Morgunblaðið - 12.07.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.07.1990, Qupperneq 14
1 sendingaf husgognum frá: gneros jT .m | sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29, sími 20640. ei verðmæt Miðasala fer fram í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 9.00-18.00 daglega. Allar upplýsingar og miðapantanir í síma 82900. Tryggið ykkur miða tímanlega. Hægt er að greiða með greiðslukorti. Stjórn Varðar. [E | ■BBBH MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JULI 1990 Sumarferð Varðar laugardaginn 14. júlí Landmannalaugar Þjórsárdalur/Landmannalaugar/Dómadalur/Galtalækjarskógur Sumarferð Landsmálafélagsins Varðar verður farin laugardaginn 14. júlí nk. Ferðin er dagsferð. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 08.00 og áætlað að koma aft- ur til Reykjavíkur um kl. 20.00. Hugleiðingar Dana um íslenska leik- listarheimsókn og önnur Islandsmál eftir Ellen Præst- gaard Andersen Hér í Danmörku veit almenningur talsvert um bræðraþjóðina nyrst á Atlantshafi — ekki nóg að minni hyggju en meira en áður tíðkaðist. Fólk þekkir íslenskar bókmenntir, helstu höfunda, myndlist, sjón- varpsleikrit. En það er líka til dálít- ill hópur sem hefur orðið hugfang- inn _af íslandi og öllu sem íslenskt er. Ástæðurnar geta verið ferðalög til landsins, þátttaka í gagnkvæm- um bekkjarferðum, sérstök fjöl- skyldutengsl; hjá mér vaknaði áhuginn þegar ég fór að lesa bækur Gunnars Gunnarssonar, seinna ís- lendingasögurnar og loks er ég stundaði háskólanám hjá Jóni Helgasyni. Loks má nefna áhuga- fólk um leiklist sem gleypir auðvitað allt í sig, t.d. Skálholt, Gullna hlið- ið og nú fyrir skömmu Djáknann á Myrká, mjög spennandi verk. Sum- ir kunningjar mínir segja að það sé afburða leikhúsverk, öðrum fannst að dauðinn helkaldi (eða var þetta ári?) og unga, reynslulausa fólkið, sem dó allt of fljótt, væru of sterkar persónur fyrir þennan fjölmiðil. Hérlendir leikhúsvinir mínir fara einnig og horfa á íslen- skar gestauppfærslur með ánægju án þess að skilja málið. Býsna margir leggja sig fram um að læra þessu fallegu en erfiðu tungu ykkar. (Bráðskemmtilegur kennari minn, Jón Helgason, stað- hæfði að íslenska væri hin eina sanna tunga — Danir hefðu eyði- lagt sína, m.a. með því að gefa við- tengingarháttinn upp á bátinn af fúsum og frjálsum vilja). Tímarnir hjá lektorum í íslensku við háskól- ann eru vel sóttir; námið færir okk- ur ekki gull í greipar en ómetanlega ánægju. Mér hefur þótt einstaklega gam- an að sjá íslensk verk, t.d. Islands- klukkuna í Reykjavík, ógleyman- lega gestauppfærslu á verki um Kaj Munk 1987, áhugamannaleik- hús frá Húsavík og loks það sem var flutt í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn: upplestur Helgu Bachmann og Helga Skúlasonar á Fjallkirkj- unni og Brekkukotsannáli. Minni- máttarkennd þjakar ekki Dani og okkur finnst við eiga ágætt leikhús- fólk en ég dái svo sannarlega einn- ig íslenska leikara og leikhúsáhug- inn er langtum meiri hjá ykkur. Ég notaði orðið upplestur, ef til vill hefði leikgerð verið réttara orð. Það er í tísku í Danmörku sem stendur að færa klassísk verk nær samtímanum og þetta er í lagi- ef það skaðar ekki sjálft inntak verks- ins, sál þess. Þegar Lárus Pálsson og Bjarni Benediktsson frá Hofteigi bjuggu til leikgerð Fjallkirkjunnar árið 1954 og ungi bókmenntamað-' urinn Hallgrímur H. Helgason fór höndum um verk Laxness 1989, var hvorttveggja óaðfinnanlegt, upp- runalegu verkunum var sýnt tillit og heiðarlega að málum staðið. Hvílík heppni að það skildi vera Fjallkirkjan; þar eru öll eftirlætis tilsvörin og samtölin mín. Ég heyrði raddir þeirra allra; Ugga litla, Beggu gömlu, móðurinnar, smiðs- ins, afa, Siggu Mens, allra þessara kæru vina minna, og stundum var varpað ljósi á ýmislegt í fari þeirra sem jafnvel ákafur lesandi hafði ekki tekið eftir. Það er aðal góðs upplesara að ýkja hvorki né skerða; Helgi og Helga hafa vald á þessum fínlegu blæbrigðum svo að úr verð- ur mikil list. Sendið okkur í öllum bænum fleiri íslenska leikara! Það var vel til fallið að ljúka fyrra kvöldinu með því að bókasafn- inu í Jónshúsi var afhent gjöf Al- menna bókafélagsins: ritsafn Gunn- ars Gunnarssonar, og seinna kvöld- inu með fyrirheiti Vöku-Helgafells um úrval seinni tíma verka Hall- dórs Laxness. Sársaukafull minningin um þriðja íslenska skáldið, Guðmund Kamban, var einnig ofarlega á baugi meðan Helgi og Helga voru hér í heimsókn. Danir kannast við ýmis leikverk frá íslandi en ekki nógu mörg. Ég læt mig dreyma um að þýða leik- gerð íslandsklukkunnar á dönsku, tel að hún hafi sama gildi fyrir ykkur og Elverhoj hjá okkur. Núna er ég að þýða Haustbrúði sem hent- ar vel fyrir danskt leikhúsfólk. Ég get ekki stillt mig um að spyija svolítið mæðulega hvort við Danir Aningastaðir: Árnes í Þjórsárdal Ávarp: Davíð Oddsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Aðaláningarstaður: Landmannalaugar (ekið til baka um Dómadal ef færð leyfir). Ávarp: Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags íslands, lýsir staðháttum. Galtalækjarskógur Aðalfararstjóri: Höskuldur Jónsson, forseti Ferðaféiags íslands. Miðaverð: Fullorðnir kr. 1.800 börn (5-14 ára) 700 kr. Ætlast er til að ferðalangar taki með sér allt nesti. Miðasalan er hafin. Tryggið ykkur miða í tíma. tfgíW' í Kaupmannahöfn F/EST í BLADASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.