Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 37

Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JULÍ 1990’ 37 Ragnar Olafs- son - Minning Fæddur 13. nóvember 1912 Dáinn 25. júní 1990 Kveðja firá Tjaldanesheimilinu Vegna fráfalls Ragnars Ólafsson- ar vill Tjaldanesheimilið minnast hans í fáum orðum. Ragnar var meðlimur í Lions- klúbbnum Þór í Reykjavík, sem stofnaður var 1956. Þeir Þórsfélagar hafa lagt mikið fé til mannúðar og líknarmála á Islandi. Er Tjaldanes- heimilið var stofnað árið 1965 tóku Þórsfélagar það undir verndarvæng sinn og studdu það af mikilli rausn. Síðastliðin 10 ár hafa þeir gert eitt- hvað fyrir þetta heimilí á hveiju ári. Þeir stofnuðu Tjaldanesnefnd og um tíma var Ragnar heitinn formaður hennar. Hann var hér með annan fótinn og kom þá í ljós dugnaður hans og framtakssemi. Hann var ein- staklega góður við skjólstæðinga okkar hér og var í miklu uppáhaldi hjá þeim. Þórsfélagar hafa verið hér með alls kyns hátíðir á hveiju ári svo sem grillveislur á sumrin, ferðir til Þingvalla o.s.fi’v. Ragnar var hrókur alls fagnaðar á slíkum stundum. Mér er minnisstæður einn góðviðrisdagur sl. sumar þegar Ragnar kom með 200 stórar tijáplöntur og vildi setja þær- allar niður sama dag. Svo gekk hann sjálfur í að gróðursetja með starfsfólki, vistpiltum og Þórsmönn- um, sem komu skömmu síðar. Þetta atvik lýsir Ragnari vel, atorkusemi hans og áhuga. Nú hefur klúbburinn látið gera teikningu að skipulagi gróðurs á Tjaldaneslóðinni og verður farið eftir henni á næstu árum. Ragnar var góður maður með stórt hjarta. Við kveðjum hann með sökn- uði og ég veit, að það gera einnig félagar hans í Lionsklúbbnum Þór. Birgir Finnsson í dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Ragnars Ólafsson- ar, Austurbrún 6, en hann lést 25. júní sl. Þegar vinir eru kvaddir hinstu kveðju kallar hugurinn á ýmislegt er ekki er hugsað um daglega. Ragn- ar var hæglátur heiðursmaður, traustur vinum sínum og sérstaklega ef eitthvað blés á móti var hann þá alltaf fús til aðstoðar. Kynni okkar Ragnars voru orðin nokkuð Iöng. Árið 1942 var ég sendill Olíuverslunar íslands hf. en þá vann Ragnar hjá sama fyrirtæki í olíuport- inu á Klöpp. Stjórnandi Olíuverslun- arinnar var þá hinn mæti maður Héðinn Valdimarsson og forstöðu- menn á Klöpp eru mér minnisstæðir, þeir Páll Einarsson og Tómas Guð- jónsson, miklir öndvegismenn allir saman. Oft var mikið að gera hjá þessu stóra fyrirtæki, en Ragnar var þar í ýmsum störfum, meðal annars við akstur olíubíla, aðallega þá út á landsbyggðina. Árið 1947 lágu leiðir okkar aftur saman á vinnustað, þá hjá Friðrik Bertelsen stórkaupmanni. Ragnar starfaði þar í nokkurn tíma en síðar var hann við störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, Rafmagn- sveitum ríkisins_ og í langan tíma vann hann hjá ísal. Heiðarleiki var Ragnari hugstætt orð, enda var lífsganga hans mótuð þannig. Ungur tók hann þátt í starfi KFUM og var þar virkur félagi, einnig tók hann þátt í Lions-hreyfingunni og var val- inn þar til ýmissa trúnaðarstarfa. Ekki skal síst nefna að hann var meðlimur Frímúrarareglunnar. Ég efa ekki, að margir sakna góðs félaga og vinar. Ekki verða ferðir Ragnars fleiri að Tjaldanesi, en þar var hugur hans oft, sem og margra annarra. Því miður er ég ekki fær um að rekja ætt Ragnars, en ég flyt öllum aðstandendum hans innilega'samúð. Nú á vegamótum kveð ég góðan vin með þakklæti og virðingu og bið honum allrar blessunar og góðrar ferðar. Theodór Nóason Kveðja frá Lionsklúbbnum Þór Fáum dögum eftir lengstan sólar- gang var Ragnar Ólafsson allur. Mig langar fyrir hönd félaganna að kveðja Ragnar vin okkar með nokkrum orðum. Ættir Ragnars ætla ég ekki að rekja enda ekki nógu fróð- ur um þær, en hitt veit ég að hann var borinn og barnfæddur Reyk- víkingur. Þá var ekki allt rétt upp í hendur á fólki og ætlaðist það ekki til alls af ríkinu eins og nú er. Snemma þurfti Ragnar að taka til hendinni eins og títt var í þá daga. Margar sögur sagði hann mér frá því er menn urðu dögum saman að hanga og bíða eftir handtaki, en þurftu heim að hverfa og margir áttu stórai' fjölskyldur. Ragnar var einhleypur allt sitt líf. Hann minntist oft góðra stunda er hann vann hjá Olíufélaginu og sagði mér oft smelln- ar sögur frá atvikum er upp komu og eins er hann vann hjá Rarik. Ragnar var „húmoristi" góður. Fyrst sá ég Ragnar er hann réð sig til ísals, fljótlega eftir að það tók til starfa og svo lágu leiðir okkar saman í Lionsklúbbnum Þór. Þar störfuðum við saman í mörgum nefndum að líknarmálum en þó var .Tjaldanes- heimilið Ragnari kærast, að hlúa að því þó hann léti ekki önnur verkefni gjalda þess. Þegar við félagarnir komum í Tjaldanes með Ragnar í fararbroddi og allir drengirnir komu hlaupandi á móti okkur, þeir sem það gátu, þá Ijómaði Ragnar og flýtti sér til þeirra er áttu örðugt um gang til að vefja þá örmum, slík var hjarta- hlýja Ragnars. Öfáir voru þeir morgnar um helg- ar að við Ragnar fórum ekki á „rúnt- inn“ eins og kallað er, heldur út á Granda í kaffi. Hann fræddi mig um gamla bæinn og hveijir hefðu búið hér og þar, oftast fylgdi einhver smellin saga um viðkomandi sem þar hafði búið. Ragnar var vel lesinn og stálminnugur. Skólaganga hans sagði hann mér að hefði verið stutt enda þá ekki námslánin komi til sögunnar. Oft varð ég vitni að því að Ragnar studdi þá er minna máttu sín af miklu ör- læti og þó ekki alltaf af miklum efn- um að taka. Stundum dugði ekki „landinn" til og þá tóku við börn úti í hinum stóra heimi. Ragnai' sagði að margt smátt gerði eitt stórt, þó vildi hann vinna öll sín líknarverk án þess að bera þau á torg. Alla sína ævi var Ragnar dyggur þegn þessa þjóðfélags og lítt að hans skapi þeg- ar heilu stéttirnar voru hvattar til leti og ómennsku af ráðamönnum sínum. Þá leið Ragnari illa. Á sínum efri árum gekk Ragnar HRAÐLESTRARNÁMSKEIO Sumarnámskeið í hraðlestri hefst miðvikudaginn 18. júlí nk. Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir námið í haust? Nú er tækifæri fyrir þá, sem vilja margfalda lestrarhraða sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturnar. Ath. Sérstakur sumarafsláttur. Skráning í dag og næstu daga í síma 641091 Hraðlestrarskólinn. til liðs við frímúrararegluna sem hann mat mikils. Þar sem annars staðar veit ég að hann vai' drengur góðut' í leik og starfi. Trúaður var Ragnai' og ræddi hann oft þau mál og las mikið um dulræn efni. Við félagarnir sem kveðjum Ragn- ar í dag eigum honum mikið að þakka. Hann gerði góða menn að betri. Aðstandendum öllum biðjum við blessunar guðs. Hafi Ragnar þökk fyrir allt. Þráinn Þorvaldsson FERÐAMEHH M SHÆFELLSHES ATHUGIÐ I Komið og gistið hjá okkur í follegu og vinalegu umhverfi. Vel búin eins oa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.