Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JUNI 1990 27.880 ... FRÍR BÍLALEIGUBÍLl í HEILA VIKU Úrtökumótið í Moskvu: Stríðsgæfa Islend- inganna brást í lokin Skák Margeir Pétursson LÉLEGUR endasprettur eyði- lagði möguleika þeirrá Jóns L. Árnasonar og Jóhanns Hjartar- sonar á að tryggja sér sæti í heimsbikarkeppninni 1991-92. Jón var með pálmann í höndun- um eftir sigur á Sovétmeistaran- um Vaganjan í áttundu umferð. hafði þá hlotið fimm vinninga. Sex vinningar hefðu dugað hon- um til að komast áíram, en hann fékk aðeins eitt jafiitefli í þremur síðustu skákunum. Jóhanni vegnaði ekki eins vel, en eftir sigur á Miles í níundu umferð átti hann enn möguleika, en tap- aði báðum síðustu skákunum. Keppnisfyrirkomulagið í undan- rásum heimsbikarkeppninnar hefur verið harðlega gagnrýnt og það Var stríðsgæfan í síðustu umferðunum sem öllu máli skipti á mótinu. Dylst ekki neinum sem fylgist með frétt- um að í Moskvu ríkir nú skortur og skálmöld og kom það niður á framkvæmd mótsins. Aðstæður all- ar voru mjög slæmar að sögn íslensku þátttakendanna. Við skulum skoða heildarúrslitin á mótinu, sem voru býsna óvænt. Aðeins fimm efstu Sovétmennirnir komust áfram, en sjö efstu af öðr- um þjóðernum. Efstu mönnum er raðað niður í sæti eftir stigum sem menn tóku með sér í mótið. Beljavskíj naut þannig góðs af góðri frammistöðu í síðustu heims- bikarkeppni og náði að slá Ivant- sjúk og Gelfand út með sigri í síðustu umferð. Úrslitin: 1. Speelman (Englandi) 7 v. af 11. 2. M. Gurevich 7 v. 3. Khalifman 7 v. 4. Azmaiparashvili 7 v. 5. Bareev 7 v. 6. Beljavskíj 6 iiv. 7. Portisch (Ungveijal.) 6 ii v. 8. Gelfand 6'A v. 9. Ivantsjúk 6 '/■■ v. 10. De Firmian (Bandar.) 6’A v. 11. Chandler (Englandi) 6'/z v. 12. Polugajevskíj 6 ‘A v. 13. Seirawan (Bandaríkjunum) 6 v. 14. Nikolic (Júgóslavíu) 6 v. 15. Kir. Georgiev (Búlgaríu) 6 v. 16. Chernin 6 v. 17. Dorfman 6 v. 18. Eingorn 6 v. 19-23. Jón L. Ámason, Dolmatov, Gulko (Bandaríkjunum), A. So- kolov og Vladimirov 5 'A v. 24-34. Akopjan, Gavrikov (Lithá- en), Makaritsjev, Malanjuk, Naumkin, Pigusov, Psakhis (ísra- el), Sax (Ungverjalandi), Tal, Gen. Timoshchenko og Vaganjan 5 v. 35-38. Jóhann Hjartarson, Miles (Bandaríkjunum), Nogueiras (Kúbu) og Geo. Timoshenko 4 'A v. 39-40. Hulak (Júgóslavíu) og Tukmakov 4 v. 41. Spraggett (Kanada) 3'A v. 42. King (Englandi) 2 'A v. Þátttakendur í næstu heimsbikarkeppni Það verður ekki endanlega ljóst fyrr en eftir að stigalisti FIDE 1. júlí verður birtur hveijir verða hin- ir 24 þátttakendur í næstu keppni. Þegar er þó vitað um 22 þeirra, en nokkur óvissa ríkir um það hveijir hreppa síðustu sætin tvö. Úr síðustu keppni koma þeir Ka- sparov, Karpov, Salov, Ehlvest, Nunn og Ljubojevic. Frá Moskvu þeir Speelman, M. Gurevítsj, Kha- I síðustu umferðinni taldi Jón sig þurfa að vinna Búlgarann Kiril Georgiev með svörtu til að komast áfram og tefldi um of í tvísýnu og tapaði skákinni. Eftir á kom hins vegar í ljós að jafntefli hefði dug- að, því Boris Gulko tapaði sinni skák nokkuð óvænt. Frammistaða Jóns var þó mjög góð, meðalstig andstæðinga hans voru mjög há, eða 2.601 stig. Það var aðeins Sovétmaðurinn Khalifman sem þurfti að mæta öflugri andstæðing- um en Jón. U&’rmum SÓLSTOFUR Sól og gróöur allt áriö í EINANGRUÐUM ELITE-SÓLSTOFUM Framleiddar í stæröum: 9,1-15,4 og 24,3 ferm. Möguleikar á öörum stæröum samkv. sérpöntun. Auðveldar í uppsetningu - Hagstætt verð. HAFIÐ SAMBAND EF ÞIÐ ÓSKIÐ EFTIR NÁNARI UPPLÝSINGUM SINDRa/qiSTÁLHF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.