Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
títm
Og’leymanlegar stundir með
Carreras, Pavarotti og Domingo
Til Velvakanda.
Nú er full ástæða til að þakka
sjónvarpi „okkar allra“ fyrir síðustu
helgardaga. Ég geri ráð fyrir að
langt verði til annarra sambæri-
legra.
Á laugardag og sunnudag gafst
að líta úrslitaleikina tvo í heims-
meistarakeppni knattspyrnumanna,
sem staðið hefur heilan mánuð suð-
ur á Ítalíu með smáhvíldum. Heyrst
hafa óánægjuraddir yfir þeirri rösk-
un sem leikirnir höfðu á hefðbundna
dagskrá. Vissulega er'öll reglusemi
góðra gjalda verð, en þó trúi ég að
þeir muni fleiri, sem tóku nýbreytn-
inni vel eða bærilega. Ég bendi á
dæmi því til stuðnings. Ég býst við
að margur hafí haft verulega
ánægju af kynnum við hina afrísku
knattspyrnumenn frá Kamerún,
þótt þeir féllu úr keppni fyrir
síðustu atrennu. Þetta ríki, sem
liggur á vesturströnd álfunnar
skammt norðan miðbaugs og er nær
fimmfalt stærra en ísland, byggir
menningarþjóð, sem lítið hefur farið
fyrir í almennum fréttum, en knatt-
spyrnukappar þeirra voru líklega
flestum liðum drengilegri á velli að
viðbættum fræknleiknum.
í öðru lagi var um helgina sýnd
í sjónvarpinu lokakeppni tennisleik-
anna á Wimbledon-velli í Lundún-
um, bæði kvenna og karla. Prúður
leikur og þó bráðspennandi í báðum
tilvikum.
En knattspymugarpar og tennis-
hetjur hlutu að láta í minni pokann
fyrir söngsnillingunum þremur, sem
sjónvarpið gaf okkur kost á að
heyra og sjá á laugardagskvöldið í
tvær stundir samfleytt, þeim Dom-
ingo, Carreras og Pavarotti. Þær
stundir verða ógleymanlegar flest-
um eða öllum, sem notið gátu, og
er tilhlökkunarefni að fá þær endur-
teknar í haust, eins og nú hefur
verið heitið. Ur því að svo rúmur
tími er til þeirrar stefnu ætti sjón-
varpið að geta orðið sér úti um nið-
urlag tónleikanna, sem munu hafa
orðið nokkru lengri en hér gafst
að heyra. Mjög var miður að þagg-
að skyldi niður í þremenningunum
í miðju óperulagi, og ætla ég að
vona að sjónvarpsmenn okkar verði
ekki vændir um það óþurftai-verk.
Þessir merkilegu tónleikar fóru
fram á útisviði innan uppistandandi
veggja fornaldarmannvirkis, sem
harðstjórinn Caracalla keisari lét
reisa snemma á 3. öld. I þessu mikla
húsi baðaði keisarinn sig ásamt
hirðgæðingum sínum, og gátu víst
laugað sig þar samtímis 1.600
manns. Nú á laugardaginn var böð-
uðu sig þar 5.000 áheyrendur í
tónaflóði snillinganna, sem studdir
voru 200 manna hljómsveit undir
stjórn Zubine Mehtas.
Hér á landi skortir okkur tilfinn-
anlega tónlistarhús. Við eigum ekki
einu sinni útisvið, sem rúmað gæti
svipaðan skara og baðhúsið forna
í Róm. Það væri þá kannski hvað
helzt að hugsa sér Ásbyrgi eða
Almannagjá eftir gífurlegar tilfær-
ingar. Bezt er að sleppa slíkum
hugleiðingum, en snúa sér þeim
mun frekar að húsbyggingu, sem
þegar er í undirbúningi, tónleika-
húsi. Byggingarlóð er fengin og
teikning hefur verið gerð. Þegar sú
bygging er risin, getum við kallað
á snillingana miklu — og okkar eig-
in snillinga — til söngs fyrir okkur
milliliðalaust beint í eyra og æð,
einn í einu eða alla í senn.
Luciano Pavarotti söng hér á
listahátíð fyrir u.þ.b. áratug og þá
í Laugardalshöll. Svo vildi til að ég
átti orðastað við hann baksviðs í
tónleikahléinu, þar eð ég kynnti
efnisskrána í útvarpið. Ég man að
ég spurði hann, hvernig honum félli
húsið til söngs. Hann varð armædd-
ur á svip og kvaðst ekki muna til
að hafa sungið í jafn „dauðu“ húsi.
Þetta væri gímald, sem gleypti tón-
inn og gæfi engan endurhljóm.
Eitt með öðru staðfestir þetta
brýna þörf okkar fyrir tónleikahús
fullboðlegt þeirri menningarþjóð,
sem við viljum teljast og erum
reyndar í aðra röndina.
Baldur Pálmason
HLJÚMSVEITAKEPPNI R0KKUNGANNA verður haldin á
BARNA- 0G FJÖLSKYLDUHÁTÍDINNI í HÚSAFELLSSKÓGI
LAUGARDAGINN 4. ÁGÚST 1990.
KEPPÐVDUR þurfa að vera YNGRI 01 16 ÁRA (fædd 1974
eða síðar). öll hljómtæki verða á staðnum en keppendur
þurfa að hafa með sér eigin handhljóðfæri (s.s. gítar,
bassa o.s.frv.). Hver hljómsveit má spila í 10 mínútur.
DÓMNEFND sem skipuð verður starfandi hljóðfæraleikur-
um og fagmönnum á sviði tónmennta mun velja
sigurvegarana.
VERÐLAUNIN: Sú hljómsveit sem sigrar mun leika eitt lag
á hljómplötu ROKKUNGANNA sem kemur út fyrir jólin
1990, auk þess að fá afhentan veglegan verðlaunabikar.
ÞÁTTTAKA tilkynnist fyrir 20. júlí í síma 91-689440.
FJÖLSKYLDU
ÁTÍ
IHÚSAFELLSSKÓGI 3.-6. ÁGÚST1990
4í
Svangir islendingarí
Takió ykkur frí frá malseld
TÖURIST MENU
'reitingastaóir víða um land innon Sombands
veitinga- og gistihúsa bjóóa í sumar sérstakan
matseóil, Sumarrétti SVG, þar sem áhersla er lögó
á staúgóúan mat é góúu múi.
Sumarréttamatseðillinn
gildir frá 1. júní til 15. september.
Hádegisv. Kvöldveróur
Forréttur eóa súpa, kjöt- eða fiskréttur, kr. 750- kr. 1000-
kaffi. 900 1500
Börn 0 til 5 ára: Ökeypis
Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur
Saniwrlega góú tíúinúi lyrir smga ierúalaaga.
Upplýsingabæklingurfæstáferðaskrifstofumog f
upplýsingamiðstöð í Bankastræti 2.
Sjá þátttakendalista í Morgunblaðinu
laugardaginn 7. júlí.
Frábær uppskrift að fríinu
roir-einstö
BÆKLINGURINN OKKAR
ER ÓMISSANDIFÖRUNAUTUR
ÁFERÐALAGINU
GÆÐAÞJÓNUSTA Á GÓÐU VERÐI
Ferðaþjónusta bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg
Sími 623640. Símbréf (Fax) 628290