Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990
25*
Sjö ljósmæður útskrifast
Sjö ljósmæður útskrifuðust frá Ljósmæðraskóla Islands laugar-
daginn 26. maí. Þær eru í aftari röð frá vinstri: Hrafiihildur
L. Ævarsdóttir, Jóhanna Arnadóttir, Sigurbjörg Söebech, Asa
Halldórsdóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir, Margrét I. Hallgríms-
son og Sigurlinn Sváfnisdóttir. I fremri röð frá vinstri eru Guð-
rún G. Eggertsdóttir, aðstoðaryfírljósmóðir, Gunnlaugur Snæ-
dal próféssor, skólastjóri, Kristín I. Tómasdóttir, yfirljósmóðir,
Jón Þ. Hallgrímsson dósent, yfirlæknir, og Eva S. Einarsdóttir,
kennslustjóri.
Tillögur Byggðanefiidar:
Sveitarfélögin stofhi
atvinnuþróunarfélög
MEÐAL tillagna byggðarnefndar sem ríkisstjórnin setti á fót í vetur
til að athuga með nýjar áherslur og langtímastefiiu í byggðamálum
er að stofnuð verði atvinnuþróunarfélög á vegum sveitarfélaganna
eða samtaka þeirra og þau efld sem fyrir eru, starfsemi Byggðastofn-
unar verði breytt þannig að hún geti sinnt atvinnuþróunarstarfi í
mun ríkara mæli en nú er og að stofnunin komi á fót samstarfi við
rannsóknarstofhanir atvinnuveganna, Iðntæknistofnun Islands og
Háskóla íslands um miðlun tæknilegra framfara til atvinnuþróunar.
í nefndinni eiga sæti fulltrúar
allra stjórnmálaflokka á Alþingi, en
formaður hennar er Jón Helgason,
alþingismaður. Nefndin telur að
iykiiatriði til þess að stöðva fólks-
flutninga frá landsbyggðinni og
jafna byggðaþróun sé að takist að
efla atvinnulíf og fjölbreytni þess
þar. Sú stefna sem nefndin mótaði
Bryggjuhátíð á Reyðarfirði
ÁRLEG Bryggjuhátíð verður á
Reyðarfirði laugardaginn 30.
júní. Hátíðin hefst kl. 14 og stend-
ur fram eftir nóttu.
Bryggjuhátíðin fer öll fram á
hafnarsvæðinu í þetta sinn og þar
með taldir hljómleikarnir um kvöld-
ið. í fyrra fór öll kvölddagskráin
fram í Félagslundi en þá var upp-
selt.
Núna fer allt fram í 700 fer-
metra skemmu og afmörkuðu úti-
svæði sem KHB á Reyðarfirði hefur
lánað, því ekki veitir af þar sem
landsfrægar hljómsveitir munu
skemmta.
Það eru fjögur félög sem standa
að þessari hátíð. Þau eru Umf.
Valur, Kvenfélagið, Lionsklúbbur-
inn og JC. Einnig sjá önnur félög
um smærri þætti. Foreldrafélag
grunnskólans sér um tívolí og björg-
unarsveitin um öryggisgæslu.
Hátíðin verður sett kl. 14 með
vmsum skemmtiatriðum, s.s. sjó-
ferð, danssýningu og trúbadora-
keppni. Hljómsveitirnar Trassarnir
óg Rokkbandið leika og Bubbi
Morthens kemur fram. Kl. 18.00
verður útigrill og fjöldasöngur.
Hápunktur hátíðarinnar verða
hljómleikar um kvöldið þar sem
Trassarnir, Rokkbandið og Bubbi
Morthens leika.
Aðgangur inn á hátíðarsvæðið
um daginn verður ókeypis en selt
verður inn á tónleikana um kvöldið.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
26. júní.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 97,00 67,00 88,74 5,514 489.329
Smáþorskur 65,00 65,00 65,00 0,736 47.831
Ýsa 140,00 80,00 124,78 1,335 166.523
Karfi 32,00 32,00 32,00 2,919 93.408
Ufsi 33,00 33,00 33,00 0,691 22.813
Smáufsi 20,00 20,00 20,00 0,020 390
Steinbítur 70,00 70,00 70,00 0,680 47.575
Langa 44,00 44,00 44,00 0,367 16.148
Lúða 300,00 100,00 133,73 0,739 98.825
Koli 45,00 10,00 42,28 0,226 9.535
Keila 42,00 42,00 42,00 1,072 45.020
Gellur 285,00 285,00 285,00 0,055 15.675
Samtals 73,37 14,352 1.053.072
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(st) 104,00 78,00 91,83 11,683 1.072.820
Þorskur(smár) 76,00 76,00 76,00 0,111 8.436
Ýsa (sl.) 142,00 65,00 108,32 2,732 295.927
Karfi 38,00 20,00 30,27 40,992 1.240.626
Ufsi 42,00 36,00 41,37 4,299 177.839
Steinbítur 73,00 73,00 73,00 0,692 50.516
Langa 45,00 32,00 39,55 0,205 8.107
Lúða 280,00 225,00 258,89 0,167 43.235
Skarkoli 49,00 25,00 25,88 2,220 57.444
Keila 29,00 29,00 29,00 0,156 4.524
Tindabikkja 5,00 5,00 5,00 0,043 215
Undirmál 76,00 15,00 63,29 1,104 69.874
Skötuselur 350,00 350,00 350,00 0,065 22.750
Grásleppa 30,00 30,00 30,00 0,050 1.800
Samtals 47,33 64,529 3.054.113
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 115,00 78,00 87,22 15,598 1.360.470
Ýsa 98,00 71,00 86,93 37,975 3.301.350
Karfi 35,00 32,00 33,62 5,366 180.412
Ufsi 38,00 30,00 36,62 4,518 165.440
Steinbítur 49,00 49,00 49,00 0,587 28.763
Langa 273,00 45,00 82,41 1,664 137.124
Lúða 265,00 165,00 225,13 1,078 242.635
Skarkoli 56,00 56,00 56,00 0,300 50.400
Sólkoli 70,00 70,00 70,00 0,054 3.780
Keila 25,00 25,00 25,00 1,000 25.300
Skata 132,00 55,00 127,45 0,372 47.4,10
Skötuselur 400,00 400,00 400,00 0,213 85.200
Koli' 56,00 56,00 56,00 0,311 17.416
Blandað 30,00 30,00 30,00 0,100 3.000
Undirmál 39,00 19,00 31,09 0,506 15.734
Langlura 20,00 20,00 20,00 0,450 9.000
Öfugkjafta 25,00 25,00 25,00 1,220 30.500
Samtals 79,31 71,912 5.703.694
■ HINN árlegi hreinsunardag-
ur Sumarbústaðafélagsins við
Meðalfellsvatn verður haldinn
laugardaginn 30. júní nk. Að vanda
eru félagar og þeir er málið varðar
beðnir að hreinsa í kringum sig við
fjörur og í hlíðum jafnt sem á lóðum
félaga eftir veturinn. Stjórn Sumar-
bústaðafélagsins mun svo sjá um
að koma því rusli sem lagt verður
við veginn á brennuna. Kveikt verð-
ur í brennunni, sem staðsett verður
austan megin við vatnið, um kl. 20
og munu pylsur og gos verða fram-
reitt í tjaldi Sumarbústaðafélagsins.
Hreinsunardeginum lýkur svo með
dansleik fyrir alla fjölskylduna í
vikunni og mun dúettinn „SIN“
leika eitthvað fram yfir miðnætti.
■ FJÖLBRA UTASKÓLI Vest-
urlands á Akranesi býður ferða-
mönnum upp á gistingu í heimavist
skólans í sumar.í Gistiheimilinu
Ósk eru 32 tveggja manna her-
bergi með baði, ísskáp og eldunar-
aðstöðu. Boðið verður bæði upp á
uppábúin rúm og svefnpokapláss í
rúmi. Tekið er við fyrirspurnum og
pöntunum í Gistiheimilinu Ósk.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA
GÁMASÖLUR í Bretlandi 26. júní.
Þorskur 162,45 117,69
Ýsa 177,37 140,90
VESTUR-ÞÝSKALAND 26. júní.
Þorskur 127,68 106,99
Ýsa '214,71 106,99
Ufsi 124,83 92,73
Karfi 144,80 71,33
í þessiim málum er að byggðastefna
sem byggi einvörðungu á landbún-
aði og sjávarútvegi á landsbyggð-
inni sé ekki árangursrík. Samhliða
vaxandi fjölbreytni og betri nýtingu
á möguleikum í hinum hefðbundnu
atvinnugreinum verði að styðja sér-
staklega við iðnað og þjónustu.
Þá segir að ríkisvaldið geti haft
bein áhrif á atvinnu og byggðaþró-
un með staðarvali stórfyrirtækja,
tilhögun opinberrar þjónustu og
ekki síst með stjórn landbúnaðar
og sjávarútvegs. í því sambandi
skipti miklu máli að að almenn éfna-
hagsstjórn tryggi jafnvægi í efna-
hagslífinu og gengisskráningu sem
miðist við viðunandi rekstraraf-
komu framleiðsluatvinnugreinanna,
að ríkisstjórn og Alþingi gæti þess
við ákvarðanir um uppbyggingu
atvinnureksturs og í stefnumótun á
öðrum sviðum að þær stuðli að
hagkvæmri byggðaþróun og að
ríkisvaldið jafni kostnað við opin-
bera þjónustu um land allt á þeim
sviðum þar sem það hefur tök á
og aðstæður leyfa bæði fyrir at-
vinnurekstur og einstaklinga.
Síðan segir: „Atvinnuþróun á
hveijum stað hlýtur fyrst og fremst
að byggjast á vilja, þekkingu, dugn-
aði og framtaki þeirra sem þar vilja
hasla sér völl. Hins vegar þarf við
stofnun atvinnurekstrar að tryggja
í ríkum mæli þekkingu og fjármagn
sem mörgum verður ofviða nema
sköpuð séu hagstæð skilyrði til
þess. Þess vegna er mikilvægt að
mynda samtök sem geta veit slíka
aðstoð og hvatt til athafna.“
Einnig segir: „Það er ekki ætlun
nefndarinnar að ríkisvaldið taki aA
sér aukna ábyrgð á atvinnuþróun í
landinu heldur er atvinnuþróunarfé-
lögum ætlað að sinna undirbúningi
að stofnun fyrirtækja sem verða
síðan á ábyrgð þeirra sem rekstur-
inn annast þannig að ríkisvaldið
styðji heimaaðila en stjórni þeim
ekki.“
Siglufjörður:
Gróðursetn-
ingarátak
gekk vel
Siglufirði.
Gróðursettar hafa verið
11.500 trjáplöntur í hlíð vest-
an við Siglufjarðarbæ í
tengslum við landgræðslu-
skógaverkefnið, Átak 1990.
Gróðursetningin stóð ýfir í
rúma viku og tóku milli 40 og
70 manns þátt í henni. Verkið
gekk vel og fór fram í góðu
veðri og tókst að ljúka því sl.
föstudag áður en veðrið versn-
aði en það hefur verið kalt og
leiðinlegt allra síðustu daga.
- Matthías
Leiðrétting
í frásögn af afmælishófi Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna, sem
birtist í blaðinu í gær, var rangt
farið með nafn eins af stofnendum
SUS, Stefáns Jónssonar, og hann
nefndur Sigurður. Blaðið biður
Stefán og aðra lesendur velvirðing-
ar á mistökunum.
Leiðrétting
í frétt í Morgunblaðinu í gær um
opnun fjallvega var rangt farið með
heiti. Tröllatunguheiði var nefnd
Fljótatunguheiði og í stað Þverár-
ijalls á Skaga var rætt um Kverk-
fjall, sem ekki er til á Skaga.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
ÚR DAGBOK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
22.-24. júní
Lögreglan hafði afskipti af
84 ölvunartilvikum um helgina,
auk annarra mála þar sem ölv-
aðir einstaklingar komu við
sögu. Alls gistu 56 fanga-
geymslur lögreglunnar, 22 að-
fararnótt laugardags, 23 að-
fararnótt sunnudag og 11 að-
fararnótt mánudags. 9 þeirra
óskuðu sjálfir gistingar þar sem
þeir áttu hvergi annars staðar
höfði sínu að halla.
5 umferðarslys urðu um helg-
ina. Ökumaður og farþegi voru
fluttir á slysadeild úr bifreið,
sem lenti f óhappi við Nesjavalla-
afleggjara á föstudagsmorgun.
Ökumaður slasaðist í bílveltu á
Kringlumýrarbraut og Miklu-
braut á föstudag. Maður datt
af reiðhjóli aðfaranótt laugar-
dags. Farþegi meiddist í árekstri
tveggja bifreiða á gatnamótum
Reykjanesbrautar og Bústaða-
vegar á laugardagsmorgun og
um kvöldið slasaðist fernt í
árekstri tveggja bifreiða á
gatnamótum Hæðargarðs og
Grensásvegar.
Lögreglan áðstoðaði 32 við
að komast inn í læst ökutæki
sín. Fuli ástæða er fyrir fólk að
læsa ökutækjum sínum, en ekki
má gleyma að taka áður lykilinn
úr kveikjulásnum. Þá voru 10
aðstoðaðir við að komast inn í
læstar íbúðir og 12 aðrir voru
aðstoðaðir við ýinislegt annað.
Tilkynnt var um 8 innbrot og
8 þjófnaði. Brotist var inn í
skóla, verksmiðjuhúsnæði, veit-
ingastað og íbúðarhús. Lykli að
bifreið var stolið, reiðhjólum,
tjaldi, jakka með ávísunum og
húslykli og útvarpstæki. Tveir
menn voru handteknir á hlaup-
um eftir að hafa reynt að stela
tjaldi við BSÍ. Maður var hand-
tekinn eftir innbrot í veitinga-
hús. 3 voru staðnir að búðar-
hnupli. Þess ber að geta að í
mörgum verslunum eru viðvör-
unarkerfi, auk þess sem starfs-
fólk er mjög vakandi fyrir hugs-
anlegu hnupli.
67 ökumenn voru kærðir fyr-
ir of hraðan akstur. 11 eru grun-
aðir um að hafa verið undir
áhrifum áfengis við akstur, en
ekki er vitað til þess að ölvaður
ökumaður hafi lent í óhappi um
helgina. Þá voru margir staðnir
að því að aka á móti rauðu ljósi.
2 voru teknir réttindalausir við
akstur.
Tilkynnt var um 11 skemmd-
arverk, 5 rúðubrot og 4 líkams-
meiðingar. Skemmdarverkin
voru framin á bifreiðum, um-
ferðarskilti, blómum á Austur-
velli og tijágróðri. Skemmdar-
vargarnir voru í sumum tilvikum
fullorðið fólk undir áhrifum
áfengis. Rúður voru aðallega
brotnar í húsum nálægt rnið-
bænum. Fjórir voru handteknir
eftir að veist hafði verið að
manni í húsi við Laugaveg.
Tveir menn voru handteknir
eftir að hafa stolið greiðslukorti
og reynt notkun þess.
Þvotti var stolið af snúru við
íbúðarhús. Sá, sem það gerði
var handtekinn skömmu síðar
íklæddum þvottinum, rökum
gallabuxum og skyrtu.