Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990
29
Hótelstj óraskipti
í Stykkishólmi
Stykkishólmi.
HÓTELSTJÓRASKIPTI urðu á
Hótel Stykkishólmi nú í júní.
Sigurður Skúli Bárðarson, sem
hér hefír haft forstöðu hótelsins
í 9 ár, hefir ráðið sig að Hótel
Holti í Reykjavík sem aðstoðar-
hótelsfjóri, og við er tekinn
Gunnar Kristjánsson.
Gunnar Kristjánsson hefir
stundað nám í Miami á Flórída í
Bandaríkjunum og hefir þaðan
mastersgráðu í hótelrekstri. í við-
tali sem fréttaritari átti við hinn
nýja hótelstjóra sagðist hann vera
bjartsýnn á að taka að sér þetta
verkefni, það væri líka vel undir-
búið og gatan rudd.
„Við erum að bæta þremur her-
bergjum við til gistingar, því það
er nærri allt upppantað í sumar.
Andrúmsloftið hér er gott og þá
ekki síður starfsfólkið. Stykkis-
hólmur er svo sannarlega ferða-
mannabær. Ég er ekki ókunnur
Ilólminum og hef komið hingað
mörg sumur,“ sagði Gunnar hótel-
stjóri. - Árni
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Gunnar Kristjánsson, nýráðinn
hótelstjóri í Stykkishólmi.
■ ÁRSFUNDUR Fulltrúaráðs'
Bréfaskólans var haldinn 13. júní
sl. að Hallveigarstöðuni við Tún-
götu. Bréfaskólinn varð sjálfseign-
arstofnun í janúar á þessu ári og
er eini skólinn á landinu sem ein-
göngu hefur fjarkennslu á sinni
könnu. Skólinn hefur verið starf-
ræktur óslitið síðan 1940. í haust
á hann því 50 ára afmæli. Stærstu
íjöldasamtökin í landinu reka áfram
Bréfaskólann.Þau eru Alþýðu-
samband íslands, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja, Far-
manna- og fiskimannasamband
Islands, Kvenfélagasamband Is-
lands, Samband íslenskra sam-
vinnufélaga, Stéttarsamband
bænda og Ungmennasamband
íslands. Á fundinum greindi skóla-
stjóri Bréfaskólans, Guðrún Frið-
geirsdóttir, frá skólastarfi liðins
árs og formaður skólastjórnar,
Ingibjörg E. Guðmundsdóttir,
skýrði reikninga og sagði frá störf-
um stjórnarinnar. Innritaðir nem-
endur Bréfaskólans voru 924
síðastliðið ár en 885 árið 1988.^
Samstarf við aðra fræðsluaðila efld-
ist mikið á liðnu ári. Þeir helstu eru
nú Bankamannaskólinn, Ferða-
þjónusta bænda, Iðntæknistofn-
un íslands, Námsllokkar
Reykjavíkur, bókafúlltrúi ríkis-
ins, menntamálaráðuneyti og
Blindrabókasafnið og í undirbún-
ingi er samstarf við bændaskólana.
Fimm ný bréfanámskeið hófu
göngu sína á árinu. Ásókn í ýmiss
konar starfsmenntun fer nú vax-
andi, t.d. í bókavarðanám, siglinga-
fræði, landbúnaðarhagfræði, bók-
færslu, vaxta- og verðbréfareiknin^i
o.fl.
Tilkynning um útboð markaðsverðbréfa. ^
*á
Hlutabréf í
Olíuverzlun íslands hf.
Heildarnafnverð 50 milljónir króna.
Sölugengi 27.06.’90; 1,70
Stærðir hluta að lágmarki kr. 30.000,- að nafnverði.
ítarleg útboðslýsing liggurframmi hjá Landsbréfum hf.,
útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubanka íslands.
Nánari upplýsingar veita Landsbréf hf.
OLÍUVERZLUN
ÍSLANDS HF
Héöinsgata 10,105 Reykjavlk
sími 91-68 98 00
BB
m
LANDSBRÉF
Suðurlandsbraut 24, Rvk. sími (91) 60 60 80
Löggilt verðbréfafyrirtæki.- Aðili aö Veröbréfaþingi íslands
(
(
(
l
(
(
(
(
(
(
<—
SX/Lr-
KRAFT VERKFÆRI ^ - ÞESSI STERKU
HLEÐSLUVÉLAR
SKRÚFJÁRN
Gerð 2210H
3,6 volta mótor
hraði 180 sn./mín.
báöar snúningsáttir
þyngd 500 grömm
IÐNAÐARBORVÉL
Gerð 2735H
- 12voltamótor
- 10mmpatróna
- 2ja gíra drif
- 5 þrepa átakskúpiing
- stiglaus hraðarofi fra
0-500/1650 sn./mín.
- báöar snúningsáttir
- hleðslutími rafhlöðu 1 klst.
EIGUM ÁVALLT FJÖLBREYTT ÚRVAL SKIL RAFMAGNS-
HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNT TIL
IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ N0TA ÞAÐ BESTA
Þekking Reynsla Þjónusta
FALKINN
I
(
I
(
.(
I I II I I SUÐURLANDSBRAUT 8 SiMI 84670
KENNSLA
Vélritunarkennsla
Vélritunarskólinn, s. 28040.
TILKYNNINGAR
Aðalfundur handknatt-
leiksdeildar KR
verður haldinn í félagsheimilinu
fimmtudaginn 5. júlí 1990 kl.
20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
F ÉLAGSÚF
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30:
„Lifandi steinar í lifandi bygg-
ingu". Rœðumaður: Hafliöi Krist-
insson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
'X&t'
SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Samkoma verður t kristniboðs-
salnum, Háaleitisbraut 58, í
kvöld kl. 20.30. Ræðumaður:
Þórarinn Björnsson.
Allir velkomnir.
0 ÚTIVIST
GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK * SÍMIAÍMSVARI14606
Kvöldganga
27/8. Gjárétt-Búrfellsgjá. Brott-
för kl. 20 frá BSÍ-bensínsölu.
VerÖ kr. 800.
Þórsmerkurgangan
Kvöldferð 28/6. Gengið frá Fjalli
um Hellisbrú, elstu vegagerð á
Suðurlandi frá 1840. Ferjað yfir
Ölfusá é hinum forna ferjustað,
Laugdaelaferju. Kallað verður á
ferju fré Kallþúfu og Þórarinn
Sigurjónsson „ferjubóndi"
Laugadælum kemur yfir á ferju-
báti. Slysavarnadeildin Tryggvi
Gunnarsson annast ferjunina.
Þetta verða fyrstu meiriháttar
mannflutningar síðan ferjustað-
urinn var lagður af 1891 með
tilkomu Ölfusárbrúar. Að lokinni
ferjun, gengið niður að Ölfusár-
brú. Rútan fylgir hópnum. Leið-
sögum. Guðmundur Krístinsson.
Brottför kl. 20 frá BSÍ-bensín-
sölu, kl. 21 frá Fossnesti, Sel-
fossi. Verð kr. 1000.
Sjáumst.
Útivist.
0 ÚTIVIST
GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606
Um næstu helgi 29/6-1/7
Skagafjörður - Drangey
Gengið í land í Drangey. Stór-
brotin náttúra og mikið fuglalíf.
Fimmvörðuháls - Básar
Ægifögur gönguleið upp með
Skógaá yfir Fimmvörðuháls og
niður á Goðaland. Góö gisting í
Útivistarskálunum í Básum.
Pantið tímanlega.
Básar - Goðaland
Sælureitur í óbyggðum. Ferð um
hverja helgi. Fáein sæti laus
29/6. Pantið tímanlega.
Sumarleyfisdvöl í Básum
Sérstakt afsléttargjald á gistingu
ef dvalið er milli ferða.
I Útivistarferð eru allirvelkomnir!
Sjáumst.
Útivist.
0 ÚTIVIST
GRÓFINN11 • RFYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVAItl 14606
Sumarleyfisferðir
Ferðist um ísland í sumarleyfinu
í góðum félagsskap.
Hornstrandir eru engu
líkar!
4.-13-/6: Hornvík: Tjaldbæki-
stöð. Gönguferðir um stórbrotið
landsvæði m.a. á Hornbjarg, í
Látravík og Rekavík.
Fararstj. Gísli Hjartarson.
4.-13./6: Aðalvík - Hornvík:
Bakpokaferð. Tilvalin ferð til
þess að kynnast Hornströndum
vel. Gengið um svæði sem róm-
uð eru fyrir náttúrufegurð og
mikilfengleika. Undirbúnings-
fundur á skrifstofu Útivistar,
Grófinni 1, þriðjud. 26/6 kl. 18.
Mikilvægt að allir þátttakendur
mæti. Fararstj. Sigurður Sigurð-
arson.
Tværgóðar
bakpokaferðir
6.-10./6: Kalmanstunga -
Hveravellir: Ný gönguleið um
mikilfenglegt svæði. Dagur á
Hveravöllum í lok ferðar. Far-
arstj. Reynir Sigurðsson.
8.-12./6: Landmannalaugar -
Þórsmörk:
Hinn vinsæli Laugavegur
óbyggðanna, sem allir geta
gengið. Svefnpokagisting. Dag-
ur í Básum í lok ferðar. Fararstj.
Haukur P. Finnsson.
Hjólreiðaferðir
Ódýr og hollur ferðamáti.
7-11/6 Hlöðuvellir-Haukadalur.
Göngutjöld. Fararstjóri Egill Pét-
ursson.
Pantið tfmanlega i sumarleyfis-
ferðir. Miðar óskast sóttir viku
fyrir brottför.
Sjáumst.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Helgarferðir 29. -1. júlí:
1. Þórsmörk - gist f Skag-
fjörðsskála/Langadal.
Léttar gönguferðir um Mörkina.
i Skagfjörðsskála eru öll nauð-
synleg þægindi. Ódýr sumarleyf-
isdvöl.
2. Breiðafjarðareyjar.
(Brottför kl. 19.00).
Gist í Stykkishólmi (svefnpoka-
pláss). Siglt um Suðureyjar á
laugardag (bergmyndanir og
fuglabjörg skoðuð). Gengið á
land i Öxney. Gengiö um Purkey
og dvalið fram eftir degi. A
sunnudag verður siglt til Flateyjar.
3. Hítardalur - Tröllakirkja -
Gullborgarhetlar.
Gist í tjöldum i Hitardal. Sérstök
náttúrufegurð og áhugavert
umhverfi í Hitardal.
Brottför i ferðir 1 og 3 er kl.
20.00 frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar og upp-
lýsingar á skrifstofunni, Öldu-
götu 3.
Ferðafélag Islands.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Ferðir Ferðafélagsins
Miðvikudagur 27. júni:
Kl. 8.00 Þórsmörk - dagsferð.
Sumarleyfi i Þórsmörk hjá Ferða-
félagi islands er ódýrt og eftir-
minnilegt. Aðstaðan í Skag-
fjörðsskála með þvi besta sem
gerist. Kynnið ykkur hagstætt r
verð á dvöl i Þórsmörk.
Ki. 20.00 Búrfellsgjá. Gengið
eftir sérstæðri hraunröð að Búr-
fellsgignum. Létt gönguferð í
fallegu umhverfi. Verð kr. 600,-.
Ath. Laugardaginn 30. júni kl.
8.00 gönguferð á HEKLU.
Farmiðar i dagsferðir seldir við
bíi á Umferðarmiöstöðinni, aust-
anmegin. •
Ferðafélag íslands.