Morgunblaðið - 12.07.1990, Side 35

Morgunblaðið - 12.07.1990, Side 35
Örnólftir Árnason „Ef ég væri í sporum Guðrúnar og Hollend- ingsins og tryði því sem þau segjast trúa myndi ég hiklaust kalla Bio- Ray eftirlíkingu og Manuel L. Polo svindl- ara.“ við seljum hið upprunalega Mondial- orkujöfnunararmband . . .“ Þau lög og þeir alþjóðlegu sáttmál- ar, sem hafa það hlutverk að vernda uppfinningar og hönnun, gefa lítið fyrir yfirlýsingar um að ekkert sé nýtt undir sólinni. Vestræn samfélög gefa uppfinningamönnum kost á lög- gildingu einkaréttar á framleiðslu- vörum sem hafa t.d. tiltekna hönnun eða samsetningu. Ég hef undir hönd- um ljósrit af opinbei-um löggildingum (patent) á uppfinningu Manuels L. Polo, armbaugnum, á talsvert mis- munandi þróunarstigum. Samkvæmt þessum spænsku fógetaskjölum hef- ur núverandi hönnunarformi arm- bauga Polos verið náð býsna löngu áður en framleiðsla Mondial-arm- bandanna hófst í Hollandi árið 1986. Hver hefur rangt við? Guðrún Bergmann segir að Tai- wan-menn hafi byrjað að framleiða armböndin 1965 þ.e.a.s. 8 árum áður en Manuel Polo fór að gera tilraunir með sinn armbaug á Mallorca. Er það ekki makalaus tilviljun að Polo, eftir að hafa notað m.a. ferstrenda póla, skyldi á endanum detta ofan á nákvæmlega sömu hönnun og menn hinum megin á hnettinum? Er það ekki líka makalaust að Hollendingur- inn skyldi finna „hönnuð“ alla leið austur á Taiwari sem gat veitt honum „einkaleyfí" fyrir armböndum sem Ragnheiður Davíðsdóttir að sporna gegn þessari miklu vá en svo virðist sem minna sé um fram- kvæmdir. Við hveija frétt af umferð- arslysi stöndum við eftir í vanmætti okkar; hristum höfuðið og höldum áfram að lifa lífinu. Sumir bölva gatna- og vegakerfinu, aðrir lög- gæslunni eða ökukennslunni og enn aðrir umferðarómenningunni í heild sinni. En sjaldnast er nokkuð raun- hæft gert til útbóta. Á meðan heldur umferðarófreskjan áfram að taka MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 35 líta alveg eins út og eiga að hafa sömu virkni og armbaugar Polos sem þá þegar höfðu verið seldir í milljóna- tali um árabil á vinsælasta sumardv- alarstað Hollendinga? Samt virðast bæði Guðrún og Hollendingurinn sátt við þá skoðun að hér sé einber tilviljun á ferðinni því að hvorugt þeirra svo mikið sem gefur í skyn að Polo kynni að hafa haft njósn af „uppfinningamönnunum" á Taiwan. Ef ég væri í sporum Guðrúnar og Hollendingsins og tryði því sem þau segjast trúa myndi ég hiklaust kalla Bio-Ray eftirlíkingu og Manuel L.Polo svindlara. Það segir nokkra sögu að þau gera það ekki heldur segjast þau ekki skilja „hvaða vanda- mál hinn innflytjandinn hefur.“ Sannleikurinn er sá, að öllu gamni slepptu, að armbaugurinn, sem upp- finningamaðurinn og kírópraktorinn Manuel L. Polo byijaði að þróa 1973 og lét síðar skrásetja „patent" á með því útliti sem Bio-Ray armbaugurinn hans hefur í dag, er svo sérstakur i útliti að ég hélt að engri manneskju með fullu viti gæti dottið í hug að slík hönnun skyti upp kollinum af tilviljun víðs vegar um heim á sama tíma. Meira að segja sverleiki hol- lensku armbandanna og stærð enda- kúlnanna eiai nákvæmlega sams kon- ar og hjá Bio-Ray. Það er ekki einungis hönnun Hol- lendingsins sem er svona nauðalík Bio-Ray. Manuel L. Polo hefur í 17 ár hlaðið kúlurnar segulmagni með rafeindatækni og sett silfur pg gull- húð á armbaugana. Hollendingarnir virðast hafa verið svo lúsheppnir nú fyrir 4 árum að komast í viðskipta- samband við einhvern á Taiwan sem gat gefið þeim einkaleyfí á einmitt svona armböndum. Eftirlíking með skrásettu vörumérki? Framleiðandinn hefur eflaust rétt fyrir sér þegar hann segist vera með hið upprunalega Mondial-armband og að það sé skrásett vörumerki. En vörumerki (trade mark) er allt annað en einkaleyfi (patent). Hugsanlegt er að kaupa sér skrásetningu á vöru- merki og selja svo undir því eftirlík- ingari Manuel Polo þurfti meira að segja að skipta um nafn á armbaug- um sínum fyrir skemmstu úr Rayma í Bio-Ray vegna þess að fyrirtæki, sem um skeið annaðist útflutning hans, hafði látið skrá vörumerkið Rayma í sínu eigin nafni, ekki Polos. Mér er ljóst að allt þetta er býsna ruglandi fyrir fólk. Þeim sem selja eftirlíkingar er það einnig ljóst og þeirra viðskipti þrífast á því að fólk nenni ekki að setja sig inn í málin. Athugum nú aftur ummæli Hollendingsins:....og því skiljum við ekki hvaða vandamál hinn inn- flytjandinn hefur, því við höldum því ekki fram að við höfum fundið upp frumgerð armbandsins, heldur að- eins að við seljum hið upprunalega Mondial orkujöfnunararmband (Bio- sinn toll og eftir standa líkamlega og andlega niðurbrotnir einstakling- ar — fórnarlömbin sjálf eða aðstand- endur þeirra. Því miður virðist sem umferðar- öiyggismál eigi ekki upp á pallborðið hjá sveitarfélögum í samanburði við önnur þjóðþrifamál. Enn þekkjast dæmi þess að 17 ára unglingur fái ökuréttindi eftir aðeins 4-6 ökutíma. Enn skirrast umferðaryfirvöld sveit- arfélaganna við að útrýma hættuleg- um blettum gatnakerfisins. Enn er ekki búið að festa umferðarfræðslu inni í námskrá grunnskólanna. Og enn hefur löggæsluyfirvöldum ekki borið gæfa til þess að leggja meginá- herslu á umferðarlöggæslu og má í því sambandi benda á skort á um- ferðareftirliti úti á vegum landsins svo ekki sé talað um óbyggðirnar þar sem nær engin löggæsla hefur verið undanfarin sumur. Á meðan ástandið er eins og raun ber vitni er víst að fórnarlömbum umferðarslysanna fjölgar jafnt og þétt. Þú og þínir gætu allt eins orðið næst í röðinni. En ... við getum þó spornað við fæti þrátt fyrir allt. Það gerum við best með því að aka alltaf eins og við vildum að aðrir ækju í nánd við okkur sjálf eða þá sem okkur eru kærir. Það er nefnilega of seint að vera vitur eftirá. Höfunduv er blaðamaður. regulator á ensku), sem er skrásett vörumerki." Þetta er skrítin klausa þegar hún er athuguð nánar. Úr því að ekki er um að ræða frumgerð armbandsins heldur „hið uppruna- lega Mondial“ hlýtur maður að spyija í fyrsta lagi hvar frumgerðin sé þá og í öðru lagi hvað þýði „hið uppruna- lega Mondial" úr því að Hollending- urinn játar að það sé ekki frumgerð- in. Ég skil ekki þennan málflutning. Nema maðurinn sé að viðurkenna að hann hafi einungis keypt nafnið Mondial og vörumerkið frá Taiwan. Þá sýnist mér enn síga á ógæfuhlið- ina fyrir honum og Guðrúnu því að jafnvel þó að þessi mikli hollenski fræðimaður fullyrði enn að ekkert sé nýtt undir sólinni fær hann mig ekki til að trúa því að „Mondial“ sé kínverskt nafn. Hollendingurinn getur þess að „Bioregulator" sé skrásett vöru- rrierki. Ekki veit ég hvað það mundi vera á kínversku en fyrsti hluti þess minnir ekki lítið á „Bio-Ray“ og ég get upplýst lesendur Morgunblaðsins um að Manuel Polo hefur um langt árabil haft löggildingu á nafninu „biomagnetic regulator" (á spænsku: regulador biomagnetieo). „Bioregul- ator“ (lífjafnari) hljómar óneitanlega eins og stytting á „biomagnetic reg- ulator" („lífseguljafnari" nefnist Bio-Ray armbaugurinn í Heilsuhús- inu). Stopul óbótavant Þá er komið að þeirri ásökun Guð- rúnar Bergmann í minn garð að ég sé ekki nógu kurteis við hana í blaða- skrifum. Þetta er því miður alveg rétt hjá henni. Mér hættir til að vera óvæginn og hvassyrtur þegar mér þykir fólk vera á röngu róli. Þetta er ijóður á rnínu ráði sem ég vildi feginn vinna bug á. Hins vegar má Guðrún sjálf vara sig örlítið því að það er ekki fallegt af henni að bera mér á brýn kyn- þáttafordóma. Hún segir að ég setji svartan stimpil á heila þjóð og lýsi frati á kínverska siðmenningu með því að segja að Taiwan hafi slæmt orð á sér fyrir að bijóta einkaleyfis- rétt. Það er þó satt að eyjan er býsna illa þokkuð að þessu leyti. En ég hef hvergi sagt að íbúarnir séu verra fólk en gengur og gerist heldur ein- ungis að Taiwan sé skjól margra vondra skálka. Þeir eru vafalaust af margvíslegum þjóðemum. M.a. vegna þess að Taiwan er ekki aðili^ að samþykktum um einkaleyfisrétt, höfundarrétt o.fl. reka ýmis erlend fyrirtæki þar starfsemi sem ekki fengi að þrífast í heimalandi þeirra. Og Guðrún verður að vara sig, ef hún ætlar að fara að leggja fyrir-sig ritdeilur, að virða betur leikreglur og fara ekki rangt með tilvitnanir, allra síst innan gæsalappa. En það gerir hún i grein sinni í Mbl 23. maí. Hún rangfærir orð mín og dreg- ur síðan ályktanir af því sem hún sjálf leggur mér í munn. Ég efast ekki um að þetta sé óviljaverk en ég bið hana að gæta sín á þessu í framtíðinni og ég skal hins vegar reyna að taka mig á í háttvísinni. Höfundur er rithöfundur. UMBOÐSMENN NORÐURLA\j JDI EYSTRA GRÍMSEY ÓLAFSFJÖRÐUR ... DALVÍK ©# KÓPASKER ■M HÚSAVÍK RAUFARHÖFN V ÞÓRSHÖFN ^ GRENIVÍK Á AKUREYRI ©MYVATNSSVEIT ÓLAFSFJÖRÐUR: Vídeó Skan, Ægisgötu. DALVÍK: Sæluhúsið, Hafnarbraut 14. AKUREYRI: Nætursalan, Strandgötu 5 - Verslunin Síöa, Kjalsíðu 1. Shell-nesti, Hörgársbraut-KEA, Byggðavegi98-KEA, Hrísalundi5. GRENIVÍK: Essó skálinn, Túngötu 3. GRÍMSEY: Kaupfélag Eyfirðinga, útib. Grimsey. HRÍSEY: Veitingahúsið Brekka, Brekkugötu 5. HÚSAVÍK: Essó-skálinn, Héðinsbraut 2. - Sölutuminn, Garöarsbraut 66. MÝVATNSSVEIT: Essó-skálinn, Mývatni. KÓPASKER: Essó-skálinn. RAUFARHÖFN: Essó-skálinn, Aðalbraut 24. ÞÓRSHÖFN: Essó-skálinn, Fjarðarvegi 2. MUNIÐ MARG VIKNAMIÐANA Góður ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.