Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
143. tbl. 78. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bandaríkin:
George Bush
boðar aukna
skattheiratu
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjafor-
seti lýsti yfir því í gær að nauð-
synlegl myndi reynast að auka
skatttekjur ríkissjóðs ef takast
ætti að slá á fjárlag-ahallann í
Bandaríkjunum. Vöktu þessi
ummæli forsetans athygli þar
eð hann lýsti ítrekað yfir því í
kosningabaráttunni árið 1988
að skattheimta yrði ekki aukin
næði hann kjöri.
Bush lét þessi orð falla á fundi
með leiðtogum flokka á Banda-
ríkjaþingi í gærmorgun. Kvað hann
nauðsynlegt að afla aukinna tekna
þar eð fyrirsjáanlegt væri að fjár-
lagahallinn myndi enn aukast
vegna vaxtahækkana, minnkandi
hagvaxtar og kostnaðarsamra
björgunaraðgerða vegna gjald-
þrota ' sparisjóða. Sagði forsetinn
að skera þyrfti niður útgjöld auk
þess sem tryggja þyrfti ríkinu
auknar skátttekjur.
Áætlað hefur verið að hallinn á
ríkisbúskapnum verði 160 milljarð-
ar Bandaríkjadala á næsta íjár-
lagaári, sem hefst 1. október nk.
Þá er fyrirsjáanlegt að hallinn verði
enn meiri þegar tekið er tillit til
gjaldþrota sparisjóðanna, sem
lendir á ríkisvaldinu. Bush sagði
hins vegar í fjárlagaræðu sinni í
janúarmánuði að hallinn á næsta
fjárlagaári yrði 100 milljarðar dala
án niðurskurðar og skattahækk-
ana.
Repúblíkanar, flokksbræður
Bush, hafa margir hverjir haldið
því fram að forsetinn hafi aðeins
gefið bandarískum kjósendum það
loforð að tekjuskatturinn yrði ekki
aukinn næði hann kjöri. I ár fara
fram kosningar til fulltrúadeildar-
innar auk þess sem kosið verður
um þriðjung sæta í öldungadeild-
inni. Telja ýmsir stjórnmálaskýr-
endur vestra óhjákvæmilegt að
fulltrúar repúblíkana komist í
varnarstöðu gagnvart kjósendum
samþykki þeir aukna skattheimtu
af hálfu alríkisstjórnarinnar.
Drottningm íAlmannagjá
Ljósmynd/KAA
Elísabet II. Bretadrottning og sr. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum gengu í fylkingarbijósti niður eftir Almannagjá í hádeginu í
gær. Drottningin og hertoginn skoðuðu hesta í Mosfellssveit og komu á Þingvelli. Sjá bls. 16-17, miðopnu og baksíðu.
Sovétríkin:
Umbótasinnar vilja fresta
flokksliinm kommúnista
Mncl/vu liniiim'
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
gaf til kynna í gær að umbóta-
sinnar í sovéska kommúnista-
flokknum vildu fresta flokksþingi
sem boðað hefur verið í næstu
viku. Miðstjórn ílokksins kemur
saman um helgina og er búist við
að hún taki ákvörðun um hvort
þinginu verði frestað. Reiknað
hefur verið með að til uppgjörs
kæmi þar milli harðlínumanna og
uinbótasinna og svo kunni að fara
að flokkurinn klofni.
Jeltsín, sem kjörinn var forseti
Rússlands fyrir skömmu, hefur
ákveðið að halda reglulega blaða-
mannafundi til að kynna stefnumál
sín. Á þeim fyrsta í gær sagði hann
að búast mætti við miklum átökum
um það næstu daga hvort fresta
ætti flokksþinginu. Slík þing eru
Neyðargögn vantarenn á
skjálftasvæðunum í Iran
Genf, Nikósíu. Reuter.
TALSMAÐUR Neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNDRO, sagði
í gær að enn væri þörf á lyfjum, tjöldum og teppum á svæðum þeim
í norðvesturhluta Irans sem verst urðu úti í landskjálftanum ógur-
lega sem reið yfir að kvöldi miðvikudags í síðustu viku. Forráða-
menn hjálparstofnana segja almenning á Vesturlöndum tregan til
að koma Irönum til hjálpar og kenna neikvæðri ímynd landsmanna
á alþjóðavettvangi uin.
Talsmaðurinn, Fabrizio Gentil-
oni, sagði á fundi með blaðamönn-
um í Genf að neyðaraðstoð bærist
nú víða að til höfuðborgar írans,
Teheran. Áætlað er að um 500.000
manns hafi misst heimili sín í jarð-
skjálftanum og kvað talsmaðurinn
brýnt að skotið yrði skjólshúsi yfir
þetta fólk auk þess sem tryggja
þyrfti aðgang að hreinu neyslu-
vatni því ella^ kynnu farsóttir að
breiðast út. íranir réðu nú yfir
nægilegum fjölda krana og þungra
vinnuvéla en á hinn bóginn væri
enn þörf á lyfjum á neyðarsvæðun-
um.
Gentiloni sagði að 80 ríki hefðu
nú sent hjálpargögn til írans og
talið væri að verðmæti aðstoðarinn-
ar jafngilti 12 milljónum banda-
ríkjadala (um 720 millj. ísl. kr.).
Líklegt er að tala þessi sé of lág.
Hins vegar munu hjálpargögn að
andvirði 170 milljóna dala hafa
verið send til Sovétlýðveldisins
Armeníu eftir jarðskjálftann sem
reið þar yfir í desember 1988.
Talsmenn franskra hjálparstofn-
ana sögðu í gær að greinilegrar
tregðu gætti hjá almenningi til að
láta fé af hendi rakna til hjálpar-
starfsins. Kváðust þeir telja að
hana mætti rekja til þeirrar nei-
kvæðu ímyndar sem íranir hefðu í
hugum Vesturlandabúa. Talsmað-
ur læknasamtakanna „Medicins
Sans Frontieres“ (Læknar án
landamæra) sagði að fjandsamleg
afstaða stjórnvalda í íran til vest-
rænna ríkja og öfgastefna sú sem
fylgt væri í nafni Múhameðs spá-
manns þar í landi væri líklegasta
skýringin á tregðu alþýðu manna
til að koma fólki á skjálftasvæðun-
um til hjálpar.
Sjá kort á bls. 21.
haldin á fimm ára fresti. Næsta þing,
hið 28. í röðinni, átti upphaflega að
vera árið 1991 en tímasetningu þess
var tvisvar breytt að fruipkvæði
Míkhaíls Gorbatsjovs forseta uns
ákveðið var að halda það nú í byijun
júlí. Nú vilja margir umbótasinnar í
flokknum fresta þinginu vegna upp-
gangs harðlínumanna að undan-
förnu. Er þar einkum talað um ný-
stofnaðan kommúnistaflokk Rúss-
lands þar sem harðlínumenn ráða
lögum og lofum. Rússar eiga 60%
af fulltrúum á flokksþinginu og
kommúnistaflokkur Rússlands var
einmitt stofnaður þegar þeir komu
saman .til að ræða stefnuna fyrir
flokksþingið. Að sögn Jeltsíns vilja
umbótasinnar fresta flokksþinginu
til hausts uns öldurnar hefur lægt í
flokknum. Jeltsín sagði að miðstjórn
kommúnistaflokks Sovétríkjanna
kæmi saman um helgina til þess að
ræða málið.
Fréttastofa Eistlands sagði í gær
að Vadím Medvedev, hugmynda-
fræðingur sovéska kommúnista-
flokksins, hefði hringt í starfsmann
kommúnistaflokks Eistlands og spurt
livað honum fyndist um að fresta
flokksþinginu. Líklegt er talið að
Medvedev myndi ekki þreifa fyrir sér
með slíkum hætti nema með sam-
þykki Gorbatsjovs.
Sjá: „Bilið mimikar milli . . .“
á bls. 20.
\