Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 25

Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 25 Ný rannsókn hafín á Titanic-slysinu __ London. Daily Telegraph. ÁKVEÐIÐ hefur verið að rannsaka að nýju hvarf breska farþegaskips- ins Titanic að kröfu manna sem vilja endurreisa mannorð skipsljóra sem sakaður var um að hafa nánast horft á slysið en skort kjark til að sigla skipi sínu á slysstað. Sýnt þótti að skip hans, Californian, hefði verið næst Titanic þegar skipið sökk í jómfrúrferð sinni 14. apríl 1912 eftir ásiglingu á ísjaka 270 mílur suður af Race-höfða á Nýfundnalandi. Cecil Parkinson, flutningamála- ráðherra Breta, hefur óskað eftir því að sá hluti hvarfs Titanic er lýtur að Stanley Lord, skiptstjóra á Cali- fornian, verði rannsakaður að nýju. í þijá áratugi hafa ýmsir aðilar lagt að breskum stjórnvöldum að láta fara fram nýja rannsókn á þætti Lords en því hefur jafnan verið synj- að. í Ijósi nýrra gagna um slysstað- inn sem fengust við rannsókn banda- ríska haffræðingsins Rogers Ballards á flaki Titanics ákvað Parkinson hins vegar að láta nýja rannsókn fara fram. Talið var að Titanic gæti ekki sokkið en jómfrúrferðin frá South- ampton á Englandi til New York hafði aðeins staðið í rúma þrjá daga þegar 46.328 tonna skipið sigldi á ísjaka klukkan 23:40 með þeim af- leiðingum að það fórst. Drukknuðu 1.503 menn en um borð voru 1.308 farþegar auk áhafnar. Við sjópróf þótti ljóst að Califom- ian hefði verið næst Titanic þegar farþegaskipið fórst, eða í 8-10 mílna fjarlægð. Skipið lónaði í ís suðaustur af Nýfundnalandi á leið frá London til Boston. Úrskurðaði sjórétturinn, að ljósum prýtt skip, sem sést hefði frá Califomian um það leyti sem sly- sið varð, hefði verið Titanic. Einnig að átta neyðarflugeldar sem sést hefðu frá skipi Lords upp úr mið- nætti hefðu verið frá farþegaskipinu. Mersey lávarður, formaður sjórétt- arins, sagði: „Það var stjörnubjart og sléttur sjór. Þegar fyrstu flugeld- arnir sáust hefði Californian átt að sigla af stað gegnum ísinn án mikill- ar áhættu og koma Titanic til hjálp- ar. Hefði það verið gert hefði hugsan- lega mátt bjarga mörgum þeirra, ef ekki öllum, sem drukknuðu“. Var Lord skipstjóri á Californian blóraböggull? Sjórétturinn stimplaði Lord skip- stjóra sem hugleysingja og fullyrti að hann hefði nánast horft á Titanic sökkva án þess að aðhafast nokkuð. Á sama tíma hefði farþegaskipið Carpathia, sem var 59 mílur í burtu, og önnur skip bmgðist við neyðar- kalli Titanics og siglt í ofboði á vett- vang þótt um varasamt hafsvæði hefði verið að fara. Lord skipstjóri hélt því fram að skip sitt hefði verið 17-19 mílur frá Titanic og því útilok- að að hann hefði séð skipið eða neyð- arflugeldana. Hann sagðist ekki hafa vitað um slysið þar sem slökkt hefði verið á loftskeytatækjum klukkan 23:30 eða 10 mínútum fyrir ásigling- una. Fyrstu upplýsingarnar um óhappið hefði hann fengið klukkan 5:40 að morgni eða rétt eftir að loft- skeytamaður hefði komið á vakt að nýju. Hefði hann þegar sett stefnu á slysstað en aðeins fundið þar fljót- andi brak úr skipinu. Carpathia, sem kom á vettvang klukkan 4:10, hafði náð úr sjó öllum sem björguðust. Skjólstæðingar Lords skipstjóra hafa haldið því fram að hann hafi verið blóraböggull fyrir eigendur Titanics, sem hafi borið ábyrgð á því að ekki var nóg af björgunarbátum um borð í hinu „ósökkvandi“ skipi, og siglingamálayfirvöld, sem áttu að sjá til þess að svo hefði verið. Niður- staða sjóréttarins hvíldi sem mara á Lord skiptstjóra allt þar til hann dó 84 ára að aldri árið 1962. Ný gögn styðja málstað Lords skipstjóra Frumathugun á nýjum gögnum Rogers Ballards benda til þess að Californian hafi í raun verið mun lengra frá Titanic en sjórétturinn komst að raun um, eða 20 mílur. Kemur það heim og saman við það sem Lord hélt sjálfur fram. Þegar Titanic sendi út neyðarkall var stað- ur skipsins gefin upp sem 41 gráða og 46 mínútur norðlægrar breiddar og 50 gráður og 14 mínútur vest- lægrar lengdar. Joseph Boxhall, fjórði stýrimaður, tók út stað skips- ins á slysstað, en hann bjargaðist.' Ballard hefur hins vegar reiknað út að Titanic hafi verið á stað 41,43 Norður og 49,56 Vestur eða þremur breiddarmínútum sunnar og 18 lengdarmínútum austur af þeim stað sem Boxhall mældi út. Stýrimaður- inn er nú talinn hafa reiknað með því að hraði skipsins væri meiri en hann var í raun og veru. Lord skipstjóri lét stöðva vélar Californian klukkan 22:20 er skipið var umlukið rekís. Sagði hann skip sitt hafa verið statt á stað 42,05 Norður og 50,07 Vestur um það leyti sem Titanic fórst eða 19-20 mílur austnorðaustur af slysstaðnum. Að- stoðaryfirmaður sjóslysarannsókna hjá flutningamálaráðuneytinu í Lon- don sagði í gær, að staðsetning flaks Titanics ákvarðaði ekki endilega slysstaðinn því tvær stundir og 40 mínútur hefðu liðið frá ásiglingunni á ísjakann og þar til Titanic hvarf í • djúpið. Hefði skipið því getað rekið góðan spöl á meðan. Titanic sekkur eftir ásiglingu á borgarís í apríl árið 1912. Kúba: 14 flóttamenn leita hælis í sendiráði Tékkóslóvakíu Stjórn Castro neitar að leyfa þeim að fara úr landi Havana. Reuter. SJÖ Kúbumenn leituðu hælis í sendiráði Tékkóslóvakíu á Kúbu í gær og hafði því fjölgað um helming á sólarhring, því í fyrradag komu sjö menn þangað sömu erinda, að sögn blaðafiilltrúa sendiráðs- ins. Mönnunum sjö tókst að laumast framhjá lögregluverði og klifra inn á lóð sendiráðsins en þeir sem leituðu þangað í fyrrdag gerðu það áður en lögregla tók sér stöðu við sendiráðið. Að sögn Lubomirs Hladiks, blaðafulltrúa, sögðust mennirnir sjö sem komu í sendiráið í gær fá að flytjast úr landi. Tveir námsmenn A-Þýskaland: Bændur hella niður mjólk Austur-Berlín'. Reuter. AUSTUR-þýskir bændur helltu í gær niður mjólk í Leipzig og gáfu vegfarendum mjólk, egg og grænmeti til að mótmæla aukinni sölu á v-þýskum matvælum á kostnað eigin framleiðslu. Frá því efnahagssamruni þýsku ríkjanna varð að veruleika 1. júlí hafa matvæli framleidd í A-Þýska- landi orðið að víkja fyrir v-þýskum á þarlendum stórmörkuðum. Þetta hefur valdið mörgum bændum veru- legu tjóni. Þá lögðu þúsundir lestarstjóra í landinu niður vinnu í nokkrar klukkustundir til að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri laun. sem Ieituðu hælis í sendiráðinu í Havana, höfuðborg Kúbu, í fyrra- dag hafa óskað eftir pólitísku hæli í Tékkóslóvakíu. Stúdentarnir tveir klifruðu yfir girðingu sendiráðslóð- arinnar nokkrum mínútum áður en lögregla kom á vettvang. Skömmu áður leituðu fimm kúbanskir and- ófsmenn skjóls í sendiráðinu og óskuðu eftir að fá að fara til Evr- ópu. Sögðust þeir vilja fá tækifæri til að kynna málstað sinn þar en væru reiðubúnir að snúa að því lo- kny heim gegn tryggingu fyrir því að verða ekki .refsað. Er þetta í fyrsta sinn sem stjórn- arandstæðingar á Kúbu fá skjól í sendiráðum austantjaldsríkja þar í landi. Atburðurinn varpar einnig ljósi á djúpstæðan pólitískan ágrein- ing yfirvalda á Kúbu og í Tékkó- slóvakíu sem varð til eftir fall kommúnistastjórnarinnar í Prag. Samband ríkjanna er stirt og hafa þau t.a.m. nýlega hætt allri verslun sín í millum. Kúbanska fréttastofan Prensa Latina sagði í gær, að yfir- völd væru reiðubúin að ræða við andófsmennina fimm án milligöngu tékkneska sendiráðsins, en fulltrúar þess áttu í gær í viðræðum við ut- anríkisráðuneytið í Havana um mál andófsmannanna. í tilkynningu, sem stjórn Fidels Castro sendi frá sér í gær, sagði að með því að skjóta skjólshúsi yfir flóttamennina hafi tékkneska sendiráðið fyrirgert sérréttindum sem erlend sendiráð njóta. Fátæklingar í Austur-Evrópu: Tína upp molana sem falla af gnægtaborðum Berlínar Vestur-Berlín. Reuter. FÁTÆKLINGAR frá Austur-Evrópu streyma nú til Berlínar í leit að molum frá gnægtaborðum hinna ríku Þjóðverja. Þeir eru eins og betlarar í stórveislu. Frá því að Berlínarmúrinn féll í nóvembermánuði síðastliðnum hafa Pólverjar og Rúmenar komið í stríðum straumi til borgarinnar. Margir þeirra stunda verslun á svörtum markaði, vinna ólöglega eða betla. Hinir blásnauðustu með- al þeirra, rúmensku sígaunarnir, sofa á járnbrautarstöðvum og senda börnin sín út til að betla á gangstéttum borgarinnar. Mitt í sæluvímunni yfir efnahagssamein- ingu þýsku ríkjanna er til orðin ný og áberandi lágstétt, sem er skot- spónn kynþátta- og útlendingahat- urs, einkum af hálfu ungra Þjóð- veija. Ríkulegar verslanir Berlínar, glæsilegir bílar og lokkandi útiveit- ingastaðir draga að sér betlara og þjófa. „Það er fyrst og fremst hinn mikli lífskjaramunur í Austur- og Vestur-Evrópu sem veldur þessu,“ segir Wemer Thronicker, talsmað- ur vestur-þýska innanríkisráðu- neytisins. „Berlín er eins og alls- nægtaeyja í hafi fátæktarinnar. Betl er orðið vandamál og smá- glæpum eins og þjófnuðum úr bílum, búðahnupli og vasaþjófnuð- um hefur fjölgað gríðarlega frá því að múrinn féll.“ Innflytjendurnir nota sér smugu í löggjöf sem til varð vegna sér- stakrar stöðu Berlínar samkvæmt samkomulagi fjórveldanna. Reglu- gerð sem Vesturveldin þrjú gáfu út árið 1967 að beiðni borgaryfir- valda kvað á um að Austur-Evr- ópubúar mættu koma til borgarinn- ar án vegabréfsáritunar og dveljast þar í 30 daga. „Þetta var skynsam- legt fyrirkomulag áður en múrinn féll,“ segir Thronicker, „en nú skapar þetta vandamál." Frá því að landamæravarsla var felld niður í borginni í byijun þessa mánaðar hefur reynst ómögulegt að hafa nokkra stjórn á aðstreym- inu þangað. „Við höfum enga hug- mynd um hversu margir Pólveijar eða Rúmenar eru hér,“ segir Thronicker. „Við vitum aðeins að 20.000 Pólveijar hafa löglega bú- setu í Berlín og 5000 Rúmenar hafa sótt um. pólitískt hæli. En þeir eru miklu fleiri sem komið hafa hingað sem ferðamenn og stunda ólöglega vinnu eða betla.“ Rúmenskir betlarar hafa margir aðsetur sitt í kringum Bahnhof Zoo, aðaljárnbrautarstöð borgar- innar. Konur með marglitar slæður um höfuðið sitja tímum saman með útréttar hendur og betla, oft með ung börn sín hjá sér. Lögreglan í borginni getur lítið gert til að stöðva betlið. Það hefur ekki verið lögbrot að betla í Vestur-Þýska- landi frá árinu 1974. Borgaryfirvöld óttast að þessi vaxandi fjöldi betlara og smáþjófa kunni að ýta undir þröngsýni og kynþáttafordóma hjá Berlínarbú- um sem annars eru þekktir fyrir umburðarlyndi sitt. „Okkur er mjög annt um að útlendingahatur nái ekki að festa rætur og þróast hjá íbúum borgarinnar," segir Werner Thronicker, talsmaður vestur- þýska innanríkisráðuneytisins. - Hárlos - Kláði - Flasa - Litun - Permanent MANEX vítamín sérstaklega fyrir hár, húð og neglur. MANEX sjampó MANEX næring Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hár- inu 1987 vegna veikinda. Árið 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt; það var svo þurrt og dautt og vildi detta af. Síðan kynntist ég Manex hársnyrtilínunni og það urðu mjög snögg um- skipti á hári mínu til hins betra. Eftir 3ja mánaða notkun á Manex prótein- inu, vítamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn í dag finn ég nýtt hár vera að vaxa. Fæst f flestum apótekum hárgreiðslu- og rakara- stofum um land allt. Dreifing: S. 680630. ai^iroia

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.