Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 24

Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 HONDÚRAS NICARAGUA COSTA RICA' Bardagar í Nicaragua Vesturlandamæri Póllands: NÝLEGA skýrði hið kunna breska læknarit The Lancet frá því, að 25 ára sjómaður í Manchester hefði líklega látist úr alnæmi þegar árið 1959. Byggist þessi niðurstaða á ítarlegum rannsóknum en á sínum tíma var talið, að lungnabólga væri banamein mannsins. Ónæmiskerfi mannsins brast og fram til þessa hafa læknar ekki getað skýrt hváð olli því. Undrun vekur að alnæmi skuli hafa skot- ið niður svo snemma í Evrópu. Bretland: Leitin að fyrsta al- næniissjúklingnum Lést hann á sjúkrahúsi í Manchester 1959? Aðeins 65,000 stgr. Vilja að Qórveldin tryggi landamærin Varsjá. Reuter. VESTUR-Þjóðverjar vilja ekki eiga viðræður við Pólverja um landa- mærasamning fyrr en sameining þýsku ríkjanna er um garð gengin og því hefur stjórnin í Varsjá snúið sér til fjórveldanna og óskað eftir því að þau afsali sér ekki ábyrgð á Þýskalandi fyrr en gengið hefði verið frá samningi um austurlandamærin. Utanríkisráðuneytið í Varsjá sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að pólska stjórnin óttist að deila um landamæra Póllands og Þýskalands verði ekki að fullu í höfn í desember nk. en þá er gert Frakklandi: Aðeins / helmingur drekkurvín París. dpa. AÐEINS helmingur Frakka drekkur vín með mat. Vín- drykkjumönnum hefúr fækk- að verulega á síðustu árum. Menningarbylting þessi varð mönnum ljós þegar niðurstöður könnunar, sem gerð var fyrir vínsala frá Onivins, voru birtar nú í vikunni. Víndrykkja hefur farið minnkandi frá 1980 en þá sögðust 62% Frakka vera víndrykkjumenn. Vín er ekki ódýrt en innan við helmingur þeirra, sem ekki sögðust drekka vín, telur það of dýrt. Fjórðungur sagðist ekki drekka af heilsufarsástæðum og 75% sögðu að þeim líkaði ein- faldlega ekki bragðið. Þeir sem ekki drekka vín drekka flestir ölkelduvatn. Könnunin var gerð af stofnun- unum Inra og Inao og tóku 4.000 manns þátt í henni. ráð fyrir að sameining þýsku ríkjanna muni eiga sér stað. Vestrænir stjórnarerindrekar í Bonn sögðu óskir Pólveija skiljan- legar en voru vantrúaðir á að fjór- veldin yrðu við þeim. Pólska stjórn- in vill að landamærasamningur verði tengdur væntanlegum samn- ingum um það hvenær ábyrgð og skyldur Ijórveldanna vegna Þýska- lands skal ljúka. Pólveijum er í mun að ljúka samningum um vesturlandamæri sín og að þau verði miðuð við Oder- Neiss-línuna svonefndu, þ.e. þau landamæri sem ákvörðuð voru við stríðslok, en austan þeirra eru stór landsvæði sem voru hluti af Þýska- Iandi fyrir stríð. Reuter Vígreifir stuðningsmenn stjórnar Violetu Chamorro við útvarpsstöð í Managua í gær. Veija þeir stöð- ina sem tekið hefur afstöðu gegn stjórnarandstæðingum sem efht hafa til verkfalla til þess að mót- mæla stefnu Chamorro. Ástandið versnar í Managua: Stuðning’smenn Chamorro grípa til vopna gegn verkfallsmönnum Managua. Reuter. TIL harðra bardaga kom milli stuðningsmanna og andstæðinga stjórnar Violetu Chamorro, forseta Nicaragua, í Managua, höfuðborg landsins, í fyrrinótt. Að minnsta kosti einn maður beið bana og fjöldi slasaðist og hafa þá a.m.k. fjórir menn látist vegna pólitískra aðgerða í borginni frá því andstæðingar Chamorro efhdu til verkfalla í byij- un síðustu viku. Róttækir stuðningsmenn Cha- morro gripu til vopna í fyrradag og er hermt að flestir þeirra séu fyrrum liðsmenn kontra-skæruliða. Skutu þeir á vegtálma og virki sem verkfallsmenn höfðu reist víðs veg- ar um borgina en vegna þeirra hafa strætisvagnar ekki komist leiðar sinnar. Einkum var barist í nágrenni við VMD-6P jj SAfiYO jf v|DEO SJÓNVARPSVÉUN SEM SLÆR NÚ í GEGN 33 þúsund króna lækkun útvarpsstöð sem styður stjórnina og heyrðust skothvellir við og við fram undir morgun í gær. Á þriðjudag kvaddi Chamorro her landsins á vettvang til þess að bijóta niður vegtálma og virki verk- fallsmanna sem eru einkum úr röð- um stuðningsmanna sandinista- hreyfingarinnar er réði ríkjum í Nicaragua í áratug eða þar til Cha- morro var kjörin forseti í fyrstu fijálsu kosningunum sem fram höfðu farið í landinu í rúman ára- tug. Fregnir fóru af því að nýir veg- tálmar og virki risu hraðar en þau sem rifin væru niður. Talið var að þar væru að verki bæði stuðnings- menn stjórnarinnar og verkfalls- menn. Viðræður fulltrúa stjómar Chamorro og verkfallsmanna um lausn deilunnar fóru út um þúfur sl. föstudag þar sem verkfallsmenn reyndust ófáanlegir til að slaka á kröfum sínum um að stjórnin hyrfi frá áformum um að selja ríkisstofn- anir og einkavæðingu í lanbdbún- aði. Chamorro hvatti til skynsemi í yfirlýsingu í fyrrakvöld og í gær hvatti Lucio Jimenez, leiðtogi verk- MANAGUA: Mestu götu-' mótmæli (tíu ár fallsmanna, menn sína til þess að fjarlægja vegtálma þar sem þá væri kominn grundvöllur að samn- mgaviðræðum um lausn deilunnar. í gær var alþjóðaflugvöllur Mana- gua enn lokaður vegna verkfallsað- gerðanna og verkfallsmenn höfðu ýmsar ríkisstofnanir enn á valdi sínu. ÆVARANDI MINNING í LIFANDI MYND JAPÖNSK HÁGÆÐI • Sjálfvírkur „fókus" „Makró". • Linsa: 8x(8,5-68 mm) F 1,6. • Titilsetning í fimm litum, dagsetning og tími. • Myndleitun í báðar áttir. • Truflunarlaus kyrrmynd. • Sjálfvirk Ijósstýring. • Fylgihlutir: Hleðslutæki 110/220V, rafhlaða millistykki, burðaról o.fl. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 Stig Fröland, yfirlæknir við Rikshospitalet í Osló segir í sam- tali við Aftenposten, að sé þessi breska niðurstaða rétt, hafi hér verið um fyrsta þekkta tilvikið í Evrópu að ræða. Ný tækni gerði læknum kleift að greina HlV-veiru í líkamsvef úr hinum 25 ára sjó- manni. Fröland segir, að fundist hafi mótefni gegn HIV í blóði úr sjúklingi sem lést í Zaire 1959. Hins vegar hefur hann ekki heyrt um að alnæmisveiran sjálf hafi fundist í jafn gömlum sýnum. Norski yfirlæknirinn segir, að fyrsta sönnunin fyrir HlV-sýkingu í Noregi sé frá 1967. Þá hafi þessi sýking verið næstum óþekkt í allri álfunni. Öll tilvik fyrir 1970 séu talin afar sjaldgæf. Vísindamenn greinir enn á um hvar og hvenær alnæmi kom fyrst til sögunnar. Fröland telur því mikilvægt að vitneskju sé aflað um það, hvar enski sjómaðurinn smit- aðist. Samkvæmt greininni í The Lancet telja bresku vísindamenn- irnir að það hafi gerst í Afríku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.