Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ffLI 11 1- báti, og því vilja allir vera með þeg- ar eitthvað standi til. Nokkuð lang- sótt skýring en ekki svo fráleit. Forseti landsins er sameining- artákn þjóðarinnar og ef vel er að gáð, þá hafa áramóta- ræður frú Vigdísar Finnbogadóttur verið kveikjan að mörgu átakinu. Hún hefur talað um tungu okkar og menningu, landið og uppblástur- inn, fíkniefnabölið, börnin okkar sem við mættum gjarnan umgang- ast af meiri virðingu en við höfum gert, og hvatt okkur til að hugleiða þessi mál og gera bót á. Og við höfum hlustað. Andrúmsloftið á þessum fyrsta degi ársins er líka afar sérstakt. Sum okkar eru stálhress eftir nótt- ina, hafa í mesta lagi farið á brenn- ur og kveikt á stjörnuljósum, aðrir ef til vill með höfuðverk og sam- viskubit, en flestöll erum við með meðvituð eða ómeðvituð áramótheit í huga og því tilbúin í hvað sem er þegar talað er hlýlega til okkar. Þegar á allt er litið virðist sem hvert átak hafi orðið þjóðinni til góðs. Áróður hefur valyð menn til umhugsunar og fjármunum verið vel varið, a.m.k. hjá þeim aðilum sem haft var samband við og upp- lýsinga óskað hjá. Þáttur fólksins sem að baki hverju átaki hefur staðið er þó ótal- inn. Það er ekki svo lítið átak að rífa heila þjóð, þótt fámenn sé, upp úr sleninu og fá hana til að vinna að góðu málefni. Og þegar langur vinnudagur Islendinga er hafður í huga, þá er maður þakklátur fyrir það að enn skuli vera til konur og menn sem fórna naumum frítíma sínum í baráttu og stundum þras fyrir málefni sem það trúir á. Og við hin trúum reyndar á það líka, þótt við höfum komið okkur undan því að gera eitthvað í málunum. Það þarf bara alltaf smáátak til að ýta við okkur. Við höfum fundið ágætis aðferð þar sem átakið er og munum senni- lega nota hana áfram. Menntamála- ráðuneytið hefur nú ákveðið að hefja átak um barnamenningu og er vissulega tími til kominn að börn- in fái meiri athygli, og Neytenda- samtökin vilja efla starf sitt sem væntanlega kemur neytendum til góða í betri vörum og lægra vöru- verði. Og það er miklu skemmtilegra að opna budduna til að styðja gott átak heldur en til að borga ósann- gjarnt og uppsprengt verð fyrir ein- hverja smávöru. ómælda launavinnu en látið mann- legu þættina mæta afgangi. Stuttar heimsóknir sem algengar voru áður fyrr, eins og þær að „kíkja aðeins í molakaffi" og ræða um daglegt amstur við vini og ná- granna, séu orðnar fátíðari, og sam- keppnin um dauðu hlutina aðeins orsakað öfund og einangrun. ís- lendingar séu afar fljótir á staðinn þegar einhver eigi um sárt að binda, en séu seinni til þegar samgleðjast á einhveijum. Innst inni blundi þó þráin eftir að standa saman eins og í gamla daga þegar flestir voru á sama sem Sameinuðu þjóðirnar hafa til- einkað árinu 1990. Átak gegn klámi Atakið gegn klámi varð áberandi á útmánuðum þegar hópur sem kall- aði sig „Konur gegn klámi“ lét í sér heyra í íjölmiðlum. Barátta þessara kvenna hófst þó í raun fyrir sjö árum þegar Helga Siguijónsdóttir gekk í fjórar bókaverslanir í Reykjavík og kynnti sér þann klámvarning sem á boðstólum var. Hópurinn sjálfur var formlega stofnaður árið 1987 og árið 1988 gengu þær í samnefnd samtök kvenna á Norðurlöndum. Haldið er þing einu sinni á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Helgu er tilgangurinn sá að vekja athygli almennings á því að stór munur er á klámi og erótík, og getur klám og sú afbrigðilega kynhegðun sem því fylgir oft haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar, einkum fyrir börn. Hópurinn hefur staðið fyrir ýmsum aðgerðum, m.a. haft samband við Innkaupasam- band bóksala varðandi innflutning á klámblöðum, skrifað greinar í blöð og timarit og boðið alþingismönnum og saksóknara að skoða myndbönd sem voru auglýst til leigu í smáaug- lýsingadálki Dagblaðsins. Helga sagðist ekki geta séð hver árangur baráttunnar hefði orðið til þessa enda kæmi hann varla í ljós á svo skömm- um tíma. ^ Skógræktarátak Stórt átak var gert í skógræktar- málum á sl. ári og í maí stóðu Skóg- rækt ríkisins, Skógræktarfélag Is- lands, Landgræðsia ríkisins og Land- búnaðarráðuneytið að sölu „Grænu greinarinnar" og sáu um sjónvarps- þátt á Stöð 2 þar sem tekið var á móti áheitum og gjöfum. Upphæðin sem safnaðist á árinu öllu nam samtals hátt í 50 milljónum kt'óna, og að sögn Valdimars Jóhann- essonar, sem starfað hefur við fram- kvæmd átaksins, hefur ein og hálf milljón tijáplantna verið keypt, og hefur nú þegar verið hafist handa við að planta þeim á 76 stöðum víðsvegar um landið. Landgræðslu- skógarnir verða því margir í framt- íðinni og auk þess er ætlunin að sá grasfræi, bit'ki og lúpínu á sömu stöð- um. Valdimar segir að sparlega hafi verið farið með féð sem safnaðist, auk fjárins sem fór í fyrrnefnd kaup á tijáplöntum þurfti að greiða ýmsan kostnað t.a.m. • vegna flutnings á plöntunum, og til að hlúa að þeim plöntum sem fyrir eru. En einnig hefur verið fjárfest í 1.100 þúsund plöntum sem tilbúnar verða næsta vor og væntanlega settar niður í land- græðsluskógana. í sumar verður heildargróðursetn- ing í landinu um 4 milljónir sáð- plantna, sem er fjórföidun frá því sem var fyrir tveimur árum. En þrátt fyr- ir aukið framboð á tijáplöntum þá er skortur á plöntum á hinum al- menna markaði, sem sýnir áhuga fólks á skógræktinni, og et' það að mati Valdimars stærsti og ánægju- legasti árangur átaksins. Átak gegn ávana- og f ikniefnum SÁÁ stóð fyrir átaki gegn ávana- og fíkniefnum í maí sl. og seldi lands- mönnum „Álfinn". Tilgangurinn með sölunni var að afla §ár til að borga byggingaskuldir og veita fé til lands- byggðarþjónustu samtakanna. Guðmundur Örn Ingólfsson hjá SÁÁ sagði að samtökin hefðu verið tneð ijáröflun frá upphafi, en þessi þó gengið „ljúfast" fyrir sig. Þegar yfirlæknir SÁÁ, Þórarinn Tyrfings- son, birti skýrslu sína árið 1985, þar sent fram kom að um 100 til-150 einstaklingar sem kæmu inn á Vog ár hvert, sprautuðu sig daglega nteð amfetamíni eða öðrum fíkniefnum, varð mikið ijaðrafok í þjóðfélaginu og kom fram hver hópurinn af öðrum sem vildi sporna gegn þessari va. Þessi áhugi manna kom þó SÁÁ- mönnum, sem áfram báru hita og þunga meðferðarinnar, ekki fjárhags- lega til góða, segir Guðntundur, og beijast beir enn við að halda sér 4 floti. Með sölu „Álfsins" söfnuðust um 8,2 milljónir, og verður fénu varið eins og áður er sagt til að borga byggingaskuldir og kostnað sem ekki er á föstum fjárlögum, og til 'ands- byggðarþjónustu sem bytjað vat' á sl. haust. SÁÁ-menn veita þá ráðgjöf og þjónustu á hvetjum stað með kynningarstarfsemi í skólum og einkaviðtölum við einstaklinga og aðstandendur. Samtökin „Vímulaus æska“ seni stofnuð voru fyrir atbeina SÁÁ- manna árið 1985, gerðu átak fyrir þremur árum, voru með útsendingu eina helgi hjá útvarpsstöðinni „Bylgj- unni“ og söfnuðu áheitum. Að sögn formanns samtakanna, Boga Arnars Finnbogasonar, safnaðist unt ein og ltálf milljón króna, og var féð ávaxt- að og hluti þess notaður til að gefa foreldrum fjölritaða bók sem tilheyr— ir„Lionquest“-vímuefnanámsefni sem nemendur í grunnskólum hafa unnið að. Áætlað er að nota afgang fjár- hæðinnar til að láta prenta bókina í samvinnu við menntamálaráðuneytið og mun hún væntanlega koma út í haust. Átak gegn aftanákeyrslum Umferðarráð og bifreiðatrygg- ingafélögin hófu í samvinnu herferð gegn aftanákeyrslum með auglýsing- um og áróðri í mars sl. Með vaxandi jLtmferðarþunga hafði umferðarslys- • nm og árekstrum fjölgað, og ákváðu þáf fyrrgreindír aðilar að taka aftaná- keyrslur sérstaklega fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Sig- urði Helgasyni hjá Umférðarráði báru bifreiðatryggingafélögin allan kostn- að af átakinu, en það fólst í auglýs- ingum í sjónvarpi og útvarpi, auk auglýsinga sem settar voru aftan á strætisvagna. Aftanákeyrslur munu ekki einungis vera kostnaðarsamar fyrir tryggingafélögin vegna skemmda á bifreiðunt, heldur verða menn oft illa úti sökunt áverka sent af þeirn hljótast. Engar tölur liggja enn fyrir um það hver árangur átaksins hefur ver- ið, en munu væntanlegar innan skamms að sögn Sigurðar. Hann tel- ur þó líklegt að árangur af átaki sem þessu muni skila sér á löngum tínia. Átaki neytendamálum Neytendasamtökin hafa nú á ann- að ár verið með átak í gangi þótt lítið hafi farið fyrir því í fjölmiðlum, og hefur það falist í söfnun félags- manna. Hafa samtökin hringt í fólk, boðið því að gerast félagsmenn í sam- tökunum og látið það fylgja að hér sé um átak að ræða. Að sögn Jóhannesar Gunnarssonar formanns Neytendasamtakanna, er markmið samtakanna að gera þau öflugri og veita seljendum meira að- hald. Leiðir það til væntanlega til lækkunar vöruverðs .og auðveldar að knýja. á um aukin vörugæði. Þær kannanir serri Neytendasamtökin ltafa staðið fyrir og birt aimenningi hafa borið góðan árangur, en kostn- aður við þær staðið þeim fyrir þrifum. Þvf er tilgangurinn að fá fleiri félags- menn tii að halda megi slíkum könn- unum áfram neytendum til hagsbóta. Átakið hefur borið góðan árangur, því á einu ári hefur félagsmönnum fjölgað úr sjö þúsund í átján þúsund. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.