Morgunblaðið - 12.07.1990, Side 51

Morgunblaðið - 12.07.1990, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 51 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD - HORPUDEILD Friðrik bjarg- aði Þórsurum MARKAHÆSTIR Þórsarar geta þakkað markverði sínum, Friðriki Friðrikssyni, fyrir stig í leik sínum gegn Víkingi í gær. Hann varði þrívegis mjög vei á síðustu mínút- Logi Bergmann um leiksins í annars Eiðsson ákaflega bragðdauf- skrifar um 0g markalausum leik. Víkingar voru meira með boltann en gerðu þau mistök að sækja upp miðjuna þar sem vörn Þórs var sterkust. Það var ekki fyrr en und- ir lok leiksins er Björn Bjartmarz kom inná að líf færðist í leikinn. Hann átti sendingu á Trausta Óm- arsson sem var í dauðafæri en Frið- rik varði mjög vel. Boltinn barst út og Björn skaut að marki en Frið- rik varði að nýju. Hann lokaði svo markinu glæsilega skömmu síðar eftir að Björn hafði snúið á vörn Þórsara. Víkingar voru heldur skárri .í leiknum en í síðari hálfleik áttu gestirnir ágæta spretti. Marktæki- færin létu þó á sér standa enda virtust bæði liðin leggja meira 6 — Hörður Magnússon, FH, Guðmundur Steinsson, Fram. 5 — Sigutjón Kristjánsson, Val. 4 — Goran Micic, Víkingi, Hlynur Stefáns- son, ÍBV. 3 — Bjarni Sveinbjörnsson, Þór, Atli Ein- arsson, Víkingi, Lárus Guðmundsson, Stjörnunni, Árni Sveinsson, Stjörnunni, Ríkharður Daðason, Fram, Antony Karl Gregory, Val, Bjarki Pétursson, ÍA, Ormarr Örlygsson, KA, Ragnar Margeirsson, KR, Pétur Pétursson, KR, Pálmi Jónsson, FH. áherslu á vörn en sókn. í lið Víkings vantaði Janni Ziln- ik, sem er í leikbanni, og Luka Kostic lék ekki með Þór vegna meiðsla. Það hafði líklega nokkuð að segja enda hafa þeir verið bestu menn liða sinna í sumar. Víkingur-Þór 0:0 Víkingsvöllur, Islandsmótið I knattspyrnu, 1. deild — Hörpudeild — miðvikudáginn 11. júlí 1990. Gul spjöld: Sævar Árnason og Lárus Orri Sigurðsson, Þór. Dómari: Egill Már Markússon. Dæmdi vel. Línuverðir: Kári Gunnlaugsson og Guð- mundur Stefán Mariasson. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Ilelgi Björgvinsson, Ólafur Ólafsson, Helgi Bjarnason, Gunnar Gylfason (Einar Einars- son 68.), Aðalsteinn Aðalsteinsson, Atli Helgason, Hörður Theódórsson (Björn Bjartmarz'65.), Trausti Ómarsson, Atli Ein- arsson, Goran Micic. Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Sigurður Lárusson, Siguróli Kristjánsson, Nói Björns- son, Þorsteinn Jónsson, Árni Þór Árnason (Ólafur Þorbergsson 72.), Júlíus Tryggva- son, Sævar Árnason (Sveinn Pálsson 89.), Þórir Áskelsson, Hlynur Birgisson, Lárus Orri Sigurðsson. Friðrik Friðriksson, Þór. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Atli Einarsson, Helgi Bjarnason og Atli Helgason, Víkingi. Hlynur Birgisson, Þór. ÍSLANDSMÓTIÐ 1.DEILD HÖRPUDEILD Fj. leikja u j r Mörk Stig VALUR 9 6 1 2 15: 8 19 KR 9 6 0 3 14: 9. 18 FRAM 9 5 1 3 17: 7 16 ÍBV 9 4 3 2 12: 14 15 VÍKINGUR 9 3 4 2 10: 9 13 FH 9 4 0 5 14: 13 12 STJARNAN 9 3 2 4 11: 15 1 1 ÍA 9 2 2 5 10: 16 8 PÓR 9 2 2 5 6: 12 8 KA 9 2 1 6 8: 14 7 Morgunblaðið/KGA IMói Björnsson hafði góðar gætur á Atla Einarssyni í leiknum í gær og hér eru þeir í faðmlögum við vítateig Þórsára. 20. LANDSMOT UMFI Morgunblaðið/KGA í mörg horn að líta Þegar Landsmót er í undirbúningi, er að mörgu að hyggja og í gær voru starfsmenn mótsins á þönum í Varmárskóla. Sæmundur Runólfsson, annar framkvæmdastjóra mótsins veitir starfsmanni leiðbeiningar en Einar Vilhjálmsson, spjót- kastari með meiru hefur gripið í símann. Einar keppir í spjótkasti á sunnudaginn, en meðal keppenda þar verða Svíarn- ir Peter Borglund og Dag Wannlund, svo og íslendingarnir Sigurður Einarsson og Sigurður Matthíasson. Besti árangur Borglunds er 84,76 metrar, en Einar á best 84,66 metra. Því má vænta skemmtilegrar keppni á sunnudaginn. Keppni á Landsmótinu hófst í gær í körfuknattleik og knattspyrnu kvenna. Keppni í dag hefst svo kl. 10 með golfi og jurta- greiningu — sem nú fer fram utandyra, í Skrúðgarðinum við Varmárvöll. Það verður mikið um að vera í dag; Vigdís Finnbogadóttir gróðursetur, ásamt fleirum, birkitré, en meðal þess sem keppt verður í, má nefna fijálsar íþróttir, bridds, körfuknattleik og knattspyrnu, hestadóma og blak auk margs annars. í kvöld verður haldin rokkhátíð. Hún hefst kl. 20 í Álafossskemmu. Þess má geta að sætaferðir verða frá BSI upp í Mosfellsbæ í dag, á morgun og á laugardag á rokk- hátíðina og dansleiki. Einnig er boðið upp á ferðir rneð Mosfellsleið á klukkustundar fresti frá Grensásskiptistöð. Þá verður boðið upp á férðir til baká‘ íií ’Réyltjávíkúríáð lókúúm dansleikjum Og rokkhátíð. v GOLF / EVROPUMOT UNGLINGA ísland í 13. sæli „Eins og við var að búast," segir Hannes Þorsteinsson, fyrirliði liðsins ÍSLENSKA unglingalandsliðið í golfi er í 13. sæti af 16 þjóðum eftir fyrsta keppnisdag á Evr- ópumóti unglinga í golfi sem fram ferá Grafarholtsvelli. Eft- ir tvo fyrstu dagana er liðunum skipt í tvo flokka eftir styrkleika og má búast við að íslendingar verði í neðri flokknum. Frakkar eru í efsta sæti, með 376 högg, en Englendingar og Skotar koma einu höggi á eftir. Þessar þjóðir skera sig úr eftir fyrsta daginn en Svíar eru í fjórða sæti með 386 högg. íslendingar léku á 403 höggum og eru í 13. sæti, tveimur höggum á eftir Aust- urríkismönnum. „Þetta var svona eins og við var að búast. Við höfum yfirleitt verið í neðri hlutanum og erum aðeins ofar að þessu sinni,“ sagði Hannes Þorsteinsson, fyrirliði íslenska liðs- ins. „Það er svolítil pressa á liðinu á heimavelli en í sjálfu sér skiptir ekki miklu máli í hvaða sæti liðið er, frekar í hvaða flokki,“ sagði Hannes. í dag heldur undankeppnin áfram og þá kemur í Ijós hvaða átta þjóð- ir leika um Evrópumeistaratitilinn og hvaða þjóðir leika um 9.-16. sæti í þriggja daga holukeppni. ís- lendingar verða líklega ,í síðari hópnum- enda vantar liðið þrettán högg á Hollendinga sem eru í 8. sæti. Sturla Ómarsson náði besta skori íslendinga í gær, 78 höggum. Ást- ráður Th. Sigurðsson og Hjalti Niel- sen léku á 79 höggum, Júlíus Hall- grímsson á 81, Örn Arnarson á 86 og Kjartan Gunnai-sson á 87 en skor fimm bestu gilda. Englending- urinn Westwood náði besta skori dagsins, lék á 71 höggi sem er par vallarin§. „Það kom kannski í ljós í dag að okkur vantar breidd. Hinar þjóð- irnar hafa úr mun fleiri kylfingum að velja. En við höfum ekki gefist upp og ætlum að beijast í holu- keppninni," sagði Hannes. Golf EVRÓPUMÓT UNGLINGA Staðan eftir fyrsta dag: 1. Frakkland........................376 2. England....................................377 Skotland.......................377 4. Svíþjóð....................................386 5. Spánn......................................387 6. Danmörk....................................389 Wales....................................389 8. Holland....................................390 9. írland.....................................391 10. Belgía....................................396 V-Þýskaland............................ 396 12. Austurríki................................401 13. ísland.....:..............................403 14. Ítalía....................................404 15. Finnland„.,..i...r,e,..j...~...(...„.».,..407 16. -Noi-egur____________:__________4)5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.