Morgunblaðið - 23.06.1990, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990
31
félk í
fréttum
Spaugstofumenn leita nú logandi ljósi að léttustu lundinni. Þarna
eru þeir við fararskjóta sinn í Stykkishólmi ásamt Arna Helgasyni,
fréttaritara Morgunblaðsins. F.v.: Karl Ágúst, Orn, Randver, Pálmi
og Sigurður. Lengst til hægri stendur tónlistarmaðurinn Jónas Þór-
ir og fremstur I flokki er Arni Helgason.
HLATUR
Salurínn í krampa
Salurinn lá bara i krampa allan
tímann, þetta var alveg meiri-
háttar," sagði Jenný Steinarsdóttir í
Stykkishólmi. Þar leituðu Spaug-
stofumenn að léttustu lundinni í vik-
unni og voru „alveg ferlega hressir"
að hennar sögn. Sjálfir segjast
Spaugstofumenn hamingjusamir
með móttökurnar og hafa gaman af
vertíðinni.
Spaugstofumenn lögðu upp í leit-
ina á þjóðhátíðardaginn og hafa þeg-
ar komið við í Borgamesi, Ólafsvík,
Stykkishólmi, Patreksfirði og Búð-
ardal. Þar stigu þeir á stokk í Dala-
búð og meðal áhorfenda var Halldóra
Steinarsdóttir. „Þetta var alveg rosa-
lega flott sýning," sagði hún,
„stemmningin í salnum var æðislega
góð. Mér finnst ekki hægt að taka
eitt atriði út úr, þetta var hvert öðru
spaugilegra."
Jenný Steinarsdóttir sagði að fólk-
ið í salnum hefði fengið að vera með
í skemmtuninni. „Það fannst mér
einmitt gott. Auðvitað urðu sumir
feimnir þegar þeir heyrðu hvað liðið
hló mikið, en allir höfðu gaman af.“
Örn Ámason, einn Spaugstofu-
manna, sagði að leitin hefði gengið
Pálmi Gestsson gefúr eigin-
handaráritanir að sýningu lok-
inni.
stórvel, þegar væri orðið Ijóst að
úrslitakeppni um léttustu lundina
yrði býsna tvísýn. „Það kemur í ljós
þann 10. júlí hver á léttustu lund
landsins, þangað til leitum við víða,
hjá ungum spaugurum, ömmum
þeirra og miðaldra ættingjum. Við
fáum stórfjölskyldur á skemmtanirn-
ar. Ferðalagið út um land hefur kost-
að mikinn undirbúning og er í raun
puð. Stórskemmtilegt puð.“
TUNGUMALANAM
Madonna nemur
japönsku
ær fregnir berast nú af popp-
stjörnunni Madonnu, að er hún
lagðist í rúmið fyrir nokkru til að
jafna sig eftir ofreynslu, hóf hún
að læra japönsku með aðstoð „ling-
vafóns“. Ástæðan er sú, að milljón-
ir Japana eru yfir sig hrifnir af
tónlist að hætti Madonnu og sjálf
er hún afar vinsæl þar um slóðir.
Hún telur hins vegar að hún gæti
stóraukið sölu á plötum sínum á
hinum óplægða akri Japans, ef hún
syngi sjálf á japönsku. Þá er sagt
að hún þoli illa hina japönsku útg-
áfu af sjálfri sér. Sú heitir Hiroko
og þykir ekki lakari í poppinu en
Madonna sjálf og jafnvel enn
spengilegri og djarfari á sviði.
Næst á dagskrá hjá Madonnu er
að hrifsa Japansmarkaðinn af
heimamanninum Hiroko.
Madonna nemur nú japönsku til
að selja betur þar í landi.
COSPER
«i T
Maðurinn minn hefur misst allt traust á þér læknir, nú æfir hann
sig bara á hörpu
BHnMMHMWjl
Olæsilegu Hobbv hjólhýsin eru nú tijsýnis
Meykjavik, Ketlavík og á Akureyri,
Nú geturðu skoðað þessa kostagripi hjá BSA Co. Á sömu stöðum er Camp-let Royal tjald-
bflasölunni á Akureyri, Bflakringlunni í vagninn einnig til sýnis. Opið um helgina:
Gísii
Jónsson
& Co.
Keflavík og hjá umboðinu, Gísla Jónssyni & laugardag 10—18 og sunnudag 13—18.
Sundaborg 11 Sími 91-686644
■
■A_
Hjá Hobby eru smáatridin stórmál!