Morgunblaðið - 23.06.1990, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990
Guðjón Sigmjóns
son - Minning
Véturinn 1976-77 hafði ég vetur-
setu í Boston. Ég var orðinn leiður
á skólastjórn og bæjarmálapólitík,
vildi hlaða batteríin og búa mig und-
ir ný verkefni. Síðla dags í október
lá leiðin af Widener-bókasafninu við
Harvard, heim á leið með viðkomu
á stammkránni.
Sem ég geng troðnar slóðir er
klappað þéttingsfast á öxlina á mér.
Þegar ég lít um öxl stendur þar há-
vaxinn og krangalegur jankí og seg-
'ir á íslensku: Velkominn til Boston
Jón Baldvin. Við urðum samferða á
krána. Þegar þangað er komið segir
Guðjón (en svo kynnti maðurinn sig):
„Ég innréttaði þessa krá.“ Eftir einn
bjór og stutt spjall á kránni göngum
við framhjá nýlegri viðbyggingu við
bókasafn Harvard-háskóla. Þá segir
Guðjón: „Þetta byggði ég líka.“ Eg
var farinn að hugsa með mér: Þetta
er einn af þessum óforbetranlegu
íslensku gorturum, en lét á engu
bera. Þegar leiðir skildi bauð Guðjón
til kvöldverðar á grískum veitinga-
stað, sem hann sagðist þekkja vel:
„Ég sé þeim nefnilega fyrir ferskri
ýsu ofan af Skaga.“
Um kvöldið kom Guðjón á kaggan-
um sínum og við héldum á fund
Grikkja. Um leið og hann birtist var
honum tekið opnum örmum af eig-
andanum og fjölskyldu hans. Við
vorum leiddir til öndvegis. Fyrir utan
frábæra fiskirétti var þama grískur
dansur og söngur fram eftir nóttu.
A heimleiðinni sagði Guðjón: „Þú átt
ekkert að vera að kúldrast á þessum
stúdentagarði yfir helgina. Komdu
með mér.“ — Við ókum talsvert langt
norður fyrir borgina í átt að strönd-
inni. Loks komu við að húsi, sem
stóð hátt á höfða með fögru útsýni
*■» yfir sjálft Atlantshafið. Og hét „Oce-
an View“.
Hundurjnn Þorgrímur, alíslenskur
og heimaríkur, tók gestinum af nokk-
urri tortryggni. En þegar við höfðum
grillað rifjasteikina og Þorgrímur
fengið sitt fór hið besta á með okkur
þremur. Þessa kvöldstund kynntist
ég Guðjóni Siguijónssyni og uppfrá
því vorum yið vinir. Hann var með
afbrigðum vinmargur, en jafnframt
vinfastur. Þegar ég hafði rúmum
áratug síðar tekið við starfi utanrík-
isráðherra fékk ég reglulega úrklipp-
ur frá Boston með athyglisverðum
blaða- eða tímaritsgreinum; stundum
þykka doðranta um alþjóðapólitík,
ekki síst um „ástandið fyrir botni
Miðjarðarhafs" og sálarháska gyð-
inga. Ég kynntist því þessa kvöld-
stund að .gestgjafi minn átti ævin-
týralegt lífshlaup að baki. Og hann
hafði aldrei dáið ráðalaus. Hann
hafði vanist því snemma í uppvextin-
um að bjarga sér sjálfur. Skólagang-
an var ekki löng en fróðleiksfýsnin
og lestraráráttan létu hann ekki í
friði. Eftir þessi stuttu kynni hitt-
umst við reglulega. Sátum þá gjam-
an á siðkvöldum við stóra gluggann
með útsýni til hafsins og ræddum
um eyna handan hafsins, sem okkur
var báðum ofarla í huga. .
Guðjón kom til Boston um 1970.
Það var eftir að Ásmundarmálum
lauk. Það fræga skip lenti í tvöföld-
um hrakningum með sjeneverfarm,
sem átti að slökkva þorsta landans
og drýgja tekjur útgerðarmanna.
Hann nennti ekki að standa í þeim
eftirmálum og hvarf til Vesturheims.
Fyrst settist hann að á Miami þar
sem hann lauk prófum sem flugum-
sjónarmaður. Á heimleið um New
York var hann rændur öllum verald-
legum eigum meðan hann leit af
þeim og skrapp í síma.
Hann kunni ekki við að fara slypp-
ur og snauður heim. Hafði heyrt af
framtaksömum náunga í Boston,
sem þar var sagður reka vérktaka-
fyrirtæki, jafnframt því sem hann
bjó sig undir það sögulega hlutverk
sitt að stofna Flokk mannsins. Dr.
Pétur Guðjónsson, „I presume". Guð-
jón bauð honum þjónustu sína. Fyrr
en varði var „Nordic Arts and
Handicrafts Ine.“ orðið að stórveldi
við að gera upp og viðhalda gömlum
húsum í Boston. Pétur þurfti að sinna
mannkynsfrelsara hlutverki sínu með
því að stofna rannsóknarstofnun þró-
unarmála í Santiago í Chile og sækja
heim málvin sinn Fidel Castro á
Kúbu. Guðjón vinur minn tók því við
mannaforráðum í Boston. Fyrr en
varði var fyrirtækið komið með yfír
100 manns í vinnu þ. á m. 12 tækni-
fræðinga og gerðist umsvifamikið
við verktöku. Þar lærði margur
auðnuleysinginn við Harvard til
manns.
Um líkt leyti opnaði Guðjón sérís-
lenska ullar- og skinnavöruverslun
rétt hjá Harvard Square. Brátt færði
hann enn út kvíamar og gerðist
brautryðjandi við að flytja inn fersk-
an fisk, beint með flugi frá Islandi
til Boston, þar sem hann kom fiskin-
um ferskum beint til veitingahaldara
og sælkera, sem kunnu gott að meta.
Hagur hans stóð með blóma. Strák-
urinn úr Skeijafirðinum sem hafði
komið með tvær hendur tómar sem
landnemi til Ameríku, sýndi fljótlega,
að uppeldi í anda Bjöms í Brekku-
koti í fjörunni í Skeijafirði dugði vel
til að komast áfram í Ameríku.
Það er ástæðulaust að gleyma því
að Guðjón Sigurjónsson var í ýmsum
greinum brautryðjandi í viðskiptum
okkar við Ameríkana. Hann var
fyrstur manna til þess að hefja reglu-
bundinn útflutning á ferskum físki
beint á neytendamarkað í Banda-
ríkjunum. Hann var einnig fyrstur
manna til þess að flytja ferskan
gámafisk á markað vestra. Hug-
kvæmni hans í viðskiptum lét ekki
að sér hæða. Um tíma græddist hon-
um dijúgt fé við að flytja inn smokk-
físk frá Kalifomíu til beitu norður
við Dumbshaf. Hann kenndi þeim
hjá SH og SÍS nýja aðferð við um-
búnað á fiski. Það var þegar hann
sendi þeim svokallaða gasbyssu sem
lokar næfurþunnri plasthimnu utan
um góssið. Um skeið rak Guðjón
fyrirtækið „Ocean Harvest", ásamt
Halldóri Helgasyni (bróður Sigurðar
stjórnarformanns Flugleiða), sem lét
verulega að sér kveða um skeið í
fiskibransanum þar vestra. Ég nefndi
áðan að Guðjón hafi verið hugkvæm-
ur í besta lagi í bisness. Hann hafði
gaman af því sem Kanar kalla „whe-
eling and dealing". Eitt sinn skemmti
ég mér konunglega við að fylgjast
með í stofunni í Oeean View, hvem-
ig Guðjón hringdi heimshoma á milli
til þess að leysa það verkefni að
flytja reyktar froskalappir frá Ind-
landi til veitingahaldara og sælkera
í Nýja Englandi með flugvél frá
Suður-Afríku.
Ég hef löngum verið þeirrar skoð-
unar að bryggjusporðauppeldi sé
betra en dagvistun. Guðjón er dæmi
um það. Hann fæddist við fjöruborð-
ið í Skeijafirði 20. nóvember 1944
og ólst þar upp í hópi fímm systk-
ina. Foreldrar hans era Guðrún Ingi-
björg Jónsdóttir, sem ættuð er að
vestan og Siguijón Hólm Siguijóns-
son, sem er Húnvetningur að ætt
úr Vestur-Hópi. Claessen átti landið
í Skeijafirðinum en Georg Jónsson
(bróðir snillinganna Finns málara og
Ríkharðs myndhöggvara) bjó þar
stóra búi. Guðjón var ekki hár í loft-
inu þegar hann fékk það embætti
að vitja um rauðmaganet með bónda
og gerðist síðan ásamt bræðrum
sínum mjólkurpóstur búsins, löngu
áður en skólaganga hófst. Það lýsir
honum vel að á bamsaldri var honum
gefin ein hæna sem á skömmum tíma
breyttist í höndum hans í 30 hænsni
með tilheyrandi markaðsöflun og
sölumennsku fyrir egg í prófessors-
bústöðunum og víðar. Þegar aðrir
strákar úr Skeijafirðinum fóra í
Tívolí í Vatnsmýrinni og sólunduðu
fé foreldra sinna safnaði Guðjón
flöskum og kom heim fjáðari en hann
fór. Þegar foreldrarnir fluttu úr
sveitasælu Skeijafjarðar og gerðust
landnemar í Kópavogi fékk Guðjón
garðlönd í Kringlumýri undir
hænsnabú sitt og hélt kanínur sem
aukabúgrein — löngu fyrir fermingu.
En sem klár bisnessmaður sá hann
að það var engin framtíð í aukabú-
greinum.
Fyrir ferminguna frétti móðir hans
það að hann væri kominn á togara
frá Patreksfirði á Grænlandsmið. Á
sumram hélt hann við símakerfi
landsmanna í viðgerðarflokki Skúla
Sigurðssonar, þar sem við Ragnar
Arnalds höfðum nokkram sumrum
áður verið virtir tæknifræðingar. í
þeim vinnuflokki var mér eftirminni-
legastur Árni Siguijónsson föður-
bróðir Guðjóns, frá Hörgshóli í
Vestur-Hópi, náfrændi Stefáns frá
Hvítadal, ölkær gáfumaður.
Fimmtán ára gamall var Guðjón
kominn sem messagutti á Langjökul
og skaut upp kollinum við kajann í
New York. Þar lá Lagarfoss við
bryggju hið næsta þeim. Þar um
borð var fullgildur háseti eldri bróðir
Guðjóns, Siguijón, og hittust þeir af
hendingu þarna á kajanum. Það hefði
verið gaman að slást í för með þess-
um guttum úr Skeijafirðinum, þegar
þeir tóku sig til og máluðu bæinn
rauðan, á Manhattan.
Eftir misheppnaða tilraun sem
smáútgerðarmaður og trillukarl á
Hellissandi komst Guðjón að þeirri
niðurstöðu að ekki yrði lengur umflú-
ið að setjast á skólabekk. Hann tók
inntökupróf í Samvinnuskólann,
flaug inn og lauk námi með sóma.
Að því loknu var hann allt í einu
orðinn innkaupastjóri hjá Phil & Sön
við að byggja Búrfellsvirkjun. Að því
loknu var farið i heimssiglingu á
norskum frögturam fyrir Góðravona-
höfða, Suez og um Indlandshaf. Þar
hefur sennilega kviknað áhuginn á
að kenna Ameríkönum að éta froska-
lappir.
Næst hjálpaði hann Þorsteini
Viggóssyni að reka búllur í Kaup-
mannahöfn með íslenskum stæl og
var jöfnum höndum bókhaldari og
útkastari, enda maðurinn engin
smásmíði, þegar hér var komið sögu.
Þegar stund gafst milli stríða vann
Guðjón hörðum höndum við pípu-
lagnir með föður sínum, Siguijóni,
sem á viðreisnaráranum var umsvifa-
mikill byggingaverktaki í Reykjavík.
Stóðu þeir fyrir allt að 150 íbúða-
byggingum á ári. Það var dæmigert
fyrir Guðjón að hann kynntist fjöld-
anum öllum af því fólki sem þeir
feðgar byggðu yfir á þessum áram
og hélt sambandi við það fólk lengi
síðan.
Það var þetta uppeldi, þessi
lífsreynsla, sem kom Guðjóni að góðu
haldi við aðalstarf hans í tuttugu ár:
Sem var að vera fjölkunnugt at-
hafnaskáld (þ.e.a.s. klár bisnessmað-
ur í Boston), alltaf með íslenska
hagsmuni að leiðarljósi. Þegar veldi
hans stóð sem hæst í verktakabrans-
anum giftist hann dóttur auðugs lög-
fræðings af Mayflower-ættum, Kar-
en MacCarthy. Þá bjó Guðjón í há-
reistu timburhúsi í Árlington, spöl-
korn frá öðram atkvæðamiklum inn-
flytjendum: þýska gyðingastráknum
Kissinger annars vegar og kanadíska
bóndasyninum John Kenneth Galbra-
ith, ættuðum úr skosku hálöndunum,
hins vegar.
Sambúð Guðjóns og Karenar stóð
hins vegar stutt. Þótt hann festi
ekki ráð sitt eftir það eignaðist hann
tvær dætur, sem stóðu hjarta hans
nærri: Leger Walcott heitir sú eldri,
nítján vetra yngismær í Boston en
Ragnheiður Steina sú yngri, sem
hefur alist upp hjá móður sinni að
Litla-Bergi á Kleppjárnsreykjum í
Borgarfirði.
í bisnessnum skiptust á skin og
skúrir, hæðir og lægðir eins og í
hverri annarri útgerð og sjósókn. En
þegar stríðsgæfan sýndist ætla að
snúa við honum baki snéri hann jafn-
an vörn í sókn. Ef það var erfitt að
fá fisk frá íslandi seldi hann íslend-
ingum smokk frá Kalifomíu. Þegar
hallaði undan fæti í ullarbransanum
á íslandi fór hann að flytja túrista
til Jamaíku.
Jamaíka skipar sérstakan sess í
minningunni um Guðjón Siguijóns-
son. Þangað fór hann á ári hveiju
sl. 20 ár, oftast um jólahátíðar. Hann
tók ástfóstri við þessa sólareyju og
innfæddir þar tóku ástfóstri við hann.
Ef til vill var þarna eitthvað sem
minnti hann á Skerjafjörð bernskuár-
anna. Þangað fór hann sína seinustu
ferð á þessu sumri. Sonur hans og
Bjarkar Kristjánsdóttur, skólasystur
úr Samvinnuskólanum, Eyþór, hafði
seinustu árin skipulagt með föður
sínum ferðir heilu stúdentaárgang-
anna úr Fjölbraut og Versló til hinna
heitu sólarstranda við Karabíska
hafið. Guðjón bauð móður sinni að
slást í hópinn. Hann naut þess að
sýna hinum íslenska unglingaskara
þennan Skeijafjörð sólarstranda, þar
sem hann virtist þekkja alla og allir
þekktu hann. „Good man from Ice-
land“, sögðu þeir. Þegar krökkunum
dvaldist lengur en góðu hófi gegndi
við glaum og gleði í þorpinu skellti
Guðjón sér á bak mótorhjólinu og
þeysti af stað. Hann ætlaði að sjá
um, að allt væri í Iagi. Það var hon-
um líkt. Það var hans hinsta ferð.
Hann lifði með stæl — og hann dó
með stæl. Blessuð sé minning hans.
Jón Baldvin Hannibalsson
+
ANNA KRISTÍN BjÖRNSDÓTTIR
frá Fiatey á Breiðafirði,
andaðist 21. júní á St. Fransiskusarsjúkrahúsinu, Stykkishólmi.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 30. júní.
Aðstandendur.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FELIX TRYGGVASON
trésmiður,
Reynihvammi 25, Kópavogi,
lést á heimili sínu 13. júní sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðný Sveinsdóttir,
Sveinn Magnússon, Arnþrúður Jónsdóttir,
Margrét Felixdóttir,
Tryggvi Felixson, Sigrún K. Magnúsdóttir,
Helgi Felixson, Luise Felixson,
Eyrún A. Felixdóttir, Einar K. Hauksson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför
KRISTINS J. GUÐMUNDSSONAR,
Ásgarði 53.
Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkradeildar Hrafnistu í Reykjavík.
Dýrleif Árnadóttír,
Guðmundgr Kristínsson, Þórunn Erlendsdóttir,
Guðrún Lóa Kristinsdóttir, Guðmundur Björnsson,
Stella Kristinsdóttir, Þorvaldur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
#>ro ByH
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Þórustöðum í Bitru,
Furugrund 39,
Akranesi,
lést 20. júní. Jarðarförin auglýst síðar.
Arnór Grímsson, Sóley Vilhjálmsdóttir,
Grétar Grímsson, Ásta Garðarsdóttir,
Ragnheiður Grímsdóttir, Guðmundur Kristjánsson.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur vináttu og hlýhug og
vottuöu okkur samúð við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður, tengdaföð-
ur og afa,
HARALDAR ÓLAFSSONAR,
Aðalstræti 29,
Patreksfirði.
Birna Jónsdóttir,
Kristinn, Hilmar og börn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður,
JÓNS TORFA JÓHANNSSONAR,
Mjóanesi
í Þingvallasveit.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 12-E á Landspítalanum.
Rósa Jónsdóttir, Jóhann Jónsson
Oddur Jóhannsson, Trausti Jóhannsson,
Júlianna Kristin Jóhannsdóttir,
Þorvarður Lárusson, Lýður Valgeir Lárusson.
....r iTrmnn[ TrniirTiT«^m>wwiffirwrTi«r r irw jfirnr wif<~in>iwi;m ~wmunuw»iii. i