Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ T TT A er sunrmdagur 15. júlí, 5. sd. eftir Trínitatis. 1 JDA.\jr 196. dagur ársins 1990. Svintúnsmessa hin síðari. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 11.26 og síðdegisflóð kl. 23.51. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.39 og sólarlag kl. 23.25. Sólin er í hádegisstað í Reykjavík kl. 13.34 og tunglið er í suðri kl. 7.04. (Almanak Háskóla íslands.) Fyrst þér, sem eruð vondir, hafíð vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann. (Matt. 7,11.) ÁRNAÐ HEILLA Q Q ára afmæli. Á morgun, i/V/ 16. júlí, er níræð frú Þuríður Jónsdóttir frá Hvoli í Ölfusi, nú heimilis- maður á Hrafiiistu í Hafhar- firði. Lengst af átti hún heima í Suðurgötu 10 í Sand- gerði. Þar var maður hennar, Olafur Vilhjálmsson, oddviti um árabil. Hún ætlar að taka á móti gestum á afmælisdag- inn í slysavamahúsinu í Sand- gerði eftir kl. 16. f7A ára afinæli. í dag, 15. • \/ júlí, er sjötugur Karl Jónsson Eiríks, Rjúpufelli 17, Rvík. Hann starfaði m.a. um árabil hjá Samvinnu- tryggingum. Kona hans er frú Helga Guðmundsdóttir og eru þau að heiman í dag. FRÉTTIR/MANNAMÓT í DAG er Svitúnsmessa hin síðari. Þær messur eru til minningar um biskupinn Svit- ún í borginni Winchester á Englandi. Þar var hann bisk- up á 9. öld. Á morgun, 16. júlí, eru liðin 363 ár frá að Tyrkir rændu Vestmánna- eyjar. Á morgun hefst 29. vinnuvika þessa árs. HÁSKÓLI ÍSLANDS. í Lög- birtingablaðinu er birt tilk. frá menntamálaráðuneytinu um skipan sjö dósenta í stöð- ur við læknadeild Háskólans. Em þeir skipaðir til fimm ára. Þetta em læknamir: Baldur F. Sigússon, sem er dósent í geislalæknisfræði; Gunnar Gunnlaugsson dós- ent í handlæknisfræði og er staðan bundin við Borgarspít- alann; Gunnar Sigurðsson skipaður í stöðu dósents í lyf- læknisfræði, sérgrein inn- kirtlasjúkdómar; Jón Þor- steinsson dósent í lyflæknis- fræði, sérgrein gigtarsjúk- dómar. Ólaf Steingrímsson dósent i sýklafræði; Páll Þór- hallsson dósent í líffæra- meinafræði og Þorvaldur Veigar Guðmundsson, sem skipaður var dósent í mein- efnafræði. NESKIRKJA. Á þriðjudag- inn kemur er mömmumorgun, opið hús fyrir mæður og börn þeirra kl. 10-12. HÚSDÝRAGARÐURINN í Laugardal. Þannig er stundataflan í garðinum í dag, en þar er opnað kl. 10 og lokað kl. 18. Kl. 11.00 selum gefíð. Kl. 11.30 hrein- dýr teymd um svæðið. Kl. 13.00 hestar teymdir um svæðið. K114.00 selum gefíð. Kl. 14.30 hreindýr teymd um svæðið. Kl. 15.00 hestar teymdir um svæðið. Kl. 16.00 ungar, kalkúnar og hænsni sýndir í smádýrahúsi. Kl. 16.30 selum gefíð. Kl. 17.00 kýr og naut rekin í fjós. Kl. 17.15 hestar, kinduroggeitur tekin inn og gefíð og kl. 17.30 kýmar mjólkaðar. KÁRSNESPRESTAKALL. Sóknarpresturinn, sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, hefurvið- talstíma í kirkjunni mánu- daga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 11.30-12.30 sími 41898/53540. AKRANES. í tæknideild Akraneskaupstaðar hafa leg- ið frammi og munu liggja til næstu mánaðamóta tillögur að deiliskipulagi tveggja skipulagsreita þar í bænum. Báðar snerta aðalskipulag bæjarins, segir í tilk. um þetta í Lögbirtingi, og heitir annar þessara reita Sólundarhöfði. Morgunblaðið/Helgi Bjamason Refabændur hafa átt í erfiðleikum undanfarin ár vegna þess hvað þeir fá lágt verð fyrir skinnin. Hefúr refabúum fækkað verulega af þeim sökum. Allmargir bændur eru þó enn með refi til að halda við stofninum og bíða í von um betra verð. Myndin var tekin í refahúsinu á Syðra- Skörðugili i Skagafirði. Einar Einarsson heldur á yrðl- ingi skuggarefs. Sigurjón Pálmi bróðir hans fylgist með. Morgunblaðið/Á. Sæberg Sennilega er það ekki almennt að alþingismenn fari á reiðhjóli til að reka erindi sín út um borg og bæ. En um daginn rakst einn af ljósmyndurum blaðsins á alþing- ismann við aðalinnganginn í Alþingishúsið og var hann að koma úr bakariinu á hjólinu sínu. Þetta er Friðrik Sophusson. Hann kvaðst ekki vita hvort hann væri eini þingmaðurinn sem hefði umráð yfir reiðhjóli hvað þá heldur svona gírahjóli og gerði ekki mikið úr því að hann hefði verið á hjóli í þetta skipti. Vissulega er mjög þægilegt að geta gripið til reiðhjóls ef reka þarf erindi á skemmri leiðum hér í bænum, a.m.k. yfir sumarmánuð- ina. Að hjóla er holl og góð hreyfing. En skýringin gæti m.a. verið sú, sagði Friðrik, að bilastæði þingshúss- ins eru nú lokuð vegna endurbóta og endurskipulags. FÉLAGSSTARF aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar. Næsta sumarferð er ráðgerð þriðjudaginn kemur, 17. þ.m. Verður farið í heimsókn í Strandarkirkju, ekið um Ós- eyrarbrú og heim um Selfoss. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13.30. Þá verður farin sumarferð 19. þ.m. og liggur leiðin til Hafnarfjarðar og verða skoðuð söfnin í bæn- um. KVENFÉLAG Bústaða- sóknar. Félagar ætla að hitt- ast næstkomandi miðviku- dagskvöld í Skógarlundinum við Skeiðarvog og taka til hendi, kl. 20. Nauðsynlegt er að hafa áhöldin með, segir Njólanefndin, sem hefur þennan lund á sinni könnu. VIÐEYJARGANGA. í dag kl. 15.30 verður farin göngu- ferð um vestureyjuna í Viðey. Leiðsögumaður verður með og lagt verður af stað frá Viðeyjarstofu. Þetta er um tveggja tíma gangur. FÉLAG eldri borgara. í dag kl. 14 er opið hús í Goðheim- um við Sigtún, fijáls spila- mennska og tafl. Dansað verður kl. 20. í næstu viku, 25. júlí, verður farin dagsferð til Akranes og Hvalfjarðar. Nánari uppl. á skrifstofu fé- lagsins. SÉRFRÆÐINGAR. í tilk. frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu um veitingu sérfræðingsleyfa til lækna. Jón Brynjólfsson hefur hlot- ið sérfræðingsleyfi með geð- lækningar sem sérgrein. Guð- mundur Jóhann Olgeirsson sérfræðingur í heimilislækn- ingum og Elías Ólafsson sér- fræðingsleyfi í taugalækning- um með taugalífeðlisfræði sem undirgrein. LÁRÉTT: — 1 farmur, 5 glaðar, 8 logi, 9 hrópi, 11 bitinn, 14 málmur, 15 rándýr, 16 ýlfrar, 17 metingur, 19 sleit, 21 ljúka, 22 mjög skyld, 25 þrætu, 26 rengja, 27 hreyfíngu. LÓÐRÉTT: — 2 fugl, 3 læt af hendi, 4 drusla, 5 þekkir til, 6 púka, 7 keyra, 9 spillir, 10 stjómpallur, 12 frumlag, 13 kroppaði, 18 jarða, 20 ekki mörg, 21 fomafn, 23 drykkur, 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 skelk, 5 mætar, 8 álfar, 9 Flóra, 11 tuska, 14 góa, 15 aftra, 16 skaut, 17 Rút, 19 kunn, 21 mang, 22 danskar, 25 rói, 26 áar, 27 iða. LÓÐRÉTT: 2 kol, 3 lár, 4 klagar, 5 matast, 6 æru, 7 auk, 9 flaskar, 10 óstandi, 12 svalari, 13 antigna, 18 únsa, 20 Na, 21 MA, 23 ná, 24 KR. BRÚÐUBÍLLINN. Eftir helgina verður Brúðubíllinn á ferðinni. Á mánudaginn kl. 10 á leikvelli í Frostaskjóli og kl. 14 á leikvelli við Einars- nes í Skeijafírði. HÚSBÍLAEIGENDUR, sem hafa eigin félagsskap, ætla að efna til sumarferðar fé- lagsmanna, sem munu vera milli 100 og 200. Er ferðinni heitið um Fjallabaksleið nyrðri. Koma á við í Skafta- felli. Ferðin hefst við skíða- skálann í Hveradölum laugar- daginn 21. júlí. Þessir félags- menn gefa nánari uppl. Gunna s. 92-37613, Björgvin s. 50991, Koistján 46437 eða Hafsteinn s. 667537. SKIPIN REYK JAVÍKURHÖFN: í dag fer togarinn Jón Bald- vinsson til veiða og á morgun kemur af veiðum og landar togarinn Ásgeir. Þá kom danska eftirlitsskipið Be- skytteren inn í gær. í dag er franskt rannsóknarskip væntanlegt inn. Á morgun er norskur togari væntanlegur og á þriðjudaginn verða hér daglangt tvö skemmtiferða- skip, bæði rússnesk. ORÐABÓKIIM Hundrað Hundrað er oftast notað sem töluorð, en einnig sem nafnorð í hk. Þá er ft. hundruð. Fyrir nokkru minntist blaðamaður, sem flutti þáttinn Daglegt mál í Ríkisútvarpinu, á þá nær óskiljanlegu áráttu margra að tala um hundruðir í stað hundruð. Hundruðir manna voru ekki á fundi, heldur hundruð manna. Sem betur fer kunna fjölmargir hér enn glögg skil á, enda er þetta tekið fram í kennslu- bókum og orðabókum og nemendum vafalaust einnig bent á hið rétta. Ég vona einungis, að téður blaða- maður reynist ekki sann- spár, þegar hann gizkar á, að þetta verði trúlega viður- kennt síðar sem eins rétt mát og hin forna beyging, MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Á föstudag kom trilla Gísla Stefánssonar for- manns, Stöðvarfirði, úr róðri. Dró hann til hafh- ar skipsbát af breskum togara, sem þýsk flugvél hafði sökkt í loftárás á Hvalbaksmiðum. I skips- bátnum voru 12 togara- sjómenn en togarinn var frá Grimsby og hafði skipstjórinn farist er sprengja kom á brú tog- arans. Stýrimaðurinn hafði hrokkið fyrir borð en var bjargað, fannst í sjónum eftir um það bil eina klst. Hafði bjargað honum hurð sem hafði rifnað af hjörum er sprengjan kom á brúna. Einn skipveija var særð- ur. ★ Síldarverksmiðjur ríkis- ins hafa nú tekið á móti nær 144.000 málum bræðslusildar á móti um 100.000 málum á sama tíma í fyrra. Óhenyu síld er sögð á „austursvæð- inu) og biðu mörg skip löndunar á Siglufirði í gær, en þá var vitað um 30 skip sem komu með síld. - hundruð a.m.k. þegar menn verði nógu oft búnir að tönnlast á vitleysunni. Þess vegna bendi ég á þetta hér í horn- inu og tek heils hugar undir með blaðamanninum, sem varaði eindregið við þessari röngu ft. í þætti sínum. Fyrir fáum dögum minntist svo lesandi þessara pistla á þetta sama við mig og bað mig sérstaklega um að benda mönnum á þessa röngu fleirtölu. Sagðist hann nýlega hafa verið á fundi, þar sem einhver fund- armanna hafði oft notað ft. hundruðir í tali sínu. Eftir fundinn komst hann svo að því, að téður fundarmaður gerði sér ekki grein fyrir því, að ft. af no. hundrað væri hundruð. - JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.