Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 18
18________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990_
Ráðamenn Stöðvar 2 - „luettið
að skemmta skialtannm! “
eftir Hans Kristján
Árnason
í einfeldni minni og sakleysi á
skrifstofunni uppi á Stöð 2 í gær-
dag, þriðjudaginn 10. júlí, beið ég
spenntur eftir að heyra hvaða upp-
lýsingar og málefni stjórnarformað-
ur og sjónvarpsstjóri Stöðvar 2
ætluðu að kynna á blaðamanna-
fundinum kl. 14.
Eg heyrði af boðun fundarins
klukkutíma áður en hann var hald-
inn. Fann ég strax á stjómanda
stöðvarinnar að mér var ekki ætlað
að sitja þennan fund, en það var
aukaatriði. Nú hlaut að vera kominn
tími hjá valdhöfum Stöðvar 2 til
að snúa vörn í sókn. Batnandi
mönnum er best að lifa hugsaði ég
og beið frétta af fundinum. Nú yrði
hafin ný sókn, barið á bumbur og
blásið í herlúðra og tilkynnt að Stöð
2 ætlaði í víking. Nú yrði sjálfsagt
spilað út leynivopni valdhafanna á
Stöð 2 og staða sjónvarpsstöðvar-
innar styrkt og bætt á markaðnum,
því ekki veitti af á þessum síðustu
og verstu tímum.
Allt of mörg mistök höfðu átt sér
stað undanfarna mánuði. Búið var
að ala á endalausum deilum við
bankann og minnihlutann og stofn-
endur Stöðvar 2, markaðsmálin
voru í molum og auglýsingatekjur
að hrynja, læsing fréttanna og
19:19 hafði mistekist, sameiningar-
málin við Sýn dauð, almennings-
tengsl í lamasessi, umsókn til
Reykjavíkurborgar um ábyrgð
klaufaleg, undirbúningur að al-
menningshlutafélagi enginn, ofl.
ofl.
Ég ætlaði því ekki að trúa mínum
eigin augum og eyrum þegar það
kom svo í ljós að tilefni fundarins
var þriðjaflokks leiksýning áhuga-
manna, sem ráða þó yfir einu öflug-
asta leikhúsi þjóðarinnar! Sýningin
féll og fór í vaskinn. Það var þá
ekkert annað sem fyllti huga valda-
mannanna á Stöð 2. Nú átti sem
sagt að snúa vörn í skipulagslaust
undanhald, og enn og aftur að heija
á Eignarhaldsfélag Verzlunarbanka
íslands hf., sem ráðamennirnir á
Stöð 2 höfðu þó undirritað sátta-
samning við þ. 22. mars sl. Sú jarð-
arför var því löngu afstaðin, eins
og menn rekur sjálfsagt minni til,
minningargreinar þegar birtar og
niðurstaðan þá orðin opinber.
Hitt stóra leynivopnið var að
„þjófkenna" stofnendur og eldri
hluthafa Stöðvar 2.
Þetta voru þá leynivopnin sem
höðfingjarnir ætluðu að nota í
næstu stórsókn Stöðvar 2 á mark-
aðnum!
Ég hef aldrei getað skilið þessa
ágætu kaupmenn þegar þeir taka
sig saman og skera upp sína há-
væru herör. I mínum huga komust
þeir yfir Stöð 2 fyrir spottsprís og
var það hin mesta slembilukka fyr-
ir þá þegar aðstæður réðu því að
þessi hópur eignaðist sterkasta fjöl-
miðil landsins, Raunar er löngu orð-
ið augljóst að nýju stjómendumir
munu aidrei sleppa dauðahaldinu á
Stöð 2, hversu mjög sem þeir kvarta
í fjölmiðlum og kveina að þeir keypt
köttinn í sekknum af Eignarhalds-
félagi VÍ um sl. áramót. En þetta
skýrist e.t.v. betur síðar í greininni.
Málflutningur stjómarformanns
Stöðvar 2 og „uppljóstrun“ um kr.
24 m. skuldabréf nokkurra ónafn-
greindra hluthafa er því miður á
allra lægsta plani og tekinn úr öllu
samhengi, enda munu þessi bréf
án efa hafa verið eitt af því fyrsta
sem fyrir lá í bókhaldi félagsins um
áramótin. Þetta vita ráðamenn
Stöðvar 2 sem stóðu að hinum
furðulega blaðamannfundi þ. 10.
júlí sl.
En hver var þá „glæpurinn" og
hver tilgangurinn með frétta-
mannafundinum?
Helst kemur mér í huga að verið
sé að draga athygli almennings frá
neikvæðri umfjöllun um Stöð 2 nú
undanfarið og beina umræðunni inn
á aðrar og fremur ósmekklegar
brautir.
Ég neita því ekki að oft koma
mér í huga margfræg hrekkjusvín
og götustrákar úr barnaskóla þegar
ég verð vitni að strákapörum valda-
manna Stöðvar 2.
Því er heldur ekki að neita að
stundum fínnst mér ég vera hálf-
gerður blóraböggull í hugum
ýmissa gráðugra huldumanna í
þjóðfélaginu. Hef ég þó fátt annað
unnið mér til saka en að standa,
ásamt nokkrum félögum mínum,
fyrir stofnun og sjósetningu fyrstu
íslensku einkasjónvarpstöðvarinn-
ar.
(Þetta er reyndar ekki allskostar
rétt, því ábyrgð ber ég á fjölmörg-
um mistökum, bæði stórum og
smáum. Og svo er ég í ofanálag
bersyndugur. Það veit sá sem allt
veit og nokkrir þar að auki. Ég
verð að segja það. En nóg um það
á þessum vettvangi.)
Lagði ég metnað minn, aleiguna
og 5 viðburðarík starfsár í Stöð 2
af hugsjón við málstaðinn, sem ég
taldi og tel enn af hinu góða. Það
verður samt að segja þá sögu eins
og hún er að varla hefur liðið sá
dagur, sérstaklega nú upp á síð-
kastið, að ég hafi ekki orðið var
við aðdróttanir og sakargiftir úr
launsátri, stundum frá mönnum
sem ég hefi talið sómakæra og vel-
viljaða að upplagi.
Veit ég að félagar mínir og sam-
eignarmenn kunna að skýra frá
viðlíka söguburði, og oft og tíðum
hafa þeir fengið stærri skammta
af þeim kræsingum en undirritað-
ur. Vegir rógberans eru oftast
órannsakanlegir heima hjá henni
Gróu á Leiti, og Þórðargleðin lifir
enn góðu lífi hér á meðal okkar.
Sögur tengdar því sem ráðamenn
Stöðvar 2 hafa nú ákveðið að gefa
út með fréttatilkynningu á blaða-
mannafundi hafa mér áður borist
til eyrna, m.a. hafðar eftir einstök-
um áberandi kaupsýslumönnum hér
í borg. Frekar átti ég þó von á að
þar fengi rógurinn að grassera
áfram í myrkrinu þangað til hann
dræpist úr leiðindum og næringar-
skorti eins og annað af því sauða-
húsi. Svo skemmtilega brá við að
þessu sinni að stjómarmennimir
ákváðu að gera rógburðinn opinber-
an, kannski vegna þess að þeir voru
farnir að trúa honum sjálfir.
Samt trúi ég því enn að þetta
séu prýðisgóðir drengir, einir og
sér, en þegar þessi ákveðni meiri-
hlutahópur kemur saman til að
bmgga sín viðskiptaráð, þá .er eins
og þeir tapi gjörsamlega áttum,
gleymi góðum siðum og fjandinn
verður laus. Þetta virðist vera afar
óheppileg blanda af mönnum og
mega þeir ti) með að leita sér að
betri félagsskap í framtíðinni eða
a.m.k. að bianda hópinn öðruvísi
en þeir nú gera. Þetta kann ekki
góðri lukku að stýra, — ég verð að
segja það.
Satt best að segja átti ég ekki
einu sinni von á að ráðamenn Stöðv-
ar 2 reyndu að vega að uppeldisfor-
eldrum Stöðvar 2 á jafn auðvirðileg-
an hátt og raun bar vitni á blaða-
mannafundinum margnefnda.
Rétt er að svara þeim aðdróttun-
um sem bomar vom á stofnendur
og eldri hluthafa Stöðvar 2 á um-
ræddum blaðamannafundi til þess
að fólk átti sig betur á kjarna máls-
ins.
Það skal hér með upplýst að
skuldabréf þau sem „ónafngreindir
hluthafar" afhentu Stöð 2 vom
gefin út í ágúst 1989 af undirrituð-
um, ásamt Jóni Óttari Ragnarssyni
(JÓR) og Ólafí H. Jónssyni (ÓHJ)
— hvert að upphæð kr. 8 m. Bréf
þessi vom gefin út til uppgjörs á
reikningum hluthafa.
A móti skuld þessari var ófrá-
gengin og uppsöfnuð skuld félags-
ins við ofangreinda hluthafa sem
að mati þeirra var talin nema á
hvern um sig a.m.k. kr. 8 m. Þessa
upphæð skuldaði sjónvarpsfélagið
okkur vegna vinnu í þágu Stöðvar
2 frá stofnun félagsins og fram á
mitt sumar 1989. Krafa þessi sam-
anstóð af vinnuframlagi okkar
þriggja umfram laun á tímabilinu,
hluthafasamningi frá 1987, vinnu
við þáttagerð, og síðast en ekki síst
áhættuþóknun fyrir personulegar
ábyrgðir og veð (m.a. frá fjöiskyld-
um okkar) í þágu Stöðvar 2, sem
námu mörg hundruð milljónum
króna, ofl.
Þess má geta í þessu samhengi
að það var eitt fyrsta verk hinna
nýju eigenda Stöðvar 2 að ákveða
að félagið greiddi þeim sjálfum
umtalsverða veðleigu og þóknun
fyrir persónulegar ábyrgðir þeirra
í þágu Stöðvar 2. Einnig ákváðu
nýju stjórnarmennirnir að greiða
sjálfum sér rífleg stjórnarlaun, auk
viðbótarlauna í þeim tiLvikum þegar
vinna þeirra keyrði um þverbak.
Hvað eru þessir sömu menn svo að
tala um?
í raun hefði verið réttara að ÍSF
greiddi hluthöfunum sem hér um
ræðir' þá kröfu sem þeir áttu á fé-
lagið — en vegna þess hvað
greiðslustaða félagsins var erfið,
þótti rétt að ganga frá málinu þann-
ig að hluthafar gæfu út óverðtryggð
skuldabréf sem greidd yrðu á löng-
um tíma. Að mati okkar var þetta
einfaldlega leiðin til að afgreiða
mál þetta þannig að fylgt væri
ströngustu reglum.
Útgáfa bréfanna fór því fram á
formlega löglegan hátt.
Aðalatriðið er að í 9 mánaða
uppgjöri félagsins, þ. 30. september
1989, voru skuldabréf þessi til-
greind í bókhaldi félagsins. Verzl-
unarbanki íslands hf. eignaðist svo
meirihlutann í Stöð 2 þann 30. des-
ember 1989. Að sjálsögðu voru
engar sérstakar atliugasemdir
nokkurn tfma gerðar við mál þetta.
Núverandi meirihlutaeigendur og
stjórnendur Stöðvar 2 gengu síðan
frá kaupum á hlutabréfum sínum
við Eignarhaldsfélag Verzlunar-
banka Islands hf. þann 7. janúar
1990. Hverjum dettur í alvöru í hug
að jafn reyndir kaupmenn og hér
áttu hlut að máli athuguðu ekki
nákvæmlega þann varning sem þeir
voru að kaupa? Enda er ég sann-
færður um að það hefur verið gert
í þessu tilfelli.
Hér erum við komin að kjarna
málsins og það sem mér finnst einna
hjákátlegast við þennan blaða-
mannafund er að nýju eigendurnir
voru að blapda saman þessum
skuldabréfum, sem voru hluti af
kaupsamningi þeirra um áramótin,
annars vegar og ársuppgjöri félags-
ins sem þeir telja miklu neikvæðara
en Eignarhaldsfélag VÍ kynnti fyrir
þeim hins vegar. Það er með öllu
óskiljanlegt hvernig mönnunum
dettur í hug að blanda þessum hlut-
um saman á þennan hátt.
Ég veit t.d. að nýjum stjórnend-
um Stöðvar 2 var vel kunnugt um
margvísleg opinber gögn félagsins,
þ.m.t. umrædd skuldabréf, strax í
janúar sl. M.a. hefur fyrrverandi
sjónvarpsstjóri staðið í því skemmti-
lega verkefni að ganga frá starfs-
lokasamningi við nýju eigendurna
þar sem verið er að meta öll hans
mál, þar með talin ofangreind
skuldabréf.
Lokaorð
Ég og aðrir sem fylgst höfum
með þessu máli erum sannfærðir
um að aðaláhugamál nýrra hluthafa
-voru, þegar þeir tóku þá ákvörðun
að kaupa meirihlutann í Stöð 2,
óvenju miklar fastar mánaðartekjur
Stöðvar 2, og voru þeir að fjárfesta
í framtíð fyrirtækisins. Galdurinn
er hinsvegar að reka Stöð 2 þannig
að vegur hennar vaxi og arður fá-
ist af fjárfestingunni. Ekki sýnist
mér núverandi meirihluti hafa þessi
einföldu sannindi að leiðarljósi.
Hans Kristján Árnason
„Þess má geta í þessu
samhengi að það var
eitt fyrsta verk hinna
nýju eigenda Stöðvar 2
að ákveða að félagið
greiddi þeim sjálfiim
umtalsverða veðleigu
og þóknun fyrir per-
sónulegar ábyrgðir
þeirra í þágu Stöðvar
2. Einnig ákváðu nýju
stjórnarmennirnir að
greiða sjálfiim sér
rífleg stjórnarlaun, auk
viðbótarlauna í þeim til-
vikum þegar vinna
þeirra keyrði um þver-
bak. Hvað eru þessir
sömu menn svo að tala
um?“
Kaupsamningur nýju hluthaf-
anna við Eignarhaldsfélag Verzlun-
arbanka íslands hf. var hinsvegar
óviðkomandi okkur eldri hluthöfum
félagsins, sem áttum engan þátt í
samningum nýju hluthafanna við
Eignarhaldsfélag VÍ.
Það hefur aldrei staðið á stofn-
endum og eldri eigendum Stöðvar
2 að skýra atriði sem kynnu að
vekja spurningar hjá hluthöfum fé-
lagsins (m.a. útgáfu umræddra
skuldabréfa) ef óskað væri eftir og
eðlilega að málum staðið.
Það verður að taka það aftur
skýrt fram að hér var um bókfærð
gögn hjá félaginu að ræða. Það að
draga þetta einstaka mál (sem allt-
af var opinbert í bókum félagsins)
fram á blaðamannfundi og rang-
túlka það úr öllu samhengi verður
að teljast ámælisvert. Það mál hlýt-
ur að flokkast undir vitlaust útspil
af hálfu þeirra, ella er augljóst að
annarleg sjónarmið búa hér að baki
hjá núverandi meirihluta og vald-
höfum á Stöð 2. Vinnubrögð núver-
andi meirihluta Stöðvar 2 hafa ein-
kennst af framkomu í garð eldri
stjórnenda og núverandi minnihluta
sem telja verður ósæmandi siðuðum
kaupsýslumönnum.
Á fyrrnefndum blaðamannfundi
vitnaði stjórnarformaður Stöðvar 2
í áritun endurskoðanda Islenska
sjónvarpsfélagsins hf. sem fylgir
ársreikningi félagsins fyrir árið
1989. Honum láðist hinsvegar að
geta hvernig sú áritun er tii orðin,
enda segir þar að núverandi stjórn
félagsins telji sig eiga almenna
kröfu á hendur tilteknum hluthöf-
um.
Það er óskiljanleg árátta hjá virt-
um kaupmönnum að elta ólar á
opinberum vettvangi við mál sem
eru hálfopinber bókhaldsgögn í
vörslu þeirra sjálfra og eðlilega til-
komin. Það er ámælisvert að leyfa
sér að gera slíka atlögu að stofnend-
um Stöðvar 2 eins og hér er gert
með málatilbúningi af þessum toga.
Það hefði t.d. verið lágmarks kurt-
eisi að láta „sakborningana“ vita
hvað stæði til og hvernig fjallað
yrði um mál á fréttamannafundi
sem kæmi þeim svo sannrlega við.
En því var ekki að heilsa hér frem-
ur en fyrri daginn.
Stöð 2 hefur átt í vök að veijast
út á við undanfarna mánuði og
hafa ýmis mál tengd stjórn hennar
fengið miður góða einkunn hjá al-
menningi. Þetta er varasöm þróun
fyrir fyrirtæki sem á eins mikið
undir velvilja og vinsældum aí-
mennings og Stöð 2. Hafa almenn-
ingstengsl að mínu mati verið van-
rækt og hefur ógætilega verið hald-
ið á spilunum í því áróðursstríði sem
stendur um þennan áhrifamikla
fjölmiðil. Af nógu er að taka, en
hér nægir að nefna aftur ákvörðun
meirihlutans að sækja um 200 millj-
óna króna ábyrgð hjá Reykjavíkur-
borg, — og sorgleg endalok samein-
ingarmálanna við Sýn hf. Bæði
þessi mál eru verulegt áfall fyrir
Stöð 2 og hlýt ég að lýsa yfir fullri
ábyrgð á hendur núverandi valdhöf-
um Stöðvar 2.
Ég verð að ætla að með leiksýn-
ingunni á blaðamannafundinum
hafi aðeins verið um enn eitt frum-
hlaupið hjá valdhöfum Stöðvar 2
að ræða. Ég hlýt að flokka þetta
undir vankunnáttu þeirra og byij-
endamistök, annað væri sorglegra
en tárum tekur. Mér finnst stundum
eins og nú sitji við stjórnvölinn á
kærleiksheimilinu mínu gamla
menn sem hafa komist undir stýri
á einhveiju kraftmesta tryllitæki
landsins og það tekur þá enn nokk-
urn tíma að læra að stýra og beita
hestöflunum þannig að þeir haldi
sér á þjóðveginum. Ég vona svo
sannarlega að þeir nái meiraprófi,
svo flokka megi þessa frumraun
þeirra á tryllitækinu undir bemsku-
brek og ærslagang í hita leiksins.
Stofnendur Stöðvar 2, ásamt
hópi einstaklinga úr ýmsum at-
vinnugreinum, eiga ekki síður fjár-
hagslegra hagsmuna að gæta en
núverandi valdameirihluti Stöðvar
2. Þessi minnihlutahópur hefur
einnig lagt afar mikið í sölumar
og m.a. keypt hlutabréf í Stöð 2
fyrir um kr. 150 m. Hinsvegar hafa
núverandi meirihlutaeigendur litið
á sig sem einkaeigendur Stöðvar 2
og notað yfirgnæfandi valdastöðu
sína til að kveða niður raddir minni-
hlutans og láta sem honum komi
rekstur Stöðvar 2 nánast ekkert við.
Gott er að hafa í huga að illt
eitt hlýst af stríði — þar tapa báðir
aðilar — en þeir sem tapa þó mest
á þessum sandkassaleik fullorðinna
kaupsýslumanna eru auðvitað þeir
sem síst skyldu, nefnilega íslenskir
sjónvarpsáhorfendur, áskrifendur
Stöðvar 2 og íslensk menning. Það
var svo sannariega ekki sú stríðs-
hugsjón sem hvatti stofnendur
Stöðvar 2 til að ráðast í þetta risa-
vaxna verkefni í upphafi.
Það er kominn tími til að opinber-
um innanfélagsóeirðum á Stöð 2
linni.
Það sem mestu máli skiptir á
Stöð 2, ef takast á að koma dross-
íunni upp á þjóðveginn aftur er eft-
irfarandi.
1. Bæta þarf reksturinn til að
snúa taprekstri í hagnað, og í
framhaldi af því þarf að opna
félagið til að öðlast hlutdeild og
afla hlutafjár frá almenningi.
2. Miklu skiptir að gerð verði enn
ein tilraunin til að bjarga samein-
ingu Sýnar hf. og Stöðvar 2.
Þetta þýðir að stjórn Stöðvar 2
þarf að rétta Sýn sáttahönd og
bjóða þeim annaðhvort stjórnar-
formennsku eða forstjórastöðuna
í sinn hlut. Menn mega nefnilega
ekki halda svo stíft í stóla sína
í svona fyrirtækjum að þeir láti
annan eins happdrættisvinning
úr greipum sér ganga. Takist að
bjarga sameiningunni fyrir hom
er t.d. umsóknin til Reykjavíkur-
borgar alls óþörf.
3. Vinna verður að því öllum
árum að Stöð 2 endurheimti
markaðshlutdeild sína, bæði á
auglýsingamarkaðnum og á með-
al áskrifenda. Enda þótt ógern-