Morgunblaðið - 17.06.1990, Side 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990
FRANSKARENDUR-
GERÐIR í HOLLYWOOD
Frakkar eiga meira i bandarískri kvikmyndagerð en
margan grunar. Myndir eins og „Three Fugitives" með
Martin Short og Nick Nolte, „Cousins" með Ted Dan-
son, „The Man with One Red Shoe“ með Tom Hanks og
„Breathless" með Richard Gere urðu allar fyrst til i
Frakklandi áður en Hollywood flutti þær vestur um haf
og gerði að sínum.
Sú, sem þekkir best til
þessara mála, er franski
kvenleikstjórinn Coline
1 Serreau. Hollywood hefur
sérstakt dálæti á að endur-
gera myndir hennar. Þrír
menn og karfa varð að Þrír
menn og bam með þremur
Hollywoodstjörnum og nú
stefnir önnur mynd hennar,
Mamma, það er maður í rúm-
inu þínu, á ameríska endur-
gerð með Richard Dreyfuss
í aðalhlutverki.
Hvemig skyldi standa á
Colin Serreau; tækifæri til
að bæta myndirnar.
því að það sem er svo töfr-
andi og létt leikandi í frönsk-
um myndum verður svo
þyngslalegt í Hollywood?
„Við skrifum á annan hátt í
Frakklandi," segir hún.
„Flestir leikstjórar eru líka
handritshöfundar og búa við
algert fijálsræði. Þeir skrifa
sögur sem þeim finnst góðar.
Hér í Hollywood gera menn
■ sögur sem þeir vona að þeir
græði á.“ En af hveiju vill
Serreau að myndir hennar
verði líka til í amerískri útg-
áfu? „Bandaríkjamarkaður
er gersamlega lokaður er-
lendum myndum. Ef þú gerir
metsölumynd heimafyrir sjá
hana örfá prósent þegar hún
er sýnd vestra." Það er líka
önnur ástæða: „Mér líkar að
endurvinna hlutina," segir
Serrau. „Þannig fær maður
tækifæri til að bæta þá.“
Kóngulóarfælni
í Kalíforníu
Hvað skyldi koma út úr
því þegar tvö helstu fyr-
irtækin í Hollywood í gerð
ævintýramynda, Amblin
Entertainment Steven Spiel-
bergs og Disney-fyrirtækið,
leiða saman hesta sína í
ævintýrahrelli? Hvemig líst
ykkur á Kóngulóarfælni?
Það er heitið á enn einni
sumarmyndinni vestra en
hún fjallar um það þegar
gríðarlegur fjöldi af mannýg-
um kóngulóm ræðst á kyrrl-
átan smábæ í Kalífomíu,
bæjarbúum til skefjalausrar
hrellingar.
Kóngulóarfælni mun ekki
vera alræmd B-mynd ef
marka má leikstjóra hennar,
Frank Marshall (framleið-
anda Spielbergmyndanna),
sem vill frekar líkja myndinni
sinni við Fuglana eftir Hitch-
cock en eitthvað eins og Arás
mannætutómatanna.
Með aðalhíutverkin fara
Jeff Daniels og tvær tegund-
ir kóngulóa en önnur þeirra
er fuglaæta! af ætt tarantul-
unnar og var flutt inn frá
Amazon-svæðinu í Brasilíu
(hún var í alvöru fengin í
gegnum fyrirtæki sem heitir
Skordýraleigan í Los Ange-
les).
Frank Marshall hefur ekki
leikstýrt áður en hann stjórn-
aði þeim deildum Indiana
Jones-myndanna er sáu um
að útvega þúsundir leikara í
snáka- og rottuatriðin. En
hvernig var að vinna með
litlu kvikindunum? „Það tek-
ur á taugarnar," segir Dani-
els. „Kóngulærnar ganga
fyrir í öllu. Það er náð í þær
fyrst á morgnana, þær eru
fyrstar í förðunina, þær fara
fyrstar í mat og þær fá
stærsta húsvagninn."
Það væsir ekki um stjöm-
umar í Hollywood.
Jeff Daniels
berst við einn af samleikurum sínum í myndinni Kóngulóarfælni.
JESUSI
NÚTÍMAIMUM
KANADÍSKILEIKSTJÓRINN Denys Arcand, sem
gerði hina ágætu Hnignun og fall bandaríska heims-
veldisins, hefur sent frá sér nýja, mikið lofaða mynd
er hann nefnir Jesús frá Montreal.
Hún er n.k. nútímafrá-
sögn af Jesú og segir
í alvörublöndnu gamni frá
leikara að nafni Daniel sem
fenginn er til að fara með
hlutverk Frelsarans í upp:
færslu á nýju leikriti. í
framhaldi af því safnar
Daniel um sig hópi leikara
sem taka að sér að bæði
leika og vera lærisveinar
hans (einn finnur hann sem
er að lesa inná klámmynd,
annar leikur í auglýsingum)
en þeir lifa sig mjög sterkt
inm' söguna um Krist og
finna nýjar merkingar í
kenningum hans. „Lífið er
ekki erfitt," segir Daniel í
leikriti myndarinnar, „ef þú
hættir að hugsa sífellt um
sjálfan þig.“
„Þetta er mynd um leitina
að einhveiju öðru en efnis-
legum gæðum,“ segir Den-
ys, „einhverri merkingu.
Það getur ekki verið að til-
veran snúist um það eitt að
koma sér upp BMW og góðri
íbúð. Það hlýtur að vera eitt-
hvað meira við lífið.“
Loks endar myndin á
krossfestingu Daniels/Jesú
Leikstjórinn,
Denys Arcand.
en í stað upprisunnar er
hann handtekinn af lögregl-
unni fyrir að taka hlutverk
sitt of alvarlega og bijóta
allt og bramla í einhveiju
auglýsingamusterinu.
Arcand, sem heldur jafn-
mikið uppá Woody Allen og
Ingmar Bergman, vill að
myndir sínar gefi fólki eitt-
hvað til að hugsa um. „Bíó-
mynd getur ekki breytt lífi
þínu, en hún getur verið
einn dropi i mælinn.“
■ PYTHONMAÐURINN
Terry Gilliam sem gert hef-
ur myndir eins og Tímaþjóf-
arnir og „Brazil" er byijaður
á nýrri mynd í New York sem
heitir „The Fisher King“
og er um leitina að hinum
heilaga kaleik í stórborginni.
Ekki taka þetta of alvarlega:
Leikarar er Robin Williams
og Jeff Bridges. Gott par
það.
■ PRINCE he/nrgert nýja
mynd. Hún heitir „Graffiti
Bridge" en Prince er hand-
ritshöfundur, leikari, aðal-
stjama og dansari myndar-
innar og hefur skrifað eitt-
hvað 18 ný lög fyrir hana.
■ BRÆÐUJtNIR Charlie
Sheen og Emilio Estevez,
synir Martin Sheen, leika
saman í nýrri mynd sem heit-
ir „Men at Work“. Þeir eru
öskukallar sem finna lík í
mslinu og fela það á meðan
þeir leysa málið.
■ EKKERT fréttist af
framhaldsmynd „Chin-
atown“, „The Two Jakes“,
sem Jack Nicholson hefur
leikstýrt. Frumsýningin hef-
ur frestast nokkrum sinnum
á meðan leikstjórinn hefur
verið að fínpússa myndina.
Hún átti að koma um jólin
síðustu, síðan í mars og núna
er beðið eftir henni í sumar.
■ LEIKSTJÓRINN Mike
Nichols („Working Girl“)
leikstýrir Harrison Ford í
nýrri mynd sem tökur hefjast
á vestra í sumar. Hun heitir
„Regarding Henry“ og seg-
ir frá hatursfullum uppa sem
fær skot í höfuðið og verður
allur annar og betri maður á
eftir.
■ EDDIE Murphy ætlar
jafnvel að leika í kúreka-
mynd næst. Leikstjóri yrði
Walter Hill, sem hefur ný-
lokið við Murphy-myndina
„Another 48HRS“, en ef af
verður mun stjaman leika
amerískan lögreglumann
sem lætur til sín taka í mex-
íkönsku byltingunni.
í BÍÓ
Það er rólegt yfir bíóun-
um þessar vikumar
enda vorið og fyrri partur
sumars yfirleitt frekar
daufur tími, millibilsástand
frá þvi óskarsmyndirnar
spila út og til þess er sum-
armyndirnar að vestan
sigla yfir hafíð.
Það má þó alltaf finna
eitthvað við sitt hæfi í bíó:
Stálblóm skartar mörgum
frægum nöfnum í trag-
íkómískri vasaklútasögu;
Siðanefnd lögreglunnar er
hörkugóður þriller; Utan-
garðsunglingar kemur ör-
ugglega mörgum á óvart.
Og ef enginn nennir í
bíó í sumarfríinu má alltaf
lesa bækur sem væntanleg-
ar eru á hvíta tjaldið. Eymd
og Uns sekt er sönnuð er
t.d. ágætis byijun.
KVIKMYNDIR
/Hvem berad varast í bíómyndunumf
UPPINNER FULL-
KOMIÐILLMENNI
SPURNING hvort hið glæsilega par Roy rolla og Trig-
ger dolla, sem alltaf gátu séð út bófana (og bófahest-
ana) í gamla daga af því þeir voru ekki eins smartir
til fara, gætu þekkt varmennin frá góðmennunum í
hinum nýju og rennilegu þrillerum dagsins. Bíómynd-
irnar hafa getið af sér nýja tegund illmenna á undanf-
örnum árum, sem hæfa vel tíðarandanum. Ekki treysta
neinum með Rolex-gullúr. Það er Uppinn í myndinni
og hann er morðinginn.
Við höfum dæmi um einn
slíkan í myndinni Siða-
nefnd lögreglunnar í Há-
skólabíói en í henni leikur
Richard Gere af stakri ill-
girni ger-
spilltan
lögreglu-
mann sem
hefur þann
ávana að
íifa langt
umfram
efni og
fjármagn-
eftir Arnafd
Indriðason
ar það með glæpum. Hann
er dæmigerður uppakrimmi
bíómyndanna, afslappaður,
sjálfsöruggur og glæsilegur
til fara. Hann dýrkar
lífsþægindi og dýran munað
og hefur gaman af áhættu
en hefur þann galla að vera
gersamlega siðlaus. Þegar
Gere leggst á heiðarlegu
lögguna Andy Garcia í
„Siðanefndinni" og er með
hótanir hefur hann fyrst og
fremst gaman af því, svalur
og öruggur um að hann sé
yfír bráðina hafinn. Og það
er eins og myndin geri ráð
fyrir að maður sé fyrirfram
innstilltur á uppakrimmann
því hún hefur ekki fyrir því
að skýra út persónuna að
neinu leyti.
Uppakrimminn getur líka
verið kona (Glenn Close í
Hættulegum kynnum) en
hann er miklu algengari sem
karlmaður. Ahorfendur
ættu að vera farnir að búast
við hinu versta þegar þeir
sjá persónur sem bera vel-
gengnina utan á sér í mynd-
um allt frá „Crimes and
Misdemeanors" Woody Al-
lens til „The Handmaid’s
Tale“ og „Blue Steel", sem
vonandi eru væntanlegar
hingað, og ekki síst „Bad
Influence", sem bráðum
verður sýnd í Regnbogan-
um, en í henni þykir uppa-
Rob Lowe í „Bad Influence";
uppakrimminn uppmálaður.
krimminn koma hvað skýr-
ast fram.
Curtis Hanson er leik-
stjóri en James Spader
(Kynlíf, lygar og myndbönd)
leikur Michael í myndinni,
mann á uppleið í mjög
stressandi starfi sem býr
með fallegri konu í tísku-
legri íbúð fullri af nýjustu
græjum. Allt virðist í sjö-
unda uppahimni þar til ann-
ar sömu tegundar en mun
illskeyttari birtist (leikinn
af Rob Lowe), sem þegar fer
að vinna að því að eyði-
leggja veröld Michaels
hreinlega af því hann hefur
svo gaman af því. Hann
hefur enga ástæðu og engan
tilgang annan en að
skemmta sér svolítið og
brátt hafa samskipti þeirra
leitt til morðs.
Hræddur um að Roy og
Trigger, dæmigerðir uppar
úr vestrinu, ættu erfitt upp-
dráttar í þessum nútíma-
myndum.