota og hers. En þegar hann hafði skjalfestar heimildir varðandi það að senda herinn til landsins, þá nægði það ekki. Það svaraði ekki spumingunni um það hvers vegna þeir gerðu það. Svo hann leitaði að bakgrunni allt aftur til 1917, en sagan hefjist raunvemlega 1933 þegar nasistar koma til valda í Þýskalandi. Og til að ljúka þessu varð hann að fá breska herinn úr landinu aftur, sem ekki var auð- velt, útskýrir hann. 1943 er breski herinn allur farinn, en hinn konung- legi flugher þeirra og floti er hér kyrr. Af þeim sökum teygðust rann- sóknir Bittners fram til 1945, 1946 og 1947 og loks til 1948 þegar síðustu bresku einstaklingamir úr konunglega breska flughemum yfirgefa landið. Segir hann að það hafi verið ákaflega fróðlegt að vinna sig í gegnum allt þetta efni. „Mitt viðfangefni var ekki hernað- artæknileg framkvæmdasaga, held- ur skoðun á alþjóðlegum samskipt- um, samskiptum hers og lands- manna.“ Trúðu að Þjóðverjar væru á leiðinni Við byijum því á að ræða um það hvort hann, eftir allar sínar kannanir, haldi að það hafi verið raunhæft að Þjóðverjar væru um það bil að koma til Islands, þegar Bretar urðu á undan þeim. „Það er ekki vafi á því að Bretar trúðu því heils hugar á þeim tíma, að Þjóðveijar væru um það bil að taka ísland. Það var að vísu ekki rétt, en þeir trúðu því. Alexander Cadag- on, skrifstofustjóri utanríkisráðu- neytisins í London, skrifaði í dagbók sína: „Við verðum að ná þangað á undan Þjóðveijunum. Hvaða af- stöðu mun almenningsálitið taka? Við höfum í langan tíma ávallt beygt okkur fyrir hlutleysisstefnu í stað þess að bregðast við. Óður hundur æðir yfir Evrópu og leggur allt undir sig. Það er skylda okkar að drepa þennan hund. Við eigum að fara til Islands, leggja það undir okkur og biðjast afsökunar á því að hafa orðið að ganga í berhögg við hlutleysi þess. Við útskýrum Bandaríski sagnfræAingurinn Donald F. Bittner. Myndina tók Elín Pálmadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, í veitingahúsi fyrrum landgönguliða hersins í Viginiu, þar sem veggir eru skreyttir stríðsminjum. Mynd/War Office Hvað hefðu þeir gert, bresku hermennirnir, ef Þjóðverjar hefðu komið, svona illa út bún- ir sem þeir voru. Hér eru nokkr- ir við höfnina fyrsta morguninn fyrir íslendingum að það sé í þeirra þágu.“ Þessu trúðu Bretar óumdeil- anlega og þetta sögðu þeir vorið 1940. Sama dag og Bretar taka ísland eru Þjóðveijar að ráðast inn í Holland og Belgíu. I framhaldi af því fellur Frakkland. Þá eru Bretar komnir til íslands og staðreyndin sú að þeir hafa þar þegar bækistöð fyrir skip og flugvélar á miðju Atl- antshafi, þar sem kafbátarnir sökkva skipum í stríðinu og það býður upp á að skipalestimar geti fengið skipa- og flugvélafylgd. Það tók vitanlega tíma áður en þeir gátu farið að veita skipalestunum fylgd til Bretlands og vestur til Bandaríkjanna og beita flugvélum frá Islandi. En á þeirri stundu sem þeir lögðu undir sig ísland trúðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.