Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 22

Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JULI 1990 Staðarval fyrir álver: Skiptar skoðanir um um minnisblað ráð- gj afanefndarinnar EYFIRÐINGAR og Reyðfirðingar eru ósáttir við það mat á stað- arvali fyrir álver, sem fram kemur í minnisblaði ráðgjafaneíndar iðnaðarráðuneytisins, sem greint var frá í Morgunblaðinu á þriðju- dag. í minnisblaðinu er meðal annars sagt, að Keilisnes á Reykja- nesi uppfylli öll skilyrði Atlantsálfyrirtækjanna og að stofn- og reksturskostnaður þar verði lægri en við Eyjafjörð og Reyðarfjörð. Austfirðingar mega ekki glata þessu tækifæri Atvinnumálanefnd Reyðar- fjarðar samþykkti á fundi á mánu- daginn ályktun um staðsetningu álversins. Þar segir meðal annars, að fullyrðingum, sem fram hafi komið um yfírburðastöðu Keilis- ness umfram Reyðarfjörð, sé al- farið vísað á bug. Aðeins tvö at- riði séu talin draga úr möguleik- um Reyðarfjarðar og þau séu reist á vafasömum forsendum. í fyrsta lagi sé gert ráð fyrir dýrari mengunarbúnaði á Reyðar- fírði, svokölluðum vothreinsibún- aði. Því verði varla trúað að óreyndu, að aðilar sem standa að hollustuvemd og mengunarvöm- um geri minni kröfur í þeim efnum á Keilisnesi, sem sé aðeins í um 10 kflómetra fjarlægð frá útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Kröfur um mengunarútbúnað af fullkomn- ustu gerð hljóti alls staðar að vera hinar sömu, hvort sem í hlut eigi höfuðborgarbúar eða Aust- firðingar. í öðm lagi sé reiknað með mikl- um kostnaði við aðflutning vinnu- afis vegna álvers á Reyðarfírði, en þar sé gengið út frá sömu for- sendum og við byggingu virkjana í óbyggðum. Atvinnumálanefnd telur að þarna sé hallað réttu máli og beinir því til fulltrúa íslenskra stjómvalda að gera við- semjendum sínum í Atlantsál- hópnum grein fyrir því. Þá segir í ályktuninni að at- vinnumálanefndin vari eindregið við því ástandi sem skapist í fjórð- ungnum ef nýju álveri yrði valinn staður á Reykjanesi og öll virkjan- leg orka Austurlands flutt burt. Austfírðingar megi ekki undir neinum kringumstæðum glata þessu mikla tækifæri í atvinnu- málum. Er skorað á stjórnvöld að gera það sem í þeirra valdi standi tii að Reyðarfjörður verði fyrir valinu og standa þannig vörð um árangur af áralangri baráttu við verðbólgu, en þensluáhrif á þjóð- arbúið verði minnst ef álverið verði reist á Austurlandi. Þjóðhagslega hagkvæmast að byggja við Eyjafjörð „Eftir því sem ég veit best, er meirihluti þingmanna þeirrar skoðunar, að nýtt álveri skuli staðsett úti á landsbyggðinni og iðnaðarráðherra hlýtur að gera sér grein fyrir því,“ segir Halldór Blöndal, alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. „Ég er ekki í vafa um að það er þjóðhagslega hagkvæmast að staðsetja álverið við Eyjaijörð," segir hann. „Við Eyjafjörð og á Skjálfandasvæðinu býr tíundi hluti þjóðarinnar og ég sé ekki hvemig á að vera hægt áð halda uppi heilbrigðri byggðastefnu öðruvísi en að festa þessa byggð í sessi og skapa almenn skilyrði fyrir því að margvísleg atvinnu- starfsemi geti þróast þar.“ Halldór segir að nauðsynlegt sé að breikka grandvöll. atvinn- ulífsins á þessu svæði. „Það hefur ekki verið búið þannig að fisk- vinnslunni að hún geti tekið við meiri mannafla, heldur ekki að samkeppnisiðnaði á borð við skip- asmíða- og uliariðnaðinn og ekk- ert bendir til frekari uppbygging- ar smáiðnaðar. Álver myndi hins vegar treysta stöðu atvinnulífsins við Eyjafjörð." í minnisblaði ráðgjafanefndar iðnaðarráðuneytisins, segir að samkvæmt fyrstu vísbendingum verði kostnaðarauki af því að byggja álver við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð miðað við Keilisnes, 20 til 40 milljónir bandaríkjadala. Halldór Blöndal segist ekki hafa séð hvernig komist hafí verið að þeirri niðurstöðu. „Þar virðist vera miðað við kostnað við byggingu álvers án þess að líta á málið í víðara samhengi. Til dæmis myndi bygging álvers á Keilisnesi kalla á aukna umferð á Reykjanesi og umfangsmiklar ve_gaframkvæmd- ir í kjöifar þess. I Eyjafirði þolir vegakerfið hins vegar aukna um- ferð. Auk þess er ekki tekið tillit til kostnaðar vegna þeirra gífur- Iegu fólksflutninga, sem bygging álvers á Reykjanesi hefði í för með sér. Mér sýnist því að þetta dæmi sé vitlaust lagt upp,“ segir Halldór. Tek fullyrðingum um lægri kostnað með fyrirvara Hilmar Sigurjónsson oddviti á Reyðarfirði segist taka fullyrðing- um í minnisblaðinu um lægri kostnað á Keilisnesi með fyrir- vara. Jafnframt komi önnur atriði þar sér á óvart, enda ekki í sam- ræmi við þær upplýsingar, sem Reyðfirðingar hafí fengið í við- ræðum vegna álversins. í minnisblaðinu var talið að mengun frá álveri í Reyðarfírði gæti haft áhrif á gróður í dalbotn- inum og í þorpinu en Hilmar seg- ir að vegna vindátta þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum atrið- um. Fólksfæð á svæðinu eigi held- ur ekki að hafa áhrif. „Ef álverið yrði staðsett á Keilisnesi er ljóst, að meirihluti starfsmanna myndi búa í Reykjavík. Það þýðir, að það myndi taka lengri tíma fyrir þá að safnast saman og fara suður á Keilisnes heldur en fyrir menn hér úr nágrannabyggðunum að komast hingað, verði álverið stað- sett hér,“ segir Hilmar. Stöð 2 og Eignarhaldsfélag Verslunarbankans: Erindinu verður svar- að þegar það berst - segirEinar Sveinsson Mynd franska ljóðskáldsins Baudelaire er á forsíðu fyrsta tölublaðs Tímaritsins 2000. EINAR Sveinsson varaformað- ur Eignarhaldsfélags Verslun- arbankans segir að erindi Is- lenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Stöð 2, verði svarað þeg- ar það berst. Meirihluti eigenda Stöðvar 2 ætlar að óska skýringa á misræmi á upplýsingum, sem Eignarhalds- félagið gaf um fjárhagsstöðu Tímaritið 2000 komið út TÍMARITIÐ 2000 hefiir hafið göngu sína og verður haldið upp á útkomu fyrsta tölublaðsins á Hótel Borg á fiistudagskvöldið. Tíma- ritið 2000 er 132 blaðsíður og er prentað í stærðinni 49 x 29 sm. Aðstandendur tímaritsins 2000 eru Ari Gísli Bragason, Lars Emil Árnason, Sigurjón Ragnar og Þorsteinn Siglaugsson. í fyrsta tölublaðinu era m.a. greinar um arkitektúr og hönnun, bókmenntir, myndlist og tízku og sérstök áherzla er lögð á ljósmynd- ir. Á Hótel Borg verður fyrsta tölu- blað tímaritsins kynnt, og klukkan 21 hefst Ijóðalestur. Þá lesa höfundarnir Nína Björk Árnadóttir, Sigfús Bjartmarsson, Kristján Þórður Hrafnsson, Margrét Lóa Jónsdóttir og Ari Gísli Bragason les úr ljóðahandriti Steinars Jóhannssonar. Þá verður tízkusýning og eftir hana ýmsar uppákomur og stuttu eftir miðnætti hefur hljómsveitin Júpiter leik. Stöðvar 2 í janúar sí„ og niður- stöðu endurskoðaðra reikninga Stöðvar 2. Einar sagði ljóst að þarna væri um stórt mál á ferðinni, en að hann hefði ekki kynnt sér forsögu þess nægilega vel til að svara til um efnisatriði. Einar Sveinsson kom inn í stjórn Eignarhaldsfé- lagsins á síðasta aðalfundi þess í lok apríl. Þá var Haraldur Haralds- son kosinn formaður, en hann er einnig stór hluthafi í Stöð 2, og í hópi meirihlutans. Ekki náðist tal af Haraldi í gær. I reikningum Stöðvar 2 kemur fram, að heildarskuldir um áramót námu Í496 milljónum króna. Nei- kvætt eigið fé, það er skúldir umfram eignir, var 671 milljón, og 155 milljóna króna tap varð á rekstri fyrirtækisins árið 1989. Þá gerðu endurskoðendur athuga- semdir við 24 milljóna króna skuld fyrri aðaleigenda við Stöð 2, og að yfirverð hefði verið greitt fyrir fasteign. Eignarhaldsfélag Versl- unarbankans, hafði hins vegar upplýsingar um að neikvætt eigið fé væri 500 milljónir um siðustu áramót, og að reksturinn yrði á núlli. Á þessu ári hefur komið inn 500 milljóna króna nýtt hlutafé, sem aðallega var notað til að greiða niður skuldir. Nína Gautadóttir við eitt verka sinna Nína Gautadóttir sýn- ir á Kjarvalsstöðum NÍNA Gautadóttir opnar málverkasýningu á Kjarvalsstöðum laugar- daginn 14. júlí kl. 14. Verkin á sýningunni eru öll unnin á síðustu tveimur árum, og er uppspretta þeirra áhugi Nínu fyrir skrift og táknriti, en hún notar rúnaletur, forn-egypsku og fjölkyngitákn í myndir sínar. Nína er fædd i Reykjavík 1946. Hún lauk hjúkrunarprófí frá Hjúk- runarskóla Islands 1969. Árið 1970 fór hún til Frakklands þar sem hún stundaði nám í Listaháskóla París- arborgar og lauk þaðan brottfarar- prófí í málaralist 1976. Hún stund- aði einnig framhaldsnám i högg- myndun við sama skóla. Nína dvaldi í nokkur ár í Níger og Kamerún í Afríku og vann um tíma í vefnaði og með ieður. Hún býr nú og star- far í París.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.