Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JULI 1990 Átak gegn einelti eftir Önnu Ólafs- dóttur Björnsson Ofbeldi meðal barna og unglinga var mjög til umræðu á liðnum vetri, ekki síst vegna tíðra blaðafregna um götuofbeldi í Reykjavík. Ofbeldi á, götum úti er sýnilegt og því er mikil umfjöllun um það og oft og tíðum ómáiefnaleg. Hljóðara hefur verið um aðra tegund ofbeldis, ein- elti, sem þó er að flestra mati mun algengara en ofbeldi á götum úti. Nú sjást þess merki að fólk sé farið að veita þessari tegund ófbeld- is meiri athygli. í ágætri umfjöllun tímaritsins „Ný menntamál" er brugðið upp mynd af ástandinu eins og það getur orðið í íslenskum skól- um, bæði frá sjónarhóli barns sem verður fyrir einelti og þeirra sem sérfróðir eru um þessi málefni. Það er vel að um þessi mál sé nú fjallað í fagtímariti skólafólks. En fleira þarf að koma til og ef vel á að vera þarf að takast viðtækt sam- starf milli ýmissa hópa er starfa með börnum og ungiingum og barn- anna og ungiinganna sjálfra. Þingmál um átak gegn einelti í þessu skyni fluttum við þing- konur Kvennalistans þingsályktun- artillögu um -átak gegn eineiti síðastliðinn vetur. Málið var sent til umsagnar ýmissa aðila og hefur fengið jákvæðar undirtektir, þótt ekki næði það afgreiðslu í annríki þingsins í vor. Það verður því endur- flutt í haust. í Noregi var gert merkt átak gegn einelti fyrir nokkrum árum og tókst það mjög vel. í Svíþjóð hefur umræða um einelti í skólum verið mjög mikil að undanförnu og meðal annars forsíðuefni blaða dag eftir dag, eftir að upp komst um mjög alvarlegt dæmi slíks ofbeldis. Vonandi þarf ekki að bíða eftir slíkri æsifregnaumfjöllun hér á landi til nasoi c ............ nps Sjálfvirkt val — Innbyggður hljóðnemi og hátalari — 12 minni — 3 minni fyrir beint útval— Hvert móttekið skilaboð.í allt að 150 sek. — Ljós í takkaborði — Tónval, púlsval — Veggfesting. Verð kr. 12.943 IhIHEKIAHF [V ;; i Laugavegi 170-174 Slmi 695500 !©BOSCH! RAFMAGNSVERKFÆRI r r I URVALI 20% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM VÉLUM DAGANA 12.-20. iúlí ÞYSK GÆÐI Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 Anna Ólafsdóttir Björnsson „Margir þeirra ungl- inga sem síðar leiðast út í ofineyslu áfengis og annarra vímuefiia hafa orðið fyrir eineiti þegar þeir voru yngri.“ að málið verði tekið föstum tökum. Merkilegt frumkvæði í Garðabæ Þess eru raunar dæmi að verið sé að taka einelti og samskipti skólabarna og -unglinga föstum tökum og nægir þar að nefna mjög áhugavert framtak kennara og sál- fræðideildar skóla í Garðabæ, sem fjallað var um í fjölmiðlum fyrir skömmu. Fólk er að vakna til vit- undar um að ekki dugar að sitja hjá og láta böm og unglinga ,jafna sín mál“ með handafli og láta sem ekkert sé. Hvers vegna þarf að taka einelti sérstaklega fyrir? Einelti er mjög alvarlegt ofbeldi og má geta þess að allt að 80% þeirra barna og unglinga sem koma í unglingaathvörfin í Reykjavík búa við félagslega einangrun en það er einmitt sá hópur sem verður helst fyrir einelti. Nokkrum tilviljunum er háð hvort börn og unglingar sem verða fyrir einelti fái aðstoð nógu snemma til að auðvelt sé að liðsinna þeim. Ef gripið er í taumana fljótt er hægt að ijúfa vítahring sem annars kann að skapast. Skipuleg fræðsla fyrir starfsfólk skóla um einkenni einelt- is er ekki fyrir hendi nú. Kennarar eru þó í góðri aðstöðu til að finna fórnarlömb eineltis þekki þeir ein- kennin. Auk þess geta þeir haft veruleg áhrif á samskiptamynstur innan bekkjardeilda og minnkað iíkur á að einelti endurtaki sig ef vel tekst til. Hvers vegna verðtrygging? Athugasemdir við skrif Jóhanns Rúnars Björgvinssonar eftir Kristján B. Þórarinsson Þann 15. júní sl. skrifaði Jóhann Rúnar Björgvinsson þjóðhagfræð- ingur grein í Morgunblaðið, sem hann kallar „Vextir og verðtrygg- ing“. í grein sinni skilgreinir hann stöðu fjármagnseigenda og hags- muni þeirra, sem eru fólgnir í verð- tryggingu fjármuna. Þessi grein skýrir aðeins hlið eigenda fjár- magnsins, en hann gleymir veiga- mesta atriði málsins; ef eigendur fjármagnsins hefðu enga viðskipta- vini, yrðu fjármunir þeirra verðlaus- ir. Það greiðir enginn vexti né verð- tryggingu af geymsiufé, nema það sé notað af öðrum. íslendingar hafa í dag mjög tal- andi dæmi um eignir sem ekki selj- 1 ast, t.d. húsnæði hverskonar og at- vinnufyrirtæki. Ég geri ráð fyrir að eigendur slíkra eigna þurfi að fá verðtryggingu fyrir fjármuni sína, þó þeir séu í fasteignum. Við getum ekið um götur nánast hvar sem er á landinu, þar sem stendur autt húsnæði auglýst til sölu eða leigu. Mikið af þessu húsnæði er á Reykjavíkursvæðinu, þar sem fjár- magnið er hvað mest. Við vitum að eigendur þessara fjármuna hafa neyðst til að iækka eignir sínar í verði. Þetta segir mér, að menn meta fjármuni umfram raungildi, en raungildi fjármuna er það sem grein Jóhanns þefði átt að fjalla um, en ekki hvernig fjármagnseigendur geti krafist af löggjafanum laga, sem tryggi þeim sérstöðu þ.e.a.s. reiknuðu raungild', sem einhvetjir misvitrir fræðingar krefjast fyrir umbjóðendut' sina. „Og í rauninni er það ekki í verka- hring stjórnmálamanna í lýðræð- isríkjum að ákveða hvaða sparnað- ar- eða lánaform eigi að vera til staðar. Það er fyrst og fremst mark- aðarins, þ.e.a.s. sparenda, skuldara og bankakerfisins." Þarna talar sá, sem vill hafa ráð allra í hendi sér. Hann afneitar sameiginlegri stjórn landsmanna á peningamálum. Hann vill að þeir, sem eiga fjármagnið, fái að stjórna því alfarið á eigin spýtur út frá eigin forsendum líkt og nú gerist. Ég treysti því ekki, að stjórnun slíkra aðila, þ.e.a.s. banka og verðbréfastofnana, verði rekið á jafnvægisgrundvelli. Jóhann leggur ekki út í greiningu á efnahagslegum áhrifum verð- tryggingar. Mig langar að benda á að fyrir um 10 árum var verðtrygg- ing sett á til að vernda sparifé og útlánsfé fjármagnseigenda. Að vísu var þá mikil verðbölga og óstjórn í peningamálum þjóðarinnar. Allan þennan áratug er verðtrygging búin að vera við lýði, en verðbólgan er enn þrátt fyrir það og hún mun halda áfram eins lengi og menn vilja, verðtryggingin læknar hana ekki. Verðbólgan er vegna aðgerða stjórnvalda, stjórnvöld hafa vald til að halda aftur af spennu í atvinnu- lífínu og geta með áhrifum sínum og aðgerðum aukið á þenslu eins og þeir geta dregið úr henni. Nýj- asta dæmið um aðgerðir stjórnvalda er hækkun á áfengi og tóbaki og um leið frestun á að standa við gerða kjarasamninga. Þessar að- gerðir rýra trú manna á stjórnvöld- um og er það miður, en sýnir samt áhrifamátt þeirra. Raunvextir eru mikið eðlilegri og betur skýrandi en verðtrygging og vextir nefndir ýmsum nöfnum. Fyr- irtæki hafa hopað undan verðtrygg- ingu og mörg orðið gjaldþrota. Fyrri arðsemi þeirra nægir ekki lengur til að standa straum af greiðslum verðtryggðra lána. Jóhann segir: „Við höfum horft upp á það undan- farin misseri, hvernig fyrirtæki, sem ekki hafa staðist eðlilega arðsemi eða raunvexti hafa orðið undir. Önnur hafa endurskoðað sína starf- semi til að ná fram hagkvæmari rekstri og enn önnur hafa runnið saman í sama tilgangi." Það sem við höfum í raun horft upp á heitir samdráttur í þjóðfélaginu, bæði gamalgróin og ný fyrirtæki fara á hausinn vegna ófullnægjandi fjár- hagsstöðu, ásamt því að einbjörn togar í tvíbjörn, þannig.að mörg fyrirtæki lenda í því að eiga hjá fjölda annarra fyrirtækja stórar upphæðir í útistandandi skuldum. Fyrirtækin sem eiga skuldirnar eru neydd til að taka dýr verðtryggð rekstrarlán, þrátt fyrir góða rekstrarstöðu, en lausafjárstaðan er bundin útistandandi skuldum, sem-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.