Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 13

Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 13 15 ára afinælishátíð sumar- tónleika í Skálholtskirkju SUMARTÓNLEIKAR í Skálholtskirkju hefjast laugardaginn 14. júlí og munu standa yfir fimm helgar í júlí og ágúst líkt og undan- farin ár. í tilefni 15 ára afmælis verður tónleikaskráin í sumar sérstaklega glæsileg en eins og ávallt er ókeypis aðgangur að öllum tónleikunum. Fyrstu helgina verður flutt sérstök hátíðar- dagskrá tileinkuð Þorlákstíðum, holti á miðöldum. Dagskráin hefst kl. 15 á laug- ardeginum með því að sungið verður upphafsstef og latnesku andstefin úr aftansöng Þorlákst- íða. Þá mun Helga Ingólfsdóttir, stjórnandi Sumartónleikanna, ávarpa gesti í tilefni afmælisins og dr. Sveinbjörn Rafnsson próf- essor flytja erindi um miðaldir og Þorlák biskup helga. Kl. 17 sama dag verða flutt tónverk byggð á stefjum úr Þor- lákstíðum, Chaconne eftir Pál Isólfsson og Recessional eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Einnig verða frumflutt tvö ný verk efir Mist en þær voru frumfluttar í Skál- Þorkelsdóttur og önnur tvö eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Flytjendur á þessari hátíðar- dagsskrá verða Hamrahlíðarkór- inn undir stjórn Þorgerður Ing- ólfsdóttur, félagar úr ísleifsreglu og prestar, söngvararnir Guðný Árnadóttir, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Sigrún Þorgeirsdótt- ir, Helgi Bragason og Ragnar Davíðsson og hljóðfæraleikararnir Helga Ingólfsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. Á sunnudeginum 15. júlí verða síðan seinni laugardagstónleik- arnir endurfluttir kl. 15 og við messu kl. 17 vefða flutt atriði frá tónleikum helgarinnar. Að öðru leyti verður dagskrá Sumartónleika í Skálholtskirkju næstu helgar á þessar leið: 28. og 29. júlí Bachsveitin í Skálholti og kammerkór flytja sembalkonserta og söngvérk eftir Joh. Seb. Bach og ættingja hans. Stjórnandi kam- merkórs: Hilmar Örn Agnarsson. Einleikarar á sembal: Helga Ing- ólfsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Málfríður Konráðsdóttir. Konsertmeistari: Ann Wallström. 4., 5. og 6. ágúst Bachsveitin í Skálholti flytur Árstíðirnar eftir Antonio Vivaldi. Einleikari og konsertmeistari: Ann Wallström. Helga Ingólfs- dóttir leikur á sembal verk eftir Skálholtskirkja Leif Þórarinsson og Joh. Seb. Bach. 11. og 12. ágúst Einar Kristján Einarsson leikur á gítar íslensk og erlend verk og flutt verður dagskrá með verkum Hafliða Hallgríssonar, m.a. verða nokkur verk frumflutt. Flytjend- ur: Sönghópurinn Hljómeyki og hljóðfæraleikarar. 18. og 19. ágúst Manuela Wiesler, Hörður Áskelsson og Inga Rós Ingólfs- dóttir flytja verk eftir íslensk og erlend tónskáld fyrir flautu, orgel Og hnéfiðlu. (Fréttatilkynning) Þarna sérðu Magnús og Dóru á heimleið eftir SV2 árs útivist. Þau létu drauminn rætast án þess að ganga á eigur sínar. Þau hjónin komu aö landi 2. júní sl. og höfðu þá siglt u.þ.b. 40.(XX) sjómílur. Fyrir nokkrum árum ákváðu þau að selja íbúðina og láta drauminn rætast, - að sigla á skútu til framandi slóða, laus við áhyggjur hins venjubundna lífs. Dóra og Magnús hafa nú verið á ferðinni í 5XÆ ár. Spánn, Kanaríeyjar, Grænhöfðaeyjar, Suður-Ameríka, Panamaskurðurinn, Kyrrahafseyjar, Ástralía, Indlandshaf, Súesskurður og Miðjarðarhaf eru nokkur þeirra svæða sem þau nutu í félagi við hafið og skútuna Dóru. Allan tímann var andvirði íbúðarinnar í vörslu Verð- bréfamarkaðar Fj árfestingarfélagsins. Vextir umfram verðbætur sem þar fengust nægðu þeim til framfærslu í þessari frábæru ferð. Eftir ógleymanlega hnattferð standa þau Ijárhagslega í sömu sporum og áður, því að uppreiknaður höfuðstóll stendur óhaggaður. Þau gætu þess vegna keypt sömu íbúð aftur. Velkomin heim Dóra og Magnús, - og til hamingju! Ob VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYRI11100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.