Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 36
36
SÍMI 18936
LAUGAVEGI 94
STÁLBLÓM
Sally DoUy Shiriev Dar)1 Olympia Julia
FIELD P4RTON McLVIN’E HANNAH DUKAKIS ROBERR
★ ★★ SV. MBL. — ★ ★ ★ SV.MBL.
STJÖRNULIÐ f EINNI SKEMMTILEGUSTU GAMAN-
MYND ALLRA TÍMA UM SEX SÉRSTAKAR KONUR.
Sýnd kl. 4.50,6.55, 9 og 11.10.
■ HÆTTULEG hljóm-
sveit Megasar kynnir sam-
nefnda hljómplötu á Siglu-
firði, Akureyri, Akranesi
og Reykjavík í þessari röð
helgina 28. júní til 1. júlí.
Hljómleikar þessir eru
auglýstir á hverjum stað.
Hættulega hljómsveit skipa
Birgir Baldursson á
trommur, Haraldur Þor-
steinsson á bassa, Jóseí
Gíslason á hljómborð, Þórð-
ur Magnússon á gítar og
Hilmar Örn Hilmarsson,
Guðlaugur Óttarsson og
Megas, sem leika á gítar,
hljómborð og syngja.
Stjórn Kvennasmiðjunnar, f.v.: Sigríður Friðjónsdóttir,
Herdís Sæmundardóttir, Sigríður Pálmadóttir og Anna
Sigríður Hróðmarsdóttir. Maria Björk Ingvadóttir er
einnig i stjórninni.
Kvennasmiðja stofn-
uð á Sauðárkróki
Sauðárkróki.
Á BARÁTTUDEGI kvenna
þann 19. júní og þegar
minnst var þess að 75 ár eru
liðin fi-á því að íslenskar
konur fengu kosningarétt
var boðað til fundar skagfir-
, skra kvenna vegna stofhun-
ar kvennasmiðju. Fundar-
sókn var betri en jafiivel
þær bjartsýnustu þorðu að
vona og voru um 130 konur
mættar á stofhfundinn, og
gerðust 93 þeirra stofiifé-
lagar.
Á stofnfundinum spunnust
mjög líflegar umræður, sem
sýndu að konur hafa veruleg-
an áhuga á félagsskap sem
þessum. Aðalmarkmið félags-
ins er stofnun menningar- og
fræðslumiðstöðvar fyrir konur
v á öllum aldri í Skagafirði þar
sem konur geta unnið að
hugðarefnum sínum, í sam-
vinnu við aðrar konur, i þeim
tilgangi meðal annars að auka
samheldni og sjálfstraust
kvenna, og stuðla þannig að
virkri þátttöku þeirra á hinum
ýmsu sviðum samfélagsins.
í Stefnt er að því að á vegum
félagsins verði starfandi sér-
fræðileg fjölskylduráðgjöf.
Ætlunin er að koma á fót
símaþjónustu þar sem fólk
með menntun á sviði uppeldis-
og heilbrigðismála svo og lög-
fræðimenntun mun gefa ráð
og leiðbeina.
Að sögn Herdísar Sæmund-
ardóttur, sem vann mjög að
undirbúningi að stofnun
Kvennasmiðjunnar, er ætlun-
in, ef reynslan af Kvenna-
smiðjunni verður eins góð og
allar vonir benda til, að kaupa
hús undir starfsemina, helst í
gamla bænum á Sauðárkróki.
En fyrst um sinn mun starf-
semin fara fram í leiguhús-
næði, Gránuhúsínu, þar sem
listakonan Sossa hefur verk-
stæði sitt núna. Þá sagði
Herdís það óráðið hvaða nafn
félagið fengi og væru allar
ábendingar um það vel þegn-
ar, en á meðan gengi það
undir nafninu Kvennasmiðjan.
Á fundinum var kosin fimm
manna stjóm, efi hana skipa:
Sigríður Friðjónsdóttir,
Sigríður Pálmadóttir, Anna
Sigríður Hróðmarsdóttir,
María Björk Ingvadóttir og
Herdís Sæmundardóttir.
- BB.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990
RAUNIR WILTS
UMSAGNIR FJÖLMIÐLA:
„FRÁBÆR SKEMMTUN " Barry Norman - BBC TV Film
„ILLKVITTNISLEGA FYNDIN"
lan Christie - Daily Express
„BRJÁLÆÐISLEGA FYNDUM"
Tony Slattery - Saturday Night At The Movies
„ÓTRÚLEGA FYNDIN"
Harriet Harmon MP - Sunday Sunday.
„BRESKUR HÚMOR EINS OG HANN GERIST BESTUR"
- Arnaldur Indriðason Mbl.
Aðalhlutverk: Griff Rhys Jones og Mel Smith.
Leikstjóri: Michael Tuchner.
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. — Bönnuð innan 12 ára.
SIÐANEFND LÖGREGLUNNAR
★ ★★ AI Mbl. — ★ ★ ★ AI. MBL.
„MEISTARALEGURTRYLLIR" GE. DV.
Sýndkl.5, 7,9.05og 11.15. — Bönnuð innan 16 ára.
RICHARD
DREYFUSS £ E T I T RIDE
9 LÁTUM’ÐA
FLAKKA
Sýnd kl. 7,9 og 11.
SHIRLEY
VALENTINE
★ ★★ AI.MBL.
Sýnd kl. 5.
Siðustu sýningar!
PARADÍSAR-
BÍÓIÐ
★ ★★ SV.MBL.
Sýnd ki. 9.
VINSTRI
FÓTURINN
★ ★★★ HK.DV.
Sýnd kl. 7.10 og 11.10.
Síðustu sýningar!
HRAFNINN FLÝGUR - WHEN THE RAVEN FLIES
„With english subtitle". — Sýnd kl. 5.
gnaca i jsbjh
Oin: aiassriiJEalil
■ IÐNTÆKNISTOFN-
UN íslands hefur sent frá
sér ritið „Hvað um þig? ís-
lensk fyrirtæki og innri
markaður EB 1992“. í ritinu
eru hagnýtar leiðbeiningar
fyrir stjórnendur fyrirtækja
og aðra þá sem vinna að
stefnumótun og nýsköpun í
iðnaði með tilliti til innri
markaðar Evrópubandalags-
ins. Ástæða þess að Iðn-
tæknistofnun ákvað að gefa
út ritið var sú að þær breyt-
ingar sem nú eru að eiga sér
stað á markaðssvæði Evr-
ópubandalagsins hafa áhrif
á rekstur og afkomu
íslenskra fyrirtækja sem
hyggjast vera samkeppnis-
fær við erlenda keppinauta
eftir árið 1992. Fyrirtæki
sem nú huga að stefnumótun
til næstu ára hefur skort
hagnýtar upplýsingar um
markaðsbreytingar innan
Evrópubandalagsins. Iðn-
tæknistofnun vonast til að
þetta rit megi bæta þar
nokkru um. Við útgáfu rits-
ins fékk Iðntæknistofnun
góðan stuðning iðnaðarráð-
herra og ráðuneytis hans.
Einnig styrktu ritið Iðnlána-
sjóður og Iðnþróunarsjóð-
ur. Þá voru fengnir til liðs
átta mismunandi sérfræð-
ingar sem skrifa hver sinn
kaflann í ritið. Á hausti kom-
anda verða haldnir fundir
víðsvegar um landið þar sem
fjallað verður um áhrif Evr-
ópumarkaðarins á rekstur
íslenskra iðnfyrirtækja.
li« 14 II
SÍMI 11384 - SNORRABRAUT 37
FRUMSÝNIR ÚRVALSMYNDINA:
VINARGREIÐINN
MA R K HARMON • JODIE FOSTER
Steaung home
.MroiCcwϒrooKio!
, ‘í.nSnT'íS K.MÍV.W Wu AiDS
SmmaMUmttms
WliMilMdlMWM.jCgmSHUea.^
S»S«wRsa«»tMT»o»MM.w ■AdtOlocfevi
wnm wo acínror SlEVEN Iameh m & WtU. AUK
PAÐ ERU ÚRVALSLEIKARARNIR JODIE EOST-
ER (THE ACCUSED) OG MARK HARMON (THE
PRESIDIO) SEM ERU HÉR KOMIN í PESSARI
FRÁBÆRU GRÍNMYND SEM GERÐ ER AF
TVEIMUR LEIKSTJÓRUM PEIM STEVEN KAMP-
MAN OG WILL ALDIS. VINIRNIR BILLY OG
ALAN VORU MJÖG ÓLÍKIR EN ÞAÐ SEM ÞEIM
DATT í HUG VAR MEÐ ÖLLU ÓTRÚLEGT.
„STELING HOME" MYND FYRIR ÞIG!
Aðalhlutverk: Jodie Eoster, Mark Harmon,
Harold Ramis og John Shea.
Leikstjórar: Steven Kampman og Will Aldis.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.
STÓRKOSTLEG STÚLKA
KICHARD GERE JIJLIA ROBERTS
kHiblebsbai ota'fis
WP
★ ★★ SV. Mbl. - ★★★ SV. Mbl.
Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.10.
UPPGJORIÐ
Sýnd kl. 5,9og 11.
KYNLIF. LYGIOG MYNDBOND
sex, lies, ?
and videotape [
Sýnd kl. 7.
Bönnuð innan 14 ára.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Menn drógu ekki af sér við sönginn eins og sjá má.
Líf og fíör á Jónsmessu
Vestmannaeyj u m.
LÍFLEGT var í Eyjum um
Jónsmessuhelgina. Ein-
muna veðurblíða ríkti og
fyrirtæki og félagasamtök
tóku sig saman og slógu upp
grillveislum víðs vegar um
Eyjuna. Þá var mikil Jóns-
messuhátíð háldin í Her-
jólfsdal og var þar um eins-
konar upphitun fyrir þjóð-
hátíð að ræða.
Það er orðinn árviss atburð-
ur hjá flestum fyrirtækjum og
félagasamtökum í Eyjum að
slá upp grillveislu undir berum
himni á góðu sumarkvöldi.
Margir notuðu veðurblíðuna
um helgina og voru á þriðja
tug hópa með grillveislur.
Góðmeti er grillað á stórum
þar til gerðum grillum og
síðan eru Eyjasöngvar kyijað-
ir við gítarundirleik fram á
morgun.
Á föstudagskvöldið stóð
ÍBV fyrir útisamkomu í Her-
jólfsdal. Tæplega þúsund
manns tóku þátt í fjörinu í
dalnum. Varðeldur var kveikt-
ur og fjöldasöngur tekinn í
brekkunni. Síðan var dans
stiginn fram undir morgun.
Grímur