Morgunblaðið - 12.07.1990, Qupperneq 5
Kristján
Pálsson
bæjai'stjóri
í Njarðvík
KRISTJÁN Pálsson, bæjarfulltrúi
í Olafsvík og fyrrum bæjarstjóri
þar, verður ráðinn bæjarstjóri í
Njarðvík.
Eftir sveitarstjórnarkosningarnar
í vor auglýsti nýkjörin bæjarstjórn
Njarðvíkur eftir bæjarstjóra og sóttu
29 um stöðuna. I þeim hópi voru
Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyj-
um og Kristján Pálsson bæjarfulltrúi
Lýðræðissinna í Olafsvík, en hann
gegndi embætti bæjarstjóra þar á
síðasta kjörtímabili. Bæjarráð
Njarðvíkur samþykkti á fundi sínum
í gær að ráða Kristján bæjarstjóra.
D-listi sjálfstæðismanna og N-listi
félagshyggjufólks mynda meirihluta
í bæjarstjórn Njarðvíkur. Á síðasta
kjörtímabili voru Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur í meirihluta og
var Oddur Einarsson bæjarstjóri.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 5
Morgunblaðið/Jón Hafsteinn
Trítlað til Tjarnarinnar í lögreglufylgd
Fiskvinnslan-Norðursíld á Seyðisfírði:
Heimamenn vinna
að kaupum á eignum
HEIMAMENN á Seyðisflrði eiga í viðræðum við Landsbankann og
Byggðastofnun um kaup á húsum og tækjum Fiskvinnslunnar-Norð-
ursíldar, sem varð gjaldþrota á síðasta ári. í undirbúningi er að stofna
hlutafélag til að taka við rekstrinum.
Seyðfirðingar hafa komið á fót
vinnunefnd til að undirbúa stofnun
hlutafélags til að kaupa eignir Fisk-
vinnslunnar-Norðursíldar og hefur
hún átt í viðræðum við fulltrúa
Landsbankans og Byggðastofnunar,
sem eignuðust þær þegar fyrirtækið
varð gjaldþrota á síðasta ári. í vinnu-
nefndinni sitja Þoi’valdur Jóhannsson
bæjarstjóri fyrir hönd kaupstaðarins,
Trausti Magnússon fyrir hönd út-
gerðar togarans Ottós Wathne, Ólaf-
ur M. Ólafsson og Adólf Guðmunds-
son fyrir hönd Gullbergs hf. sem
gerir út togarann Gullver, og Hall-
steinn Friðþjófsson fyrir hönd verka-
mannafélagsins Fram.
Vinnunefndin gerði tilboð í eign-
irnar fyrir rúmri viku en því var
hafnað munnlega. Síðan hefur hún
látið gera úttekt á þeim tveimur fisk-
vinnsluhúsum, sem Fiskvinnslan-
Norðursíld átti, og liggur nú fyrir
kostnaðaráætlun vegna endurbóta á
húsunum. Fór vinnunefndin fram á
það við Byggðastofnun og Landsban-
kann á þriðjudag, að beinar viðræður
milli aðila um sölu eignanna hæfust.
- Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri
segist vonast til þess að stofnun
hlutafélagsins vérði lokið í næstu
viku og muni stjórn þess þá taka við
í viðræðunum. „Það hefur enginn
bolfiskur verið unninn á Seyðisfirði
frá því í september á síðasta ári og
mönnum finnst nú kominn tími til
að það fari að sjást til sólar í þessu
máli,“ segir Þorvaldur.
Evrópumót yngri
spilara í brids:
íslenska lið-
ið í 7. sæti
LANDSLIÐ íslendinga var í 7.
sæti af 22 þjóðum, þegar 12
umferðum var lokið á Evrópu-
móti yngri spilara í brids.
Norðmenn voru efstir með 237
stig, Israelsmenn voru í 2. sæti með
233,5 stig og Danir voru í 3. sæti
með 211 stig. íslendingar vom í
7. sæti með 190,5 stig. Finnar vom
í 6. sæti og Svíar í 8.
Spilaðir eru þrír 20 spila leikir
að jafnaði á dag. Mótinu lýkur á
laugardag.
Páll H. Jónsson,
kennari, látinn
PÁLL H. Jónsson, fyrrverandi
kennari við Héraðsskólann að
Laugum í S-Þingeyjarsýslu, er lát-
inn, 82ja ára að aldri.
Páll var fæddur 5. apríl 1908 á
Mýri í Bárðardal. Foreldrar hans
voru Jón Karlsson, bóndi þar, og
Aðalbjörg Jónsdóttir. Hann ólst upp
hjá hjónunum Páli H. Jónssyni,
bónda á Stafni í Reykjadal, og Guð-
rúnu Tómasdóttur.
Páll stundaði nám við Hérðasskól-
ann að Laugum og Samvinnuskól-
ann, og sótti kennaranámskeið í
Askov í Danmörku. Hann var kenn-
ari við Héraðsskólann að Laugum
1933-1961, forstöðumaður fræðslu-
deildar SÍS í Reykjavík 1961-1967,
og stundakennari við Héraðsskólann
og Húsmæðraskólann að Laugum
1967-1975. Eftir Pál liggur fjöldi
ritverka, en hann hlaut verðlaun og
viðurkenningu Reykjavíkurborgar
fyrir bestu frumsömdu barnabók á
íslandi 1978 og 1979.
Páll var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Rannveig Kristjánsdóttir,
sem lést árið 1966, og áttu þau fimm
börn, sem öll em á lífi. Eftirlifandi
eiginkona hans er Fanney Sigtryggs-
dóttir, húsmæðrakennari.
UMBOÐSMENN
V^S-rURLAjlDI
REYKHÓLASVEIT
■ ^ H'' '
STYKKISHÓLMUR
. © BUÐÁRDALUR
HELLISSANDUR
I GRUNDARFJÖRÐUR
ÓLAFSVIK
©REYKHOLT
BORGARNES
hvalfjörður
AKRANES
REYKHÓLASVEIT: Söluskálinn Bær.
HELLISSANDUR: Essó, Útnesvegi.
ÓLAFSVÍK: Bijlinn, Ennisbraut 1.
GRUNDARFJÖRDUR: Bensínstöðin, Grundargötu 38.
STYKKISHÓLMUR: Bensin og veitingasalan, Aðalgötu 25.
BÚDARDALUR: Dalakjör.Vesturbraut 8.
REYKHOLT: Verslunin Bitinn.
BORGARNES: Essó, Borgarbraut.
AKRANES: Söluturninn Markið, Suðurgötu 10 - Olís, Esjubraut 45
Skaganesti, Skagabraut 45 - Barbó, Skólabraut 37.
HVALFJÖRÐUR: Veitingastofan Þyrill.
munið margviknamiðana Gódur ferðafélagi