Morgunblaðið - 23.06.1990, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JUNI 1990
Leiguflug Sverris Þóroddssonar:
Starfsmenn kaupi
þriðju flugvélina
LOGFRÆÐINGUR Landsbankans ræðir á mánudag formlega við
forsvarsmenn Leiguflugs hf. um kaup á tveimur flugvélum Leigu-
flugs Sverris Þóroddssonar. Landsbankinn hefur óskað eftir fyrir-
heiti Leiguflugsins um kaup á þriðju vélinni sem Sverrir Þóroddsson
á. Beðið hefiir verið um uppboð á þessari vél, sem bankinn á veð í.
Valur Arnþórsson Landsbanka-
stjóri og Benedikt Guðbjartsson lög-
fræðingur ræddu við lögfræðing
Sverris Þóroddssonar í gær vegna
skulda Sverris við bankann. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er nú talið hugsanlegt að Sverrir
nái samningum við skuldunauta
sína, þannig að ekki komi til gjald-
þrots á næstunni. Til að mynda
fari hann fram á að dráttarvöxtum
Casey reynir
enn að setja
heimsmet
Bandaríski flugmaðurinn Tom
Casey lenti sjóflugvél sinni í
Keflavík um klukkan hálf þrjú,
aðfaranótt föstudags, á leið sinni
umhverfis jörðina. Casey steftúr
að því að verða fyrsti flugmaður-
inn sem flýgur umhverfis hnöttinn
með því að millilenda eingöngu á
vatni.
Þetta er önnur heimsmetstilraun
Caseys, en í fyrra varð hann að
hætta ferð sinni þegar vél hans
hvolfdi á Skeijafirði við Reýkjavík.
Nú hélt hann aftur af stað 20. júní
á Cessnaflugvél sinni, nákvæmlega
63 árum eftir að Charles'Lindberg
lagði af stað í fyrsta flugið yfír Atl-
antshafið. Casey lagði upp frá Se-
attle á vesturströnd Bandaríkjanna
til Kanda, flaug þaðan til Grænlands
og áfram til íslands.
Casey fór aftur frá Keflavík
klukkan 14.30 í gær og kom við í
Reykjavík til að taka eldsneyti áður
en hann flaug" áfram austur yfir
Atlantshaf. Aætlað er að hann milli-
lendi í 20 löndum á leið sinni um-
hverfis jörðina.
af erlendum lánum verði breytt í
samningsvexti og kostnaður felldur
niður.
Starfsmenn Leiguflugs Sverris
Þóroddssonar stofnuðu Leiguflug
hf. um rekstur fyrirtækisins. Þeir
munu um helgina yfirfara þriðju
vélina sem Sverrir á, til að meta
hvað fyrir hana sé hægt að gefa.
Landsbankamenn vilja sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins fá
4,2-4,8 milljónir fyrir vélina. Hún
þarfnast töluverðra viðgerða, en
Leiguflugsmenn segja vélina metna
á um 3,6 milljónir gangfæra.
Gert hefur verið árangurslaust
lögtak í vélinni, að beiðni Lífeyris-
sjóðs atvinnuflugmanna. Þá hafa
Flugmálastjóri og Gjaldheimtan
beðið um uppboð á þesari vél. Hún
er af gerðinni Cessna 402 B og
sérstaklega útbúin til langflugs.
Önnur hinna vélanna, sem Leigu-
flugið mun kaupa af Sverri fyrir
milligöngu Landsbankans, er af
sömu gerð en hin er nýrri og dýr-
ari, af gerðinni 402 C.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg.
Hvít segl og blátt haf
Siglingar eru orðnar vinsæl íþrótt hér á landi sem annars staðar.
Þessi mynd var tekin í gær af seglskútum í siglingakeppni milli
Reykjavíkur og Keflavíkur og það er óneitanlega tignarleg sjón að sjá
hvít seglin bera við blátt hafið.
Skip Breta-
drottningar
koma í dag
og á morgun
FREIGÁTAN HMS Penelope
kemur til Reykjavíkur í dag í til-
eftii af heimsókn Bretadrottning-
ar dagana 25.-27. júní. HMS Pene-
lope leggur að Sundabakka kl.
16, en leggur úr höfii á miðviku-
dag.
Snekkja Bretadrottningar, Brit-
annia, leggur að Ægisgarði í fyrra-
málið klukkan 8 en heldur úr höfn
á fimmtudag. Bretadrottning og
hertoginn af Edinborg dvelja um
borð í skipinu meðan á heimsókn
þeirra stendur.
Á mánudag kl. 16.20 mun HMS
Penelope hleypa af 21 fallbyssuskoti
í tilefni af því að drottning fer þá
um borð í snekkju sína.
Á svifdreka
til Grænlands
HOLLENSKI ævintýramaðurinn
Eppo Harbrink-Numan lagði í
gær af stað í vélknúnum svifdreka
sínum áleiðis til Kulusukk. Hann
hyggst verða fyrstur manna til
þess að fljúga svifdreka yfir Atl-
antshafið.
Eppo Harbrink-Numan flaug svif-
dreka sínum hingað til lands í fyrra-
sumar, en varð þá að fresta för sinni
til Grænlands.
Ríkisstoftianir byrjaðar að ráða
Möguleiki á sérstökum aögerðum fyrir illa stödd svæði
BRÉF, meðtilmælum ríkis-
stjómarinnar til rikisstofnana
og fyrirtækja um að bæta við
sig skólafólki i afleysingar, voru
send út í gær. Síðdegis höfðu
Atvinnumiðlun námsmanna
borizt 11-12 atvinnutilboð, frá
Áfengis- og tóbaksverzluninni,
Pósti og síma og Skógrækt ríkis-
ins.
Að sögn Steingríms J. Sigfús-
sonar, samgöngu- og landbúnaðar-
ráðherra, gefur stjórnin það fyrir-
heit í bréfinu að hún muni beita
sér fyrir aukafjárveitingu til ríkis-
stofnana í haust, að svo miklu leyti
sem þær geti ekki sjálfar borið
kostnað sem af ráðningunum leið-
ir.
Hann sagði að athugun á mögu-
leikum ríkisstofnana til að ráða
sumarfólk hefði sýnt að líklega
væri um 200-300 störf að ræða.
Hjá stofnunum undir sínum ráðu-
neytum, samgöngu- og landbún-
aðarráðuneyti, ætti að vera unnt
að fjölga um 100 störf.
Hann sagði ætlunin væri að
reyna sem mest að fá stofnanir til
að brúa bilið, að minnsta kosti þar
til hægt væri að mæta þörfum
þeirra með fjárveitingu í haust.
„En það hefur ekki verið lokað á
þann möguleika að gripið verði til
sérstakra ráðstafana gagnvart
svæðum þar sem ástandið yrði
áfram mjög alvarlegt, þrátt fyrir
þessar ráðningar stofnana," sagði
Steingrímur. „Þáyrði að sjálfsögðu
að koma til sérstakt fjármagn í
slíkt.“ Hann sagði að til þess væri
þá horft að ríkisstjórnin gæti eitt-
hvað gengið á það fé, sem óráðstaf-
að er á fjárlögum samkvæmt sér-
stökum lið. Reyndar hefði þegar
verið gengið mjög á hann, og að-
gerðir myndu væntanlega eitthvað
ráðast af því hvað þar væri til
skiptanna. Steingrímur sagði að
þörfin fyrir sérstakar aðgerðir af
þessu tagi yrði skoðuð á næstu
dögum, er stofnanir hefðu ráðið
það af fólki, sem þær gætu.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
„Ég á nú ekki von á að þeir finni mikla olíu, en það er vert að skoða
þetta,“ sagði Stefán Jónsson bóndi í Ærlækjarseli í Öxarfirði um
borholuna við Skógalón. Jarðfræðingar við Orkustofiiun telja að
lífrænt gas sem streymir úr borholunni bendi til þess að oliulindir
séu þar í jörðu. Æsa Strand Viðarsdóttir fylgist með.
Jarðgas kemur úr borholu við Skógalón:
Overjandi annað en skera
úr um hvort olía finnist
Erum undrandi yfir andvaraleysi þingmanna og ráðherra,
segir Björn Benediktsson oddviti Öxarflarðarhrepps
„VIÐ afhentum þingmönnum kjördæmisins málið til afgreiðslu, í
trausti þess að þeir gerðu það sem væri skynsamlegast. Við erum
undrandi á andvaraleysi þingmannanna og ráðherrans, yfirmanns
orkumála. Þar sem vísbendingarnar eru svo sterkar að olía finnist
í jarðlögunum, teljum við ekki annað veijandi en að ganga úr
skugga um hvort það sé rétt,“ segir Björn Benediktsson oddviti
í Öxaríjarðarhreppi í Norður-Þingeyjarsýslu. Eins og Morgunblað-
ið hefiir greint frá telja jarðvísindamenn vissu fyrir því að olíu sé
að finna í setlögum við ósa Jökulsár á Fjöllum.
Engin fjárveiting hefur fengist
til að taka botnsýni úr borholu við
Skógalón, þar seir. streymir fram
lífrænt gas sem að jafnaði fylgir
olíulindum í jörðu. Þessi fundur
er einstæður hér á landi. Úr hol-
unni fást einnig 40 sekúndulítrar
af 96 gráðu heitu vatni, sem nægja
myndi til að hita hvert hús í
Norður-Þingeyjarsýslu.
Mikinn jarðhita er að finna í
Öxarfírði að mati jarðfræðinga
Orkustofnunar, lághitasvæði við
Skógalón en háhitasvæði vestar,
við Bakkahlaup.
Vísbendingar um olíu í jarðlög-
um við ósa Jökulsár á Fjöllum
fundust fyrst við boranir við
Skógalón í landi Ærlækjarsels
árið 1987. Þá leitaði fyrirtæki
heimamanna, Seljalax, að heitu
vatni fyrir laxeldi. Sumarið 1988
var boruð önnur og dýpri hola
skammt frá.
Bjöm segir bændur á svæðinu
tilbúna að aðstoða vísindamenn
við að taka djúpsýni úr seinni bor-
holunni við Skógalón í sumar.
Heimamenn séu almennt undrandi
yfir daufum undirtektum yfír-
stjórnar jarðfræðirannsókna.
ii