Morgunblaðið - 12.07.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.07.1990, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 Háir vextir valda hækk- un sterlingspundsins Vextirnir í kringnm 13% á pundum en 7-9% af mörkum yenum og dölum ENSK sterlingspund hafa hækkað mjög í verði á undanförnum vikum gagnvart íslenskri krónu og Bandaríkjadalur hefiir lækkað talsvert, en þó ekki í sama mæli og pundið. Gengi annarra gjaldmiðla hefur breytst mjög lítið í samanburði við þessar tvær myntir, að sögn Sigurð- ar Arnar Einarssonar, skrifstofustjóra hjá Seðlabanka Islands. Sem dæmi um gengisbreytingarn- ar má nefna að sölugengi dals 10. júií var 58,63 krónur, en var í lok maí 60,43 krónur og í lok nóvember var hann í 62,77 kr. Sölugengi sterl- ingspundsins var 106,79 kr., en var í lok maí 101,78 krónur, í lok apríl 99,41 króna og í lok nóvember 98,53 krónur. „Það sem hefur verið að orsaka þetta upp á síðkastið, að því er menn segja, er að vextir hafa verið háir í Bretlandi og ekki útlit fyrir að þeir lækki. Verðbólga er nú með því hærra sem gerist í nágranna- löndum okkar eða í þeim löndum sem við verslum mest við og þetta hefur orsakað það að á alþjóðlegum gjald- eyrismarkaði hafa menn frekar vilj- að eiga og ávaxta pund, heldur en til dæmis að eiga dollar," sagði Sig- urður. Hann sagði að önnur ástæða fyrir þessari þróun væri að gert væri ráð fyrir að vextir af dal lækkuðu og þetta hefði orsakað flótta þaðn í pund. Pundið hefði auk þess að styrkja sig gagnvart dal, einnig styrkt sig tölvert gagnvart þýska markinu og öðrum Evrópumyntum. Ein önnur ástæða sem væri nefnd í þessu sambandi væri að gert væri ráð fyrir að Bretar gerðust formleg- ir aðilar að Evrópumyntbandalaginu, sem þýddi að gengi pundsins gagn- vart öðrum myntum í þessu banda- lagi mætti sveiflast inn mjög fastra ákveðinna mark. Það hefði lengi verið rætt um þetta, en nú væri útlit fyrir að það gerðist fyrr en upprunalega hefði verið áætlað og það hefði styrkt pundið. Sigurður sagði að vextir á Banda- ríkjadal, mörkum og japönskum jen- um væru á bilinu 7-9% en sitt hvoru megin við 13% á sterlingspundum. Hann sagði að mjög hefði hægt á þessum gengisbreytingum undan- fama daga. Mjög erfitt væri að full- yrða hvort þetta væri varnalegt, en því væri almennt spáð að það yrðu engar stórar breytingar til baka. VEÐURHORFUR í DAG, 12. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Milli l'slands og Noregs er 994mb lægð sem hreyfist austur en hæðarhryggur skammt vestur af landinu fer einnig austur. Milli Suður-Grænlands og Nýfundnalands er 992 mb lægð á leið norð- norðaustur. SPÁ: Norðvestanátt og síðar vestanátt, kaldi um landið austanvert og sunnanvert, en gola eða hægviðri norðvestan ttl, Súld við norðaustur- ströndina í fyrstu en annars víða bjart veður. Siðla nætur verður vindur orðinn suðvestlægur og skýjað vestanlands en iéttskýjað á Norður-og Austurlandi. Hití ailt að 17 stig á Suðausturlandi i dag en mun svalara norðanlandsog vestan. Á morgun fer að hlýna norðaustantil á landinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Nokkuð sttf sunnanátt. Skýjað og tals- verð rigning um mest allt land, síst þó á Norðvesturlandi Tiltöiu- lega hlýtt í veðri, hlýjast f innsveitum norðanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustanátt, þurrt og sumstaðar létt- skýjað í innsveitum norðanlands, en víðast annars staðar verður- vætusamt. Áfram hlýtt í veðri. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Atskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * # * ■JO Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [T Þrumuveður % 1 VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 9 skýjað Reykjavik 11 hálfskýjað Bergen 13 alskýjað Helsinki 20 skýjað Kaupmannahöfn 19 skýjað Narasarssuaq 10 léttskýjað Nuuk 7 léttskýjað Ostó 17 skýjað Stokkhóimur 20 skýjað Þórshöfr, 12 skúr Algarve vantar Amsterdam vantar Barcelona 26 léttskýjað Berlin 17 skýjað Chicago mm. skur Feneyjar 24 heiðskýrt Frankfurt 18 skýjað Qlasgow 18 skýjað Hamborg 19 skýjaö Laa Palmas 24 léttskýjað London 24 léttskýjað LosAngeles 21 alskýjað Lúxemborg 18 léttskýjað Madnd 31 heiðskýrt Malaga 29 heiðskýrt Mallorca 29 léttskýjað Montreal 16 skýjað NewYork 23 skýjað Orlando 26 léttskýjað París 21 hálfskýjað Róm 20 Þrumuveður Vtn 19 skýjað Washington 25 mlstur Wlnnipeg 13 skýjað Veiðarfæraíra,núeiðendur leggja fram fé tíl kaupa á laxakvóta Umboðsmaður bandaríska fyrirtækisins ORVIS á íslandi afhenti í gær Orra Vigfússyni, sem haft hefur forgöngu um að aðilar í ýmsum lönd- um kaupi úthafveiðikvóta á laxi, fyrsta framlag veiðarfæraframleið- anda til kaupa á laxakvótanum. Framlagið nemur 2% hiutfalli af sölu fyrirtækisins á íslandi og í Noregi, og að sögn Magnúsar Jónassonar, eiganda ORVIS umboðsins á íslandi, nemur það nokkrum hundruðum þúsunda króna. Á myndinni sést Orri Vigfússon, til vinstri, taka við framlaginu úr höndum Magnúsar Jónassonar. Stjórnarráð Islands: Konur sækja á í hærri stöður KONUR, sem starfa ínnan Stjórnarráðsins eru í miklum meinhluta t BSRB en karlar innan BHMR. Þær fylla flokk fulltrúa og skrifstofii- fólks en karlar eru í meirihluta í stjórnunarstöðum. Sókn kvenna í þessi störf hefúr þó aukist, samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem Jafiiréttisráð hefur unnið og eru konur nú nærri þriðjungur deildarsér- fræðinga og deildarstjóra * Skýrsla Jafnréttisráðs er unnin upp úr upplýsingum sem Danfríður Skarphéðinsdóttir alþingismaður óskaði eftir hjá félagsmálaráðerra og vörðuðu stöðu jafnréttismála í ráðuneytum Stjómarráðsins. í svari ráðherra kom fram fjöldi stöðugilda í hvetju ráðurneyti fyrir sig, hvernig þau dreifðust á milli kynjanna og hvernig starfsfólk ráðuneytanna rað- ast í launaflokka og þá um leið stétt- arfélag. Upplýsingarnar taka til febr- úar 1990. í könnun félagsmálaráðherra kom fra að konur eru tæp 76% BSRB- starfsmanna í Stjórnarráðinu en karlar rúm 24%. Aftur á móti voru karlar tæp 70% BHMR starfsmanna en konur rúm 30%. Þá var spurt um hvernig stöðu- gildi skiptust milli karla og kvenna. Stöðu ráðuneytisstjóra gegndu karl- ar í tæplega 95% tilvika. Stöðu skrif- stofustjóra, sendiherra ríkisbókara og ríkisféhirðis, gengdu karlar í tæp- lega 90% tilvika. Yfírsérfræðingar voru í um 70% tilvika karlar, og deildarstjórar, sendiráðunautar, sendifulltrúar og námsstjórar voru karlar í um 65% tilvika. Deildarsér- fræðingar voru í um 60% tilfellum karlar og allir framkvæmdasljórar voru karlar. Sérhæfðir fulltrúar voru í rúmum 55% tilvika karlar en tæp- lega 45% konur og stjómarráðsfull- trúar vom í rúmlega 80% tilvika konur. Tæplega 95% fulltrúa voru konur og rúmlega 80% skrifstofu- fólks. Flokkinn „annað“ fylltu ein- göngu karlmenn en það átti við störf á borð við bílstjóra, húsverði og dyra- verði. í skýrslu Jafnréttisráðs segir að þessar tölur staðfesti niðurstöðu tveggja ára könnunar sem sýni fram á aukna sókn kvenna í hærri stöður. í ráðuneytum Sjórnarráðs em starfsmenn í tveimur stéttarfélögum; BSRB og BHMR. Skipting eftir launaflokkum í BSRB er þannig að í flokki 230 og lægri em eingöngu karlmenn. í flokkum 231-250 eru 21% karlar og 79% konur og í flokki 251 og hærri eru 61% karla og 39% kvenna. I launaflokkum innan BHMR skiptast launaflokkar milli kynja þannig að í flokki 140-144 eru 17% karla og 83% kvenna, í flokki 145-149 em 55% karla og 45% kvenna og í flokki 150-154 em 63% karlar og 27% kvenna. í flokki 155-158 em 90% karlar og í flokkum 168 og 171 era eingöngu karlar. í efsta flokkinum em 93% karlar og 7% konur. Unnið við Stuðlafoss í Hafnarljaröarhöfn í gær. Morgunblaðið/Bar Smygl fannst í Stuðlafossi TOLLGÆSLAN fann 53 kassa af bjór og um 40 kg af skinku við leit sem gerð var í Stuðla- fossi þegar skipið kom til Hafnar- fjarðar í gær. Varningurinn fannst í lest Stuðlafoss, sem áður hét ísberg, og hafa þn’r skipverjar játað að hafa ætlað að smygla varningnum inn í landið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.