Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 19

Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 19 þeir því einfaldlega að þeir yrðu að gera það til að verða á undan Þjóð- verjum.“ Dr. Bittner vísar til samtals síns við Arthur Williams, hershöfðingja í landgönguliðinu, sem fór til Is- lands 1940: „Við höfðum upplýsing- ar frá leyniþjónustu okkar í þá veru að 50 þúsund Þjóðveijar biðu færis til að leggja undir sig ísland.“ Og þetta er að finna ákaflega víða í birtum minningum. Þessi rök hljóta að hafa verið notuð fyrir allan her- aflann þegar ákvörðunin er tekin. Það er afleiðing mistúlkunar á upp- lýsingum, sem safnast höfðu upp um nokkurt skeið, auk þess sem innrás Þjóðveija í Danmörku og Noreg og Belgíu og í framhaldi af því Frakkland, sem féll í júní, skelf- di. Bretar eru alltaf að velta fyrir sérþessum upplýsingum. Hvað voru þessir Þjóðveijar alltaf að gera á norðanverðu og austanverðu ís- landi. Voru þeir að mæla fyrir lend- ingarstöðum fyrir flugvélar og ar séu kannski þegar á leið til ís: lands og Færeyja. Og þeir segja: í þetta sinn ætlum við að verða á undan! Vip getum ekki leyft þeim að taka Island, því það beinlínis ógnar lífi Stóra-Bretlands. Og hve innrásarliðið var sent skyndilega og illa búið undirstrikar trúna á gildi þess eins að verða á undan. Annars hefðu Bretar ekki sent al- gerlega óþjálfað lið og menn sem varla höfðu séð byssu. Akvörðunin um' að leggja undir sig ísland er tekin 6. maí, þegar Churchill, sem enn var flotamála- ráðherra (varð forsætisráðherra 10. maí), tilkynnir hermálaráðuneytinu að hann hafi tekið ákvörðun um að Bretar taki ísland. Dr. Donald F. Bittner segir athyglisvert að skjölin um það hvernig sú ákvörðun var raunverulega tekin sé ekki að finna. Tillaga um að taka hlutlaust ríki sé ekki bara gerð í munnlegu spjalli.„Þarna vantar skjöl, sem ekki voru sögð til. Hver lagði fram hugmyndina? Kom hún upp í her- 1 L 3 slíku? Hvað er svona maður eins og Gerlach ræðismaður Þjóðverja að gera á íslandi. í skjölum breska utanríkisráðuneytisins segir að þetta sé skrýtinn staður fyrir svona trúaðan nasista, hvað þá að láta hann fá diplómatíska stöðu. Þeir trúa því að Gerlaeh hafi beinan aðgang að háskólamönnum í landinu. Það hef ég séð skjalfest. Þetta hleðst upp hjá þeim um leið og ógnunin vex vegna sigra Þjóð- veija. Allan aprílmánuð eru að ber- ast fréttir frá íslandi um athafna- semi í þýsku nýlendunni, sem þar er fjölmenn og 62 skipreka Þjóð- veijar hafa bæst við, en engin vopnaleit er inn í landið. Og í bresk- um skjölum má sjá spurninguna: Hvað gerist ef Bretar gera innrás á íslandi? Niðurstaðan sú að í apríl- mánuði eru Bretar orðnir sannfærð- ir um að Þjóðverjar ætli að ráðast inn í ísland. Daginn sem þeir taka Noreg, 9. apríl, kemur breska her- ráðið saman af ótta við að Þjóðverj- ráðinu, utanríkisráðuneytinu eða flotamálaráðuneytinu? Það er Hali- fax lávarður, sem skýrir frá því í utanríkisráðuneytinu, og við höfum bréfin milli flotamálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins. Eg hef farið í gegnum bréfaskriftirnar. Tvö bréf eru til, en það vantar allar innanhúsnótur og skýrslur í flota- málaráðuneytinu, þar sem þessi til- laga er mótuð og ákveðin. Þar ættu að vera drög að tillögum. Og ein- hver hlýtur að hafa komið með til- löguna um að láta Bretakonung skrifa Islendingum bréf, en hún finnst ekki heldur. Það liggur þó fyrir skjalfest í utanríkisráðuneyt- inu að Howard Smith sendiherra færði Hermanni Jónassyni forsætis- ráðherra slíkt bréf, sem raunar ætti að vera til á íslandi. Hvort því er haldið viljandi leyndu hvernig ákvörðunin varð til? Ekki vil ég láta hafa það eftir mér. En ég held sjálf- ur að aldrei hafi verið ákveðið raunsætt og markvisst að taka ís- land og raunar ekki í smáatriðum fyrr en 1941. Þangað til var þetta framkvæmt án þess að nokkur markviss leyfi eða ákvarðanir væru gefin út. Þangað til gerðu menn bara eftir hendinni það sem þeir töldu nauðsynlegt. Ekki eru raun- verulega að fínna skjalfest nein fyrirmæli um það til Robert Sturg- es, yfirmanns landgönguliðsins sem stjórnaði fyrsta liðinu, hvað hann eigi og megi gera. En pappírar eru til þegar Harry Curtis hershöfðingi tekur við yfirstjórninni af honum, eftir að landherinn kemur í júnílok og tekur við af flotanum. Það eru til nákvæmar skýrslur um nvað eina sem varðar hernámið, allar skaða: bótakröfurnar frá íslendingum, um flugvél sem féll á hús, um allar hreyfingar hersins í landinu, kol vegna leigu háskólans, vegna efnis- ins í flugvöllinn og byggingu hans, reikningar fyrir 83 skemmdar brýr o.s.frv. Allt skilmerkilega skjalfest, utan innanstofnunar bréfaskipta um hvernig ákveðið var að senda her til Islands. Eftir að Bretar voru komnir til íslands skildu þeir að ótti þeirra við að Þjóðveijar væru á leið til íslands var á misskilningi byggður. Þjóð- veijar voru ekkert að koma. Þeir hefðu aldrei haft bolmagn til slíks. Kom þar margt til, vanhæfni flug- véla þeirra og flota og engir mögu- leikar til birgðaflutninga, eins og síðar varð ljóst,“ segir dr. Bittner ennfremur. „En þegar Bretar voru komnir til íslands varð þeim ljóst hve nauðsynlegt var fyrir þá að vera þar. Og þeir lögðu sig fram um að gera það besta úr öllu, bæði gagnvart Islendingum og fyrir sjálfa sig. Ég tel að sambúðin hafi tekist með eindæmum vel. Bretar virðast eftir öllum heimildum hafa lagt sig fram um að sýna skilning á áhyggjum íslendinga og þeirra málstað öllum. Ég held að það hafi verið mikið að þakka þessum reynda breska sendiherra Howard Smith, sem kom með hernum eftir að hafa verið sendiherra í Dan- mörku við hernám Þjóðveija þar, og Curtis hershöfðingja, sem voru samtaka í þessu. Ég fann varla nokkur óhöpp eða árekstra meðan breski herinn var á íslandi. Þau byijuðu ekki fyrr en Bandaríkja- mennirnir komu, fyrir utan bílslys, sem gæti hent hvar sem er, og í slíku tilfelli fór Curtis hershöfðingi sjálfur og vottaði fjölskyldu samúð. Ég átti viðtöl við breska liðsfor- ingja og kanadíska, leitaði í skjölum og skrifaði dómstólum til að spyij- ast fyrir um hvort hefðu orðið árás- ir eða slys og hvort einhveijir úr liðinu hefðu komið fyrir herrétt vegna ofbeldis eða slíks og svarið er nei. Auðvitað hafa þó orðið ein- hver slagsmál og þvílíkt. Breska dómskerfíð skrifaði mér og kvaðst ekki hafa nein merki um slíkt. Jú, eitt atvik fann ég 1940. Skýrslu um riddara á hesti sem ætlaði að ríða niður hervörð, en hann brá fyrir sig byssustingnum, sem lenti á hol í hestinum. Og svo að menn voru að reka kindur þar sem her- menn höfðu lokað vegi og þeir skutu yfir kindahópinn, en það var ein- hvem veginn leyst.“ Dr. Bittner fær það svar frá Bretum að enginn hafi komið fyrir herrétt þrátt fyrir frétt í íslensku blöðunum um að hermaður sem leitaði á unga telpu verði leiddur fyrir herrétt. „Þessi skilningur Breta á við- kvæmum aðstæðum íslendinga kemur m.a. fram í því snjallræði að láta þann þrautþjálfaða diplómat Howard Smith hafa öll samskiptin við íslendinga og íslensk stjórnvöld á hendi frá upphafi og banna yfír- mönnum liðsveitanna að hafa nokk- ur bein afskipti af sambýli landanna nema gegnum sendiherrann. Áður en flotinn kom til íslands hafði yfir- manni hans, Sturges, verið sagt að „ á engan hátt má staða íslands sem er fijálst fullvalda ríki, verða fyrir neinuin ágangi af völdum her- afla undir yðar stjórn“. Hann fær fyrirmæli um að vinna allt í náinni samvinnu við breska sendiherrann. Þannig er ljóst frá upphafi að Bret- ar litu ekki á töku íslands sem hemám.“ Krotuðu upp kort af Reykjavík Donald F. Bittner bendir á í hve mikilli skyndingu breski flotinn var sendur til íslands til að ganga á land, en fyrsta liðið hafði aðeins mánaðar viðdvöl þar til landherinn tók við. í samtali okkar vitnar hann í MacKenzie King, forsætisráðherra Kanada, sem sagði að undirbún- ingsleysi heijanna hefði verið svo algert, að það hefði legið við að vera glæpsamlegt að senda þetta lið. En kanadíska liðið sem kom í júní var næstum jafn illa í stakk búið og verður komið inn á það í öðru viðtali. „Breska liðið sem steig á land á íslandi, kom með tvær hendur tómar. Ég fór í gegnum öll skjöl um þetta og það var fróðlegt að tala 15-25 árum síðar við yfir- mennina sem voru þarna. Þegar lið- ið steig á land í Reykjavík var það með tvö kort, eitt af íslandi og annað af Reykjavík, handteiknað af einhveijum um borð sem verið hafði í sumarleyfi á íslandi. Það var allt og sumt. Sumir mannanna úr 2. Royal Marines höfðu aldrei hleypt af byssu. Þeir voru með byss- ur, sem á vantaði miðið og voru því gagnslausar. Ekki hægt að skjóta úr þeim. Og til að koma upp loftvarnabyssunum urðu þeir að taka herfangi brauð: eða mjólkur- vagna á staðnum. Ég varð alveg forviða þegar ég sá þetta fyrst. Ég talaði m.a. við S.G. Cutler, sem var sendur hernámsmorguninn til að handtaka þýska ræðismanninn Gerlach og hann sagði mér að hvorki hann né neinn hinna hefði kunnað orð í íslensku eða þýsku,“ segir Bittner. Talið berst að blaðsneplinum, sem breski flotinn dreifði til íslend- inga við lándgönguna til að útskýra að Bretar væru komnir til að forða þýskri árás, myndu virða líf og eign- ir og fara að stríði loknu, og sem frægur er vegna hrognamálsins sem á honum er. Bittner segir að hann hafi verið saminn um borð á leiðinni til íslands, af einhveijum sem verið hefði í leyfi á íslandi. ívar Guðmundsson, þá blaðamaður á Morgunblaðinu, sem viðstaddur var viðtalið við Bittner, fullyrðir að höfundurinn hafi verið Fred sonur gamla Louis Zöllners kaupmanns, FjaUar um ísland Bretland og stríðið SAGNFRÆÐINGURINN DR. DONALD B. BITTNER ÐONALD B. BITTNER er sagnfræðingur, sem í mörg ár kannaði heimildir um Bretland og ísland í síðari heimsstyijöldinni og tildrög og komu breska hersins til landsins og lagði fram í viða- _mikilli doktorsritgerð við Háskólann í Missouri. Byggð- ist hún á breskum, kanadískum, bandarískum og þýsk- um frumheimildum, sem hann hafði safnað frá árinu 1968 og viðtölum við marga þá sem hlut áttu að máli. Og 1983 kom út í bók úrdráttur úr niðurstöðum hans undir nafninu „The Lions and the White Falcon: Britain and Iceland in the World War H Era“. Tilvitn- anir í heimildir eru þar á 23 síðum á smáu letri og sýna hversu víða hann leitaði fanga. Eru þartilvitnan- ir í skjöl í skjalasöfnum landanna þriggja, bréfaskrift- ir og samtöl hans sjálfs við menn, sem hann leitaði uppi og þá voru á lífi, en margir þeirra eru nú horfn- ir. Síðan 1983 hefur hann flutt um einstaka þætti fyrirlestra, sem ýmist hafa komið út eða ekki og þá sem greinar og ritgerðir. M.a. hafa verið gefnar út tvær ritgerðir undir heitinu „U.S. Brigades in Ice- land“, svo ogtvær með yfirskriftinni „Royal Marines in Iceland". í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því Bretar settu her á land á íslandi þótti Morgunblaðinu forvitnilegt að fræðast af dr. Donald B. Bittner um rannsóknir og viðhorf hans til málsins eftir allar hans kannanir og átti blaðamaður meðfylgjandi viðtal við hann í Virginia í Bandaríkjunum, þar sem hann starfaði m.a. við skóla landgönguliðs bandaríska flotans. En í skrif- stofu hans mátti sjá að gögnin sem hann dró að sér um þetta efni taka 8 til 10 fermetra rými. Dr. Bittner er hernaðar-sagnfræðingur, sem þó kvaðst ekki hafa skoðað málið hemaðartæknilega heldur frá sagnfræði- legum sjónarhóli Bandaríkjamanns af breskum uppr- una. Er því fróðlegt að ræða við mann með slíka þekk- ingu og heyra mat hans á þeirri flóknu sögu sem gerðist fyrir og við hernám íslands og samspil þjóð- anna, sem þar komu við sögu, svo og milli heija, flug- heija og flota þriggja þjóða við óeðlilegar aðstæður og á mjög stuttu tímabili. Dr. Donald F. Bittner kvaðst hafa verið í Hvalfirði 1965-66 á vegum Naval Security Corps, sem hafði eftirlit með olfutönkunum sem þar voru frá stríðsárun- um, sumir grafnir í jörðu. Þeir höfðu aðeins verið byggðir til að endast um skamman tíma og voru þá hugsanlega ónýtir og óvíst hvað yrði gert við þá. Annars vegartalað um að selja þá Islendingum, sem auðvitað vildu ekki fara að borga fyrir þá, eins og Bittner segir, og hins vegar að eyðileggja þá í sam- ræmi við loforð um að herinn færi með allt sitt í stríðslok. Þarna fór hann að heyra frásagnir frá íslenskum, breskum og amerískum vinum sínum, og sögusagnimar ruglingslegar og flóknar. M.a. sá hann rústir frá stríðsárunum og bryggju handan fjarðarins í Hvítanesi og fór þangað til að skoða þær. En þegar bóndinn heyrði að þeir félagar væru frá hernum, rak hann þá umsvifalaust af sínu landi, svo reiður var hann yfir þeim ágangi sem hann hafði orðið fyrir af hendi Breta á stíðsárunum. En áhugi Bittners var vakinn á að kanna þessi mál betur. 1968 var hann við háskólanám og safnaði í ritgerð um þetta efni, sem hann svo helgaði sig áfram næstu ár á eftir eða 1975-84. Söguna kveðst hann segja frá breskum sjón- arhóli, en kveðst mest sjá eftir því að hafa ekki notað tímann á íslandi til að læra íslensku í stað þess að vera þar í frönskutímum. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.