Morgunblaðið - 17.06.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.06.1990, Qupperneq 22
MORGUN BLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 2*2 C Gítarhetjan og lærissveinninn Gary Moore og Albert King. BLVS/Hvað er þungarokkblús? GÍTARVEISLA BRESKA þungarokkið á sér sterkar rætur í bandaríska blúsnum, þó oft sé erfitt að greina það á bak við allt prjálið og tilgerðina. Fremstu sveitir á því sviði, s.s. Led Zeppelin, voru skipaðar mönnum sem lærðu tónlist með því að spila blús og Zeppelin tók upp ýmsa blúsa, rokkaði upp og setti á plötur (þó stundum hafí gleymst að geta höfundar). Gary Moore er þungarokkari og gítarhetja af gamla skólanum sem meðal annars spilaði með Skid Row (eldri) og Thin Lizzy. Hann hefur sent frá sér nokkrar sóló- skífur þar sem hann hefur leikið fremur ófrumlegt þungarokk, þó bregði fyrir skemmtilegum ____________ frösum. Það kom eftir Árna því nokkuð á óvart Motthíasson þegar hann sendi frá sér plötuna Still Got the Blues, þar sem hann fer hamförum í klassískum blúsum eins og Too Tired, Pretty Woman (Albert King-lagið) og Walking by Myself. Platan heitir Still got the Blues og á umslaginu gefur að líta lítinn dreng með Gibson Les Paul í fanginu sem er að reyna að ná gítarfrasa eftir Albert King. Á bakhliðinni er drengurinn fullvax- inn á hótelherbergi, enn með Les Paulinn og enn að reyna við Alb- ert King. Albert King er einmitt gestur á plötunni, en þar kemur líka við sögu Texasblúsarinn Albert Coll- ins, aukinheldur sem B.B. King er heiðraður sérstaklega í laginu King of the Blues, þó að hann leiki ekki með. Plötuna tileinkar Gary svo Pete Green, sem mætti kalla iæri- föður gítarleikara í blúsþunga- rokkinu og má halda því fram að hann hafi haft þar meiri áhrif en Eric Clapton. Það fer ekki á milli mála að Gary Moore er einlægur blúsvinur, þó hann hafi viðurværi sitt af að spila þungarokk, en líklega finnst mörgum blúsáhugamanninum fullmikið af gítarsólóum á plöt- unni, t.a.m. þegar þeir Albert og Gary eru að keppast í Pretty Wom- an. í öðrum lögum á plötunni er Gary settlegri, en frumsömdu lögin standa allmiklu nær poppi en blús. DJASS/ Hversugódir eru gítaristamir? Scofieldy Stem og sígauninn Gítarinn er hljóðfæra vinsæl- astur á íslandi og mun svo víða. í djassi og jafnvel blúsi eig- um við íslendingar gítarleikara samanburð við flesta Norður- landabúa en slíkt verður vart sagt um flesta þá er spinna á önnur hljóðfæri. Þegar hugsað er til íslenskra djassgítarein- leikara koma fimm fyrst í huga: Ólafur Gauk- ur, Jón Páll Bjarnason, Örn Ár- mansson, Björn Thoroddsen og Friðrik Karlsson. Gaukurinn heyrist sjaldan leika djass núorðið og Örn Ár- mannsson nær aldrei. Jón Páll býr í Bandaríkjunum en Björn og Friðrik eru á fullu á nýliðinni djasshátíð. Björn órafmagnaður með Kúran svínginu og rafmagn- aður með Gömmun en Friðrik á kafi í nútímadjassinum með kvartetti Reynis Sigurðssonar. Friðrik hefur lokið við gerð breið- skífu í Bandaríkjunum sem kem- ur með haustinu og Gammarnir eru á leið í hljóðver. Dálítið til að hlakka til! Það er alltaf þónokkurt úrval af diskum þekkra djassgítarista í hljómplötuverslunum hér og ég hef verið að hlusta á þijá ólíka undnafarið. Tónleikadisk sígun- ans Bireli Lagrene, Birele La- grene Ensemble Live (Inak). Nýjasta disk djassrokkarans Mike Stems, Jigsaw (Atlantic), er út kom í fyrra og svo disk frá þessu ári með einum af helstu gítaristum hins nýja djass John Scufield, Time on my hands (Blue Note). John Scofíeld kom til íslands fyrir nokkrum árum og hélt tónleika í íslensku ópe- mnni með Steve Swallow og Adam Nussbaum og á þessari John Scofield — frumleg og spennandi tónhugsun... skífu er hann heldur ekki með neina smákalla með sér. Joe Lo- vano á saxafóna, Charlie Haden á bassa og Jock DeJohnette á trommur. DeJohnette ,er orðin einsog Sid Cattlet og Cosy Cole á svíngtímanum, fenginn til að leika á annari hverri plötu, enda ekki furða því leitun er á jafn músíkölskum trommara, hann hugsar ekki aðeins rýþmískt en- sog oft hendir hina ágætustu trommara. John Scofield er mjúktóna og hefur sveifluna alltaf á hreinu, þó ekki sé það sú kórrétta frá því fyrir stríð. Blúsinn gægist víðast fram í spili hans og tón- hugsun hans er ekki aðeins fram- leg heldur vekur hún spennu. Ég hef sjaldan heyrt Scofield eins góðan og á þessum diski og er þá sama hvort það er í tekíslísku So sue me eða ballöðum einsog Nocturnal mission. Haden er djúpur að vanda í tvennumskiln- ingi og Lovano mjúkur og skemmtilega Webster/Sheppísk- ur í tenórblæstrinum á stundum. Mike Stern er annar handlegg- ur. Vaxinn uppúr rokkinu með skerandi tón og raffima tækni. Hann lek með Miles Davis á und- an Scofield. Davis var mjög veik- ur um þær mundir og lét dreng- inn leika lengi og mikið. Þótti mörgum illt að sitja undir því. Stern hefur mikið lært síðan þá, en djassmaður er hann ekki í hinum klassíska skilningi þess orðs. Allur hljóðfæraleikur á Jigshaw er með ágætum og gleð- ur mig mest harbeittur shroter- ismi Bog Bergs tenórsaxista, sem alltaf bjargar sér hvar sem hann er staddur í tónrófínu. Bireli Lagrene er jafn fjarri Stern á tónleikadiski sínum og Thor er Sjón. Þó kann hann að plokka rafbassa einsog djass- rokkari. Það gerir hann bara í The Night of a Champion. Ann- ars er hann með gítarinn í hendi og andi Djangos sjaldan fjarri. Lagrene er trúlega fremstur allra sígaunadjassgítarista um þessar mundir ásamt Boulou Ferré, en hann er ekki eins fijór og Ferré. Aftur á móti er spilagleðin ósvik- in og þessa er það besta sem ég hef heyrt frá honum. Með honum er ameríski gítaristinn Vic Juris og deila þeir einleiksköflunum. Gaiti Lagrene og Diz Disley, sme margir þekkja vegna samvinnu hans við Grapelli, slá rýþma- gítara og Jan Jankeje er á bassa, en hann hefur lengi leikið með Bireli. Þarna má finna frumsamda ópusa, Parkerlínur og Djangólög og hlýtur krafturinn og sveiflan að gleðja alla sme eftir slíku sækjast. TOYNÐhlST/Geta einstaklingar reist listamibstöb? Að skapa listinni starfsrymi FYRIR NOKKRUM vikum var bent á þá aðstöðu, sem listamenn eru að koma upp í Straumi sunnan Hafnarfjarðar, með dyggri aðstoð bæjar- félagsins. En það er víðar verið að vinna að því að skapa listamönnum starfsaðstöðu, og á þessum degi er vel við hæfi að vckja athygli á ein- staklingsframtaki, sem gæti leitt til byggingar listamiðstöðvar í Sigtúns- reit við Suðurlandsbraut, við Safti Ásmundar Sveinssonar. Þar er fyrir- huguð athyglisverð bygging, sem með tíð og tíma mun ætlað að standa undir eigin rekstri. Hugmyndin er komin frá Tryggva Ámasyni myndlistarmanni. 1989 samþykkti borgarráð sam- hljóða að veita honum lóð fyrir tvö samliggjandi hús til að reisa þar byggingar, sem Tryggvi hefur gefið nafnið Listhúsið. Þetta á að verða miðstöð lista í fyllstu merkingu þess orðs, því þarna verður á ein- um stað að finna flest það sem til þarf; sýningarsali, söluaðstöðu, veit- ingastofu, vinnustofuíbúðir, verk- stæði, listaverkageymslur og högg- myndagarð. Fyrirhugað er að á efri hæðum \hús%ins- verði 12 vimlustofuíbúðir, ývhver úm 1Q0' fetmetrar að' stærð. Þaqr mundu ekki. bará henta fyrír rinyhdl(statfólk, .heldiír einnig fyrin- , lisíiðnaðarmenn gg fleiri. jOþýiberir* • áðfla%. sanitök eðar. emétaklingar . ‘gWfíj’gignast þéssar íbáðir og styrírt * Iistamenh’með.því að lána þeinv áð-. Stöðuna. Þarna værr þvf á hveijum tfnía' tíl staðar lítil listamanna- nýlenda, þar sem frjó samskipti og vinnurými myndu skapa ákjósanlega aðstöðu fyrir starf iistamanna. Þrátt fyrir mikinn fjölda listsýn- inga í Reykjavík á hveijum tíma, er skortur á sýningaraðstöðu, einkum er þörf fyrir stóra sali undir stærri verk af ýmsu tagi. Þarna mun fyrir- hugaður sýningarsalur í þessu hús- næði koma að góðum notum, því hann verður svipaður að stærð og vestari salur Kjarvalsstaða, sem er stærsti sýningarsalur í landinu í dag. Tryggvi hefur nefnt í Fréttabréfi SÍM (Sambands íslenskra Myndlist- armanna), þar sem hann lýsir þessum áætlunum, að æskilegt væri að bygg- ingartími Listhússins yrði sem allra stystur; gæti verið tvö ár. Ef byijað væri á byggingunni í sumar, gæti þetta því verið tilbúið til notkunar haustið’1992. Slíkt væri óvenjulegur hraði fyrir byggingan á mepriingar- sviðimi, sem flestar hafa dregist ácum. eða áratugum sanían (og jafn- véFbreyst nol.kuð á því tímabili), óg nægir að benda. á Llstasafn íslands Og Listaáafn' Kóþavogs sem dærni þess, og er ef til vill full mikil bjart- sýni. Annað sem dregur úr vonum um framkvæmdahraða er einfaldlega kostnaður. Hér er um að ræða stofn- kostnað upp á fleiri tugi ef ekki hundmð milljóna króna, og ekki gott að sjá hvernig einstaklingar geta staðið undir slíku án opinbers stuðn- ings af einhveiju tagi. Sá stuðningur getur falist í tryggingum eða kaup- um á vinnustofuíbúðum eins og áður var nefnt, en í öllu falli er nauðsyn- legt að hafa slíkan bakhjarl þegar farið er af stað með stórframkvæmd- ir af þessu tagi. Aukin gróska í íslenskri myndlist kallar á aukna aðstöðu, og í raun hefur vinnuaðstaða íslenskra mynd- listarmanna ekki breyst að marki um áratuga skeið; þeir era enn sem fyrr að miklu leyti háðir sjálfum sér í þeim efnum. Einu markverðu undan- tekningamar frá þessu er sú aðstaða sem Myndhöggvarafélagið skapaði að Korpúlfsstöðum með vinnufram- lagi félagsmanna, eftir að samdist um tímabundna leigu á hluta bygg- inganna þar við Reykjavíkurborg, og nú síðast aðstaðan í Straumi. Ekki er víst hver framtíð aðstöðu mynd- höggvara að Korpúlfsstöðum verður, þegar byijað verður að hanna fyrir- hugað safri fyrir verk Erró, og -þ’á getpr þrengt um myndlistarfólk í Iteykjavík. Það má apðvitað ekþi' gerast, og því mikilvægt að hug- myndirf um Li&thúsið við Sigtún kom- ist í framkvæmd, Hinar stórhuga hugmyndir um eftir Eirík Þorlóksson Fyrirhugað listhús milli Sig- túns og Suðurlandsbrautar í Reykjavík. listamiðstöð leiða hins vegar óhjá- kvæmilega hugann að hlutverki sam- félagsins í menningunni annars veg- ar og hlutverki einstaklingsins hins vegar. I vestrænni menningu er það einstaklingurinn, sem skapar menn- ingarverðmætin, hvort sem það er á sóiði bóknrennta, myndlistar, tónUst- ar eða f öðruin. geirum hugárlífsins. Það er svo'ótvírætt' hhitverk samfé- lagsinh að varðveitar þau verðmæti, og.sjá til þess að þau standí-korh--■ aridi kyiislóðum til boða um alla framtíð. En eínstaklingurinn þarf einnig aQstöðu til að geta skapað þau menn- ingarverðmæti, sem hann er fær um. Því er gott að vita til þess að fram- takssamir aðilar hafi áhuga á að skapa þá aðstöðu. Það er hins vegar óvíst að áhuginn og viljinn einn nægi, og.því æskilegt aó samfélagið* komi.þar til hjálpar með einum eða öðrum hætti: Og slfk aðstoð er ekki . að veita fé til óveriiugra verkefna, • því þjóðin öli mun óefað hagnast á slfku frariilagi fyrr eðá síðar f öflug- ra listalífi r framtíðmni. Því ber að sfyðja alla viðleitni einstaklinga á þessu sviði með ráðum og dáðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.