Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 39

Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 ' Kveðjuorð: Gísli Sigurbjörns■ son, Súða vík Fæddur 26. apríl 1919 Dáinn 20. júní 1990 Nú er einn af okkar traustu og atorkusömu fyrrverandi Fljóta- mönnum fallinn í valinn. Já og þetta er leiðin okkar allra, að lok- um. Gísli Sigurbjörnsson frá Ökr- um í Fljótum, eða svo kölluðum við hann, sem þekktum hann ung- an að aldri. Hann var sonur Sigurbjörns Jós- efssonar og konu hans, Friðrikku Símonardóttur, merkra dugnaðar- hjóna. Akrar eru vel í sveit settir, þótt aldrei hafi þar verið rekinn neinn stórbúskapur. Akrar standa við ás sem er á milli prestsetursins á Barði og Akra. Einnig standa Akrar gegnt heimili okkar að Ysta- mói, aðeins á á milli. Á þessu svæði eru víða heitar vatnsuppsprettur og einmitt hjá einni slíkri upp- sprettu komum við ungmennafé- lagar upp sundlaug að Sólgörðum, þar sem nú er starfræktur heima- vistarskóli fyrir Fljótahreppana. Það var því s.a.s. daglegur sam- gangur milli bæjanna, bæði á með- an verið var að koma upp sund- lauginni, sem og í sundið, eftir að hún var tilbúin. Allt ungt fólk í Fljótum þekktist því vel, því að mörg voru hin sam- eiginlegu áhugamálin til að vinna að. Akrar var ekki stór jörð og reyndar fáar jarðir í Fljótunum í þá daga og þar af leiðandi ekki hægt að reka neinn stórbúskap, tún óræktuð og allur heyskapur unninn með orfi og hrífu. Eg nefni þetta hér vegna þess að ég þekkti vel til Fljótabænda og þeirra hörðu lífsbaráttu, allt frá árunum í kring- um 1930, kreppuárunum svoköll- uðu. Sigurbjörn faðir Gísla átti raunar tvær konur, Jóhanna Gott- skálksdóttur hét hin og eignaðist hann a.m.k. sex drengi með ann- arri og sex stúlkur með hinni. Og öllum þessum barnafjölda komu þessi þrjú upp með mikilli sæmd og prýði, án þess að þiggja nokk- urt styrktarfé. Já, og það sem meira var, Sigurbjörn var talinn meðal sjálfstæðustu bænda þar þá. Og þetta sem ég hefi nú sagt um búskaparhætti þessara ára, gefur augaleið að fljótlega þurfti unga fólkið að taka til hendinni við alls- konar störf og var þá engum hlíft. Mjög ungan man ég hann Gísla ganga út með eldrei bræðrum sínum til allskonar verka. Slá með orfi á engjum úti, taka upp svörð, stinga út úr húsum, sem og koma áburði á tún, smala fé og rýja og margt margt fleira. Og eftir því sem hann eltist og þroskaðist, fór það ekki milli mála, að þar fór harðduglegur og ósérhlífinn mað- ur, að hverju sem hann gekk. Enda var hann alla tíð skapmikill af- kastamaður. Á annan hátt man ég Gísla líka vel, hann var mikill dýra- vinur og hafði sérstakt yndi af hestum og meðhöndlaði þá af sér- stakri natni. Þessi frásögn min af Gísla heitnum er aðeins brotabrot af starfi hans um ævina, því hann, eins og svo margir aðrir af stórum barnahóp, varð að yfirgefa ætt- menni og óðal og hasla sér völl á nýjum vettvangi, sjálfum sér og sínum til framfæris. Langan tíma ævi sinnar helgaði hann líf sitt sjó- mennskunni og hafa kunnugir sagt mér, að þar var rúmið vel skipað, sem Gísli var. Gísli kvæntist konu ættaðri frá Súðavík, þar reistu þau myndarlegt hús, sem þau kölluðu Grund. Gísli var því af ættingjum og seinni ára vinum kallaður Gísli á Grund. Ég, sem skrifa þessa fátæklegu minningargrein um Gísla heitinn, geri mér fyllilega ljóst, að ekki er unnt í lítilli grein að gera tæmandi þátt um æviskeið hans. það munu trúlega aðrir gera, sem vita meira en ég. Ég var í sjötíu ára afmæli Gísla heitins fyrir rúmu ári. Þá virtist mér hann ákaflega hress og glaður og ekki líklegur til að kveðja þennan heim svo skjótt. En enginn veit sitt skapadægur. Um leið og ég kveð þennan sæmdar- dreng, vil ég votta börnum, vinunr og öllum ættingjum hugheila sam- úðar. Lárus Hermannsson Tengdafaðir minn, Gísli Sigur- björnsson á Grund í Súðavík, lést 20. júní síðastliðinn. Hann var einn af þeim mönnum sem settu svip sinn á lífið og tilveruna hvert sem þeir fóru. Að honum er mikill sjón- arsviptir, ur fjölskyldunni og úr þorpinu við Álftaíjörð. Vinnusemi og harka við sjálfan sig var áberandi í fari Gisla. Þegar ég kom fyrst í Súðavík sem tilvon- - andi tengdadóttir var ég hálfhrædd við gustinn sem af honum stóð. Þá bagaði hann ekki heilsuleysið. Á fætur klukkan fimm til að slá áður en farið var að kynda ketilinn í Fiskimjölsverksmiðju Frosta. Hvítur skyldi reykurinn vera sem liðaðist úr strompinum. Það reykti aðeins svörtu þegar einhver annar greip inn í og þá hafði eitthvað farið úrskeiðis. Heim klukkan tólf í mat og þá fengu hænurnar sína næringu úr hans hendi áður en hann gat sest að borðum. Unnið til fimm og síðan heyjað áfram fram eftir kvöldi. Tækifærin til að kynnast tengdaföður mínum voru á þessum tíma aðeins örstuttir matartímar og þá fyllti sterkur persónuleiki hans borðstofuna á Grund. Þegar rætt var um menn og málefni kvað hann sterkt að orði en orð hans voru gjarnan gædd þeirri kímni sem var svo rík í fari hans. Barnabörnin hans 12, ung sem fullorðin, dáðu hann og virtu; hól frá afa var mikils virði, ofanígjöf frá honum hafði áhrif, þótt ekki væru viðhöfð mörg orð. Fyrir 4 árum dó Guðríður tengdamóðir mín. Dauði hennar voru honum þungbær. Þau höfðu verið samtaka í lífsbaráttunni sem fylgir því að ala upp sex börn í skugga þess atvinnuleysis Sem oft ríkti í Súðavík áður en togarinn kom til. Á þeim tíma var Gísli, eins og margir aðrir heimilisfeður, oft vetrarlangt á vertíð „fyrir sunn- an“ eða á síld á sumrin að berjast fyrir brauðinu, en hún annaðist uppeldi barnanna, sá um að heyja og seldi fæði. Slík voru kjör fólks á þessum tíma, og mótuðu þá sem við þau bjuggu. Eftir dauða Gauju eins og hún var kölluð bjó Gísli einn á Grund. Hann lagði sig fram um að viðhalda þeim siðum og venjum sem tíðkuðust í húshaldi Gauju. Fyrir fimm árum gerði heilsu- brestur vart við sig hjá Gísla, hægri fóturinn hætti að hlýða. Þá lét hann af störfum í Frosta og fækk- aði fé. Þrátt fyrir það að hann væri orðinn þessi „aumingi“ eins og hann sagði gjarnan um sjálfan sig eftir að hann hætti að vinna, heyjaði hann ofan í féð sjálfur með gamla laginu, orfi og ljá allt fram að þessu sumri. Eftir að snjóa festi á veturna þannig að hann komst ekki í húsin til að sinna fénu, kom hann suður og dvaldist þá á heim- ili mínu þar til snjóa fór að leysa. Þá héldu honum engin bönd. 1 vor, orðinn þreklítill af þeim sjúk- dómi sem dró hann til dauða, komst hann til þess að sjá lömbin sín fæðast og gat markað þau öll sjálfur. Það var honum mikils virði. Þeir vetrarmánuðir sem við átt- um með honum á heimili okkar á liðnum árum eru okkur ómetanleg- ir. Honum var það mikils virði að geta gert gagn, og það gerði hann svo sannarlega af hlýju og natni. „Afi Gísli“ setti oft upp matinn og sinnti börnunum þegar undirrituð skrapp á fundi eða seinkaði heim úr vinnunni. Hann spilaði við barnabörnin, ræddi við þau og gaf þeim hluta af sjálfum sér. Hann talaði við þau eins og jafningi og vinur, ánægjan var á báða bóga. Viðhorfum sínum kom hann til skila á gamansaman hátt. „Það er skönun að því að henda mat,“ sagði hann gjarnan og ef börnin mín borðuðu ekki hafragrautinn kunni afi ráð við því. Hann bakaði úr honum lummur sem runnu ljúf- lega niður. Þannig náði hann fram að láta börnin borða grautinn fremur en að henda honum. Gísli kunni firnin öll af vísum. Það var ósjaldan að einhver atvik eða mál- efni bar á góma sem kölluðu fram vísu hjá honum sem átti við atvik- ið eða umræðuefnið. Þá hlustuðu allir með athygli á kveðskapinn sem mæltur var fram með sterkri, hljómmikilli rödd. Vol og víl átti ekki við hann Gísla á Grund. Þótt Grundin sé orðin mannlaus og söknuður fylli sálina verðum við að ylja okkur við minninguna um hann og viðhalda henni til að reyna að fylla upp í það skarð sem varð við fráfall hans. Rannveig Guðrún Lund Það er skrítið að afi minn, sem var svo stór þáttur í lífi okkar systkinanna sé dáinn. Við áttum góða tíma með honum bæði hér í Reykjavík og heima á Grund. Við vorum í sumarfríi úti í Englandi þegar það var hringt í okkur og sagt að hann ætti stutt eftir. Hon- um hafði þótt gaman að fá krotið frá okkur, þá sendum við fleiri kort til hans. Því miður bárust þau ekki í tæka tíð. Ég hugga mig við það að hefði ég séð hann á spítalanum áður en hann fór hefði sú minning ekki passað saman með skemmtilegu minningunum sem ég á um hann. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom heim úr skólanum, þá stóð hann oft fyrir framan eldavélina og skellti hverri lummunni á eftir annarri í stafla á stóran disk. Lummurnar voru búnar daginn eftir, en þá byijaði hann bara aft- ur. Ömmu Gauju man ég eftir en það voru stutt kynni því hún dó þegar ég var fimm ára. En nú er afi Gísli dáinn og það verður ör- ugglega langt þangað til ég sé hann aftur. Nú er hann hjá ömmu Gauju og líður vel. Steinunn María Halldórsdóttir UMBOÐSMENN HVERAGERÐI LAUGARVATN SELFOSS ® GRÍMSNES , HELLA ÞORLÁKSHÖFN Ttg^ ® HVOLSVÖLLUR STOKIýSEYRI EYRARBAKKI BISKUPSTUNGUR FLÚÐIR KIRKJUBÆJARKLAUSTUR VIK VESTMANNAEYJAR HVERAGERÐI: Eden, Austurmörk 25. ÞORLAKSHÖFN: Skálinn.Óseyrarbraut 15. STOKKSEYRI: Shellskálinn, Hásteinsvegi 4. EYRARBAKKI: Söluskálinn Ásinn, Eyrargötu 49. GRIMSNES: Söluskálinn Þrastalundur. SELFOSS: Fossnesti, Austurvegi 46. - Hornið, Tryggvagötu 40. LAUGARVATN: Essóskálinn. BISKUPSTUNGUR: Bjarnabúð, Brautarhóli. FLUÐIR: Verslunin Grund. HELLA: Þríhyrningur, Þór. HVOLSVÖLLUR: Hlíðarendi, Hlíðarvegi7. — Sölusk. Björk, Austurvegi VESTMANNAEYJAR: Turninn, Bárustíg 1. - Veitingaskálinn, Friðarhöfn. - Söluskálinn, Goðahrauni 1. VÍK: Víkurskálinn, Austurvegi. KIRKJUBÆJARKLAUSTUR: Skaftárskálinn MUNIÐ MARGVIKNAMIÐANA Góður ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.