Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 7

Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 7 Slasaðist í árekstri MAÐUR slasaðist í hörðum árekstri fólksbíls og vörubíls á nýju Reykjanesbrautinni síðdeg- is í gær. Vörubflnum var ekið frá hest- húsasvæði og in á Reykjanesa- brautina án þess að ökumaðurinn kæmi auga á fólksbíl sem þar kom aðvífandi. Fólksbíllinn rakst á framhorn vörubílsins. Ökumaður fólksbílsins slasaðist nokkuð og var talinn brotinn á handlegg. Bíll hans er stórskemmdur. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Frá slysstað á Reykjanesbraut. Millisvæðamótið í Manila: Jóhann bætir stöðu sína Manila. Frá Karli Þorsteins fréttaritara Morgunblaðsins. Lokaspretturinn er nú haíínn á millisvæðamótinu í skák í Manila. 11. umferð var tefld í gær og þá vann Jóhann Hjartarson kanadíska stórmeistarann Kevin Spraggett og Margeir Pétursson vann landa hans, alþjóðlega meistarann Piasetski. Jóhann er nú í 17.-23. sæti með 6 vinninga en Margeir er með 4 'h vinning. Staða efstu manna breyttist lítið og sovésku stórmeistararnir Bóris Gelfand, Vassilíj Ivantsjúk og Míkhafl Gurevitsj eru efstir með 7'A vinning. Jóhann Hjartarson hefur bætt stöðu sína verulega í síðustu um- ferðunum.- Hann gerði jafntefli við sovéska stórmeistarann Andreij Sókólov í 10. umferð. Margeir tap- aði hins vegar fyrir Neto Sunye frá Brasilíu í 10. umferð og þar áður tapaði hann biðskák við Marin frá Rúmeníu. 12. umferð verður telfd í dag, en mótinu lýkur á laugardag. 13 efstu skákmennirnir komast áfram í áskorendaeinvígin. HafriaivQörður og ná- grenni: Fjöldi um- ferðarslysa ÞRÍR slösuðust í hörðum árekstri á Reykjavíkurvegi í Ha&iarfirði síðdegis í gær. Toyota sportbifreið var ekið aft- an á Mazdabifreið. Ökumenn beggja bílanna voru fluttir á slysa- deild. Hemlaför eftir Toyota-bílinn þóttu benda til þess að honum hefði verið hraðar en lög leyfa. Fjórir voru fluttir á slysadeild síðdegis á þriðjudag eftir að stórum vörubíl, hlöðnum möl, var ekið aft- an á fjóra fólksbíla í sunnanverðri Arnarneshæð. Einn hinna slösuðu var lagður inn á Borgarspítalann en aðrir fengu að fara heim að lokinni rannsókn. Bílarnir eru stór- skemmdir. Ungur maður meiddist nokkuð er Volvo Amazon bíll hans valt á Álftanesbegi við Bessastaði í fyrra- kvöld. Við óhappið kastaðist mað- urinn út úr bílnum, sem fór marg- ar veltur og stórskemmdist. Þorlákshöfii: Stálu humri úr Meitlinum TVEIR menn um tvítugt brutust inn í írystihús Meitilsins í Þor- lákshöfn í fyrrinótt og stálu það- an 144 kílóum af humri. Upp komst um mennina þegar lög- reglan í Reykjavík stöðvaði bíl þeirra á Miklubraut á ijórða tímanum um nóttina en hann hafði ekki verið færður til skoð- unar í tvö ár. I bílnum, sem er amerískur jeppi, voru 12 kassar, sem hver um sig reyndist hafa að geyma 12 kíló af humri. Mennirnir játuðu við yfirheyrslur að hafa brotist inn í Meitilinn og haft þaðan humarinn á brott. Þeir voru geymdir á lög- reglustöðinni um nóttina en verk- stjóri úr Meitlinum kom í bæinn og tók humarinn í sínar hendur. XJöfðar til JTXfólksí öllum starfsgreinum! fyrir þig og þína Þú getur stólað á sparisjóðina Frelsi og sjálfstæði - lipurð og sveigjanleiki eru fjögur lýsandi orð yfir starfsemi og þjónustu sparisjóðanna í landinu. Hver og einn þeirra starfar sem frjáls og óháð eining í þágu ein- staklingsins og byggðarlagsins, trúr þeirri stefnu að stuðla að eflingu mannlífs og at- vinnuvega á sínu starfssvæði. SPARISJÓÐIRNIR Sparisjóðirnir, allir sem einn, leggja áherslu á persónulega þjónustu þar sem lipurð og sveigj- anleiki ráða ferðinni enda eru hagsmunir byggðarlagsins hagsmunir sparisjóðsins. Þann- ig kemur hver króna geymd í sparisjóðnum við- komandi byggðarlagi til góða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.