Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 42

Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 Jóhann Guðmunds- son bæklunarskurð- læknir - Minning Fæddur 8. júlí 1933 Dáinn 2. júlí 1990 Hinn 2. júlí sl. barst mér sú harmafregn að Jóhann Guðmunds- son læknir hefði látist á heimili sínu í Garðabæ langt um aldur fram. Banamein hans var hjartabilun. Þessi frétt kom mjög að óvörum . því Jóhann hafði ekki kennt sér meins áður. Jóhann fæddist í Reykjavík 8. júlí 1933 sonur hjónanna Guðmund- ar Óskars Bæringssonar og Ingi- gerðar Danivalsdóttur. Guðmundur faðir Jóhanns var sonur Bærings Bjarnasonar bónda í Keflavík og í Tungu, Vestur- Barðastrandarsýslu, Bjarnasonar kennara og konu hans Önnu Jó- hönnu Sigurðardóttur. Kona Bær- ings Bjarnasonar var Jóhanna Guð- björg Árnadóttir fædd í Kollsvík, Vestur-Barðastrandarsýslu, Árna- sonar frá Klettshlíð í Keflavík und- ir Jökli, Árnasonar og konu hans, Dómhildar Ásbjörnsdóttur, sem fædd var á Hnjóti í Kollsvík, Ólafs- sonar bónda á Geitagili og Lága- núpi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Ingigerður móðir Jóhanns var dóttir Danivals bónda á Litla- Vatnsskarði Kristjánssonar Guð- mundssonar á Strúgsstöðum í Langadal og konu hans, Maríu Guðmundsdóttur. Kona Danivals var Jóhanna Jónsdóttir Jóns Jóns- sonar bónda í Merkigerði í Tungu- sveit og konu hans, Ingigerðar Pét- ursdóttur. Foreldrar Jóhanns gengu í hjóna- band árið 1932 í Reykjavík og bjuggu þar öll sín hjúskaparár. Guðmundur var skipstjóri og stund- aði sjómennsku lengst af. Þekkt er sú hrakningasaga er vb. Kristján, sem Guðmundur var skipstjóri á, varð vélarvana út af Sandgerði 19. febrúar 1940 í aftakaveðri. Eftir 12 daga tókst skipshöfninni þó að sigla bátnum til lands upp í brim- garðinn þar sem báturinn fórst, en skipveijar komust allir heilu og höldnu í land. Mátti það heita kraftaverk að allir skyldu bjargast. Síðustu ár ævi sinnar vann Guð- mundur fyrir Vélaverkstæði Sigurð- ar Sveinbjörnssonar. Þau hjón eru nú bæði látin. Guðmundur lést árið 1962 og Ingigerður árið 1976. Guðmundur og Ingigerður eign- uðust 2 börn saman, þau Jóhann, kvæntan Sigríði Árnadóttur, og Svandísi sem er gift Walter Hjalte- sted verslunarmanni. Jóhann átti fjögur hálfsystkini, sammæðra. Þau eru: Þormóður Torfason kaupmaður, kvæntur Sigríði Sandholt, Sigurrós Torfa- Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum f úslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSKIIfÐJA SKEMMUVEGI48. SIMI76677 dóttir, gift séra Þorsteini Björns- syni, Torfi Torfason verslunarmað- ur, kvæntur Ástríði Ólafsdóttur. faðir þeirra var fyrri maður Ingi- gerðar, Torfi Guðmundsson kaupfé- lagsstjóri á Norðurfirði á Ströndum, dáinn 1922. einn hálfbróðir Jó- hanns, séra Ingi Jónsson, er nú lát- inn, hann var ókvæntur. Faðir hans var Jón Sveinsson útgerðarmaður í Reykjavík, Jóhann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og brautskráðist þaðan árið 1953. Eftir stúdentspróf hóf hann nám í læknisfræði við Há- skóla íslands og lauk þaðan kandi- datsprófí árið 1960. Að loknu kandidatsári hér heima, sem þá var nauðsynlegt, hélt Jóhann til Svíþjóðar og hóf þar sérfræðinám í bæklunarskurðlækningum, sem hann lauk síðan árið 1968. Að sér- fræðinámi loknu starfaði hann í tvö ár sem aðstoðaryfirlæknir við bækl- unardeild sjúkrahússins í Vásterás í Svíþjóð þar sem hann hafði stund- að nám. eftir heimkomu til íslands árið 1970 stofnaði hann læknastofu hér í Reykjavík sem hann rak til dauða- dags. Árin 1970-1972 var Jóhann sérfræðingur í sinni grein við sjúkrahúsið á Akranesi, en eftir að bæklunardeild var sett á stofn við Landspítalann í Reykjavík árið 1972 starfaði hann þar, bæði sem sérfræðingur og aðstoðaryfirlækn- ir. Jóhann starfaði mikið í félaga- samtökum lækna bæði hér og er- lendis, m.a. var hann stofnandi og í fyrstu stjórn félags íslenskra bækl- unarskurðlækna frá 1972 til 1987. Hann var ritari Íslandsdeildar Nord- ist Orthopedisk Forening frá 1976 til 1984 og fulltrúi íslands í stjórn sama félags frá 1984. Jóhann var prófdómari í líffæra- fræði og vefjafræði við Háskóla íslands frá 1972 til 1986 og einnig prófdómari við námsbraut í sjúkra- þjálfun í Háskóla íslands frá 1976. Stundakennari var hann í bæklun- arskurðlækningum frá 1973. Alla tíð lét Jóhann sig málefni þroskaheftra mikið varða. Strax í Svíþjóð tók hann þátt í samtökum til styrktar þroskaheftum og einnig strax eftir komu til íslands. Hann vai' ritari stjórnar styrktarfélags vangefinna í Reykjavík 1975 til 1981. Stofnandi og í stjórn Land- samtaka þroskaheftra frá 1976 og varaformaður þeirra 1978 til 1987. Formaður í stjórnarnefnd um mál- efni þroskaheftra 1979 til 1984 og í stjórn Norðurlandasamtaka þroskaheftra frá 1981. Að þessum málum vann Jóhann af miklum dugnaði og atorku eins og öllum störfum er hann tók að sér. I menntaskóla tók Jóhann mikinn þátt í íþróttum. Hann vai' góður söngmaður og hafði mikla ánægju af söng. Jóhann var alia tíð unn- andi góðrai' tónlistar og átti gott safn hljómplatna. Stúdentar MR 1953 hafa ætíð haldið vel hópinn og góð vinátta varð milli bekkjarsystkina. Komið var saman á fimm ára fresti eða oftar og mætti Jóhann ávallt á þess- ar samkomur ef hann var á landinu. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra bekkjarsystkina minna er ég full- yrði að Jóhanns verður þaðan sáit saknað. Hinn 6. október 1957 kvæntist Jóhann Sigríði Jónu Árnadóttur. Sigríður er dóttir Árna Olafssonar kaupmanns í Reykjavík og konu hans, Ástu Sveinsínu Kristinsdótt- ur. Árni var sonur Ólafs Árnasonar kaupmanns í Reykjavík og konu hans Guðrúnar Gísladóttur frá Ein- arshöfn á Eyrarbakka. Ásta var dóttir Kristins Egilssonar verka- manns í Reykjavík og konu hans, Pálínu Margrétar Pálmadóttur frá Eiði á Seltjarnarnesi. Foreldrar Sigríðar eru nú bæði látin. Þau Sigríður og Jóhann eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: Guðmund- ur f. 15. desember 1960. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla íslands 1986 og er við framhaldsnám í lyf- lækningum í Svíþjóð. Guðmundur er kvæntur Yrsu Bergmann Sverr- isdóttur líffræðingi og eiga þau tvö börn, Sunnu Hlín og Mána Frey. Helena, f. 11. febr. 1964, dansari í íslenska dansflokknum, gift Valdemar Helgasyni kennara_ og eiga þau eitt barn, Helga Má. Ásta Vala, f. 10. mars 1967. Jóhann, f. 6. nóv. 1969, stúdent 1989, nemi í rafvirkjun og dagskrárgerðarmað- ur. ■* í einkalífí sínu var Jóhann mikill hamingjumaður. Þau hjón, Sigríður og hann, voru einstaklega samhent um alla hluti, hvort heldur var um að ræða uppeldi barnanna, félags- störf eða annað og saman byggðu þau sitt fagra heimili í Mávanesi 14 eftir dvöl þeirra í Svíþjóð. Jó- hanns verður ávallt minnst sem hins góða félaga bæði frá skólaárunum og æ síðan. í viðmóti var hann allt- af ljúfur og hress bæði við sjúklinga sína og samstarfsfólk og einnig vini sína. Að leiðarlokum þökkum við hjón- in Jóhanni fyrir vináttu hans um langan tíma og óskum honum vel- farnaðar á nýjum leiðum. Sigríði, börnunum og öðrum ástvinum send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Olafsson Jóhann Guðmundsson er látinn — skurðlæknirinn sem starfað hefur meðal okkar á bæklunarskurðdeild Landspítalans í 18 ár er ekki meir. Mörg eru þau mein sem hann, gegnum tíðina, hefur bætt með skurðaðgerðum sínum, linað þján- ingar, skapað starfshæfni, gefíð öryrkjum nýja orku. Við minnumst hans sem hins geðþekka, dreng- lynda manns sem lét ekkert á sig fá þótt oft væri starfsbyrðin þung. Ávallt ljúfur, hress og sístarfandi. Vinnuþrekið var sterkt. Hann naut starfsins, enda þekking og þjálfun mikil. — Hann stóð jafnvel í skurð- aðgerðum daginn sem hann lést. Kennari var hann góður og hafa margir hér notið góðs af í námi sínu. Hann fékk snöggan dauðdaga. Þess vegna er höggið svo óvænt og þungt fyrir okkur öll. Jóhann Guðmundsson fæddist 8. júlí 1933. Varð þannig aðeins tæp- lega 57 ára gamall. Hann kvæntist 1956 eftirlifandi konu sinni, Sigríði Jónu Árnadótt- ur, og varð þeim fjögurra barna auðið. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953 og útskrifaðist úr læknadeild Háskóla íslands 1960. Árið 1962 fluttist Jóhann með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar til framhaldsnáms. Stundaði hann sérnám í bæklunarskurðlækningum og hlaut sérfræðiviðurkenningu í þeirri sérgrein ái'ið 1968 í Sviþjóð og 1970 á íslandi. Jóhann fluttist heim aftur til ís- lands árið 1970. Starfaði sem sér- fræðingui' í bæklunarskurðlækn- ingum við Sjúkrahús Akraness frá 1970 til 1972, samhliða starfi í Reykjavík. í byrjun ársins 1972 hóf hann síðan störf við bæklunar- skurðdeild Landspítalans sem þá var opnuð. Hann vann þar til ævi- loka — í 18 ár. Jóhann tók mikinn þátt í félags- málum, bæði utanlands og innan. Hann var einn af stofnendum Fé- lags íslenskra bæklunarskurðlækna og sat þar í stjórn. Hann vann í ræðu og riti að málefnum þroska- heftra. Hann var fulltrúi íslands í stjórn Norðurlandasambands bækl- unarskurðlækna. Jóhann Guðmundsson verður að teljast einn af brautiyðjendum í bæklunarskurðlækningum á ís- landi. Háns líka fáum við ekki aftur. Við starfsfélagar hans á Land- spítalanum kveðjum hér góðan vin með söknuði. Við vottum Sigríði, konu hans, og fjölskyldu allri okkar innilegustu samúð. Stefán Haraldsson Kynni mín af Jóhanni Guðmunds- syni hófust á vordögum fyrir 15 árum, þegar við tókum þátt í aðal- fundi Styrktarfélags vangefínna í Reykjavík. Nokkuð óvænt vorum við kjörnir í stjórn Styrktarfélagsins á þessum fundi. Varð þetta upphaf samstarfs og vináttu, er ég ávalit mat mikils. Hin síðari ár hafa samskipti okk- ar aðallega tengst Skálatúnsheimil- inu í Mosfellssveit. Þau hjónin, Jó- hann og Sigríður, tóku virkan þátt í starfsemi Foreldra- og vinafélags Skálatúnsheimilisins og gegndi Jó- hann þar formannsstörfum í 7 ár samfellt. Fyrir aðeins 15 árum voru í gildi hér á landi „lög um fávitastofnanir“ er fjölluðu um málefni þroska- heftra. Nafnið eitt gefur til kynna innihald þeirra laga. Á tiltölulega fáum árum hafa orðið miklar breyt- ingar á högum þroskaheftra og fatl- aðra, þótt ennþá skorti mikið á, að þessum hópi séu sköpuð viðunandi lífsskilyrði. Jóhann tók virkan þátt í baráttunni fyrir málefnum þroska- heftra frá því hann kom til landsins árið 1970 að afloknu framhalds- námi til dauðadags. Á aðalfundi Styrktarfélags van- gefínna í Reykjavík 1975 bar Jó- hann fram tillögu þess efnis, að Styrktarfélag vangefínna „kalli til samstarfs þau félög og hópa um land allt, sem vinna að málefnum vangefínna, og beiti sér fyrir stofn- un landssambands þessara hópa“. Tillaga Jóhanns var kynnt á fundi í Norræna húsinu, sem haldinn var á vegum Styrktarfélags van- gefínna. Síðar var kosin undirbún- ingsnefnd til stofnunar landssam- taka. Stofnfundur Landssamtak- anna Þroskahjálpar var haldinn 16. október 1976. Jóhann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Landssamtök- in. Hin síðari ár helgaði hann sig baráttu fyrir réttindagæslu þroska- heftra og var þar, sem oft áður, í fararbroddi og nokkuð á undan sinni samtíð. Ekki tel ég, að á neinn sé hallað, þótt ég fullyrði, að Jóhann hafi verið aðal-hvatamaður að stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar. Jóhann hafði betri skilning og þekkingu á málefnum þroskaheftra hérlendis og erlendis en aðrir menn, sem ég hef kynnst. Þekkingu sína notaði hann til að marka stefnu í baráttunni fyrir bættu hlutskipti þeirra, sem minnst mega sín í okkar þjóðfélgi. Hann var ötull baráttumaður og fylgdi óhræddur sannfæringu sinni. Gunnar Þormar Það var harmafregn er það spurðist, að ljúfmennið Jóhann Guð- mundsson hefði orðið bráðkvaddur mánudaginn 2. þ.m. Hann var mað- ur á besta aldri, sem virtist hreyst- in holdi klædd og ástæða var til að ætla að hann ætti mikið og gæfuríkt starf fyrir höndum. Jóhann Guðmundsson kom heim að loknu framhaldsnámi i bæklun- arsjúkdómum fyrir um 20 árum og hóf störf á Landspítalanum. Hann lét fljótlega mál fatlaðra og lam- aðra til sín taka og mun að öðrum ólöstuðum enginn hafa unnið jafn fórnfús störf í þeirra þágu og hann. Fyrir um átján árum þurfti ég að leita til Jóhanns Guðmundssonar vegna meinsemdar í hné, svokall- aðrar hnjámúsar eða brotins lið- þófa, sem sennilega stafar af hlaup- um. Læknisverk hans reyndust vel, en það sem mér þótti mest um vert var að kynnast manninum Jóhanni Guðmundssyni. Hann átti ætt að rekja til Vestfjarða og auk heldur til Barðastrandarsýslu, en Vestfirð- ingar eru mér af ýmsum ástæðum hugstæðari en flest annað fólk. Þá gaf það honum aukið gildi í mínum augum, að hann var sonur Guð- mundar Bæringssonar, skipstjóra, en hann var einn af frændum mágs míns heitins, Daníels Sumarliðason- ar. Upp frá því fylgdist ég úr fjarska með því fórnfúsa starfí hans, er áður getur og skynjaði það stóra og hlýja hjarta, sem sló í brjósti þessa ljúfmennis. Föstudaginn 29. f.m. gerði snill- ingurinn Jóhann í þriðja sinn að smá læknisverki á öðrum fætinum á mér. Það var staðdeyft og að vanda brá fyrir glettni á milli okkar með- an á aðgerðinni stóð. Ég hafði haft á orði, að best væri að hann tæki um leið hnjámús úr hægra fæti, sem var byi'juð að angra mig, en við ákváðum að fresta því og sennilega verður það úr þessu ekki fyrr en á næsta plani. Ég minntist á það oft við hann hve margir kostir fylgdu því að hlaupa, því hefði ég ekki byijað á því, þá hefði ég ekki kynnst því yfirlætislausa valmenni, sem hann væri og líf mitt orðið stórum snauðara. Hann vildi í hógværð sinni gera lítið úr valmenninu, en taldi hlaup góð. Að vonum mun fjöldi manna vilja votta eftirlifandi konu hans, börn- um og vandamönnum dýpstu samúð og geri ég það hér með. Gunnlaugur Þórðarson Minningarnar streyma fram í hugann. Ein er sú minning er birt- ist ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Ég var viðstödd brúðkaup í fyrsta sinn. Það var 6. október 1956. Ung stúlka í næsta húsi við mig gekk í heilagt hjónaband. Brúðguminn var Jóhann Guðmundsson, sem við kveðjum nú í dag. Þessi hátíðar- stund hverfur mér ei úr minni. Þau voru svo undurfögur ungu brúð- hjónin sem þarna sameinuðust frammi fyrir Guði og hétu hvort öðru játningu um samheldni í blíðu og stríðu. Ungu hjónin byijuðu sinn búskap í nágrenni við æskuheimili Siggu. í þessari litlu íbúð réð smekkvísin ríkjum sem og allan þeirra búskap, enda bæði fagurker- ar og lögðu sig fram um að skapa fagurt og gott heimili og nutu sam- vistanna hvort við annað fram á síðasta dag. Árin liðu og þau hjón komu heim frá Svíþjóð með börnin sín fjögur. Stödd í Blómavali að sýna börnum sínum undraheim jól- anna, þar hitti ég þau aftur og fékk síðan að njóta samvista við þessa vini mína. Eins og alltaf í lífi fólks skiptast á skin og skúrir og sagt er að sorgin gleymi engum og ungu hjónin fóru heldur ekki varhluta af mótlæti á lífsleiðinni. Yngri dóttirin reyndist þroskaheft og nú reyndi á orð prestsins forðum að standa óhögguð saman í blíðu og stríðu. Þau stóðu líka sem klettur um vel- ferð dóttur sinnar og Jói vann af eljusemi að málefnum þroskaheftra, þrátt fyrir erilsamt starf sitt. Jói var alltaf sjálfum sér samkvæmur, tók öllu sem lífíð gaf, jafnt í gleði sem sorg, með manndómi og festu. Minnugur þess að enginn gróður þrífst án skúra. Gleðistundirnar með Siggu og Jóa verða mér ógleymanlegar, t.d. þegar Jói leiddi eldri dóttur sína upp að altarinu og orð föðurins unga fólkinu til h eilla. Einnig er hugstæð veislan er eldri sonurinn útskrifaðist sem læknir. Þá buðu þau hjón heim öllum læknakandid- ötum ásamt mökum. Orð húsbón- dans voru töluð af reynslu, mann- viti, blönduð glettni á gleðistund. Það var mér ánægjuefni að ganga á milli þessara ungmenna og hlýða á áform þeirra um lífið og fram- tíðina. Áfram birtast leiftur minning- anna, þar á meðal gestir á heimili okkar hjóna þar sem Jói gladdi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.