Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 2

Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JULI 1990 Akranes: Tilboði Suðurverks hf. tekið í gerð brimvam- ar við hafiiargar ð inn Akranesi. BÆJARSTJÓRN Akraness samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að taka tilboði Suðurverks hf., Hvolsvelli, í gerð brim- varriar við aðalhafhargarðinn á Akranesi, en bæjaryfirvðld voru harðlega gagnrýnd af Verktakasambandi Islands og Hafiiamálastofh- un fyrir að auglýsa útboðið eingöngu í Skagablaðinu á Akranesi. Alls bárust sex tilboð í verkið, og átti íyrirtækið Vélar og kraftur hf. Blönduósi Iægsta boðið, að upphæð kr. 32,9 milljónir. Ásbjarg hf. Akranesi bauð 42,5 milljónir kr. og Suðurverk hf. 46,3 milljónir. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 64,7 milljónir, svo þessi boð eru öll nokkuð undir áætlun. Hafnarstjórn Akraness stóð ein- róma að því að taka tiiboði Suður- verks, en við afgreiðslu bæjarstjórn- ar greiddi einn fulltrúi atkvæði gegn því. Ingvar Ingvarsson bæjar- fulltrúi sagði í samtali við Morgun- blaðið að bæjarstjórn hefði litið svo á að með þvf að auglýsa útboðið aðeins takmarkað hefði hún viljað stuðla að því að heimamenn, eink- um bifreiðastjórar, fengju vinnu við verkið, og þá ekki síður að fyrir- tæki á Akranesi tækju verkið að sér. Þegar tilboðin hefðu verið opn- uð og könnuð rækilega hefði Hafna- málastofnun mælt eindregið með því að tilboði Suðurverks yrði tekið, og hafnarstjórn Akraness verið því einróma sammála. Niðurstaða bæj- arstjórnar hefði verið sú sama, og réðist afstaða hennar af þeim niður- stöðum sem lagðar hefðu verið fyr- ir fundinn. Aðspurður um þann mismun, sem væri á tilboði Suðurverks og hinna fyrirtækjanna sem lægri voru, sagði Ingvar að Hafnamála- stofnun hefði í gegnum árin sagt við sveitastjórnir, að ef þær tækju hærri tilboðum en þeim sem lægst væru, bæri þeim að greiða mismun þann sem á því væri. Því væri það hans persónulega skoðun að í þessu tilfelli mætti líta svo á að dæmið snérist við, og því bæri Hafnamál- stofnun að greiða mismunminn að þessu sinni. J.G. Bandarískum forn- leifafræðingi neitað um rannsóknaleyfi ÞJÓÐMINJARÁÐ hefrir neitað bandaríska fornleifafræðingnum Thomas McGovern um leyfi til að grafa upp bein á Ströndum, þar sem hann uppfyllir ekki þau skilyrði nefiidarinnar að þeir, sem fáist við íslenskar fornminjar verði að kunna góð skil á íslenskri menningarsögu, að sögn Sveinbjarnar Rafiissonar formanns forn- leifaneftidar en hann á jafiiframt sæti í þjóðminjaráði. Umsókn McGoverns var hins vegar samþykkt í fornleifanefnd. Sveinbjörn Rafnsson sagði að McGovem væri beinasérfræðingur og hann væri búinn að fá mikið af beinum að láni úr Þjóðminja- safninu og fleiri söfnum. „Hann hefur farið með mikið af beinum til útlanda án þess að það hafi verið nægilega vel skráð hvað hann hefur undir höndum. Sam- kvæmt gömlu þjóðminjalögunum hafði þjóðminjavörður eftirlit með þessum útflutningi en þjóðminja- ráð hefur eftirlit með honum núna,“ sagði Sveinbjörn. Hann sagði að umsókn Mc- Governs um leyfi til fornleifarann- Vestmannaeyjar: Bæjarfulltrúi biðst lausnar sókna á Ströndum hefði verið sam- þykkt 1 fomleifanefndinni með þremur atkvæðum gegn tveimur. „Ég skaut hins vegar málinu til þjóðminjaráðs til umfjöllunar og ráðið gerði „prinsip“-samþykkt um fornleifarannsóknir útlendinga á Islandi. Þessi samþykkt er í sam- ræmi við það, sem tíðkast í ná- grannalöndum okkar. í henni er meðal annars bent á að fornleifar á Islandi séu hluti af menningar- sögu íslendinga og að þeir, sem fást við íslenskar fornminjar verða að kunna góð skil á íslenskri menningarsögu og vel læsir á hana en þess sé þó sjaldnast að vænta um útlendinga. Því sé ekki rétt að veita útlendingum leyfi til forn- leifarannsókna hérlendis, nema í undantekningartilfellum,“ sagði Sveinbjörn. Bílslys í Hestfirði , Morgunblaðið/Sif Pálsdóttir Bíll Aslaugar í fjörunni í Hestfírði. Eins og sjá má, standa að- eins afturhjólin upp úr sjónum, en þau, sem á eftir komu, sáu bílinn fara í loftköstum niður urðina og út í sjó. Guðslukka með okkur Hvorugt barnanna var í bílbelt- um og komst drengurinn af sjálfs- dáðum út um afturdyr. Bíllinn fór á hvolf og stóðu aðeins afturhjólin upp úr. Stúlkunni tókst að halda höfðinu upp úr vatninu. Áslaug var í belti og tókst að losa sig en missti svo meðvitund og á lífgjöf sína að þakka Páli Zóphoníassyni byggingatæknifræðingi úr Vest- mannaeyjum sem var í bílnum á eftir henni og sá hvað gerðist. „Ég var að koma af landsmóti skáta ásamt 16 ára dóttur minni. Þegar við komum fyrir eitt leitið sáum við bílinn fara í loftköstum niður urðina og út í sjó,“ segir Páll. Hann stöðvaði bílinn, sagði dóttur sinni að finna sjúkrakassa en hljóp sjálfur að bílnum. Um svipað leyti komst drengurinn út úr bílnum og sagði að_ mamma sín væri inni í honum. „Ég reyndi fyrst að komast inn um framdyrn- ar en hurðin var svo beygluð að ég varð að ná konunni út um aft- urdyrnar. Hún var þá meðvitund- arlaus en ég beygði hana fram og tókst að fá hana til að hósta. Við það hresstist hún fljótt og stakk sér svo sjálf eftir dóttur sinni sem var enn í bílnum." Páll er fyrrum félagi í Hjálpar- sveit skáta og þar sem þau feðgin- in voru að koma af skátamóti, voru þau vel útbúin og höfðu föt til skiptanna. Páll, Aslaug og börnin komust því fljótt í þurr föt og óku til ísafjarðar- þar sem þau höfðu samband við lögreglu. Áður hafði bílstjóri sem ók fram hjá slysstaðnum látið vita af slysinu. Áslaug segir líðanina ekki hafa verið góða þegar hún gerði sér grein fyrir hættunni sem hún hefði verið í. Hún hefði þó ekki orðið verulega hrædd þar sem atburðirnir hafi gerst of hratt til að hún hafi náð að átta sig á því sem gerðist. En nú væri henni efst í huga þakklæti til Páls, sem brá svo skjótt við. - segir Páll Zóphoníasson, sem bjargaði konu úr bíl í sjónum „ÉG HALLAST helst að því að eitthvað hafi bilað í bílnum því hann varð skyndilega sljórnlaus og valt út í sjó,“ segir Áslaug Valsdóttir, hjúkrunarfræðingur úr Reykjavík, en henni og dóttur hennar var giftusamlega bjargað úr bíl sem valt út í sjó í Hestfirði á mánudagskvöld. Páll Zóphoníasson byggingatæknifræðingur frá Vestmannaeyjum náði konunni úr bílnum örfáum mínútum eftir að hánn lenti í sjónum. Segir Páll mikla guðslukku hafa verið með sér og dóttur sinni sem var með honum í bilnum, þar sem þeim hafi auðnast að bjarga mannslífum en Áslaug og börn henn- ar sluppu með skrámur. Áslaug var á leið frá Reykjavík til ísafjarðar með sjö ára dóttur sína og átta ára gamlan son þeg- ar slysið varð um kvöldmatarleyt- ið. „Það var ekkert að veðri, ég ók á beinum malarvegi og var ekki á mikilli ferð þegar bílinn varð skyndilega stjórnlaus. Hann valt út í sjó, mér er sagt að það séu einir 10-15 metrar niður í fjöru þar sem bíllinn fór út af,“ segir Áslaug, Morgunblaðið/Gísli Úlfarsson Omar og Þórhildur Sigursveinsbörn ásamt móður sinni, Áslaugu Valsdóttur. Við hlið hennar standa feðginin Sif og Páll Zóphonías- son en þau björguðu Áslaugu út út bíl hennar eftir að hann hafði lent í sjónum í Hestfirði. Yerðkönnun Verðlagsstofiiunar: 427% verðmunur á hárþvotti VERÐLAGSSTOFNUN kannaði nýlega verð á þjónustu 129 hár- greiðslu- og rakarastofa á höfuðborgarsvæðinu, og þá kom meðal ann- ars í ljós að 427% munur var lægsta og hæsta verði á hárþvotti. Lægst var verðið hjá hárgreiðslustofunni Spörtu við Norðurbrún, þar sem hárþvotturinn kostaði 100 kr., en hæsta verðið var hjá Salon VEH í Álfheimum, þar sem þvotturinn kostaði 527 kr. GEORG Þór Kristjánsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins i Vestmannaeyjum, sem var bíl- stjóri á sendibilnum sem tekinn var með smygl í Þorlákshöfn á sunnudag hefur játað aðild að smyglinu. Hann hefur beðist undan störfum i bæjarstjórn um óákveðinn tíma og mun vara- maður taka sæti hans. Sigurður Einarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í upphafi fundar bæjarstjómar- flokksVSjálfstæðisflokksins, í há- deginu í gær, hefði Georg skýrt frá því að hann hyggðist draga sig í hlé frá störfum um óákveðinn tima og kalla inn varamann sinn. Rakarastofan Hárflikk á Miklu- braut reyndist hafa lægst verðlag af hársnyrtistofum á höfuðborgar- svæðinu á þeim þjónustuliðum sem kannaðir voru, en verðlag þar var 24% undir meðalverði. Hæst var verðlagið hjá Jóa og félögum, Rauð- arárstíg, en þar var það 54% yfir meðalverði. Klipping fyrir konur þegar ekki er klippt ný lína var ódýrust hjá Hárgreiðslustofunni Þemu, Reykjavíkurvegi, en þar kostaði klippingin 800 kr. Hjá Jóa og félög- um á Rauðarárstíg, sem voru með hæsta verðið, kostaði þessi þjónusta 2.450 kr., sem er 206% hærra en lægsta verð. Klipping fyrir konur ef klippt er ný lína var ódýrust hjá hárgreiðslustofu Distu Álfhólsvegi, og Hár Fix Sléttahrauni, þar sem hún kostaði 850 kr. Hjá Dúdda á Suðurlandsbraut kostaði þessi þjón- usta 2.595 kr., sem er 205% hærra en lægsta verð. Lægsta verð á herraklippingu var 800 kr. hjá hárgreiðslustofunni Þemu við Reykjávíkurveg, én dýrust var klippingin hjá Jóa og félögum á Rauðarárstíg. Þar kostaði klippingin 1.980 kr., sem er 148% hærra en lægsta verð. Hæsta verð á permanenti í stutt hár var 4.320 kr. hjá Kristu í Kringl- unni. Lægsta verð á þessari þjónustu var 2.000 kr. hjá hárgeiðslustofunni Lilju, Garðastræti, og er hæsta verð- ið í þessu tilfelli 116% hærra en lægsta verð. Sjá niðurstöður verðkönnun- arinnar bls. 29.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.