Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JULI 1990
9
Ég vil þakka öllum þeim, vinum og vanda-
mönnum, sem glöddu migá80 ára afmœlisdag-
inn 20. júní sl meÖ skeytum, blómum, gjöfum,
söng, hljóðfceraleik og vísum og umfram allt
nœrveru ykkar.
Guð geymi ykkur öll.
Jórunn Brynjólfsdóttir.
TOYOTA
NOTAÐIR BÍLAR
Athugasemd!
Bílar með staðgreiðsluverði
eru einnig fáanlegir með lánakjörum skv. lánatöflu Toyota bílasölunnar.
TOYOTA COROLLA LB. XL '88 TOYOTA COROLLA HB. '88
Dökkgrár. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 54
þús/km. Verð 770 þús.
TOYOTA CAMRY ’87
Ljósblár. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 17
þús/km. Verð 990 þús. staðgr.
SUBARU COUPE GL4 x 4 '88
Dökkgrár. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn 28
þús/km. Verð 980 þús.
Ljósbrúnn. 4 gíra. 3 dyra. Ekinn 34
þús/km. Verð 620 þús staðgr.
TOYOTA COROLLA LB. '88
Dökkgrár. 5 gira. 5 dyra. Ekinn 26
þús/km. Verð 820 þús staðgr.
TOYOTA COROLLA 4 x 4 ’89
Hvítur. Álfelgur. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn
27 þús/km. Verð 1150 þús.
44 1 44 - 44 7 33
TOYOTA
Ráðherra eða
ríkisstjóm?
í Morgunblaðinu birtist
á fimnif udaginn fyrir viku
frétt þar sem scgir: „Iðn-
aðarráðherra [Jón Sig-
urðsson] segist eiga von
á, að undirbúningur virkj-
anaframkvæmda vegna
raforkusölu til álvers Atl-
antsálfyrirtækjanna heQ-
ist í sumar og haust. Er
það i samræmi við heimild
Alþingis um að verja allt
að 300 milljónum króna á
árinu í því skyni.“ I frétt-
inni segir einnig: „Iðnað-
arráðherra segir, að hann
hafi nýlega gert Lands-
virkjun grein fyrir stöðu
viðræðnanna og stofhunin
sé nú að meta í ljósi þess,
hvaða framkvæmdir séu
nauðsynlegar á næstu
mánuðum."
Af þessum orðum iðnað-
arráðherra verður ekki
annað ráðið en hann líti
þannig á, að með samtali
sínu við Landsvirkjun hafi
hann gefið fyrirtækinu til
kynna, að það geti gengið
til þeirra verkefna sem
þess bíða vegna nýs ál-
vers. Jón Sigurðsson hef-
ur vafalaust talið, að hann
hefði umboð sem iðnaðar-
ráðherra til að hrinda
nauðsynlegum fram-
kvæmdum af stað.
Daginn eftir að fyrr-
greind frétt birtist hér í
blaðinu kom önnur um
sama mál og var þá vitnað
í Halldór Jónatansson, for-
stjóra Landsvirkjunar.
Þar segir (baksíða Morg-
unblaðsins fostudag 6.
júlí): „Halldór Jónatans-
son, forstjóri Landsvirlq-
unar, segir að lögum sam-
kvæmt geti undirbúning-
ur virkjanafrainkváemda
vegna raforkusölu til nýs
álvers ekki hafist fyrr en
ríkisstjórnin hafi veitt
samþykki sitt fyrir því.
Sfjóm Landsvirkjunar
Qallaði um virkjanafram-
kvæmdir á sfjómarfundi í
gærmorgun og ráðgert
var að skýra iðnaðarráð-
herra frá þeim viðræðum
bréfleiðis. Halldór sagði
að undirbúningsvimia yrði
að hefjast sem allra fyrst.
Viridanaframkvæmdir vegna álvers:
Undirbúningsvinna háð
samþykki ríkisstjórnar
— segir Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar
Þingflokksformaður framsókt^armanna um álversundirbúning:
Ríkisstjómin hlýtur að
leita álits þingflokkanna
Erfiðar ákvarðanir
Vegna áforma um smíði nýs álvers þarf að
taka margar og flóknar ákvarðanir. Ýmsar
þeirra eru þess eðlis að þar hljóta bæði ríkis-
stjórn og Alþingi að koma við sögu. Innan
stjórnarflokkanna eru menn ekki alfarið sam-
stiga í málinu. Ríkisstjórnin hefur ekki sjálf
ákveðið að í smíði álvers skuli ráðist. Til
þess að atburðarás verði í samræmi við
áætlanir í samningaviðræðunum við Atlant-
sálhópinn þarf Landsvirkjun að geta hafið
undirbúning að virkjanaframkvæmdum
vegna raforkusölu til nýs álvers í sumar eða
haust. Ákvörðun um þessar framkvæmdir
byggist á mati manna á þvi, hvort samning-
ar takist um nýtt álver. Ríkisstjórnin verður
að koma við sögu þessara ákvarðana. Er
staldrað við þær í Staksteinum í dag.
„Alþingi heimilaði Lands-
virkjun að verja allt að
300 milljónum kr. til und-
irbúnings virkjanafram-
kvæmda að fengnu sam-
þykki ríkisstjómarinnar.
Þetta er því mál sem
sfjóm Landsvirkjunar og
rikissfjómin verða [að]
sammælast um og verið
er að fjalla um þá hlið
málsins í framhaldi af
stjómarfundinum," sagði
Halldór." f þessari frétt
stóð ehmig: „„Undirbún-
ingurinn þarf að heQast
sem allra fyrsL Þetta fer
að vera spuming um vik-
ur og daga,“ sagði Hall-
dór.“
Þessi ummæli forstjóra
LandsvirRjunar verða
ekki skilin nema á einn
veg. Sfjóm Landsvirkjun-
ar lítur þannig á, að henni
dugi ekki að fá samþykki
Jóns Sigurðssonar iðnðar-
ráðherra við framkvæmd-
um er tengjast nýju ál-
veri; samþykki ríkissfjóm-
arinnar allrar verði að
liggja fyrir, samkvæmt
ákvörðun Alþingis.
í fréttum Morgunblaðs-
ins laugardaginn 7. júlí er
haldið áfram að fjalia um
þetta mál. Blaðið snýr sér
til Páls Péturssonar, form-
anns þingflokks fram-
sóknarmanna og stjórnar-
manns í Landsvirlyun,
sem segpr „að samkvæmt
lögunum frá því i vor sé
Ijóst, að það þurfi sam-
þykki ríkisstjómarinnar,
en ekki aðeins iðnaðarráð-
herra, til að heimila
Landsvirkjun að hefja
undirbúningsframkvæmd-
imar. Jafnframt te[ji
hann, að ráðherramir
hljóti að vi[ja ræða málið
í þingflokkum stjómar-
flokkanna áður en ákvörð-
un verði tekin, enda væri
verið að taka mikla
áhættu með því að veija
300 milljónum til fram-
kvæmdanna.
Páll vísar til þess, að
við myndun ríkisstjómar-
innar hafi Steingrímur
Hermannsson, forsætis-
ráðherra, lýst því yfir, að
ákvörðun um byggingu
álvers yrði ekki tekin
nema með stuðningi allra
stjómarflokkanna og að
ef einhver hluti stjórnar-
iimar afgreiddi málið með
sfjómarandstöðunni liti
hann svo á, að nýr meiri-
hluti hefði myndast á
þiiigi.
Páll segir, að staðsetn-
ing álversins geti haft
áhrif á afstöðu aðila í
ríkisstjómarflokkunum til
málsins. Ef ríkisstjórnin
ætli að hafa áhrif á
byggðaþróun í landinu,
scm hann telji henni bera
skylda til, þá hljóti hún
að taka á staðarvalinu."
Páll Pétursson telur
sem sé ekki nóg að ríkis-
sfjómin veiti Landsvirkj-
un nauðsynlegar heimildir
til að hefja framkvæmdir
heldur vill hann, að þing-
flokkar ríkisstjórnarinnar
ræði málið og byggist
þessi afstaða hans á yfir-
lýsingum forsætisráð-
herra við myndun ríkis-
stjómarinnar; einstakir
stjómarflokkar eiga sem
sé að hafa rétt til að segja
álit sitt áður en ráðist
verður í að reisa álver og
'um það snúast ákvai-ðan-
imar um framkvæmdir
Lands virkj unar.
Þetta erfiða mál tekur
síðan enn nýja stefhu á
þriðjudag, þegar Stein-
grímur Hermannsson for-
ætisráðherra tjáir sig um
það i Dagblaðinu-Vísi
(DV). Steingrímur segir
að það sé á valdi einstakra
. stjómarflokka, hvort þeir
eftii til þingflokksfúnda
um málið. Hins vegar virð-
ist hann ekki þeirrar skoð-
unar, að neitt liggi á að
afgreiða málið á næstu
dögum. Forsætisráðherra
segir: „... Mér sýnist allt
benda til þess að eftir
næsta fund í álviðræðun-
um verði staða þessara
mála orðin nægjanlega
skýr til þess að gefa
Landsvirkjun grænt \jós,
enda hafa alþýðubanda-
lagsmenn ekkert haft við
gang þessara mála að at-
huga.“ Næsti fiindur í ál-
viðræðunum? Verður ekki
of seint að taka ákvarðan-
ir um framkvæmdir
Landsvirkjunar eftir
liann? Veit forsætisráð-
herra ekki um livað málið
snýst?
Þú gefur eignast
2,2 milljónir
ef þú leggur 7.000 krónur fyrlr mánuðarlegu í 15 ár*
Nú getur þú lagt reglulega til hliðar ákveðna upphæð til kaupa á Eininga-
bréfum og safnað þannig smám saman þínum eigin varasjóði.
• UPPHÆÐINNBORGUNAR
RÆÐUR ÞÚ SJÁLF(UR).
• SJÓÐURINN ER ÆTÍÐ ÓSKIPT
EIGN ÞÍN EÐA AFKOMENDA
ÞINNA.
Allar nánari upplýsingar gefa ráðgjafar
okkar í síma 689080.
*M.v. 7% vexti umfram veröbólgu næstu 15 árin.
• HÆGT ER AÐ GREIÐA MEÐ
GREIÐSLUKORTIEÐA GÍRÓ-
SEÐLI.
• YFIRLIT YFIR HEILDARINN-
EIGN SENT ÁRSFJÓRÐUNGS-
LEGA.
Sölugengi verðbréfa 12. júlí ’90:
EININGABRÉF 1 ....4.976
EININGABRÉF 2 ....2.713
EININGABRÉF 3 ....3.275
SKAMMTÍMABRÉF ....1.683
KAUPÞING HF
Löggilt verdbréfafyrirtœki,
Kringlunni 5, 103 Reykjavík,
sími 91-689080