Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990 17 1 i Morgunblaðið/Þorkell Steingrímur Hermannsson sýnir Elísabetu II. útsýnið af brún Almannagjár. Filippus prins stendur álengdar. i Þakkarávarp Elísabetar drottning- ar til forsætisráðherra: „Gestrisnin og hjarta- hlýtt viðmótið er yðar“ Herra forsætisráðherra. Það snart mig djúpt þegar þér buðuð mig og Filippus prins velkomin til landsins og ég flyt yður þakkir okkar fyrir þann ánægjulega tíma, sem vér höf- um átt saman á þessum stór- fenglega stað, sem Þingvellir eru. Höfuðsmiður þessa yndis- reits er náttúran sjálf en gest- risnin og hjartahlýtt viðmótið er yðar og samstarfsmanna yðar. Vér Bretar eru jafnan stoltir af hinum fornu þing- stofnunum okkar en vér megum játa, að yðar eru jafnvel eldri. Fyrir meira en þúsund árum, árið 930, kom hér saman fyrsta þingið, hér stendur vagga íslenskrar kristni og hér lýstu íslendingar yfir sjálfstæði árið 1944. Mér er það sjálfri sérstakt ánægjuefni að vera hér stödd. Langalangafi minn, Kristján konungur IX., kom hér árið 1874 tU að fagna þúsund ára afmæli íslandsbyggðar og kom þá færandi hendi, hafði með sér stjórnarskrána, sem ruddi brautina fyrir fullveldi og síðar sjálfstæði Islendinga. Herra forsætisráðherra. Á þessum sögufræga stað lyfti ég glasi og drekk minni forseta Islands og íslensku þjóðarinnar. Við Nesjavallavirkjun Gestalisti í hádegisverði forsætis- ráðherra GESTALISTI í hádegisverðarboði forsætísráðherra og frú Eddu Guð- mundsdóttur á Þingvöllum 26. júní, til heiðurs hennar hátign Elísabetu II Bretadrottningu og hans konung- legu tign Filipp prins, hertoga af Edinborg: Húsbóndi og húsfreyja, forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, utanríkisráð- herra Jón Baldvin Hannibalsson og frú Bryndís Schram, fjármálaráðherra Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Sameinaðs Alþingis Guðrún Helgadóttir, forseti Hæstaréttar Guðmundur Jónsson og frú Fríða Halldórsdóttir, séra Heimir Steins- son og frú Dóra Þórhallsdóttir, sýslumað- ur Ámessýslu Andrés Valdimarsson og frú Katrín Karlsdóttir, fommaður Þing- vallanefndar Ólafur G. Einarsson alþm. og frú Ragna Bjamadóttir, sendiherra íslands í Bretlandi Helgi Ágústsson og frú Hervör Jónasdóttir, fylgdarmaður hertogans af Edinborg Magnús Magnús- son. Drottning og hertogi, William Wal- degrave varautanríkisráðherra, Richard Best sendiherra og frú Best, greifaynjan af Airlie, lafði Susan Hussey, sir William Heseltine drottningarritari, sir Robert Fellows vararitari, Robin Janvrin blaða- fulltrúi, Norman Blacklock líflæknir, David Walker hermálafulltrúi, Brian McGrath ritari hertogans, Dominic Asqu- ith ritari varautanríkisráðherrans, James Beaton lífvörður drottningar, Richard Griffín lífvörður hertogans. Guðmundur Benediktsson ráðuneytis- stjóri og frú Kristín Claessen, KometTUs Sigmundsson forsetaritari, Hörður H. Bjarnason siðameistari utanríkisráðu- neytisins, Sigríður Gunnarsdóttir að- stoðamaður siðameistara. Einar Falur Gunnar Dungal sýnir Bretadrottningu hesta í Dal í Mosfellssveit. Drottningin spurði inargs, enda kunn fyrir áhuga á hestum. kirkju eftir gönguferð niður Al- mannagjá og stuttan akstur að kirkjunni. Þar stiklaði sr. Heimir Steinsson á því helsta í sögu Þing- valla. Hann sagði líka frá gamalli altaristöflu sem varðveitt er í kirkjunni. Drottningin virtist kannast við frásögn af því þegar Magnús Magnússon fann töfluna á Isle of Wright fyrir þrettán árum. Þangað var hún gefin rúm- um 70 árum fyrr, en Ófeigur Jóns- son bóndi á Heiðarbæ málaði alt- aristöfluna árið 1836. Meðan á hádegisverðarboði fyr- ir gestina stóð, bauð forsætisráð- herra ijölmiðlafólki og öryggis- vörðum í lautarferð eða „picnic“. Um tugur breskra blaðamanna, ljósmyndara og sjónvarpsmanna eltu drottningu sína hingað til lands. Nokkrir úr hópnum hugðust halda áfram til Kanada til þess að fylgjast með drottningunni þar. Höfðu þeir á orði að spennandi væri að heyra hvað drottning segði um pólitískt ástand þar í landi. Fiskmáltíð á Þingvöllum Úr kirkjunni var gengið yfir í bústað forsætisráðherra til hádeg- isverðar. Steingrímur Hermann- son og Edda Guðmundsdóttir kona hans buðu hátt í 40 gestum til málsverðarins í heiðursskyni við drottninguna og hertogann. Steingrímur bauð heiðursgestina velkomna og drottning þakkaði boðið í stuttri ræðu, sem birt er hér í blaðinu. Pétur Jónasson lék á gítar fyrir gesti forsætisráð- herra. Boðið var upp á létta fiskmáltíð á Þingvöllum. Fyrst var borið fram laxafiðrildi með smjörsósu og því næst lúðukinnar með humarsósu. í eftirrétt fengu gestirnir kramar- hús með blábeijum. Við þennan viðurgjörning dvaldist þeim um hálfri stundu lengur en gert var ráð fyrir, en haldið var áleiðis til Reykjavíkur undir klukkan þijú. Trjám var plantað á heimleið- inni þar sem heitir Vinaskógur og í bænum biðu drottningar og föru- neytis hennar fleiri verkefni, mót- tökur og veislur. Bresku gestirnir halda af landi brott í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.