Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 26
*26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990 Gjöf til Kjarnalundar Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri hefur gefið Náttúrulækningafélagi Akureyrar 350 þúsund krón- ur að gjöf og var hún afhent fyrir skömmu. Féð á að nota til að koma upp hreinlætisaðstöðu í kjallara Kjamalundar í Kjarnaskógi og er stefnt að því að heija framkvæmdir í sumar. Aðstaðan mun nýtast gest- um sem koma í skóginn sér til skemmtunar. „Þetta er kærkomin gjöf til að koma lífi í húsið,“ sagði Áslaug Kristjánsdóttir, formaður Náttúrulækningafélagsins, en hún tók við gjöfinni úr hendi Kristins Jóns- sonar formanns Kaldbaks. Með þeim á myndinni eru nokkrir félagar úr Kaldbak og Náttúrulækningafélaginu. Kuldalegt á Norðurlandi: Nýfallinn snjór í flöllum ÞAÐ HEFUR ekki viðrað vel á ferðamenn á Norðurlandi síðustu daga og í gærmorgun þegar tjaldbúar skriðu úr svefiipokum sínum mætti þeim óvanaleg sjón; nýfallinn snjór í fjöllum. Smá fól var á tjaldstæðinu í Ásbyrgi í gærmorgun, en þar voru nokkur tjöld, ferðahópur fiá Guðmundi Jónassyni hætti við að reisa tjöld og gisti inni þess í stað. í Vesturdal er enn lokað, en þar var jörð alhvít í gærmorgun. Snjór var yfir öllu í Mývatnssveit í gærmorgun, en hann tók fljótt upp. Á tjaldstæðinu á Akureyri vom um 75 manns í fyrrinótt, að lang- stærstum hluta útlendingar sem ferðuðust saman í hóp. Bergljót Þrastardóttir tjaldvörður sagði að 'Tólkið hefði verið vel búið, en hiti var við frostmark. „Við gáfum fólkinu heitt kaffi hér inni hjá okkur áður en það fór að sofa,“ sagði Bergljót. Kristján Þórhallsson fréttaritari Morgunblaðsins í Mývatnssveit sagði dæmi þess að áður hefði gert hret í júní og jafnvel í júlí. Hann sagði að grátt hefði verið niður að Mývatni í gærmorgun, en byijað hefði að snjóa í fyrra- kvöld. Snjóinn hefði fljótt tekið upp, en enn væri þó snjór í Kröflu og í suðurfjöllunum. Fimm stiga hiti var í Mývatnssveit í gærdag. Mjólkurbíllinn frá Húsavík kom um klukkutíma síðar en venja er til í Mývatnssveitina í gær, en þar sem nokkur hálka var á Kísilvegin- Guðmundur Armann sýnir 1 Svíþjóð ^GUÐMUNDI Ármann myndlist- armanni hefúr verið boðið að halda grafíksýningu í saíninu Tidaholms rnuseum í bænum Tidaholm í Svíþjóð. Tidaholm er lítill bær í Vestur- Gautlöndum, nálægt einu af stærstu vötnum í Svíþjóð, Vátten. Tidaholm er meðal annars vagga sænska bílaiðnaðarins og þar var ein fyrsta og stærsta eldspýtna- verksmiðja veraldar. Þá sögu geymir og segir Tidaholmssmuse- ~um, jafnframt því sem þar eru list- sýningar fastur liður í starfsem- inni. Sýning Guðmundar Ármanns verður opnuð 7. júlí næstkomandi og á henni verða 25 dúkristur, flestar unnar á árunum 1989 og -1990. Sýningunni lýkur 2. septem- ber næstkomandi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Guðmundur Ármann myndlistar- maður við vinnu slna. um lentu nokkrir bílar í vandræð- um og tafðist hann af þeim sökum. Kristín Svavarsdóttir landvörð- ur í Ásbyrgi sagði að smáföl hefði verið á ytra tjaldstæðinu í gær- morgun og hefði hana tekið upp um hádegisbil. Um 15 tjöld voru á svæðinu, en hópur fólks á vegum Guðmundar Jónassonar sem ætl- aði að gista á tjaldstæðinu fékk inni í Lundi. Eitt tjald var á tjald- stæðinu inni í byrginu sjálfu, þar voru á ferð íslendingar sem tóku sig upp snemma í gærmorgun. „Fólkinu var kalt, en það kvartaði ekki. Menn voru bara nokkuð borubrattir," sagði Kristín. Slydda var í Ásbyrgi um hádegi og kalt, en að sögn Kristínar var að birta til. Enn er lokað í Vesturdal, en þar var snjór yfir öllu í gærmorg- un. Sýningá heimilisiðnaði Nú stendur yfir sýning á nor- rænum heimilisiðnaði á Amts- bókasafninu á Akureyri. Sýning- unni er skipt upp í einingar þar sem sýndir eru munir frá hverju landi fyrir sig, en margs konar munir eru á sýningunni, vefnað- ur og smámunir af ýmsu tagi. Um er að ræða farandsýningu, frá Noregi fór sýningin til Fær- eyja og þaðan til Islands, en sýning þessi hefur lengi staðið yfir á Þjóðminjasafninu. Sýning- in stendur yfir á Amtsbókasafn- inu fram í júlí og fer héðan til Egilsstaða, en opnunartími er sá sami og safnsins, frá kl. 13-19 virka daga. Á myndinni eru Svíar að virða fyrir sér heimilis- iðnað nágranna sinna í Noregi. Aðalfiindur MENOR haldinn á Kópaskeri AÐALFUNDUR Menningarsam- taka Norðlendinga, MENOR, verður haldinn á Kópaskeri á sunnudaginn kemur, 1. júlí, og hefst kl. 13.00. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Ráð- stefna verður haldin um menningar- mál og listir í Norður-Þingeyjar- sýslu kl. 17.30 á sunnudaginn. Framsögumenn verða fulltrúi frá Héraðsnefnd Norður-Þingeyjar- sýslu, Sigurbjörg Jónsdóttir sveitar- stjóri á Raufarhöfn, Pétur Þor- steinsson skólastjóri Grunnskólans á Kópaskeri, sem mun fjalla um notkun tölvu í menningarsamskipt- um og Haukur Ágústsson formaður MENOR. Að loknum framsöguer- i'ndum verða almennar umræður. Menningarsamtök Norðlendinga voru stofnuð árið 1982 og hafa þau að markmiði að efla og styðja menningar- og listastarf í Norð- lendingafjórðungi. Markmiði sínu hyggjast þau ná með því að afla upplýsinga og dreifa þeim, veita fyrirgreiðslu, auka kynni á meðal áhuga- og atvinnumanna í listum og menningu innan Ijórðungsins, kynna lista- og menningarstarfsemi á Norðurlandi og efla umfjöllun um hana í ijölmiðlum, leitast við að bæta aðstöðu til starfa að menningu og listum og standa fyrir sérhæfð- um verkefnum. Sannkallaður happadráttur - segir Jón Magriússon um veiði- ferð í Húseyjarkvísl JÓN Magnússon, starfsmaður Tölvutækis-Bókvals á Akur- eyri, fór ekki erindisleysu í Skagafjörðinn um helgina, en hann veiddi stærsta laxinn sem veiðst hefur í Húseyjarkvísl í sumar, 19 punda hæng. Tildrög þess að Jón var staddur í Húseyjarkvísl voru þau að í vet- ur var honum boðið á árshátíð veiðifélagsins Straumar á Akur- eyri, þar sem efnt var til happ- drættis. Jón var svo stálheppinn að vinna tvo af þremur vinningum sem í boði voru, en vinningarnir voru veiðiferðir. Jón var að taka út fyrri vinning- inn, einn dag í Húseyjarkvísl í Skagafirði, þegar sá stóri beit á. Laxinn var 19 punda hængur og veiddist í Laxhyl. Sá stóri ætlaði ekki að gefa sig fyrr en í fulia hnefana og tók Jón hálftíma stöð- uga baráttu að landa fiskinum, en hann tók spún, 15 gramma svartan Salar. Húseyjarkvísl var opnuð um miðjan maí og hefur verið reyt- ingsveiði frá þeim tíma, allt að fimm laxar á dag. Lax Jóns er sá stærsti sem veiðst hefur í Hús- eyjarkvísl á þessu sumri og reynd- ar stærri en sá sem stærstur veiddist á síðasta sumri, en sá var 18 pund. „Þetta var sannkallaður happa- dráttur og nú bíða menn spenntir eftir að ég taki út seinni vinning- inn, en það er einn dagur í Laxá í Aðaldal," sagði Jón. Jón Magnússon með 19 punda hæng úr Húseyjarkvísl, en Jón vann einn dag í ánni í happ- drætti á árshátíð veiðifélagsins Strauma í vetur. Morgunblaðið/Rúnar Þðr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.