Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990
Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins:
Fulltrúar hrefnuveiði-
manna og fiskimanna
í íslensku nefiidinni
í íslensku sendinefhdinni á
ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins
verða fulltrúar hrefnuveiði-
manna og fiskimanna. A fundin-
sem hefst í byrjun næstu viku,
verður aðallega Ijallað um
hrefnustofna, en vísindanefnd
ráðsins hefúr lokið heildarúttekt
á ástandi hrefnustofhanna.
í íslensku sendinefndinni verða
Halldór Ásgrímsson, Árni Kolbeins-
son ráðuneytisstjóri, Kjartan Júlíus-
son deildarstjóri, Guðmundur
Eiríksson sendiherra, Jóhann Sigur-
jónsson sjávarlíffræðingur, Kristján
Loftsson forstjóri, Eyþór Einarsson
formaður Náttúruvemdarráðs,
Konráð Eggertsson formaður Fé-
lags . hrefnuveiðimanna og Óskar
Vigfússon formaður Sjómannasam-
bands íslands.
Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins hefst í hollenska bænum Nord-
wijk mánudaginn 2. júlí, en þessa
viku eru að störfum ýmsar undir-
nefndir við undirbúning fundarins.
Eldur í skúr-
byggingu við
Casablanca
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var
kvatt að veitingastaðnum Casa-
blanca við Skúlagötu klukkan 18
í gær vegna elds í skúrbyggingu
þar sem neyðarútgangur veit-
ingastaðarins er.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn
og var slökkvistarfi lokið á hálfri
klukkustund. Skúrinn var trégrind
klædd bárujámi og ekki um mikið
tjón að ræða.
Skagaströnd:
Fjallarefur
og búrlæða
unnin á greni
Skagaströnd.
SVEINN Ingi Grímsson refa-
skytta kom nýlega af greni
með tvö fullorðin dýr og
fimm yrðlinga. Tvo af yrð-
lingunum hafði hann lifandi
heim með sér þar sem þeir
voru nokkuð sérstakir.
Sveinn Ingi, sem sér um eyð-
ingu refa á Skaganum, hefur
drepið rúmlega 300 dýr og hef-
ur því séð marga tófuna. Nú í
fyrsta sinn náði hann tófu sem
er úr refabúi. Fullorðna læðan
sem hann skaut á þessu greni
er greinilega úr búri þar sem
hún er hvít og ljósgrá á litinn
og auk þess með blesu á andlit-
inu. Refurinn er aftur á móti
íslenskur, mórauður og hvítur.
Yrðlingamir á greninu vom
fimm, þrír mórauðir en tveir
vom eins og læðan, gráir og
hvítir.
Sveinn Ingi sagðist hafa tek-
ið þessa tvo lifandi ef vera
kynni að veiðistjóri hefði áhuga
á að skoða þá nánar. Sagði
Sveinn Ingi að þetta væri fyrsta
dæmið sem hann vissi um þar
sem um greinilega blöndun
búrdýrs og fjallarefs væri að
ræða úti á greni. Telur hann
ástæðu til að hafa áhyggjur af
íslenska fjallarefnum ef til of
mikillar blöndunar kemur við
dýr úr búmm þar sem hætta
sé á að fjallarefurinn tapi þá
einkennum sínum.
- Ó.B.
Morgunblaðið/Óiafur Bemódusson
Sveinn Ingi Grímsson refa-
skytta með annan yrðlinginn,
sem hann náði lifandi á gren-
inu.
Bruninn á ísafirði:
Unglingspilt-
ar voru að
fikta með eld
ísafirði.
LJÓST er að tveir unglingspiltar
voru að fikta með eld í veiðar-
færageymslunni sem brann á
Isafirði í fyrrakvöld. Talið er að
frekar hafi verið um óhapp að
ræða en ásetning.
Skemmdir hafa ekki verið að
fullu metnar en ljóst er að bíll og
vélbúnaður í húsinu eyðilagðist og
nemur tjónið nokkmm milljónum
króna. Veiðarfæri sem voru í húsinu
sluppu þó að mestu.
Úlfar
Morgunblaðið/Sverrir
Dylan sestur inn í bílinn, sem flutti hann til Reykjavíkur. Lífverðir hans gerðu allt sem þeir gátu til
að skýla honum fyrir myndavélum.
Bilun í Flugleiðaþotu:
Dylan tafðist um tólf tíma
Miðar seldir á lækkuðu verði í dag
BILUN varð í annarri Boeing 757 flugvél Flugleiða á Kennedy-
flugvelli í New York í fyrrinótt og hlaust af því tólf tíma töf, en
vélin átti að lenda I Keflavík klukkan sjö í gærmorgun að íslensk-
um tíma. Meðal farþega, sem flestir gistu um nætursakir á hóteli
í New York, var Bob Dylan tónlistarmaður og fylgdarlið hans,
en Dylan heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld.
Loks þegar Dylan kom til lands- Reykjavík, og virtist hann fylgjast
ins varð töf á að hann kæmist
út úr flugstöðinni, þar sem hann
lenti í einhverju þófi við tollverði.
Þegar út kom þóttist hann ekkert
eiga vantalað við blaðamenn og
fylgdarlið hans skýldi honum fyr-
ir ljósmyndurum eftir bestu getu
með uppspenntum regnhlífum og
yfirhöfnum. Ekið var með Dylan
í rútu rakleiðis til Hótel Esju í
af áhuga með landslaginu á
Reykjanesskaga út um
bílgluggann á leiðinni.
Að sögn Einars Sigurðssonar,
blaðafulltrúa Flugleiða, varð bilun
í loftinntaki fyrir hæðar- og
hraðamæla Flugleiðavélarinnar
og var ákveðið að skipta um inn-
takið á Kennedy-flugvelli. Það
varð hins vegar ekki ijóst fyrr en
þeirri viðgerð var lokið að bilunin
var í tækjum við loftinntakið og
af þeim sökum varð töfln svo löng
sem raun bar vitni.
Stjórn Listahátíðar hefur
ákveðið að lækka verð á aðgöngu-
miðum_að tónleikum Dylans úr
4.500 krónum í 3.000 kr. í 400
sæti efst í salnum. Að sögn Egils
Helgasonar, blaðafulltrúa Lista-
hátíðar, ríður Bubbi Morthens á
vaðið í kvöld og flytur nokkur lög
áður en Dylan og hljómsveit kem-
ur fram. Tónlist Dylans verður
bæði rafmögnuð og órafmögnuð.
Egiil sagði að áheyrendur mættu
búast við að heyra mörg af göml-
um lögum Bob Dylans.
Umhverfisráðstefiia í Lundúnum:
Ný gögn staðfesta eyðingu
ósonlagsins á norðurhjara
NÝ GÖGN hafa komið fram á
umhverfisráðstefiiu til varnar
ósonlaginu sem stendur yfir í
Lundúnum þessa dagana og stað-
festa þau þynningu ósonlagsins
yfir norðurskautinu, en um nokk-
urn tíma hefur verið vitað um
gat í ósonlaginu yfir suðurheim-
skautinu. „Það hefur komið fram
að það er miklu alvarlegra
ástand á norðurhjara en verið
hefúr," sagði Gunnar G. Schram,
fúlltrúi fslands á ráðsteftiunni í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Þetta er annar fundurinn sam-
kvæmt Montreal-samningnum svo-
kallaða, en aðildarríki samningsins
hafa komið sér saman um aðgerðir
til að stöðva eyðingu ósonlagsins.
Sérfræðingar og embættismenn
hafa fundað undanfarna viku, en
ráðherrar munu funda næstu þtjá
daga og búist er við að tillaga verði
lögð fram um stofnun nokkurra
hundruða milljóna dala sjóðs til að
aðstoða ríki við að banna notkun
úðabrúsa með gasi sem binst efnum
ósonlagsins auðveldlega.
Gunnar sagði að umhverfisráð-
herra Breta hefði flutt ræðu á ráð-
stefnunni og vitnað í skýrslur frá
1989, þar sem kæmi fram að óson-
lagið væri verulega farið að þynn-
ast yfír norðurskautinu. Nýjustu
rannsóknir styðji þessa niðurstöðu
enn frekari rökum. Samkvæmt
skýrslu sem unnin er af breska
umhverfisráðuneytinu og bresku
veðurfræðistofnuninni kæmi fram
minnkun ósonlagsins um 3% af
líkön sem miðað var við. Önnur
skýrsla segir að ósoniagið yfir norð-
urskauti hafí minnkað um 17%.
Leiðrétting á
skyldusparnaði:
3.300 manns
eiga ósótt-
ar 13 millj.
RÚMLEGA 3.300 manns eiga
ósóttar 13 milljónir til Húsnæðis-
stofriunar vegna leiðréttinga á
verðbótum skyldusparnaðar á
árabilinu 1957-1980. Að meðal-
tali eiga þessir aðilar tæpar 4
þúsund krónur inni, en upphæð-
irnar eru í mörgum tilfellum tals-
vert lægri og einnig hærri.
Leiðréttingarnar varða hvernig
reikna skuli verðbætur á verðbæt-
ur, Öll upphæðin nam 180 miiljón-
um og það voru um 30 þúsund
aðilar sem áttu innistæður hjá
stofnuninni eða að meðaltali sex
þúsund krónuj' hver. Þeir sem áttu
iögheimili á íslandi fengu sendar
sínai' ávísanir í desember. Ávísanir
þeirra sem éru búsettir erlendis eða
hafa látist á tímabilinu eru hins
vegar hjá Húsnæðisstofnun og
hvetur hún aðstandendur og um-
boðsmenn þess fólks að kanna hvort
leiðréttingar eru þar.
heildarmagni miðað við janúar
1989. Ennfremur kemur fram að
allt að 50 sinnum meira magn af
klórsamböndum fannst í andrúms-
lofti yfír norðurskautinu en gert
hafði verið ráð fyrir miðað við þau
Ljosmynd/Jón Svavarsson
Frá slysstaðnum á Reykjanesbraut. Bifreið mannsins, sem slasaðist,
er gjörónýt.
í lífshættu eftir árekstur
MAÐUR á fertugsaldri slasaðist
lífshættulega í mjög hörðum
árekstri á mótum Bústaðavegar
og Reykjanesbrautar um hádeg-
isbil í gær. Beita þurfti klippum
til að ná manninum úr flaki bif-
reiðar sinnar.
Slysið vildi þannig til að maður-
inn, sem slasaðist, ók Daihatsu-bif-
reið suður Reykjanesbraut en tók
svo u-beygju á gatnamótunum við
Bústaðaveg. Þar er u-beygja bönn-
uð. Maðurinn ók í veg fyrir Mazda-
bifreið, sem ók norður Reykjanes-
braut á grænu ljósi.
Árekstur bílanna varð mjög harð-
ur og þurfti slökkviliðið að beita
klippum til þess að ná hinum slas-
aða úr Daihatsu-bifreiðinni.
Maðurinn var enn í lífshættu í
gærkvöldi. Ökumaður Mazda-bif-
reiðarinnar slapp lítið sem ekkert
slasaður.