Morgunblaðið - 17.06.1990, Page 32

Morgunblaðið - 17.06.1990, Page 32
 32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 BAKÞANKAR Horíin kvenfríðindi Eg var stödd Inni í blómabúð að kaupa rós handa ungri myndlistarkonu sem var að opna sýningu. Þar sá ég undursamlega fallega blómavendi á borðinu sem mér varð star- sýnt á og ég hugs- aði, „maður kaupir alltof sjaldan blóm". Mér fannst þeir svo óvenju fagur- lega gerði að ég var ekki viss um nema þetta væri nýjasta tískan af brúðarvöndum svo ég spurði af- greiðslukonuna til að vera viss. Hún sagði að þetta væru engir nýtísku brúðarvendir, svona vendir hafi verið á boðstólum frá því verslunin opnaði fyrir 4-5 árum. Mér varð að orði, að þetta lýsti því nú best hve sjaldan mað- ur fengi blóm og fór að gantast eitthvað með að það væri alveg hætt að gefa okkur konunum blóm. Konan tók svo sannarlega undlr það og bætti við: „Það verð- ur ekki fyrr en á gröfina sem við fáum blómin!" Ég varð að játa að „ f mér verður nú ekki oft svara fátt en þarna varð ég gjörsamlega klumsa. Ég gat ekki hætt að hugsa um konur og blóm. Hvaðan sem það er komið inn í hugann á okkur, frá gömlum ástarsögum eða bíó- myndum, þá eiga konur að fá blóm og gjafir. Það hefur eitthvað gerst. Eitthvað hefur farið úr- skeiðis. Það er að verða liðin tíð að konum séu færðar ýmsar þær gjafir sem þær áður fengu. Hvar eru allar þessar gjafir eins og blómavendirnir án tilefnis, hrin- 1 garnir og skartgripirnir? Ég leit á hendurnar á mér. Jú, jú, þarna voru báðir hringarnir sem ég hafði sjálf keypt. Svo er alltaf verið að tala um nýja og betri tíma, sem við eigum nú að lifa á. Hvernig var þetta hér á árum áður? Þá var það við- höfn þegar bóndinn fór út með frúna. Hann hjálpaði henni í káp- una sem hann hafði gefið henni (pelsinn í besta falli), hann bauð henni siðan arminn og hún krækti sér utan um hann (þá ör- ugg og sæl). Dyrum var haldið opnum fyrir hana, stóllinn var dreginn fram fyrir hana, henni boðið í dans með djúpri hneigingu og fylgt til sætis á eftir. Eigin- menn voru þá á hjólum í kringum w sina frú til að sýna henni lotn- ingu sína. Þessar sömu konur fengu lika sínar gjafir eins og morgungjöf og sængurgjöf. Eldri konur segja oft við okkur yngri konurnar að við höfum það svo mikið betra en þær höfðu. Þá eiga þær gjarnan við heimilis- störfin og taka sem dæmi að þær hafi verið í 2-3 daga bara að þvo þvottinn. Okkur er bent á að í dag höfum við nútímakonur öll tæki og þægindi til heimilisverk- anna og þurfum aðeins að stinga í samband og ýta á takka. Auðvit- að er ekki hægt annað en að taka undir með eldri kynslóðinni um að margt hafi breyst til batnaðar og heimilisstörfin eru ekki sú erf- iðisvinna sem þau voru — enda þótt þau geri sig ekki sjálf enn sem komið er! Þannig hefur ekki allt batnað með árunum. Það hefur i það minnsta kosti orðið minna um þessi kvenlegu fríðindi til handa okkur nútímakonun- um. Margir munu sjálfsagt kenna kvenréttindakonum um og jú mikið rétt, við konur verðum að taka upp þetta baráttumál fyrir kvenlegum fríðindum sem eru að glatast! En getur það verið að ein- mitt með tiikomu allra þessara nýju heimilistækja hafi þessar kvenlegu fríðindagjafir horfið af markaðnum? í þá tíð byijuðu konur að fá þvottavélar í stað skartgripa um hálsinn, ryksugu i stað armbands og eyrnalokk- arnir hurfu fyrir hrærivélinni og brauðristinni. Ég bið konur að líta í eigin barm og gá hver fyrir sig hvort þær hafi nú ekki hlunn- farnar i þessum efnum. Ég er enn að rukka inn mína morgun- og sængurgjöf. Bóndinn heldur að ' þetta sé góður kvennabrandari. Ætli einhver kvenlögfræðingur vilji taka málið að sér? eftir Helgu Thorberg Terelyne frakkar Verð kr. 12.800,- Margir litir. wBESlUSBBíM v/Laugalæk, s. 33755. Gólfbvotta' með vinnubreidd frá 43 kíélar til 130 cm. ff L~i Gólfþvottavélar drifnar með rafgeymum. Gólfþvottavélar með sæti Hako vélará íslandi t Nýbýlavegi 18, |BC5TAI simi 64-1988. SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína Stigafstigi settu marki með Trompbók Tromþbókin er óbundin og jafnan oþin til úttektar. Hægt er að fara með hana í hvaða d landinu sem er og leggja inn eða út eftir þörfum. Fyrir þá sem stig af stigi, en ákveðið, keþþa að settu marki, með því t.d. að leggja eitthvað fyrir mánaðarlega, er Tromþbókin einn besti sþarnaðarkostur sem völ er á. Sþarisjóðirnir hafa ávallt að leiðarljósi að hags- munir viðskiþtavinanna og sþarisjóðanna fari saman. Tromþbókin er ávöxtur þessarar stefnu. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.