Morgunblaðið - 12.07.1990, Side 15

Morgunblaðið - 12.07.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTlJDAGjJIl }2, JÚLÍ 1990 S15 Minningarskjöldur um Guðmund Kamban settur upp á götuhlið húss- ins Uppsalagata 20 í Kaupmannahöfn; Helga Bachmann og Helgi Skúlason fylgjast með. Kamban bjó á gististað, pensjónati, sem áður var þarna til húsa. Danskur andspyrnumaður myrti rithöfúndinn er hann sat þar að snæðingi í stríðslok árið 1945. séum’ekki svo upptekin af verkum stórþjóðanna að okkur láist að líta til norðurs. Hvað sem öðru líður var Kamban vel þekktur á námsárum mínum, einkum verk hans Skálholt, Vér morðingjar, Derfor skilles vi, Vítt sé ég land og fagurt. Kamban og Gunnar Gunnarsson voru álíka vel þekktir hér og síðar bættist Lax- ness við. Öll þekkjum við söguna af hörmulegum dauðdaga Kambans sem skelfdi okkur svo mjög. Og því miður hefur margt illt gerst síðan, án sýnilegs markmiðs. Þótt við sé- um öll búin að heyra um ótal morð síðan fannst mér eins og 5. maí 1945 færðist nær í tímanum þegar mér var boðið að vera viðstödd er afhjúpaður var minningarskjöldur um Kamban hinn 27. júní sl. Skjöld- urinn er á húsinu Uppsalagata 20, þar sem Kamban bjó og starfaði. Á honum stendur: Hér bjó íslenski rithöfundurinn Gúðmundur Kamban Fæddur 8. júní 1888 og féll á friðardaginn þann 5. maí 1945 J Helga Bachmann, Helgi Skúla- son og nokkrir aðrir íslendingar’ voru viðstödd athöfnina sem hafði mikil áhrif á þau. Hefði ekki verið rétt a kalla á fulltrúa danskra blaða? En íslendingar segja mér að erfitt sé að fá þá til að koma á staðinn, t.d. þegar íslenskar myndlistarsýn- ingar eru settar upp. Það gleður mig fyrir hönd ís- lands að búið er að heiðra Guðmund Kamban með þessum hætti og text- inn á skildinum á vel við, segir frá átburðum án þess að varpa sök á nokkurn. HöAindur er kennari í Danmörku. Nýtt tímarit um skáldskap FYRSTA hefti af tímaritinu Ský er komið út. Ský er tímarit fyr- ir skáldskap og flytur jaftit frumsamið og þýtt efhi. Ljóð í þessu fyrsta hefti eiga Berglind Gunnarsdóttir, Bárður R. Jónsson, Gunnar Harðarson, Jón Stefánsson, Óskar Árni Óskarsson og Sigfús Bjartmars- son. Þá er birtur ljóðaflokkurinn Hópmynd án Ijónanna eftir Ric- 'hard Brautigan í þýðingu Óskars Árna, Til Önnu Akhmatovu eftir Marínu Tvetaevu í þýðingu Ás- laugar Agnarsdóttur og brot úr Tímagopum og orðsporum eftir Julio Cortazar í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Loks er i ritinu ein reykvísk tröllasaga. Ritstjórar eru Óskar Árni Óskarsson og Jón Hallur Stefáns- son. Ský er 36 síður að stærð, í Fyrsta hefti af tímaritinu Ský er komið út. vasabroti. Það fæst í bókabúðum miðbæjarins og kostar 300 krónur. (Fréttatilkynning) Um 116 taka þátt í til- raun um grasasöfiiun Hentug aukabúgrein að mati stoftiunarinnar BYGGÐASTOFNUN beitir sér nú fyrir því að bændur íhugi þann kost að taka upp söfhun villigróðurs sem aukabúgrein. Um 116 manns af öllu landinu hafa svarað tilboði stofnunarinnar um þátttöku í tilraun um söfnun villgróðurs. Ut er komið rit um nýtingu hans og ríflega 50 manns hafa þegar sótt námskeið í grasasöfhun. Vorið 1989 veitti Byggðastofnun Sigmari B. Haukssyni styrk til að kanna möguleika á nýtingu grasa og fjörugróðurs. í leiðbeiningariti Byggðastofnunar „Nýting villigróð- urs“ segir að að markaður innan- lands fyrir söl og fjallágrös sé stöð- ugur og lítið eitt vaxandi. Verð á fjallagrösum á Evrópumarkaði hafi farið vaxandi og sé raunhæft að selja íslenska uppskeru þangað. Dýrustu og seinteknustu grösin sem Byggðastofnun mælir með að séu týnd eru gulmaðra, kúmen, blóðberg, ljónslappi og ijúpnalauf. Fljóttekin eru meðal annara mjað- jurt, vallhumall, hvannafræ, lyng ogbirkilauf. í ritinu er varað við því að íslensk fjallagrös hafi verið nytjuð í mjög litlum mæli og því engin vissa hversu mikið sé hægt að selja af þeim. Engar vísbendingar eru gefn- ar um verð á uppskerunni. Byggðastofnun hefur hug á að fylgja þessu verkefni eftir með kynningu, markaðsathugunum og frekari námskeiðum, þar til ljóst verður hvort starfið reynist arð- bært, eins og segir í fréttatilkynn- ingu. L'ORÉAL BOLUNGARVÍK SUÐUREYRI FLATEYRI-^ ÍSÁFJÖF ÞINGEYRI • SÚÐ TÁLKNAFJÖRQUR . PATREKSFJÖRÐUR BiLDUDALUR VBRJÁNSUEKU: BOLUNGARVIK: Einar Guðfinnsson, Aðalstræti 21-23. ■ SUÐUREYRI: Essó, söluskálinn, Rómarstígur 10. FLATEYRI: Essó, söluskálinn. ÍSAFJÖRÐUR: Hamraborg hf., Hafnarstræti 7 — Vitinn, Aðalstræti 20 SUÐAVÍK: Söluskálinn Súðin, Aðalgötu 1 ÞINGEYRI: Kaupfélag Dýrfirðinga, Hafnarstræti 7 BILDUDALUR: Vegamót, veitingahús, Tjarnarbraut 1. TÁLKNAFJÖRÐUR: Essó-nesti, Strandvegi. PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar Þórs, Aðalstræti 73. BRJÁNSLÆKUR: Veitingastofan Flakkarinn. munið MARG viknamiðana Góður ferðafélagi UMBOÐSMENN VESTFJCRB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.