Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990 27 MUNUR AÐ TEFLA ÁHYGGJULAUST Skák_____________ Margeir Pétursson Bretinn langi og nærsýni, Jon- athan Speelman, var úrskurðaður sigurvegari á úrtökumóti heims- bikarkeppninnar í Moskvu. Hann varð jafn Sovétmönnunum M. Gurevich, Khalifman, Azmaipar- ashvili og Bareev í efsta sæti, en á stigunum sem keppendur tóku með sér í mótið var Speelman efstur. Hefðu þær reglur sem giltu á fyrri opnum mótum Stórmeist- arasambandsins verið notaðar hefði heiðurinn fallið í hlut Khalif- mans, sem tefldi við stigahæstu andstæðingana. Það hafa margir orðið til þess að benda á vankantana á fyrstu undankeppni heimsbikarkeppn- innar og ljóst að mörgu verður þar að breyta. Einn gallinn var sá að þegar lokaúrtökumótið í Moskvu var haldið, þá var ekki vitað endanlega hveijir kæmust áfram á stigum og þyrftu ekki að vera með á mótinu. Eðlilegt hefði verið að þetta lægi fyrir og þeir sem kæmust áfram á stigum væru ekki með í Moskvu og hefðu ekki áhrif á keppnina þar. Speel- man var reyndar næsta öruggur með að komast inn á stigum, en fór samt til Moskvu, við lítinn fögnuð flestra vestrænu keppend- anna, því með góðri frammistöðu myndi hann taka sæti af þeim. Sú varð einmitt raunin, á meðan Jóhann og Jón L. og kollegar þeirra börðust hatrammri baráttu um hin eftirsóttu sæti gat Speel- man leyft sér að tefla næsta áhyggjulaust, alveg hafinn yfir allan taugatitring. Þessi aðstaða skýrir að miklu leyti skákina sem hér fer á eftir. Með því sem að framan er rakið er ég ekki að gera lítið úr frumlegri tafl- mennsku Speelmans, en skákin er tefld af ótrúlegri dirfsku af hans hálfu. Líklega er þetta bezt orðað á þann hátt að hann gat leyft sér að tefla eins og listamað- ur á meðan spenna og sviti harðr- ar keppni setti mark sitt á keppi- nautana: Hvítt: Lev Psakhis Svart: Jonathan Speelman Frönsk vörn 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 — c5, 4. exd5 — Dxd5, 5. Rgf3 — cxd4, 6. Bc4 — Dd6, 7. 0-0 — RI6, 8. Rb3 — Rc6, 9. Rbxd4 — Rxd4, 10. Rxd4 - a6, 11. Hel - Dc7, 12. Bb3 - Bd6, 13. Rf5 - Bxh2+, 14. Khl - Kf8,15. g3 í skákinni Húbner — Nogueir- as, heimsbikarmótinu í Barcelona 1989 fékk hvítur nú heldur betri stöðu eftir hið eðlilega framhald 15. - exfö, 16. Bf4 - Dc6+, 17. Kxh2 - Be6,18. Dd6+ - Dxd6+, 19. Bxd6+ - Ke8, 20. Hadl. En Speelman iætur sinn andstæðing ekki sleppa svo vel, hann finnur ótrúlegan gagnsóknarmöguleika í stöðunni og fómar manni: 15. - Bxg3!?, 16. Rxg3 - b5, 17. Kg2? Nú ryðst svarta h jieðið fram með leikvinningum. Eg held að hvítur hefði strax átt að reyna að koma biskupnum á b3 í vörn- ina og leika 17. c3, því 17. — Bb7+, 18. Kgl - Dc6, 19. f3 virðist ekki sérlega hættulegt. 17. - h5!> 18. Rfl - Bb7+, 19. f3 - h4, 20. c3 - h3+, 21. Khl - h2! Hótunin 22. — Hh3 er nú býsna óþægileg. Psakhis, sem greinilega veit ekki sitt íjúkandi ráð reynir nú að gefa skiptamun til að draga broddinn úr sókn svarts, en það dugar skammt. 22. He3 - Rg4, 23. De2 - Rxe3, 24. Bxe3 - Hh3, 25. Rd2 - Hd8, 26. Hfl Það gengur allt upp hjá Speel- man í þessari skák. Nú lýkur hann henni með stórkostlegri tvöfaidri hróksfórn: 26. - Hxd2!!, 27. Bxd2 - Hxf3, 28. Dxf3 28. Hxf3 yrði svarað með 28. - Dg3! 28. - Bxf3+, 29. Hxf3 - Dc6, og-hvítur gafst upp. í skákþætti um daginn var spáð í spilin með það hverjir kæmust í heimsbikarkeppnina á stigum, en þá gleymdist Jan Timman, stigahæsti skákmaður Vestur- landa. Þar sem Sovétmenn hafa þegar fyllt sinn kvóta getur eng- inn þeirra komist inn á stigum, ekki einu sinn Vassily Ivanchuk, ijórði stigahæsti maður heims. Það eru því þeir Timman, Short, Korchnoi og Andersson sem eru alveg öruggir, en Ribli og Gulko virðast eiga bezta möguleika á hinum sætunum tveimur. Húbner virðist hins vegar ekki langt und- an. MiHisvæðamótið að byrja Föstudaginn 29. júní verður millisvæðamótið sett í Ninoy Aqu- ino-sýningarhöllinni í Manila á Filippseyjum. Það er með nýju sniði að þessu sinni, í stað þess að þijú mót séu háð, tefla allir þátttakendurnir 64 í einum flokki, 13 umferðir eftir svissnesku kerfi. Islendingar eiga nú í fyrsta sinn tvo keppendur á mótinu, Jóhann Hjartarson og undirritaðan. Áður hefur Friðrik Ólafsson teflt tvívegis á millisvæðamóti, 1958, er hann komst áfram í Portoroz, og 1962 í Stokkhólmi. Ég var með 1985, og Jóhann Hjartarson sigraði á millisvæðamótinu í Szir- ak 1987 og komst þar með í áskor- endaeinvígið við Korchnoi, þar sem hann vann sinn eftirminnileg- asta sigur: Þá komst Guðfríður Lilja Grétarsdóttir áfram á milli- svæðamót kvenna í fyrra og tryggði sér þannig alþjóðlegan meistaratitil kvenna. Hún ákvað hins vegar að vera ekki með á kvennamótinu, sem fram ,fer í Malasíu. Guðfríður Lilja var skiptinemi í Bandaríkjunum í vet- ur og gafst lítill tími til æfinga. Þátttakendurnir á millisvæða- mótinu í Manila verða þessir, skákstig þeirra eru í sviga: Frá Sovétríkjununi: Ivanchuk (2.665), M. Gurevich (2.645), Salov (2.645), Beljavsky (2.640), Doimatov (2.620), Ehlvest (2.620), Dreev (2.605), Vaganjan (2.605), Tal (2.585), A. Sokolov (2.585), Judasin (2.575), Smyslov (2.570), Khalifman (2.560), Lputjan (2.545) og Shirov (2.500). Frá Bandaríkjunum: Gulko (2.610), Seirawan (2.595), Miles (2.580), De Firmian (2.565), Dzindzindhashvili (2.545), Kam- sky (2.510) og Rachels (2.380). Frá Júgóslavíu: Ljubojevic (2.625), Nikolic (2.600), Damlj- anovic (2.525), Ivanovic (2.520) og Cabrilo (2.480). Frá Englandi: Short (2.635), . Chandler (2.585) og Adams (2.555). Frá íslandi: Margeir Pétursson (2.555) og Jóhann Hjartarson (2.505). Frá Ungverjalandi: Portisch (2.600) og Ribli (2.600). Frá Kína: . Ye Rongguang (2.490) og Lin Ta (2.410). Frá Fiiippseyjum: Torre (2.550) og Mascarinas (2.470) Frá Tékkóslóvakíu: Ftacnik (2.545) og Stohl (2.530) Frá V-Þýzkalandi: Hbner (2.595) og Lobron (2.545) Frá Búlgaríu: Kir. Georgiev (2.605) og Spasov (2.440) Frá Kanada: Spraggett (2.555) og Piasetski (2.415) Frá Indlandi: Anand (2.555) og i Thipsay (2.435) Frá Brasilíu: Sunye-Neto (2.470) og Van Riemsdijk (2.400) Frá Egyptalandi: Afifi (2.405) og E1 Taher (2.340) Frá Sviss: Korchnoi (2.625) Frá Noregi: Agdestein (2.600) Frá Frakklandi: Lautier (2.500) Frá Kúbu: Arencibia (2.425) Frá Rúmeníu: Marin (2.480) Frá ísrael: Rechlis (2.470) Frá Túnis: Hmadi (2.290) Frá Spáni: Illescas (2.530) Frá Ástralíu: Rogers (2.515) Frá Kólumbíu: Zapata (2.480) Frá Guatemala: Juarez (2.375) 1 Manila verður teflt um ellefu sæti í áskorendaeinvígjunum. Þeir Timman, Speelman og Jusupov komast beint þangað, auk þess sem sá sem tapar næsta heims- meistaraeinvígi kemst beint í átta manna úrslit. • Af þeim sem ekki eru með á millisvæðamótinu má helst nefna Boris Gelfand, nýjustu sovézku stjörnuna. Margir telja hann í hópi 5-10 öflugustu skákmanna heims, en hann á þó ekki sæti. Sama er að segja um fleiri öfluga skákmenn með um og yfir 2.600 stig, má þar nefna þá John Nunn, Gyula Sax og Sovétmennina Az- maparashvili og Bareev. Öðru máli gegnir með hinn 39 ára gamla Svía Ulf Andersson. Hann á öruggt sæti í Manila með sín 2.635 stig, en hefur aldrei—á ævinni teflt á móti með svissnesku kerfi. Hann er staðfastur í vantrú sinni á að það mótafyrirkomulag gefi rétta niðurstöðu og kýs að sitja heima. Morgunblaðið/Sverrir Við opnun Kvennagallerísins. Margrét Bjarnadóttir og Hanna Ólafs- dóttir Forrest. Kvennagalleríið: Nýtt leiknmigallerí NYTT leikfimigallerí fyrir konur var opnað að Smiðsbúð 9 í Garðabæ, 19 júní. Galleríið, sem ber heitið Kvennagalleríið, reka þær Hanna Ólafsdóttir Forrest og Margrét Bjarnadóttir. 1 samtali við Hönnu á opnunar- daginn kom fram að hún hefði lengi búið í Bandaríkjunum og rekið þar leikfimiklúbba fyrir konur. Nú lang- aði hana til að kenna íslenskum konum leikfimi. „Ég var svo heppin að komast í samband við Margréti, sem rak þennan klúbb og kallaði hann Líf og Þol,“ segir Hanna. „Við höfum gert töluverðar endur- bætur á honum og í dag opnum við hann undir nafninu Kvennagall- eríið,“ segir hún og bætir við að galleríið verði einnig sýningarsalur. „Nú erum við með sýningu á verk- um eftir Alfreð Flóka en seinna langar okkur til að fá myndlistar- konur til að sýna hjá okkur“. í Kvennagalleríinu verður leik- fimi fyrir konur á öllum aldri. Á morgnanna verða tímar fyrir býij- endur, eftir hádegi hraðir tímar fyrir þá sem eru lengra komnir og á kvöldin hraðir og hægir tímar. Að sögn Hönnu verður í leikfiminni lögð áhersla á læri, maga og mitti. Aðeins tuttugu konur verða í hveij- um hópi. Eftir leikfimina verður svo hægt að fara í heitan pott á veröndinni eða fá sér kaffi í annarri af tveim- ur kaffistofum hússins. Þar verður einnig boðið upp á heilsudrykki. Hjúkrun - með fólki o g fyrir fólk eftirEydísi Sveinbjarnardóttur Lítið hefur farið fyrir umfjöllun fjölmiðla um störf hjúkrunarfræð- inga, jafnt inni á heilbrigðisstofnun- um sem utan þeirra. Orsök þessa liggur að einhverju leyti hjá stétt- inni sjálfri sem hefur ekki sem skyldi komið málefnum sínum á framfæri í fjölmiðlum landsins. Fjölmiðlanefnd Félags háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga hef- ur þó unnið að því að kynna störf hjúkrunarfræðinga fyrir almenn- ingi, við misjafnar undirtektir fjöl- miðlanna. En af hveiju vilja hjúkrunarfræð- ingar koma upplýsingum um störf sín á framfæri? Jú, sú mynd sem gjarnan er dregin upp af hjúkrunar- fræði í fjölmiðlum hefur ekki ávallt gefið rétta mynd af hjúkrunarfræði í nútíma þjóðfélagi. Hjúkrunarfræð- íngar sinna margvíslegum störfum í þjóðfélaginu og með kynningar- starfsemi vonast þeir til að almenn- ingur öðlist heilsteyptari mynd af störfum þeirra. í upplýsingaþjóðfé- lagi okkar tíma er mikilvægt að fólki sé gefinn kostur á að fylgjast með þeirri þróun sem á sér stað innan heilbrigðiskerfisins — það er mál sem varðar okkur öll. Hjúkrunarstéttin er ein af hinum hefðbundnu kvennastéttum og sam- fara kvennabaráttu í þjóðfélaginu hefur starfshlutverk hjúkrunar- fræðinga tekið stakkaskiptum. Hjúkrunarfræðingar starfa í sam- vinnu við aðrar heilbrigðisstéttir við að veita bestu mögulegu heilbrigð- isþjónustu sem völ er á. Störf hjúkr- unarfræðinga hafa undanfarna ára- tugi orðið víðtækari, fjölbreyttari og sjálfstæðari samfara auknum menntunarkröfum. Nú er öll hjúkr- un á íslandi kennd á háskólastigi, í námsbraut í hjúkrunarfræði við ..Háskóla Islands og í heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Hjúkrunar- fræði er fjögurra ára nám í háskóla. Hjúkrunarfræði hefur ekki farið varhluta af siárstígum framförum undanfarinna áratuga í þekkingar- og tækniþróun ýmiss konar frekar en aðrar skyldar greinar hennar. Þessi þróun hefur kallað á aukna þörf fydr sérfræðimenntun í hjúkr- un. Ærin verkefni liggja fyrir hjúkr- unarfræðingum, jafnt innan stofn- ana sem utan þeirra, við klíníska hjúkrun, kennslu, fræðslu, rann- sóknir, ráðgjöf og stjórnun. Til að uppfylla þessa þörf þurfa íslenskir hjúkrunarfræðingar í auknum mæli að afla sér þessarar sérfræðimennt- unar á erlendri grund. Nú um þessar mundir fer fram árleg skráning í Háskóla íslands og Háskóla Akureyrar. Mikilvægt Eydís Sveinbjarnardóttir er að væntanlegir háskólanemar kynni sér vandlega það sem í boði er. Hjúkrunarfræðin býður upp á spennandi nám með ótal framtíðar- möguleikum. Þeir sem starfa vi'd hjúkrun, vinna með fólki og fyrir fólk. Höfundur lauk BS-próR í hjúkvunarfræði írá HÍ198 7, prófí í uppeldis- og kennslufrædi frá HI1988 ogMS-prófí ígeðhjúkrun frá University ofPittsburgh 1989. Starfarnú við Borgarspítalann í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.