Morgunblaðið - 23.06.1990, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990
21
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Samningaviðræður
EFTA og EB heflast
Iupphafi vikunnar komust ut-
anríkisráðherrar Evrópu-
bandalagsins (EB) að niður-
stöðu um umboð fyrir samn-
inganefnd bandalagsins í við-
ræðum við aðildarríki Fríversl-
unarbandalags Evrópu (EFTA)
um evrópskt efnahagssvæði
(EES). Með þeirri ákvörðun var
síðustu formlegu hindruninni
fyrir samningaviðræðum
bandalaganna rutt úr vegi og
hófust þær á miðvikudag.
Markmið EFTA-ríkjanna er
að verða hluti af sameiginlegum
markaði EB-ríkjanna og taka
sem mestan þátt í efnahags-
samvinnu þeirra, án þess að
ganga í Evrópubandalagið. Er
ætlunin að EES-samningurinn
verði kominn til framkvæmda
1993 og hann tryggi sameigin-
legan markað, þar sem viðskipti
með vörur og þjónustu eru frjáls
og óhindruð, fjármagn getur
streymt hindrunarlaust milli
landa og fólki verði frjálst að
ferðast um og búa og starfa þar
sem það vill. Með EES-samningi
á einnig að afnema margvísleg-
ar viðskipta- og samkeppnis-
hindranir, sem nú fínnast í ein-
stökum löndum og má þar nefna
gjaldeyrisviðskipti, bankaþjón-
ustu, tryggingar og flutninga-
starfsemi til sögunnar.
Á þessu stigi skal engu sleg-
ið föstu um það, hvort eða hve-
nær EFTA og EB komast að
samkomulagi um þau atriði,
sem hér hafa verið nefnd.
Samningaviðræðurnar verða
ekki auðveldar. í fyrsta lagi
hafa EFTA-ríkin alls ekki öll
gert það til fullnustu upp við
sig, hvað þau eru reiðubúin til
að ganga langt til samkomu-
lags. í öðru lagi eru öflugir
aðilar innan EB þeirrar skoðun-
ar að setja eigi EFTA-löndunum
þau skilyrði fyrir samningum,
að þau þeirra, sem telja aðild
að EB ekki útilokaða, líti fremur
til hennar en samninga um
EES. í þriðja lagi líta ýmsir
stjórnmálamenn, svo sem ráð-
herrar í Noregi, og forystumenn
í atvinnulífi, á EES-samninginn
sem enn einn áfangann á leið
landa sinna inn í Evrópubanda-
lagið.
Hin almennu skilyrði, sem
EB-ríkin setja til að knýja á
EFTA-ríkin, felast einkum 1
kröfunni um að EFTA þróist
með einum eða öðrum hætti í
yfirríkjastofnun og standi þann-
ig jafnfætis stjórharstofnunum
Evrópubandalagsins. Mikilvæg
forsenda fyrir tilveru EFTA er
einmitt, að bandalagið er ekki
yfirríkjastofnun, þar sem meiri-
hluti aðildarlanda getur bundið
hendur minnihlutans. EFTA-
ríkin hafa ekki viljað sætta sig
við_ að lúta slíku yfirríkjavaldi.
í umboðinu sem EB-ráðherr-
arnir samþykktu er lögð sérstök
áhersla á, að ekki verði samið
um undanþágur undan hinu al-
menna samkomulagi nema um
sé að ræða grundvallarhags-
muni einstakra ríkja, enda gildi
undanþágurnar aðeins í tak-
markaðan tíma. Öll EFTA-ríkin
hafa sett fram óskir um undan-
þágur. Úr þeim óskum hefur
alls ekki verið unnið enn þá og
því síður hefur á það reynt,
hvort unnt er að semja um þær
milli EFTA og EB.
Þegar umboðið er lesið með
íslenskum augum, staldrar les-
andinn sérstaklega við sjöttu
grein þess, þar sem tekið er
fram, að samið skuli um fisk-
veiðiréttindi í stað viðskipta-
ívilnana. Þessari stefnu hafa
íslensk stjórnvöld jafnan mót-
mælt. Á það hefur verið bent,
að óeðlilegt sé að semja um
aðgang erlendra skipa að tak-
mörkuðum auðlindum í fisk-
veiðilögsögu og fá tolla lækkaða
í staðinn. ítrekuðu þeir
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra og Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
þetta sjónarmið, þegar þeir
ræddu við framkvæmdastjórn
EB hinn 18. apríl síðastliðinn
en gáfu á hinn bóginn til kynna,
að þeir væru til viðræðu um
skipti á fiskveiðiréttindum á
móti fiskveiðiréttindum. Ekkert
er minnst á slík skipti í umboði
EB-ráðherranna og ekkert ligg-
ur fyrir um að pólitískur stuðn-
ingur sé við slíka stefnumörkun
hér. Hið eina sem er alveg víst,
þegar litið er á þennan þátt
málsins, er, að íslendingar eru
almennt andvígir því að hleypa
erlendum fiskiskipum inn í fisk-
veiðilögsögu sína, enda ekki
björgulegt þar um að litast.
Tíminn er ekki langur sem
EFTA og EB hafa til að kom-
ast að niðurstöðu í þessum
flóknu samningum. Sérhver
þjóð þarf að huga vel að því sem
hana sjálfa varðar nú þegar
tekist verður á um einstök mál-
efni. Hætta er á, að sjávarút-
vegurinn verði einskonar horn-
reka vegna þess hve hann er
almennt lítill þáttur í þjóðarbú-
skap þeirra sem þarna eiga hlut
að máli. Fyrir þá sök er þeim
mun brýnna að íslenska samn-
inganefndin setji þann mála-
flokk á oddinn.
Er séreignarstefnan í hús-
næðismálum að hrynja?
eftir Þorstein Pálsson
Fyrir nokkrum dögum skrifaði
húsnæðismálastjórn ríkisstjóm og
þingflokkum bréf þar sem gerð var
grein fyrir fyrirsjáanlegu fjárhags-
legu hruni Byggingasjóðs ríkisins.
Undir þetta bréf rita bæði formaður
húsnæðismálastjórnar og fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar.
Mál þetta ber fremur óvanalega
að. Um þessar mundir er verið að
vinna að fjárlögum og lánsfjárlög-
um fyrir næsta ár. Ríkisstofnanir
senda fjárhagsáætlanir sínar til
endanlegrar ákvörðunar ríkisstjóm-
ar.
Trúnaðarmenn ráðherra
senda neyðarkall
Nú bregður hins vegar svo við
að formaður húsnæðismálastjómar
og framkvæmdastjóri Húsnæðis-
stofnunar skrifa sameiginlega undir
bréf til ríkissstjómarinnar og allra
þingflokka. Venjan er sú að stjóm-
arandstöðuflokkar á Alþingi fá
hvorki að sjá né heyra fjárlagatil-
lögur næsta árs fyrr en fjármála-
ráðherra leggur fjáríagafrumvarp
fram í byijun haustþings hveiju
sinni.
En húsnæðismálastjóm og fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar
hafa litið svo á að húsnæðislána-
kerfið væri komið í slíkar ógöngur
að nauðsynlegt væri að upplýsa
bæði þingflokka ríkisstjórnarinnar
og stjórnarandstöðunnar þar um.
Ég minnist ekki annarra dæma um,
að forstöðumenn ríkisstofnana hafa
talið mái þeirra komin I slíka hættu,
að opinber aðvörun af þessu tagi
væri gefin til Alþingis á undirbún-
ingsstigi ijáríagagerðar.
Ég hef áður vakið athygli á því
í nokkmm laugardagsgreinum að
núverandi ríkisstjórn hefur haft
mjög ríka tilhneigingu til þess að
koma vandamálum og viðfangsefn-
um fyrir í uppistöðulónum. Með því
móti skýtur hún úrlausn þeirra á
frest og væntir þess að aðrir takist
á við raunveralegan vanda. Hús-
næðisvandamálin era gott dæmi um
það hvernig ríkisstjórnin hefur
hlaupist frá verkefnum sínum og
vikið sér undan ábyrgð.
Árangur Alþýðuflokksins
Staða þessara mála er einkar
athyglisverð með hliðsjón, af stór-
yrtum yfirlýsingum Alþýðuflokks-
ins í húsnæðismálum á undanförn-
um áram. En nú þegar aðeins 10
mánuðir era til Álþingiskosninga
og Alþýðuflokkurinn hefur farið
með stjóm húsnæðismála í þrjú ár
vísa helstu trúnaðarmenn félags-
málaráðherra því yfir, að almenna
húsnæðislánakerfið frá 1986 sé
hrunið, ef áfram verði fylgt þeirri
stefnu sem núverandi vinstri stjórn
hefur markað í þessum efnum.
Ríkisstjórn skar niður svo til öll
framlög til Byggingasjóðs ríkisins
á þessu ári. Slíkt er algjört eins-
dæmi. Ríkisframlagið hrekkur að-
eins fyrir tíunda hluta rekstrarút-
gjalda eins og þau vora ákveðin í
fjárlögum.
Á hinn bóginn tók ríkisstjórnin
engar ákvarðanir um að takmarka
skuldbindingar Byggingasjóðsins
eða minni umsvif í rekstri. í raun
og vera var ákvörðun ríkisstjórnar-
innar því um að stefna almenna
húsnæðislánakerfínu í gjaldþrot.
Framkvæmdastjóri Húsnæðis-
stofnunar og formaður húsnæðis-
málastjórnar segja í bréfí sínu til
ríkisstjómar og þingflokka að verði
sömu stefnu fylgt á næsta ári blasi
við, að húsnæðismálastjórn verði
að tilkynna umsækjendum að ekki
verði um frekari lánveitingu á árinu
1991 og algjör óvissa um framhald-
ið á árinu 1992.
Hér er fast kveðið að orði. Ljóst
er samkvæmt þessu að Bygginga-
sjóður ríkisins og almenna hús-
næðismálakerfið sem stofnað var
1986 í samvinnu ríkisvalds, vinnu-
veitenda og verkalýðssamtakanna
er hranið að öllu óbreyttu. Þetta
er árangurinn af þriggja ára setu
Alþýðuflokksins í félagsmálaráðu-
neytinu.
Árleg skuldasöfnun 1500
milljónir króna
Fram kemur í bréfí Húsnæðis-
stofnunar að vaxtahalli Bygginga-
sjóðsins verði allt að 700 milljónir
króna á þessu ári. Þar við bætist
rekstrarkostnaður sem áætlað er
að nemi tæpum 450 milljónum
króna. Þá hefur ekki verið tekið
tillit til afskrifta og niðurfærslu
vanskila.
Beinn hallarekstur Bygginga-
sjóðsins á þessu ári er því augljós-
lega meira einn milljarður króna.
Með sama hætti áætlar Húsnæðis-
stofnun að samanlagður vaxtahalli
og rekstrarhalli næsta árs verði að
minnsta kosti einn og hálfur millj-
arður króna. Þessar hrikalegu tölur
tala skýru máli. Þær segja í raun
og veru allt sem segja þarf um það
hvemig ríkisstjórnin hleypur frá
verkefnum sínum.
Tveir helstu trúnaðarmenn fé-
lagsmálaráðherra í húsnæðismálum
segja í bréfí sínu að ríkisstjómin
sé að koma aftan að þeim umsækj-
endum sem ekki vilja fara í hús-
bréfakerfið og telja sig eiga rétt á
lánum úr almenna kerfínu. Þetta
era stór orð, ekki síst þegar haft er
í huga, að annar bréfritari er sér-
staklega skipaður af núverandi ráð-
herra til þess að gegna formennsku
í húsnæðismálastjórn og hinn er
embættismaður og kunnur forystu-
maður í Alþýðuflokknum.
Aðvaranir að engai hafðar
í tíð núverandi félagsmálaráð-
herra hefur almenna húsnæðis-
málakerfið þannig verið brotið nið-
ur. Síðast var það gert í tíð Svav-
ars Gestssonar í félagsmálaráðu-
neytinu á árunum 1980 til 1983.
Talsmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa á tveimur undanfömum þing-
um margsinnis varað við afleiðing-
um þeirrar stefnu sem núverandi
ríkisstjórn hefur fylgt í þessum efn-
um. Þeir hafa hvað eftir annað
kallað eftir upplýsingum um stöðu
Byggingasjóðs ríkisins og Bygg-
ingasjóðs verkamanna án þess að
þeim tilmælum væri sinnt.
Félagsmálaráðherra hefur marg-
sinnis verið krafínn svara um það
hvernig ríkisstjórnin ætli að bregð-
ast við. Svörin hafa jafnan verið út
í hött en nú liggja hinar köldu stað-
reyndir á borðinu frá tveimur helstu
trúnaðarmönnum ráðherrans í þess-
um_ málaflokki.
Ég taldi nauðsynlegt um leið og
þingflokki Sjálfstæðismanna hafði
verið gerð grein fyrir þessari stöðu
að óska eftir því að Ríkisendurskoð-
un gerði ítarlega könnun á fjár-
hagslegri stöðu og skuldbindingum
Byggingasjóðs ríkisins og Bygg-
ingasjóðs verkamanna. Þegar svo
alvarlegar staðreyndir era dregnar
fram í dagsljósið er slík könnun
Ríkisendurskoðunar nauðsynleg til
Þorsteinn Pálsson
„Nauðsynlegt er að fá
upplýsingar um það
með nákvæmri úttekt
hvenær byggingasjóð-
irnir verða endanlega
gjaldþrota ef halda á
áfram svipuðum útlán-
um og verið hefiir, vext-
ir yrðu óbreyttir og
áformað ríkisframlag á
þessu ári yrði óbreytt
að raungildi á næstu
árum.“
þess að varpa enn skýrara ljósi á
fjárhagsstöðuna í heild sinni.
Nauðsynlegt er að fá upplýsingar
um það með nákvæmri úttekt hve-
nær byggingasjóðirnir verða endan-
lega gjaldþrota ef halda á áfram
svipuðum útlánum og verið hefur,
vextir yrðu óbreyttir og áformað
ríkisframlag á þessu ári yrði óbreytt
að raungildi á næstu árum.
Kostnaður við rekstur Húsnæðis-
stofnunar er gífurlega mikill’ eða
um 450 milljónir króna. Nauðsyn-
legt er því að gera stjórnsýsluendur-
skoðun á rekstri Húsnæðisstofnun-
ar með það að markmiði að draga
veralega úr kostnaði við reksturinn.
Óskað hefur verið eftir því að Ríkis-
endurskoðun geri slíka athugun.
Eignagleðin lítilsvirt
Það hefur verið markviss stefna
núverandi ríkisstjórnarflokka að
draga úr möguleikum venjulegs
launafólks til þess að kaupa eða
byggja íbúðir á almennum mark-
aði. Stefnan hefur verið sú að koma
sem flestum inn undir félagslegt
húsnæðiskerfí að skandinavískum
hætti. Hér er um að ræða grundvall-
arbreytingu í húsnæðismálum.
Fram til þessa hefur verið víðtæk
samstaða um þá stefnu að greiða
fyrir því að sem flestir gætu komið
sér þaki yfír höfuðið á almennum
húsnæðismarkaði.
íslendingar eru sjálfstæðir í eðli
sínu. Þeir vilja tryggja öryggi
sjálfra sín og fjölskyldna sinna í
eigin íbúðarhúsnæði. Fullyrða má
að ekkert eitt atriði hafí öðru frem-
ur dregið úr stéttarskiptingu og
stuðlað að þjóðfélagslegum jöfnuði
en einmitt séreignarstefnan í hús-
næðismálum. Eignagleðin, sem
Ragnar í Smára kallaði svo, hefur
verið almenn á íslandi. Hana á nú
að lítilsvirða og bijóta niður með
því að koma sem flestum undir sam-
félagslegt kerfi sem lýtur lögmáli
náðar og miskunnar úthlutunar-
nefnda í húsnæðismálum.
Samkvæmt kenningu vinstri
flokkanna mega þeir einir eiga eig-
ið húsnæði, sem eru í góðum efn-
um. Það eru forréttindi þeirra efn-
uðu á tímum vinstri stjórnar. Hún
vill að hinn almenni launamaður sé
bundinn í kerfinu. Svo virðist sem
styttra sé í að sá draumur vinstri
flokkanna rætist en marga grunar.
Höfundur er forma ður
Sjálfstæðisflokksins.
Silfurlax í Hraunsfírði:
Sleppa þremur milljónum
laxaseiða í hafíð í sumar
UM ÞREMUR milljónum laxa-
seiða verður sleppt úr hafbeitar-
stöð Silfurlax í Hraunsfírði á Snæ-
fellsnesi í sumar. Þetta er mesti
Ijöldi seiða sem sleppt hefur verið
úr hafbeitarstöð hérlendis, að
sögn Júlíusar B. Kristinssonar
framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Ef áætlanir eigenda Silfurlax
standast munu á þriðja hundrað
þúsund laxa skila sér í stöðina
sumarið 1991 og gæti sláturþyngd
þeirra orðið hátt á sjöunda hundr-
að lesta. Laxinn er verkaður til
útflutnings í fískvinnslunni Sæ-
borgu á Stykkishólmi. Hefúr
starfsemi Silfúrlax glætt atvinnu-
líf bæjarins á þeim tima ársins
þegar lægð er í sjávarútvegi við
Breiðafjörð, að sögn Síurlu Böð-
varssonar bæjarstjóra.
Viðamiklar tilraunir með kynbæt-
ur, klak og eldi fara fram á vegum
Silfurlax. Vonast er til að auka
megi til muna heimtur úr hafbeitinni
og þyngd þess lax sem gengur í stöð-
ina. „Silfurlax hefur frá upphafí lagt
áherslu á markvisst rannsókna- og
þróunarstarf. Við eigum enn mjög
marga möguleika ókannaða sem
gefa vonir um góðan árangur," seg-
ir Júlíus B. Kristinsson.
Hlutafélagið Silfurlax var stofnað
árið 1984. Hópur sænskra athafna-
manna lagði til 49% af upprunalegu
hlutafé, sem var 4 milljónir króna,
en íslendingar 51%. Eftir síðasta
aðalfund er hlutafé orðið 110 millj-
ónir króna. Stjórnarformaður fyrir-
tækisins er Jón Magnússon forstjóri
Hörður Harðarsson stöðvarstjóri
í hafbeitarstöð Silfurlax í
Hraunsfírði.
Johanns Rönnings. Fyrirtækið á og
rekur seiðaeldisstöð á Núpum í Ölf-
usi og dótturfyrirtæki þess, Silfurg-
en, starfar á Kalmanstjörn í Hafna-
hreppi.
Seiðaeldi í stöðuvatni
Hafbeitarstöð Silfurlax í Hrauns-
firði fer vart fram hjá neinum veg-
faranda á þjóðveginum milli Grunda-
íjarðar og Stykkishólms.
Þegar ekið er um fjarðarbotninn
sér yfír lítið stöðuvátn, sém myndast
hefur í hrauninu en í það renna
nokkrar ár og lækir. Um aldir
streymdi sjór í vatnið á flóðinu, en
þegar eldisstöðin var stofnsett var
afrennsli vatnsins stíflað. Stíflan er
undir brú á veginum og fyrir ofan
hana blasa við eldiskvíar Silfurlax.
Laxaseiðin era alin veturlangt í
stöðuvatninu, þar til tímabært er að
venja þau við seltu sjávar og sleppa
þeim að því búnu í hafíð. Að ári
snýr hluti fískanna til baka og og
freistar þess að vitja æskustöðvanna
í vatninu. Þá háfa eldismenn fiskinn
með lítilli fyrirhöfn úr fjöruborðinu
og slátra honum í eldisstöðinni.
Að sögn Júlíusar er enginn munur
á laxi úr hafbeit og villtum fiski.
Þar sem fiskurinn er ekki veiddur í
net eða á línu, heldur slátrað eins
og eldislaxi, er tryggt að gæði hans
séu eins og best verður á kosið.
Hafbeitarlax er einnig að jafnaði
stærri en jafngamall fiskur sem alinn
hefur verið í kvíum eða kerum.
Á síðasta ári var sleppt milljón
seiða úr eldisstöðinni. Enn er of
snemmt að segja til um heimtur en
hafbeitarmenn telja þó að margt
bendi til þess að þær verði góðar.
Það voraði óvenju snemma og skil-
yrði í hafínu vora með besta móti í
vetur.
„Okkar áætlanir standast fyllilega
ef við heimtum um 7% af eins árs
laxi til baka og 2% af tveggja ára
gömlum laxi,“ segir Júlíus. I fyrra
voru heimtur hafbeitarstöðva al-
mennt með versta móti, eða innan
við 2% af ársgömlum laxi. Vonir
standa til að hluti þess fisks sem
Morgunblaðið/KGA
Kvíar Silfurlax í botni Hraunsíjarðar. Hér voru rúmlega 2.100 þúsund seiði alin í kvíuin í vetur, en önnur
840 þúsund í vatninu utan við kvíarnar. Nokkur hluti af seiðunum er örmerktur, til þess að fylgjast megi
með árangri mismunandi aðferða við eldið.
ekki skilaði sér þá gangi í stöðvarn-
ar núna.
Betri nýting með kynbótum
Ævi laxanna sem Silfurlax heimt-
ir úr hafi í sumar hófst á Kalman-
stjörn skammt sunnan Hafna á
Reykjanesi en þar elur Silfurgen
hrygnur og hænga til undaneldis
fyrir móðurstöðina. Undir venjuleg-
um kringumstæðum hrygnir laxinn
síðustu þijá mánuði ársins, en starfs-
mönnum fyrirtækisins hefur tekist
að fá fiskana til að hrygna fyrr á
árinu, allt fram í maí.
Eftir að seiðin hafa klakist út í
Silfurgeni eru þau flutt í eldisstöðina
á Núpum. Með því að breyta hegðun
fískanna er nú unnt að nýta eldis-
stöðvarnar í Ölfusi og á Snæfells-
nesi til fullnustu og hafa afköstin
margfaldast frá því sem áður var,
að sögn Júlíusar.
Stefnt að því að auka þyngd
Þótt hafbeit fylgi augljóslega tölu-
verð áhætta, benda forráðamenn
Silfurlax á þá hagræðingu sem hægt
sé að ná í rekstrinum, í í saman-
burði við landeldi og kvíaeldi. Þrátt
fyrir að Silfurlax hafí á skömmum
tíma íjórfaldað afköst í seiðaeldinu,
hefur ekki þurft að bæta við starfs-
fólki, kaupa meiri orku eða stækka
seiðaeldisstöðina.
Þá er greitt mun hærra verð fyrir
lax úr hafbeit en þann sem alinn er
í sjókvíum eða á landi. „Við höfum
ekki átt í nokkrum erfiðleikum að
selja laxinn á háu verði,“ segir Jú-
líus. „Nú setjum við stefnuna á það
að ná meðalþyngd laxins upp fyrir
3 kíló, því við það flyst fiskurinn
upp í mun betri verðflokk. Með því
að auka heimtur um 20% og ná fram
þyngri laxi gætum við aukið sölu-
verðmæti eins árs lax um 100%.“
Uppskera á flóðinu
Þegar blaðamenn heimsóttu eldis-
stöðina í Hraunsfirði um miðjan
mánuðinn var þar allt með kyrrum
Sementshækkun
hækkar tilkostnað
- segir Halldór Jónsson, forstjóri
Steypustövarinnar hf.
HALLDOR Jónsson, forstjóri Steypustöðvarinnar hf., segir að 4% hækk-
un sements hækki tilkostnað fyrirtækisins og því þurfi það hækkanir
á steypu og hafi tilkynnt um þær til Verðlagsráðs, eins og vepja sé.
Hann segist ekki hafa neinar skýringar á því að verðlagsráð ákvað
hækkanir á steypu eftir 1. júní óheimilar fyrr í vikunni.
Ilalldór sagði að auk þess hefði
hann gert verðlagsstjóra grein fyrir
því að hann teldi að fyrirtækið ætti
inni tilkostnaðarhækkanir frá fyrri
tíð, fyrir utan sementshækkunina
1. júní og í samræmi við það hafí
fyrirtækið tilkynnt um 2,8-4,0%
hækkanir á steypu, en í sterkum
steypum geti sementið verið allt að
60%. Vegna ákvörðunar verðlagsr-
áðs verði fyrirtækið að sækja um
hækkun vegna sementshækkunar-
innar.
„Mér er ofarlega í huga að við
lifum ekki lengur í fijálsu hag-
kerfi. Við erum að verða síðasta
kommúnistaríkið í Evrópu og búum
við miðstýringu allra hluta, á sama
tíma og alls staðar er verið að auka
frelsi í þeim löndum sem við miðum
okkur við í Vestur-Evrópu. Ef þessi
opinbera forsjárhyggja á að halda,
áfram á þá ekki að tryggja afkomu
steypustöðva af opinberra hálfu.
Ef verðlagsráð ætlar að ákveða
hvað steypan á að kosta, þá hlýtur
það að ákveða það einnig að við
fáum að lifa á þessu, því ekki má
þvinga neinn í taprekstur eða að
afhenda eigur sínar samkvæmt
stjórnarskránni," sagí Halldór.
„Frá mínum bæjardyram séð er
þetta bara endalaus vitleysa og
verður það áfram meðan þessi
stjórn situr. Þetta er tröllastjórn
sem er að reyna að draga okkur
aftur í aldir,“ sagði hann ennfrem-
ur.
Enn vantar húsgögn
handa Víetnömunum
SÖFNUN Rauða kross íslands til hjálpar 30 vietnömskum fíóttamönn-
um, sem von er á til landsins 28. júní, gengur vel. Þó vantar nokkuð
á að tekist hafi að safna öllu sem til þarf.
„Það hefur töluvert borist af
húsgögnum, húsmunum, búsáhöld-
um og fötum en okkur vantar enn-
meira,“ sagði Hannes Hauksson,
framkvæmdastjóri Rauða krossins,
í samtali við Morgunblaðið í vik-
unni. Hannes sagði að sérstaklega
vantaði húsgögn og beindi því til
fólks að ef það ætti gömul rúm,
kjöram, enda aðeins nokkrir tugir
laxa gengnir í stöðina það sem af
er sumri. Hörður Harðarson stöðvar-
stjóri kvaðst þó ekki kvíða sumrinu.
Benti tíðarfar ekki til annars en að
áætlanir um heimtur í sumar myndu
standast.
Að vetrarlagi vinna aðeins 2-3
starfsmenn við stöðina, en yfír há-
bjargræðistímann að sumrinu eru
starfsmenn um 15 talsins. Kostnað-
ur við reksturinn yfir vetrarmánuð-
ina er í lágmarki, seiðin þurfa lítið
fóður enda stendur vöxturinn í stað
þar til hlýna tekur í vatninu um
vorið. Byijað er að sleppa úr stöð-
inni um miðjan júní og um líkt leyti
byija fyrstu laxarnir að skila sér af
hafi.
Á flóðinu kemur laxinn inn að
stöðinni. Rennur fiskurinn á lyktina
af ferskvatninu sem seitlar úr lóninu
fyrir innan stífluna. Lagt hefur ver-
ið net á botninn utan við hana og
þegar tími er til kominn þarf ekki
annað en að draga upp netið til að
veiða fiskinn. Laxinn er blóðgaður
á staðnum, en að því búnu sendur
til Stykkishólms í frekari vinnslu.
í vetur var gerð sú tilraun að
sleppa 840.000 seiðum í vatnið, eða
rúmum fjórðungi þeirra sem alin
voru. Þau hafa fengið æti að vild
við kvíarnar í stöðinni, en starfs-
rnenn sáu til þess að vatnið héldist
íslaust á breiðu belti. Gefi þessi hátt-
ur góða raun telur Hörður að ala
megi ómældan fjölda seiða í vatninu.
Ekki er vitað um slík eldislón við
sjó hér á landi, né að Atlantshafslax
sé alinn á þennan hátt á Norðurlönd-
unum eða í Skotlandi.
Engin spjöll af hafbeit
Jafnframt því að taka við löxum
úr hafbeit unnu starfsmenn að því
að sleppa fyrstu seiðunum úr stöð-
inni. Seiðin þurfa að laga sig að
saltvatni og eru þau því í fyrstu lotu
flutt í kví fyrir utan stífluna, á
grunnsævi, þar sem sjórinn er bland-
aður ferskvatni í jöfnum hlutföllum.
Eftir nokkurn tíma er kvíin dregin
sófa eða borðstofuborð þá væri það
vel þegið.
Tekið verður á móti hlutum
söfununina að Suðurlandsbraut 32
milli klukkan 17.00 og 20.00. Einn-
ig er hægt að hringja í Rauða kross-
in og biðja um að hlutimir verði
sóttir.
Söfnunin stendur til 26. júní.
utar í fjörðinn og seiðunum gefíð
frelsi.
Aðeins eitt af hveijum tíu seiðum
snýr aftur að jafnaði og vaknar því
sú spurning hvað verði um afgang-
inn af hópnum. Leita þau jafnvel í
laxveiðiár og blandast náttúralegum
stofnum? Hörður segir að athuganir
sýni að stór hluti þeirra seiða sem
týnist drepist strax á fyrstu vikut#”
í hafinu, séu étin af fuglum eða sel.
Júlís bendir á að talningar hafi
sýnt að fyrir hveija hundrað fiska
sem skila sér í hafbeitarstöðvarnar
villist að jafnaði minna en einn af
leið. Flestir þeirra sem villist komi
upp í annarri hafbeitarstöð eða í
netaveiði. Aðeins brot af villuráfandi
físki gangi upp í laxveiðiámar.
Sífellt sé unnið að rannsóknum sem
miði að því að koma í veg fyrir að
þeir fískar sem sleppt er úr hafbeit-
arstöðvunum hrygni í árnar.
Hafbeitarmenn telja að íslending-
ar eigi enn fjölmarga möguleika
ókannaða á þessu sviði. Raunar geti
landið skapað sér sérstöðu, því ban^_
við laxveiðum í sjó sé forsenda þess
að unnt sé að stunda hafbeit. Á
þessu sviði geti grannar okkar í
Norður-Evrópu ekki skákað forskoti
íslendinga.
„Á íslandi eru mjög góð skilyrði
til þess að ala seiði. Stofnar era
góðir, nægt ferskvatn og jarðhiti
sem skiptir sköpum um rekstrar-
kostnaðinn. Ég tel að við eigum
ýmsa möguleika ókannaða á því
sviði. Kynbætur gætu skilað geysi-
miklum árangri á skömmum tíma,“
segir Júlíus.
„Það hefur verið talað um fisk^.
eldið á mjög neikvæðan hátt að und-
anförnu, en það ber einnig að geta
þess sem jákvætt er. Fiskeldi er
áhættusamt og oft stendur það ekki
undir sér nema framleitt sé í mjög
stórurn mæli. Ég held því ekki fram
að fiskeldi sé nein gullnáma, en það
hins vegar Ijóst að við eigum enn
eftir að nýta okkur mörg tækifæirí
á þessu sviði,“ segir Júlíus B. Krist-
insson.