Morgunblaðið - 23.06.1990, Side 1
56 SIÐUR B/LESBOK
140. tbl. 78. árg.___________________________________LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Í1W tu« jmftfii h
m'....
Nýtillaga Sovétstjórnarinnar:
Herstyrkur Þjóðveija
verði takmarkaður
Efiiahagssamruni þýsku ríkjanna staðfestur
Austur-Berlín, Bonn. Reuter.
EDÚARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, lagði í gær
fram tillögu þess efnis að herafli bandamanna í Þýskalandi yrði kallað-
ur heim í áföngum og að settar yrðu skorður við herstyrk Þjóðverja
eftir að þýsku ríkin tvö hefðu sameinast. Tillögu þessa kynnti Shev-
ardnadze á fundi með utanríkisráðherrum Bretlands, Bandaríkjanna,
Frakklands og þýsku ríkjanna tveggja í Austur-Berlín. Embættismenn
frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Vestur-Þýskalandi sögðu að hugmynd
ráðherrans hefði snimmhendis verið hafhað. Efri deild sambandsþings-
ins í Bonn hefur lagt blessun sína yfir efiiahagssamruna þýsku ríkjanna
Shevardnadze lagði til að helming-
ur herliðs bandamanna í Þýskalandi
yrði kallaður heim á þremur árum
eftir að þýsku ríkin hefðu sameinast
en flest bendir til, að það verði á
þessu ári. Síðar yrði heraflinn allur,
eða því sem næst, fluttur á brott.
Þá kvað ráðherrann Sovétstjórnina
vilja að sett yrði „þak“ á leyfilegan
herstyrk hins nýja Þýskalands þann-
ig að Þjóðveijar gætu ekki háð árás-
arstríð. Loks yrði kveðið á um það
í samningum að ekki mætti geyma
kjarnorku- eða efnavopn á þýsku
landsvæði. Fyrr um daginn hafði
Shevardnadze lagt til á fundi með
hinum bandaríska starfsbróður
sínum, James Baker, að herafli
bandamanna í Berlín og nágrenni
yrði fluttur á brott á sex mánuðum
eftir sameiningu Þýskalands.
Heimildarmenn Reuters-frétta-
stofunnar sögðu hina ráðherrana
Kanada:
Klofningur
yfirvofandi
Winnipeg. Reuter.
ANDSTAÐA þingmanns í Man-
itoba, indjánahöfðingjans Elijahs
Harpers, varð til þess í gær að
ekki var hægt að ganga frá
Meech Lake-samningnum svo-
kallaða og afstýra klofiiingi
ríkjasambandsins.
Þing allra fylkjanna tíu þurfa að
leggja blessun sína yfir samninginn
til að hægt verði að undirrita hann
fyrir miðnætti í nótt. Harper not-
færði sér rétt til að heyra álit kjós-
enda á samningnum og því var
ekki hægt að ganga til atkvæða
um hann í gær. í gærkvöld bað
ríkisstjórnin hæstarétt að fram-
lengja frestinn.
I samningnum er kveðið á um
menningarlega sérstöðu Quebec-
fylkis, en meirihluti íbúa þess er
frönskumælandi.
hafa fundið tillögunni flest til for-
áttu. Þeir hefðu verið sammála um
að ótækt væri að takmarka sjálfs-
ákvörðunarrétt Þjóðveija með þess-
um hætti og sagt að semja bæri um
fækkun liðsafla í Evrópu í viðræðun-
um í Vínarborg um niðurskurð hefð-
bundins herafla. Þá var bent á að
krafa Sovétmanna um bann við
kjarnorkuvopnum á þýsku landi væri
til þess fallin að þröngva Bandaríkja-
mönnum til að fjarlægja gereyðing-
arvopn sín í Vestur-Þýskalandi.
Sambandsráðið, efri deild vestur-
þýska þingsins, samþykkti í gær
samning þann sem stjórnvöld í þýsku
ríkjunum hafa gert með sér um sam-
runa efnahagslífsins. Jafnaðarmenn
höfðu hótað að koma í veg fyrir stað-
festinguna en svo fór að fulltrúar
níu af 11 sambandsríkjum sam-
þykktu hann. Fulltrúar Saarlands,
heimalands Oscars Lafontaine kansl-
araefnis jafnaðarmanna, og Neðra-
Saxlands greiddu atkvæði gegn sátt-
málanum. Jafnframt staðfesti þingið
yfirlýsingu stjórnvalda þess efnis að
Þjóðveijar viðurkenndu vesturlanda-
mæri Póllands. Efnahagssamruni
þýsku ríkjanna verður því að veru-
leika fyrsta næsta mánaðar þar sem
þingið í Austur-Þýskalandi staðfesti
sáttmálann á fimmtudag.
AUJEO
CHECKTOINT CHARUE
’síítWiSt
Reuter
Checkpoint Charlie komin á sögusafh
Checkpoint Charlie, frægasta landamærastöð í
heimi, hvarf inn á söguspjöldin í gær, en þá var
henni lyft af grunni, sett á bíl og ekið á safn. Hef-
ur hún staðið á mörkum Vestur- og Austur-Berlínar
síðan 1961 þegar kommúnistastjórnin reisti múrinn
alræmda og alla tíð síðan verið táknræn fyrir vonina
um sameinaða Berlín og fólk, sem er fijálst ferða
sinna. Utanríkisráðherrar Fjói-veldanna, Banda-
ríkjanna, Bretlands, Frakklands og Sovétríkjanna,
og þýsku ríkjanna voru viðstaddir þegar Checkpoint
Charlie kvaddi og einng borgarstjórar Vestur- og
Austur-Berlínar.
Jarðskjálftarnir í Iran:
Gífiirlegl áfall fyrir þjóðina
og efnahagslífíð í landinu
Teheran, Genf, Nikósíu. Reuter.
ÍRANSKA utanríkisráðuneytið
tilkynnti í gær, að 35.000 manns
að minnsta kosti hefðu týnt lífi í
jarðskjálftunum í fyrradag en tal-
an hækkar stöðugt eftir því sem
björgunarmenn komast til fleiri
þorpa og bæja. Þá er áætlað, að
á annað liundrað þúsund manns
hafi slasast og um 400.000 eru
heimilislaus. Bandarílyastjórn og
Rússneski kommúnistaflokkurinn:
Harðlínumenn ráða ferðinni
Moskvu. dpa, Reuter.
Harðlínumaðurinn ívan Polozhkov fékk flest atkvæði í gær þegar
gengið var til kosninga um væntanlegan formann kommúnistaflokksins
í Rússlandi. Næstur honum kom hægfara umbótasinni, Oleg Lobov, og
átti að kjósa á milli þeirra í gærkvöld en skýra ekki frá niðurstöðunni
fyrr en í dag.
Polozhkov fékk 1.017 atkvæði í
fyrstu umferð og Lobov 846 og fjór-
ir aðrir frambjóðendur verulega
minna fylgi. Að einum undanskildum
eru þeir úr harðlínuárminum og því
þykir fullvíst, að Polozhkov verði
kjörinn formaður kömmúnistaflokks-
ins í Rússlandi. Hann er 55 ára gam-
all, flokksformaður í Krasnodar og
beið ósigur fyrir Borís Jeltsín í kosn-
ingunum um forseta Sovétlýðveldis-
ins Rússlands í síðasta mánuði.
Lobov er varaformaður kommúnista-
flokksins í Armeniu þar sem hann
hefur getið sér gott orð.
Fulltrúafundur rússneskra komm-
únista hefur staðið í fjóra daga og
einkennst af hörðum árásum á um-
bótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs, for-
seta Sovétríkjanna. Hafa margir
hvatt hann til að segja af sér sem
formaður sovéska kommúnista-
flokksins og þar á meðal harðlínu-
maðurinn Jegor Lígatsjov, sem sagði
í viðtali við sovéskt dagblað í gær,
að hann væri viss um, að sósíalism-
inn kæmist aftur á í Austur-Evrópu.
flestar ríkissljórnir á Vesturlönd-
um hafa boðið írönum aðstoð sína
og ætla þeir að þiggja hana að
nokkru leyti, taka við lyQum og
hjálpargögnum en vilja ekki
hleypa neinum útlendingum inn í
landið.
íranskir björgunarmenn vinna að
því hörðum höndum að grafa fólk
úr húsarústunum í þeim bæjum, sem
þeir hafa komist til, en vegna tækj-
askorts verða þeir víða að nota hend-
urnar einar við verkið. Iranska sjón-
varpið sýndi í gær myndir frá Gilan-
og Zanjan-héraði, sem urðu harðast
úti í jarðskjálftunum í fyrradag, og
sást á þeim, að í mörgum bæjum
var ekkert hús uppistandandi. Er
óttast, að manntjónið sé miklu meira
en þegar er fram komið og kunni
allt að 100.000 manns hafa farist.
Bandaríkjamenn, Bretar, Frakk-
ar, Vestur-Þjóðveijar og ríkisstjórnir
víða um heim hafa boðið írönum
fjárstuðning og hjálpargögn og Al-
þjóða Rauði krossinn hefur beðið
aðildarfélögin að beita sér í hjáipar-
starfinu. Ekki var fyrirfram vitað
hvernig klerkastjórnin, sem fjand-
skapast við Vesturlönd, tæki boðinu
en Rafsanjani, forseti írans, sagði
eftir að hafa farið um jarðskjálfta-
svæðin, að skelfingin væri svo ólýs-
anleg, að alþjóðleg hjálp væri nauð-
synleg. Ætla íranir að þiggja hjúkr-
unargögn, vinnuvélar og tjöld en
taka fram, að læknar, tæknimenn
og aðrir útlendingar séu óvelkomnir
til landsins.
Á jarðskjálftasvæðunum í Gilan-
og Zanjan-héraði búa um fjórar
milljónir manna og er þessi lands-
hluti eitt helsta landbúnaðarsvæðið
í landinu. Nú er akurlendið víða
horfið og áveitukerfið í molum og
því óttast erlendir sérfræðingar, að
auk manntjónsins muni náttúruham-
farirnar hafa alvarlegar afleiðingar
fyrir íranskt efnahagslíf. íranir flytja
inn matvæli fyrir 20% gjaldeyris-
teknanna og viðbúið, að þau útgjöld
muni nú vaxa verulega auk kostnað-
arins við uppbygginguna.