Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990
31
Veðurstofan á
Keflavíkurflugvelli:
Nýr búnað-
ur til hálofta-
mælinga
VEÐURSTOFAN á Keflavíkur-
flugvelli, sem rekin er í samstarfí
Veðurstofu íslands og Varnarliðs-
ins, tók nýverið í notkun nýjan
tækjabúnað til úrvinnslu upplýs-
inga frá veðurathugunarloftbelgj-
um á sjálfvirkan hátt. Um er að
ræða tækjabúnað sem sendir upp-
lýsingar um veður á útvarpsbylgj-
um til móttökutækja á jörðu niðri.
Með þessari nýju tækni er veður-
stofunni unnt að senda út veður-
spár til allt að flmm daga mun
fyrr en áður hefur tíðkast.
Starfsmenn Veðurstofu íslands á
Keflavíkurflugvelli eru 11 og veitir
Borgþór H. Jónsson deildinni for-
stöðu. Starfsmenn Veðurstofu
Bandaríkjaflota eru 25 og hefur mik-
ið samstarf verið með þessum aðilum
síðustu 30 árin.
Starfsmenn Veðurstofu íslands
annast veðurathuganir jafnt á jörðu
niðri sem í háloftunum og eru niður-
stöður þessara athugana notaðar af
veðurstofum víða um heim. Veður-
stofan í Reykjavík byggir veðurspár
sínar fyrir flugleiðirnar yfir Norður-
Atlantshafið á mælingum á hita-
stigi, rakastigi, vindátt, vindhraða
og loftþrýstingi en þessar upplýsing-
ar berast frá 250 granna nema sem
festur er í loftbelg sem sleppt er á
loft tvisvar á sólarhring frá Keflavík-
urflugvelli. Veðurfræðingar banda-
ríska flotans á Keflavíkurflugvelli
nota niðurstöðurnar einnig við gerð
veðurspár fyrir varnarliðið.
Áður var úrvinnsla þeirra upplýs-
inga sem bárust frá loftbelgjunum
afar tímafrek en með tilkomu hinnar
nýju tækni liggja niðurstöðurnar fyr-
ir jafnóðum og þær berast til jarðar.
Um 10 mínútur líða frá því upplýs-
ingar berast frá belgjunum þar til
hægt er að gefa út veðurspá.
Belgirnir eru fylltir vetni sem Veð-
urstofan framleiðir sjálf á Keflavík-
urflugvelli, en áður fyrr var notað
helíum til að koma belgjunum á loft.
Þeir fara að meðaltali í 26 km hæð
áður en þeir springa.
Að sögn Borgþórs H. Jónssonar
veðurfræðings er unnt að gera jafn-
framt mælingar á ósonlagi jarðar
með því að gera nokkrar breytingar
á tækjabúnaðinum. Hann sagði að
Alþjóðaflugmálastofnunin greiddi
95% kostnaðar vegna veðurathugana
fyrir millilandaflug, en slík starfsemi
er um 10% af umsvifum Veðurstof-
unnar á Keflavíkurflugvelli. Kostn-
aðarskipting vegna veðurathugana á
Keflavíkurflugvelli skiptist að öðru
leyti jafnt á milli Bandaríkjahers og
íslenskra stjórnvalda.
HAMB0RGARI,
FRANSKAR 0G PEPSI
aðeins 299,-
Bönusbitinn
Ármúla42, s. 82990.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
áaíöum Moggans!
Rl i/ iJAR
HÁTÍÐ
FYRIRALLA
Landsmóf UMFÍ í Mosfellsbæ stefnir í glæsilegasta landsmót fró upphafi.
Yfir 3 þúsund keppendur af öllu landinu og fjöldi glæsilegra sýningaratriða
í stanslausri dagskró fró miðvikudagskvöldi til sunnudagskvölds.
Heimsókn
forseta íslands
Hótíðardagskrá fimmtu-
dag kl. 09:00 í skrúðgarðin-
um við Hlégarð. öll börn fá
fána.
\oioX
Kvöldvaka
laugardagskvöld kl. 20:30-
22:00 í íþróttahúsinu.
Leikfélag Mosfellsbæjar og
Goggi galvaski.
’SgSg''*-.
Og 5 i
k,-l9.7:°°- í* QSf,,
9;Oo l9
2*5'
Hittumst í
iKm/i im
LANDSMÓTSGREINAR:
KEPPNISGREINAR
Venjulegar íþróttagreinar ■ Blak
Bridds - Borðtennis ■ Fimleikar
Frjálsar íþróttir ■ Glíma
Handknattleikur * Júdó
Knattspyrna ■ Körfuknattleikur
Skák ■ Sund.
STARFSGREINAR
Dráttarvélaakstur ■ Hestadómar
Jurtagreining • Lagt á borð
Línubeiting ■ Pönnukökubakstur
Starfshlaup.
SÝNINGARGREINAR
Golf • Hestaípróttir • íþróttir fatlaðra
Boccia • 100 m hlaup karla/kvenna
100 m sund karla/kvenna ■ Tennis
Siglingar • Karate • Ruðningsbolti
UMFI-hlaup 1400 m og 2000 m
600 börn á aldrinum 11-14 ára
Þríþraut, 750 m sund, 20 km
hjólreiðar og 5 km hlaup
Götuhlaup, 4 km fyrir alla sem
langar til að hlaupa.
Sérstök spjótkastkeppni
á heimsmælikvaréa
Einar Viihjálmsson • Sigurður Einarsson
Sigurður Matthíasson • Peter Borglund
Dag Wenlund.
Verður sett heimsmet?
íþróttir fornmanna
kl. 17:15 á laugardag á Varmárvelli
í umsjón Þorsteins Einarssonar.
■»
m
20. LANDSMÓT UMFÍ
Mosfellsbæ 12.-15. júlí 1990
SÍMI667720
SVE^>
Jgi-
Vfíbgj&st**
sr-rov.°°.
^&oo.sw—"9
nótsfjöri
ÁÆTLUNARFERÐIR
Frá Grensásstöð á 1 klst. fresti
frá 07:30-23:40 fi. og fö. Lau. og
su. frá 08:00-23:40 á 2ja klst. fresti.
Frá Kópavogi kl. 09:00, 13:00,
15:00, 17:00 og 21:00 alla dagana.
Ekið: Sundlaug, Digrn.veg að MK,
Bröttubr., Túnbr. að Ný.b/Þverbr.
og Engihjalla.
Sætaferðir frá BSÍ kl. 20:00, 21:00
og 22:00. Frá Kópavogshálsi
kl. 21:00 og frá Hlemmi kl. 19:20.