Morgunblaðið - 12.07.1990, Side 21

Morgunblaðið - 12.07.1990, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 Ekki vonlaust verk Fagfólk sem starfað hefur með unglingum telur tiltölulega auðvelt að greina einkenni eineltis í hópi barna og unglinga og því sé fræðsla eitt af lykilatriðum þess að hægt sé að gera átak gegn einelti. Sér- fræðiráðgjöf fyrir kennara og kenn- aranema myndi því vera ein þeirra leiða sem samstarfshópur athugaði gaumgæfilega. Ýmsar ytri aðstæður svo sem hönnun skólalóða og gæsla í frímínútum geta skipt sköpum um hvort börnum og unglingum sé búið öryggi í frímínútum eða þar séu aðstæður sem ýta undir einelti. Reynsla annarra þjóða sem glíma við sama vanda hefur orðið til þess að farið er að huga gaumgæfilega að tómstundaaðstöðu í skólum, með það í huga að veita orku bama og unglinga útrás í uppbyggjandi leikj- um og starfi. Ætla má að hægt sé að gera einfaldar úrbætur og bæta gæslu á leikvöllum án mikils til- kostnaðar og ekki ólíklegt að í heild gæti slík fjárfesting leitt til sparn- aðar, ef hægt væri að koma í veg fyrir ofbeldi og einelti á skólavöll- um. A sama hátt verður einnig að líta á fleiri staði þar sem börn safn- ast saman í stórum hópum, til dæm- is skólabíla. Bestu leiðirnar ekki dýrastar Rétt er að vekja athygli á að hægt er að benda á tiltölulega ódýr- ar leiðir til að ná miklum árangri til hagsbóta fyrir börn og unglinga, ekki síst þá sem eiga undir högg að sækja. Ef vei tækist til væri hægt að byggja upp öflugt forvarn- arstarf sem byggðist fremur á skyn- samlegri stefnumörkun en dýrum björgunaraðgerðum þegar skaðinn er skeður. Margir þeirra unglinga sem síðar leiðast út í ofneyslu áfengis og annarra vímuefna hafa orðið fyrir einelti þegar þeir voru yngri. Veru- legu máli skiptii að ná fljótt til sem flestra fórnarlambanna. Átak gegn einelti er því fyrirbyggjandi starf sem getur skilað góðum árangri. Þeir sem leggja aðra í einelti eiga einnig við vandamál að stríða. Breytt samskiptamynstur í félaga- hópi, t.d. í skóla, getur einnig hjálp- að þeim sem beita einelti. Vernd barna og unglinga, velferð þeirra og góð líðan verður aldrei metin til fjár. Því verða allir að taka höndum saman og stuðla að því að gert verði átak gegn einelti, byggt á því starfi sem þegar hefur verið unnið í íslenskum skólum, reynslu starfsfólks unglingadeilda og unglingaheimila og árangri þeim sem náðst hefur í svipuðu átaki meðal annarra þjóða. Höfundur or þingmadur Kvennalistans í Reykjaneskjördæmi. Kristján B. Þórarinsson „Mér fínnst að allir sem byggja landið, eigi að taka þátt í og leggja sitt af mörkum til að jafiivægi komist á og stuðla að uppbyggingu réttláts þjóðfélags. ekki koma inn. Til eru dæmi um fyrirtæki, sem hafa lagt upp laup- ana vegna þess að þau hafa full- nýtt aðstöðu sína til lántöku, við- skiptavinir þeirra og skuldunautar komnir í gjaldþrot. Síðan þegar gjaldþrotin hafa verið gerð upp, hefur staðan verið viðunandi, en bara of seint, endar náðu ekki sam- an. Biðlund fjármagnseigenda nægði ekki, þeir tóku ekki áhættu. Batnandi árferði í rekstri margra fyrirtækja, aukin verkefni, meiri umsvif og arðsemi hafa ekki nægt til að standa straum af of háum fjármagnskostnaði. Menn hafa reynt að bjarga sér, t.d. með sam- runa fyrirtækja, en verðtryggðu skuldirnar hverfa ekki, heldur banka á dyr þessara fyrirtækja eins og annarra og er ekki spurt að leikslok- um. Fyrirtæki og allir þeir sem standa í framkvæmdum og rekstri þurfa lánsfé, en þeir eru bundnir á klafa verðtryggingar. Það eru ekki fjár- magnseigendur verðbréfa og banka- fyrirtækja, sem standa í slíkum áhætturekstri, enda eina stéttin í landinu, sem varin er gegn slíkum áföllum með verðtryggingu. Að lokum: Allir landsmenn eiga rétt á að safna og eiga sparifé, en þeir eiga ekki að vera rétthærri en þeir sem leggja allt sitt undir til að halda gangandi atvinnulífi þjóðar- innar, afla henni gjaldeyris og tryggja afkomu þeirra sem landið byggja. Verðtrygging er ekkert annað en fínt nafn á okurvöxtum, sem mala gull fyrir bánka og fjár- magnseigendur, en blóðmjólkar at- vinnulífið, eins og samdráttur og vaxandi atvinnuleysi eru talandi dæmi um. Mér finnst að allir sem byggja landið, eigi að taka þátt í og leggja sitt af mörkum til að jafn- vægi komist á og stuðla að upp- byggingu réttláts þjóðfélags, sem þjónar ekki aðeins þeim stóru, held- ur einnig þeim smáu. Höfundur er verkstjóri. Ef V.-Þjóðverjar hefðu gleymt HM-styttunni í Róm... ...þá hefðu þeir að öllum líkindum gripið til símans og beðið um að styttan yrði send þeim í snarhasti með EMS- Forgangspósti. Tekið er við EMS-Forgangs- pósti á öllum pósthúsum landsins og þar er hægt að fá nánari upplýsingar og nýjan kynningarbækling. EMS- Forgangs- póstur er sérstök hraðþjónusta sem tryggir viðskipta- vinum hraðan og öruggan flutning á mikil- vægum skjölum og vörum innanlands og heimshorna á milli, rakleitt til viðtakanda. GJALDSKRÁ 01.01.1990. EMS-FORGANGSPÓSTUR TIL ÚTLANDA 250 gr 1 kg Hvert viðbótar kg Evrópa 1.500,- kr 2.500,- kr 200,- kr N-Amerika 1.800,- kr 3.000,- kr 400,- kr Afríka og Asía 2.100,- kr 3.500,- kr 450,- kr S-Ameríka 2.400,- kr 4.000,- kr 500,- kr Eyjaólfa 2.700,- kr 4.500,- kr 550,- kr FORGA NGSPOSTUR EMS - upplýsingasími 91 - 63 71 90 A1 I Við eigum fyrirliggjandi álfelgur undir HONDU, TOYOTA, BMW, VW GOLF, AUDI og BENZ. • Eingöngu viðurkennd þýsk gæðaframleiðsla. • Sérpöntum fyrir þýska og japanska bíla. • Örstuttur afgreiðslufrestur. GOTTFÓLK/SlA SS00-1SS 1.1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.