Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990
AUGL YSINGAR
KENNSLA
MYNDLISTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku
nýrra nemenda í fornámsdeild veturinn
1990-1991.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans,
Kaupvangsstræti 16. Allar nánari upplýsing-
ar veittar í síma 96-24958.
Umsóknarfrestur er til 24. maí.
Skólastjóri.
kennara- Nám í uppeldis-
œ greinum fyrir list-
og verkmenntakennara á
framhaldsskólastigi
Umsóknarfrestur um nám í uppeldis- og
kennslufræðum til kennsluréttinda fyrir list-
og verkmenntakennara á framhaldsskóla-
stigi er til 15. júní 1990. Námið hefst við
Kennaraháskóla íslands haustið 1990.
Kennt verður í Reykjavík.
Námið fullnægir ákvæðum laga nr. 48/1986
um lögverndun á starfsheiti og starfsréttind-
um grunnskólakennara, framhaldskólakenn-
ara og skólastjóra. Umsækjendur skulu hafa
lokið tilskildu námi í sérgrein sinni.
Námið samsvarar 30 einingum eða eins árs
námi. Því er skipt á tvö ár til að auðvelda
starfandi kennurum að stunda það. Námið
hefst með námskeiði 27. - 31. ágúst 1990
að báðum dögum meðtöldum og lýkur í júní
1992.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Kenn-
araháskólans við Stakkahlíð 105 Reykjavík,
sími 91-688700. Fjöldi þátttakenda miðast
við 25 nemendur.
Gert er ráð fyrir að hliðstætt nám hefjist á
Akureyri í janúar 1991. Umsóknarfrestur um
það verður auglýstur síðar.
Rektor.
Háskólinn á Akureyri
Umsókn um skólavist
Heilbrigðisdeild, rekstrardeild og
sjávarútvegsdeild.
Við heilbrigðisdeild er ein námsbraut, hjúkr-
unarbraut.
Við rekstrardeild eru tvær námsbrautir, iðn-
rekstrarbraut og rekstrarbraut.
Við sjávarútvegsdeild er ein námsbraut,
sjávarútvegsbraut.
Umsóknarfrestur um skólavist er til 1. júní
1990.
Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af
prófskírteinum. Ef prófum er ekki lokið, skal
senda skírteini um leið og þau liggja fyrir.
Skilyrði fyrir inntöku í heilbrigðisdeild er stúd-
entspróf, próf frá Hjúkrunarskóla íslands eða
annað nám, sem stjórn skólans metur jafn-
gilt.
Skilyrði fyrir inntöku í rekstrardeild er stúd-
entspróf eða annað nám, sem stjórn skólans
metur jafngilt.
Skilyrði fyrir inntöku í sjávarútvegsdeild er
stúdentspróf eða annað nám, sem stjórn
skólans metur jafngilt, svoog eins árs starfs-
reynsla við sjávarútveg. - .
Umsóknarfrestur um husnæði á vegum
Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri er tíf
20. júní 1990.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veitt-
ar á skrifstofu skólans við Þingvallastræti,
sími 96-27855, frá kl. 9.00-12.00,
Háskólinn á Akureyri.
tækniskóli
íslands
Umsóknarfrestur um skólavist 1990/91
rennur út 31. maf 1990. Með fyrirvara m.a.
um fjárveitingar er eftirfarandi starfsemi
áætluð:
- Frumgreinadeild (undirbúnings- og raun-
greinadeild).
Almennt nám fyrir iðnsveina og annað
fólk með viðeigandi starfsreynslu.
- Byggingadeild.
Námsbraut til prófs í iðnfræði og í tækni-
fræði.
- Rafmagnsdeild.
Námsbrautir annars vegar til prófa í iðn-
fræði (sterkstraumur eða veikstraumur)
og hins vegar fyrsta ár af þrem í tækni-
fræðinámi.
- Véladeild.
Námsbrautir annars vegar til prófa í iðn-
fræði og hins vegar fyrsta ár af þrem í
tæknifræðinámi.
- Rekstrardeild.
Námsbraut til prófs í a) útvegstækni, b)
iðnrekstrarfræði (framleiðsla, útvegur eða
markaður) og c) iðnaðartæknifræði (af-
urðaþróun, sjálfvirkni, matvæli eða mark-
aðsstarfsemi).
- Heilbrigðisdeild.
Námsbrautir í meinatækni og röntgen-
tækni.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans
kl. 8.30-15.30 á Höfðabakka 9, 112 R., sími
91-84933.
Rektor.
Frá Bændaskólanum
á Hvanneyri
Bændur athugið!
Námskeið á næstunni
1. Bleikjueldi 8.-10. mars.
2. Verkun votheys í rúlluböggum 14.-16.
mars.
3. Nautgriparækt, mjólk og mjólkurgæði
19.-21. mars.
4. Kynbótadómar hrossa 29.-31. mars.
5. Endurvinnsla túna 2.-4. apríl.
6. Tölvunotkun - grunnnámskeið 5.-7.
apríl.
7. Skógrækt 23.-25. apríl.
8. Skjólbelti 5.-6. júní.
Skráning á námskeiðin fer fram á skrifstofu
Bændaskólans í s. 93-70000. Þar eru jafn-
framt veittar nánari upplýsingar. Framleiðni-
sjóður landbúnaðarins tekur þátt í kostnaði
þátttakenda.
Skólastjóri.
BÁTAR-SKIP
Óska eftir snyrtilínu
Óskum eftir að kaupa snyrtilínu fyrir lítið
frystihús.
Upplýsingar í símum 11870 og 19520.
Humar-humar
Óskum eftir bátum í viðskipti á komandi
humarvertíð. Getum útvegað veiðarfæri og
ýmsa aðra fyrirgreiðslu. Bankatryggjum allan
afla. Einnig kemur til greina að leigja báta.
Símar 11870 og 19520, á kvöldin 76234 og
76055.
Þorskkvóti til sölu
Tilboð óskast í 80 tonn af þorski.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „K - 5050“.
Rækja
Rækjuveiði í Kolluál
Sæfang hf., Grundarfirði, óskar eftir að kom-
ast í viðskipti við rækjubáta sem stunda
munu veiðar í Kolluál á komandi sumri.
Upplýsingar gefur Guðmundur Smári Guð-
mundsson í síma 93-86759 og heima
93-86718.
Fiskiskiptil sölu
Óskum eftir öllum stærðum fiskiskipa á sölu-
skrá.
Höfum fjársterka kaupendur að 150-200
tonna fiskiskipum.
Fiskiskip-skipasala,
Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, 3. hæð,
sími 22475,
Gunnar I. Hafsteinsson, hdl.,
Skarphéðinn Bjarnason, sölum,
sími 13742.
TILKYNNINGAR
Frá 7. maí til 28. september verða skrifstof-
ur Verslunarmannafélags Reykjavíkur opnar
frá kl. 08.30-16.00 alla virka daga.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur.
Auglýsing frá
utanríkisráðuneytinu
Hinn 8. maí nk. heldur Igor Vallye, fulltrúi
ráðningarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna,
fyrirlestur um atvinnumöguleika háskóla-
menntaðra kvenna hjá Sameinuðu þjóðunum
í stofu 101, Lögbergi, Háskóla íslands kl.
20.00.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 3. maí 1990.
Skrifstofur
lögreglustjórans
í Reykjavík hafa fengið nýtt símanúmer:
699000
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
Breyttur skrifstofutími
Frá og með 1. maí er skrifstofa stofnunarinn-
ar opin alla virka daga kl. 9-16. Sama dag
var nýtt símanúmer tekið í notkun
9t-611000.
f^fflhjólp
Hvítasunnumanna,
Hverfisgötu 42,
101 Reykjavík.