Morgunblaðið - 23.06.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.06.1990, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990 Um tónleika Bobs Dylans Nokkrar útskýringar eftir Egil Helgason Einhver órói virðist hafa gripið um sig í bænum, skilst manni vegna þess að Listahátíð hafi á sínum snærum ótölulegan fjölda „forrétt- indaborgara", sem fái boðsmiða í bestu sæti á tónleika Bobs Dylans, eða hafi notið sérstakrar fyrir- greiðslu um að panta miða, þótt IStuglýst hafí verið að engar pantan- ir yrðu teknar áður en miðasala á tónleikana hæfist. Almenningur megi svo sitja ein- hvers staðar baka til eða uppi í rjáfri. Málsatvik eru þessi: Strax og spurðist út að Bob Dylan væri ef til vill væntanlegur til íslands varð geðshræring víða um bæinn. Flestir virtust telja fullvíst að hver og einn miði á tón- leikana myndi seljast upp nánast samstundis. Símalínur voru gló- andi, bæði í miðasölu og skrifstofu Listahátíðar. Sumir gamlir aðdá- endur meistarans (flestir allar götur frá 1962) virtust telja það sjálfsagt *%iál að þeir hefðu forgang að mið- anum umfram hina yngri aðdáend- ur. Að endingu var brugðið á það ráð að láta þau boð út ganga að ekki yrði tekið við neinum pöntun- um — einfaldlega til að tryggja vinnufrið á skrifstofunni. Þegar nær dró því að miðasalan opnaði var ástandið orðið slíkt að við starfsmenn Listahátíðar urðum að taka heimasíma úr sambandi á kvöldin og yfir nóttina — til að tryggja svefnfrið fyrir fólki sem '%etlaði að „redda“ sér miðum gegn- um klíku. Á skrifstofunni höfðu menn varla tíma til að undirbúa komu Dylans, sem er ærið verk — svo voru aðdá- endurnir áfjáðir. Það var með höpp- um og glöppum að maður treysti sér til að taka upp símtólið. En það voru ekki skráðar neinar pantanir. Vegna orðróms sem gengur um bæinn verður þó að geta nokkurra undantekninga: Samkvæmt samn- ingi fékk East West Touring Comp- any, fyrirtæki Bob Dylans, 50 miða á besta stað í húsinu. Mun það vera venja þegar slíkir tónleikar eiga í hlut. Það verður svo að koma ljós að hve miklu leyti fyrirtækið nýtir þessa miða. Þegar svo miklir fjármunir eru í húfi er ekki beinlínis gaman fyrir starfsmenn Listahátíðar að útdeila boðsmiðum, enda var ákveðið að halda þeim í algjöru lágmarki. Fyr- ir okkur sem störfum við Listahátíð er það auðvitað viss umbun erfiðis að sjá þúsundkalla streyma inn, en ekki út. Þó er erfitt að komast hjá því að fáeinir aðilar sitji fyrir um miða: Fyrst og fremst eðlilega hóp- ur fólks sem hefur lagt á sig ómælda vinnu við tónleikana og þiggur í mörgum tilvikum ekki önn- ur laun fyrir en boðsmiða. Án þessa fólks hefðu tónleikarnir líkast til aldrei verið haldnir. I öðru lagi fá- einir fulltrúar ríkis og borgar, sem eru bakhjarlar Listahátíðar og fjár- magna hana. í þriðja lagi, stjórn Listahátíðar og starfsmenn hennar. Undirrituðum, sem er einn starfs- manna, er reyndar hjartanlega sama um hvar hann situr í húsinu. Allt í allt eru þetta um 50 mið- ar, 100 þegar miðar East West Touring Company eru meðtaldir. Listahátíð stendur í þakkarskuld við fjölmargt annað fólk sem hefur unnið hátíðinni margvíslegt gagn á ýmsum vígstöðvum. Auðvitað hefði komið vel til greina að bjóða sumu þessu fólki á tónleikana. Hins vegar var ákveðið að gera það ekki. I ein- staka tilfelli fengu þessir hálfgild- ings starfsmenn þó að taka frá miða á tónleikana margumtöluðu, miða sem voru greiddir að fullu. Þar 30 miðar, um það bil. Á margumtalað „grátt svæði“ í eftir Jódísi Konráðs- dóttur ogAsmund Magnússon Er eigin naflaskoðun leið til heilsu og hamingju? Eftir að hafa fylgst með fréttum og áhuga fjöl- miðla á heimsókn jógans Amrit Desai, mætti ætla að svo væri. En því fer víðs fjarri! Ekki þarf annað en að líta á ástandið í Indl- andi, heimalandi viðkomandi til að sjá að þar hefur jóga og hindú- ismi ekki náð þeim árangri sem auglýstur hefur verið í fjölmiðlum. Við íslendingar þurfum ekki á þessu að halda til að fylla það húsinu voru seldir við opnun miða- sölu 100 miðar af 200. Þeir hurfu eins og dögg fyrir sólu — og ein- mitt það virðist hafa valdið ein- hverri gremju. Annars er allt tal um „gráa svæð- ið“ heldur tvírætt. Eftir að hafa rölt um salarkynni Laugardalshall- ar hefur undirritaður komist að því að hér eru tæplega bestu sætin í húsinu. Alls ekki. Að kröfu Dylans er sviðið óvenju hátt og gnæfir þarna yfír sætin; aukinheldur hefur hann það víst fyrir vana sinn á tón- leikum að standa aftarlega á svið- inu, og því má vel vera að þeir sem fremst sitja sjái ekki nema rétt grilla í ennistoppinn á meistaranum. Fyrir nú utan hvað hljóðgæðin eru miklu beffTaftar í salnum. Þetta er allt sukkið með miðana — ekki einu sinni fjölmiðlar fá ókeypis inn, sem þó er oftast venjan. Ánnað mál, þessu ekki alveg óskylt. Miðaverð. Ávæning hefur maður haft af því að Listahátíð ætli að stórgræða á tónleikum Bobs Dylans, í því skyni að rétta við hallan á öðrum atriðum. Þetta er fjarri lagi. Ég ætla ekki að rekja kostnaðinn lið fyrir lið, en hann er óheyrilegur. Þó er rétt að nefna nokkur atriði: Þóknunin til listamannsins er rífleg, til dæmis mun hærri en Leonard Cohen fékk í sinn hlut fyrir tveimur árum. Kostnaðurinn við að flytja hljóðfæri og tækjabúnað frá New York til Reykjavíkur og síðan til tómarúm hjartans sem Sigurður G. Pálmason sagði frá á Stöð 2, sl. þriðjudagskvöld. Hjálpin kemur ekki innan frá okkur sjálfum, hún kemur utan að. Allir menn á jörðinni eru skap- aðir til að eiga samfélag við hinn lifandi Guð, skapara sinn og þetta tómarúm er til staðar innra með öllum mönnum þar til þeir hafa tek’ið við Jesú Kristi sem persónu- legum frelsara sínum. Jesús sagði sjálfur í Jóhannesarguðspjalli 14.6 „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Hvorki jóga né önnur austræn trúarbrögð mæta þörfum okkar íslendinga, heldur það að taka við fagnaðarerindinu „Þegar svo miklir Qár- munir eru í húfí er ekki beinlínis gaman fyrir starfsmenn Listahá- tíðar að útdeila boðs- miðum, enda var ákveð- ið að halda þeim í al- gjöru lágmarki. Fyrir okkur sem störfum við Listahátíð er það auð- vitað viss umbun erfiðis að sjá þúsundkalla streyma inn, en ekki út.“ Kaupmannahafnar flugleiðis vegur þungt. Að auki flugmiðar þessa sömu leið, og ennfremur uppihald, hótel og ferðir hér innanlands. Ekki hefur áður verið sett upp fullkomn- ara hljóð- og ljósakerfi fyrir tónleika hér á Fróni; það kostar sitt, enda er hluti af þessum búnaði í leigu erlendis frá. Svið hefur verið byggt í Laugardalshöll, stærra en nokkurn tíma fyrr eða síðar. Almenn örygg- isgæsla verður umfangsmeira en áður eru dæmi til. Launakostnaður — hér leggja hátt á hundrað starfs- manna hönd á plóg. Og það mætti tína til ýmislegt fleira. Ásmundur Magnússon um Jesú Krist! Ekki eigin nafla- skoðun, heldur það að lyfta höfði til himins. Hjálpin er ekki innra með þér, fyrr en þú hefur tekið við Jesú Kristi, boðið honum að búa innra með þér. Megi okkur lánast það, landi og þjóð til bless- Þar við bætist að ekki er hægt að selja nema um 2.800 miða á tónleikana, enda er það krafa um- boðsmann Dylans að allir skuli sitja á tónleikunum og hafa gott útsýni á sviðið. Til gaman má geta þess að á blómatímanum góða stóðu um sex þúsund manns upp á endann á tónleikum Led Zeppelin, sællar minningar. Hér er sem sagt ekki stefnt í neinn stórgróða, en vonandi heldur ekki tap. Undirbúningstími tónleika Bobs Dylans er óvenju skammur, enda eru ekki nema fáeinar vikur síðan ljóst var að yrði af komu meistar- ans. Síðustu tvær vikurnar hefur starfsfólk Listahátíðar verið að inna af hendi störf, sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu átt að vera fullkomlega frágengin fyrir mörg- um mánuðum síðan. Á sama tíma þurfti að sjá til þess að umfangs- mikil Listahátíð gengi snurðulaust fyrir sig. Árangurinn er sá að Bob Dylan og hljómsveit hans eru á leið- inni til Islands eftir tafsamt samn- ingaþóf. Við viljum helst ekki verða uppvís að neinum sjálfbirgingshætti, starfsmenn og stjórn Listahátíðar, en samt teljum við að við höfum unnið að þessumt tónleikum eftir bestu vitund og af fullum heilindum. Með ósk um góða skemmtun á tónleikunum á miðvikudagskvöld og von um að allir verði á eitt sátt- ir þegar hann stígur fram á sviðið, maðurinn sem breytti heiminum, Dylan... Höfundur er blaðafulltrúi Listahátíðar. Jódís Konráðsdóttir unar að leita ekki langt yfir skammt! Jódís Konráðsdóttir er hjúkrunarfræðingur og Asmundur Magnússon læknir og forstöðumaður Orðs Lífsins í Reykjavik. Eigin naflaskoðun, heilsa og hamingja? Vélagslíf □ EDDA 59902466 - 1 Hvf FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3S 11798 19533 Sunnudagur 24. júní 1. kl. 8.00 Þórsmörk, dagsferð og til sumardvalar. Verð kr. 2.000,- í dagsferðina (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Kynnist Þórs- mörkinni í sumarskrúða. Fjöl- skyldutiiboð á sumardvöl. Mið- vikudagsferð 27. júni. Tilvalið að dvelja í góðu yfirlæti í Skag- fjörösskála í Langadal á milli ferða. 2. kl. 13.00 Verferð 3: Selatang- ar. Á Selatöngum eru merkar minjar um útræði fyrri tíma. Lok vor- vertíðar samkvæmt fornu tíma- tali. Fiskabyrgi, verbúðarminjar, refagildrur, sérstæðar kletta- borgir, Nótahellirinn o.fl. merki- legt skoðað. Tilvalin fjölskyldu- ferð. Fararstj. Höskuldur Jóns- son. Verð 1.000,- kr., frítt f. 15 ára og yngri í fylgd foreldra sinna. Brottför í ferðirnar frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Allir velkomnir! Ferðist innanlands með Ferða- félaginu í sumar. Sumarleyfisferðir verða aug- lýstar i félagslífinu á morgun sunnudag. Gerist félagar I F.í. Árgjaldið er 2.500,- kr. og Árbók- in, sem kemur út um helgina, er innifalin. Árbókin fjallar um svæði vestan Eyjafjarðar. Ferðafélag íslands, félag fyrir þig. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Fagnaðarsamkoma ,í kvöld kl. 20.30. Lior llan og Birgitte Ya- vari frá (srael tala og syngja. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar fram- undan: Sunnudagur Safnaðarsamkoma kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Stjórnarskipti. Barnagæsla. Að samkomu lokinni verður safnað- armeðlimum boðið til samveru í neðri sal kirkjunnar. Sunnudagskvöld. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Guðni Einarsson. Skírn. Ljósbrot syngur. Barna- gæsla. Allir hjartanega velkomn- ir. Miðvikudagur Biblíulestur kl. 20.30. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Föstudagur Æskulýðssamkoma kl. 20.30. Laugardagur Bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG © ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Laugard. 23. júní kl. 20: Jónsmessunæturganga Ferðafélagsins Sog-Djúpavatn-Ketilsstígur. Fjölbreyttganga í Reykjanesfólk- vangi. Stöðuvötn, gigar, litrík hverasvæði, o.fl. Þægileg ganga. Komið til baka upp úr miðnætti. Verð 1.000,- kr. Brott- för frá BSÍ, austanmegin. Allir velkomnir. Ferðist innanlands með Ferða- félaginu í sumar. Sumarleyfis- ferðir verða auglýstar í fé- lagslífinu á næstunni. Gerist félagar í F.í. Árgjaldið er 2.500,- kr. og Árbók er innifalin. Ferðafélag (slands. félag fyrir þig. H ÚTIVIST GRÓFINN11 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Jónsmessunæturganga Laugard. 23. júní. Með Akra- borg upp á Akranes. Gengið út með ströndinni og á Akrafjall þaðan sem fylgst verður með sólarlagi. Rútuferð til baka eftir miðnætti. Framhaldsganga í ná- grenni Reykjavíkur. Brottf. kl. 18.30 frá Grófarbryggju. Verð kr. 1.500,- Þórsmerkurgangan 11 ferð. Sunnudag 24. júní Holtahreppur hinn forni: Fylgt verður gömlu þjóðleiðinni frá Ásahverfi yfir að ytri Rangá. Komið við hjá Hellistjörn. Auð- veld ganga. Staðfróðir Rangæ- ingar verða með í för. Athugið breyttan brottfarartíma. Farið kl. 9.30 frá Umferðarmiðstöð - bensínsölu. Stansað við Árbæj- arsafn. Létt hjólreiðaferð fyrir byrjendur Sunnud 24. júnf. Brottför kl. 13.30 frá Árbæjarsafni. í ferðinni verða veittar upplýsingar og leiðbeiningar um skynsamlega útbúnað í hjólreiðaferðum. í Útivistarferð eru allir velkomnir! Sjáumst. Útivist. Hútivist GRÓFIHN11 • REYKJAVÍK - SÍMI/SÍMSVARI14606 Sumarleyfisferðir Ferðist um (sland í sumarleyfinu í góðum félagsskap. Hornstrandir eru engu líkar! 4.-13./6: Hornvik: Tjaldbæki- stöð. Gönguferðir um stórbrotið landsvæði m.a. á Hornbjarg, í Látravík og Rekavík. Fararstj. Gísli Hjartarson. 4.-13/6: Aðalvík - Hornvík: Bakpokaferð. Tilvalin ferð til þess að kynnast Hornströndum vel. Gengið um svæði sem róm- uð eru fyrir náttúrufegurð og mikilfengleika. Undirbúnings- fundur á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1, þriðjud. 26/6 kl. 18. Mikilvægt að allir þátttakendur mæti. Fararstj. Sigurður Sigurð- arson. Tværgóðar bakpokaferðir 6.-10./6: Kalmanstunga Hveravellir: Ný gönguleið um mikilfenglegt svæði. Dagur á Hveravöllum í lok ferðar. Far- arstj. Reynir Sigurðsson. 8.-12./6: Landmannaiaugar - Þórsmörk: Hinn vinsæli Laugavegur óbyggðanna, sem allir geta gengið. Svefnpokagisting. Dag- ur í Básum í lok ferðar. Fararstj. Haukur P. Finnsson. Pantið timanlega í sumarleyfis- ferðir. Miðar óskast sóttir viku fyrir brottför. í Útivistarferð eru allir vel- komnir.l Sjáumst. Útivist. Kaupi málma! Kaupi allar teg. málma, nema járn, gegn staðgr. Sæki efnið og flyt ykkur að kostnaðarlausu. Uppl. gefur Alda í síma 667273.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.