Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 18
18,, C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 i fjölmiðlum ■ ÁGÚST Guðmundsson leik- stjóri og kvikmyndagerðarmaður hefur að undanf- örnu unnið að,gerð leikinna Sjón- varpsþátta eftir sögu Ólafs Jó- hanns Sigurðs- sonar, „Litbrigði jarðarinnar“, en auk þess að jeik- stýra samdi Ágúst handritið. Vegna söguþráðarins verður að miða upptökur við árst- íðirnar og þar af leiðandi verður ekki unnt að fullgera þættina fyrr en næsta vetur. Ágúst mun auk þess verða fjarverandi í einhvern tíma næsta haust vegna vinnu við gerð sjónvarpsþáttar í Bretlandi. Að sögn Sveins Einarssonar, dag- skrárstjóra innlendrar dagskrár- gerðar hjá Sjónvarpinu, er „Lit- brigði jarðarinnar" fyrsta skáldsaga Ólafs Jóhanns sem færð er í leikrits- form og samhliða gerð þáttanna er fyrirhugað að gera heimildarmynd um hann og verk hans . . . I STÖÐ 2 hefur að undanförnu auglýst eftir ungu fólki til að taka þátt í leiknum sjónvarpsþátt- um, sem hlotið hafa vinnuhei- tið „Vísitölu- fjölskyldan". Höfundar eru þær Iðunn og Kristín Steinsdætur og fjalla þættirnir um daglegt líf venjulegrar fjölskyldu á íslandi. Ráðgert er að þættirnir verði tíu talsins og hefjast upptökur í ágústmánuði næstkom- andi og mun Marianna Friðjóns- dóttir annast leikstjórn og stjórn upptöku. Að sögn Björns G. Björnssonar, framkvæmdastjóra dagskrárgerðarsviðs hjá Stöð 2, er fyrirhugað að taka þættina á dag- skrá næsta haust og ef vel tekst til má búast við framhaldi af þátta- gerð sem þessari. Björn sagði að verið væri að leita eftir ieikurum í einstök hlutverk, þar á meðal í hlut- verk barnanna í fjölskyldunni, en góðar undirtektir hefðu verið við auglýsingunni. Enn væri þó óráðið í hlutverkin og sagðist Björn vilja hvetja fólk til að hafa samband við Stöð 2, ef það teldi sig vita af efni- legu fólki á þessu sviði . . . KRISTÍN OG IÐUNN. ÁGÚST Myndbandaleignr bjóða sjónvarpsstöðvum birginn ÚTSENDINGAR nýrrar sjónvarps- stöðvar í haust munu ekki einungis hafa áhrif á hag og stöðu þeirra sem fyrir eru. Aðstandendur myndbanda- leiga eru uggandi vegna hinnar nýju stöðvar þar sem hún mun auka sam- keppnina um frítíma fólks og efþeir gripa ekki til neinna ráða þá bætti það gráu ofan á svart þar sem að á undanförnu misseri hefúr dregið mjög úr útleigu á myndböndum. En þeir ætla ekki að sitja auðum höndum því í undirbúningi er kynningarátak sem felur m.a. í sér miklar auglýsingar, útgáfii á mánaðarlegu tímariti um myndbönd og kvikmyndir sem prent- að verður í 50-60 þúsunda upplagi og dreift ókeypis. Einnig hefur komið til tals að láta vinna sjónvarps- og út- varpsþætti um sama efni. Markmiðið með þessu kynningarátaki er að auka útleigu um 20-30%. Til þess að standa straum af kostnaði þessu samfara hafa samtök myndbandaleiga (SIM) _ og samtök myndbandarétthafa (SMÁ- IS) undirritað samstarfssamning sem kveður á um stofnun sameiginlegs auglýsingasjóðs sem ef að líkum lætur mun velta um einni og hálfri milljón á mánuði. 9<jts MCATV ioáö, THAMES MlttlUTOUl 11-100 vanjf«_ 3,«öaJþétl Uluu I -'KW/toux myndir eru uppi uppi að hafa öðru hverju þemavikur þar sem áhersla er lögð á einn flokk mynda, t.d. barnamyndir eða íslenskar myndir. Þessar myndir yrðu boðnar á sérkjörum og ef einhver hagnaður yrði á leigu þeirra rynni hann til líknar- eða menningarmála. Annað sem lík- legt er að gerist á næstu árum er að einstaka leigur sérhæfi sig sífellt meira þannig að sumar I Með væntanlegri auglysingaherferd ætla myndabanda- leigur sér að auka útlán um 20-30% Kynningarátakið er liður í því sem Barði Valdimarsson, framkvæmdastjóri hjá SÍM, kallar að gera markaðinn faglegri. Myndbandamarkaðurinn er um margt ólíkur öðrum þjónustu- mörkuðum að því leytinu að neyt- andinn veit lítið um það hvað er í boði, eða eins og Barði orðaði það þá er erfitt að seija fólki hlut sem það veit ekki að er til. Flest- ir fara inn á leigur án þess að vita hvað það er sem þeir leita að. Upplýsingar um hvaða myndir séu til og einnig upplýsingar um efni myndanna verða í bráð að- gengilegri. Eins er stefnt að því að auglýsa betur hvenær góðar og vinsælar myndir koma inn á leigurnar á svipaðan hátt og kvik- myndahúsin gera þegar þau frum- sýna stórmyndir. Annar liður í því að gera myndbanda- markaðinn fag- legri er að efla SIM sem fagfé- lag og að því er stefnt. Líkur eru á að flestar myndbandaleigur ger- ist aðilar að þessum samtökum því samkvæmt nýja samstarfs- samningnum við rétthafa verða myndbönd til félaga 30% ódýrari. Sá siður hefur verið tekinn upp að sérhver félagi í samtökunum undirritar samning þar sem hann skuldbindur sig til þess að hlíta vinnureglum á borð við þær að dreifa ekki ótextuðum myndum, að virða reglur um aldur tak- mörk, að virða bannlista kvik- myndaeftirlits- ins og að versla ekki með falsað eða ólöglegt efni og eftirtökur. Með þessum samningi um vinnureglur er einnig stefnt að öðru marki. Það er von þeirra sem beitt hafa sér fyrir þessu að með því að sýna yfirvöldum fram á að myndbandaleigur geti séð um það sjálfar að ekkert ósæmilegt fari fram á leigunum þá verði hjá því komist að setja lög og reglur um myndbandaleigur, lög sem reynst gætu mörgum leigum fjötur um fót. SÍM er með ýmislegt fleira á prjónunum sem miðar að því að auka vinsældir myndbanda. Hug- bjóði upp á gott úrval gamalla gæðamynda á meðan aðrar hefðu í fórum sínum mikið úrval t.d. íþróttamyndbanda. Allt slíkt stuðlar í senn að því að markaður- inn verði faglegr; og um leið auka þeir vinsældir mýndbandsins. Að mati kunnugra eru um 75% heimila hér á landi með mynd- bandstæki sem að líkindum þýðir að óvíða í veröldinni eru þau eins útbreidd. Með öðrum orðum er markaðurinn mjög stór og því til mikils að vinna fyrir myndbanda- leigur. Því er spáð hér að á næstu mánuðum og misserum verði myndböndin mun meira áberandi en áður í baráttunni um afþrey- inguna. Hvort sú barátta muni skila einhverjum árangri skal þó látið ósagt. BAKSVIÐ eftirÁsgeir Friðgeirsson Hinar mögnuðu flautur EINU sinni í fyrndinni hélt ég um skeið úti þætti hér í blaðinu sem hétjiví geysi- frumlega nafhi „I frásögur færandi". Þá hugkvæmdist mér einhverju sinni þegar fátt var um fína drætti að Iabba mig útá þing og hreiðra þar um mig á pöll- um neðri deildar og skrifa hjá mér og tímasetja að auki nánast hverja einustu athöíh háttvirtra þing- manna þessa Qóra fimm stundarfjórðunga sem ég tafði þarna. Við svo búið sprangaði ég hinn hróðug- asti aftur útá blað og prjónaði eitt stykki Frá- sögur þar sem ég tiundaði bókanir mínar svo ná- kvæmlega að meira að segja geispum þingmanna og hinum tilþrifameiri kláðaköstum var haldið skilmerkilega til haga. Einsog nærri má geta v^r útkoman ekki beinlínis stórfagur vitnisburður um vinnulag og jjmg^ngnishæt^þessara for- ystusauða okkar. Þeir eirðu augljóslega ekki stundinni lengur í sætum sinum („2.35 — Olafur töltir út, Hermann brokkar inn, Emil ennþá að þvælast í dyragættinni"), og þá sjaldan þeir létu svo lítið að leggja sem snöggvast eyr- un við því sem veslingurinn í pontunni var að þusa þá var það einungis í þeim til- gangi að abbast uppá mann- inn með hinum svívirðileg- ustu aðdróttunum, svosem einsog að líkja honum við hjólbeinóttan apa ellegar hjólbeinóttan beinasna elleg- ar jafnvel hjólbeinóttan framsóknarmann. Þetta má vitanlega öllum gera: að taka saman svona smásmugulega lýsingu á at- höfnum manna og athafna- leysi brot úr vinnudegi þein-a: Ég var enda bljúgur sem lamb þegar þingmaður sem ég var málkunnugur tók sér fyrir hendur að leiða mig í allan sannleikann um með- fædda hæversku og nær tak- markalaust umburðarlyndi hans og hans líka. Þegar hann var búinn að kalla mig isr -vgr hjólbeinóttan apa og hjól- beinóttan beinasna og hjól- beinóttan hottintotta.til vara, las hann mér umvöndunar- þulu sem var raunar nauða- lík þeirri sem hún Guðrún okkar Helgadóttir tók til við að flytja í tíma og ótíma nær fjörutíu árum síðar. Læri- meistara mínum fannst sem- sagt líkt og henni að umfjöll- un fjölmiðla um hið háa Al- þingi mætti að ósekju vera töluvert jákvæðari. Það er nú svo. Ugglaust má færa að því nokkur rök að fréttamönnum þyki alla jafna Öllu meira púður í þing- mönnum þegar þeir eru að hamast við að reyta æruna hver af öðrum helduren þá þeir eru að kreista uppúr sér þetta ferfalda húrrahróp sitt í þinglok og íjúka við svo búið uppum hálsinn hver á öðrum með hinum viðbjóðs- legustu fleðulátum. En æði oft hygg ég samt að rekja megi „neikvæð" viðbrögð fjölmiðla til býsna hæpinna tiltekta hinna svokölluðu fórnarlamba sjálfra. Þarj;að leitar klárinn sem hann er kvaldastur, er haft fyrir satt, en kaldhæðnislegt í meira lagi er það samt í ljósi fyrrgreindra ásakana hve sólgnir sumir pólitíkusar eru einmitt í sviðsljós þess- aara bersyndugu fjölmiðla. Fölskvalaus hlédrægni og þingmennska munu líklega seint eiga samleið, ætli við gætum þá ekki rétt eins reynt að dubba mállausan mann uppí útvarpsþul? En of mikið af opinberum sperr- ingi sem ég kalla svo of stór- ir skammtar af landsföður- legum fettum og brettum og ógnhlýju handaskaki orkar að minnstakosti þannig á mig að ég fæ ofnæmi fyrir kauða og finnst hann satt best að segja harla lítið trú- verðugur. Þegar hann Humphrey Bogart var búinn að næla sér í hana Bacall sína gaf hann henni forláta • silfur- flautu sem á var grafið: „Þú flautar ef þú þarfnast mín.“ Tveir eða þrír af ráðherrun- um okkar — og þó einn miklu mest — gætu á stundum s^nst^iafa útdeilt svonaj töfraflautum til ófárra fréttamanna og þá ekki síst sjónvarpsgarpanna okkar. Svona fjölmiðlaflaður með popparaskælum er auðvitað síður en svo til vegsauka fyrir hæstvirt Alþingi. í lýð- ræðisþjóðfélági þurfa fjöl- miðlar að sjálfsögðu að eiga sæmilega greiðan aðgang að hinum pólitísku leiðtogum stundarinnar og þá ekki síður talsmönnum þeirra. En það er neyðarlegt að ekki sé meira sagt að sjá sífellt sömu andlitin birtast löðursveitt á skjánum þá mönnum með hinar mögnuðu flautur hefur þóknast að þeyta þær. Kannski gerðist ég einum of frakkur þarna um árið miðað við tíðarandann þegar ég var að stríða þingmönn- unum með fyrrnefndri „at- ferliskönnun". En í umræð- unni sem nú gýs upp annað slagið um samskipti fjölmiðla og stjórnmálamanna má ekki gleyma gjörbreyttum við- horfum almennings til þess- ara sömu manna. Af er sú tíð sem betur fer þegar hinn óbreytti borgari þorði naum- ast að ávarpa þessa höfð- ingja án þess að krafsa fyrst af sér pottlokið. Hví skyldum við fjölmiðlamenn vera and- aktugri en allir hinir? Á hinn bóginn er það satt að segja hálf svona hjákát- legt þegar pólitíkusarnir eru að saka okkur um hortug- heit. Eiginlega eru þeir bara að taka í lurginn á sjálfum sér — þannig séð. Ófáir stjórnmálamenn hafa tekið ritstjórastólnum fegins hendi þá þingferlinum lauk (þeir geta ekki allir orðið loga- gylltir ambassadorar, bless- aðir) og þar að auki sýnir sagan okkur að fjölmiðla- menn eru flestum mönnum móttækilegri fyrir hinni ill- ræmdu þingmennskuveiru. Af þeim blaðamönnum sem ég vann með þegar ég var með Alþýðublaðið forð- um höfnuðu ekki færri en þrír á þingi en sá fyórði var þegar orðinn þingmaður og varð að lokum hvorki meira né minna en forsætisráð- herra. Það lá við að maður skammaðist sín á stundum eftir að upp var staðið að hafa ekki sprangað á þing. Og þó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.