Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ Kaíbáturinn sigldi kringum bátana Um hádegi á laugardegi sigldu þeir félagarnir frá Reykjavík. „Eft- ir 24 tíma siglingu áttum við frí- vakt og fórum niður til að borða. Ætli við höfum ekki verið svona 100 mílur suðvestur af íslandi. Ég man að við ætluðum að fara að spæna í okkur svínakjöt og rauðkál og þegar ég stakk gafflinum í mat- inn kom allt af diskinum í andlitið á mér. Við höfðum orðið fyrir tundurskeyti. Skipið tók að sökkva og við fórum í bátana. Þarna kom upp þýskur kafbátur. Við sáum nokkra Þjóðveija koma upp með einhvers konar statíf og urðum dauðskelkaðir, því við héldum að þeir væru að koma fyrir byssum til að skjóta á okkur. En þetta voru þá kvikmyndavélar. Kafbáturinn sigldi bara rófega hringi í kringum okkur og mennirnir tóku myndir, áður en þeir stungu sér aftur. Við sögðum ekki orð, þeir ekki heldur. Þetta stóra tankskip var lengi að sökkva, maraði í hálfu kafi áður en það stakkst í öldurnar. Við höfð- um verið einskipa, ekki í skipalest. Þarna vorum við nú í tveimur björg- unarbátum í fallegu veðri. Þetta voru Norðmenn, sem kunnu að sigla, svo við komum upp einhvers konar seglum og stefndum á ís- land. Bátamir urðu viðskila. En það síðasta sem brytinn hafði gert áður en hann yfirgaf skipið var að fleygja kassa af Gordons gini niður í bátinn okkar og við höfðum næg- an matarforða, svo það fór ágæt- lega um okkur. Til að halda á okk- ur hita fengum við kvölds og morgna eitt stórt glas af gini. Það var nokkuð mikið af því góða, svo að ég hef ekki snert gin síðan, fékk alveg nóg. Eftir viku siglingu á björgunarbátnum sáum við land.“ „Við komum að firði norður af Reykjavík, Iíklega Hvalfirði. Þarna var breskt eftirlitsskip að lóna fyrir utan. Við sigdum að skipshliðinni. Enginn var uppi. Það snjóaði. Okk- ur tókst með erfíðismunum að klöngrast um borð og börðum að dyrum. Loksins opnaði einhver og spurði: Hver er þar? Við stóðum þarna 18 skipbrotsmenn saman og urðum að útskýra fyrir eftirlitsskip- inu hvað við værum eiginlega að gera. Þeir fóru með okkur inn til Reykjavíkur." Skotið á Týru „Nú þurftum við aftur að fara í sendiráðið við Hverfisgötu til að fá vegabréf. En indæla litla daman á skrifstofunni var ekkert á því að fara að láta okkur fá enn eitt vega- bréfið ókeypis. Hún ávítaði okkur og sagði að í næsta skipti skyldum við gæta betur vegabréfanna. Gerð um við okkur grein fyrir því að þau kostuðu peninga sem kæmu úr danska ríkiskassanum? Við lofuðum að gæta vegabréfanna vel í framtíð- inni. Við dvöldum í þetta sinn í Reykjavík frá 15. apríl og til 10. október og bjuggum í litlu bresku farþegaskipi í Reykjavíkurhöfn, sem notað var sem fljótandi gisti- hús, enda erfitt um húsnæði. Fæðíð hjá Bretunum var alveg hræðilegt. Það var að vísu stríð, en samt. . . En við höfðum peninga og gátum farið í veitingahúsin í bænum og keypt okkur „smörrebröd“. Þaðan Með jólasteikina í bátana eftir Elínu Pálmodóttur Jens M. Rommerdahl var 19 ára gamall danskur sjómaður, þegar fyrri heimsstyrjöldin bar hann til Islands og Þjóðverjar sökktu tvisvar sinnum undan honum skipi vestur af landinu, i annað skiftið af kafbáti og hitt skiptið af herskipi rétt út af Suðvesturl- andi. Hann kom því tvisvar sinnum skipreika og alls laus til Reykjavíkur. Á stríðsárun- um var lítið um fréttir af slíkum hrakn- ingum, aðeins sögusagnir, enda bann- að að segja frá þeim. En nú, hálfri öld síðar, leituðum við uppi Jens Möller Rommerdahl, sem er hafnar- stjóri í New York, stjórnar þar 3.000 manna starfsliði þessarar stóru farþegahafiiar. Þjóðverjar skutu þá niður Þýska beitiskipið Scharnhorst, _sem skaut niður skipið sem Jens M. Rommerdahl var á, á hafinu milli íslands og Grænlands. Skipsmenn eru þarna að heiðra kafbátsmenn á U-47 fyrir það afrek að sökkva breska skipinu Royal Oak í Scapa Flow. Scharnhorst var talið „happafleyta" og entist í hinum miklu orrustum stríðsins til ársloka 1943. egar danski drengurinn Jens Möller Rommerdahl lauk gagnfræðaprófi í Nörreby- sund í Danmörku 1939 hafði hann ekki aldur til að fara í mennta- skóla fyrr en að ári liðnu og réð sig á meðan léttadreng á lítið flutninga- skip. Það átti eftir að breyta öllu hans lífi. Nokkrum mánuðum síðar var hann kominn á „Chilian Ree- fer“,_ sem sigldi til Nýja Sjálands og Astralíu. Það þótti þessum 17 ára strá'k spennandi. En spennan varð meiri en hann hafði átt von á. Þetta danska skip var statt í Singapore 9. apríl, þegar sú fregn barst skipveijum að Þjóðveijar hefðu tekið Danmörku. Englend- ingar komu um borð og skipveijar áttu um að velja að láta kyrrsetja sig eða halda áfram að sigla fyrir Breta. Það var auðvelt val, segir Jens. En þegar skipið kom til Lon- don með gúmmífarm voru þeir látn- ir liggja fangnir við London Bridge í sex vikur, á þeim tíma sem Þjóð- veijar komu daglega á 150 flugvél- um yfir borgina og létu sprengjum rigna yfir London. Þá hóf „Chilian Reefer" siglingar yfir Atlantshafið til að flytja smjör, egg og beikon frá Kanada til Bretlands. Þar sem þetta var lítið hraðskreytt skip var það aldrei í skipalest. „Sunnudaginn 6. mars 1941 vor- um við staddir á hafinu milli Islands og Grænlands, þeg- ar þýskt herskip kom skyndilega í ljós. Þetta var Sc- harnhorst, annað af tveimur stærstu beitiskipum Þjóð- veija,“ hóf Jens M. Rommerdahl frá- sögnina af því sem ég var að leita eftir. „Þegar þetta stóra herskip sendi á okkur fyrsta skotið úr fallbyssunum, hlupum við að litlu fjögurra tommu fallbyssunni okkar aftast á skipinu og fíruðum á móti. En svo skelfdir vorum við að við hlóðum hana með æfinga- skotum og áttuðum okkur ekki á því fyrr en við sáum kúlurnar leka niður áður en þær voru komnar hálfa leið að skipinu. Þjóðveijarnir sendu okkur fleiri skot og eitt hitti skipið. Nú var ekki um annað að ræða en að komast í björgunarbát- ana. Ég komst í þann sem var stjórnborðsmegin, en meðan hann var að síga niður kom skot, honurft Skipbrotsmaðurinn Jens Möller Rommerdahl, sem. nú er hafnar- stjóri í New York, og Carla kona hans. hvolfdi og við fórum allir 18 í sjó- inn. Þetta voru Kínverjar, nema við Oluf. Meðan við héngum á árum og mastrinu þarna í sjónum, sáum við þá tala saman á kínversku sem við skildum ekki. Og allt í einu vörpuðu þeir allir í einu af sér björgunarvest- unum og sukku í hafið. Þeir höfðu einfaldlega ákveð- ið að gefast upjj. Við Oluf litum hvor á annan. Ég var ungur og hraustur og átti eftir langa ævi, svo það var það síðasta sem við hefðum gert. Við komumst á kjöl björgunarbátsins og héngum á honum þar til okkur var bjargað upp í annan björgunarbát klukk- utíma síðar. Fjórum tímum seinna kom breskt skip og flutti okkur til Reykjavíkur." Dönsku piltarnir voru himinlif- andi þegar þeir komu til Reykjavík- ur 15. mars. Þeir settust að á Hótel Borg. Auðvitað höfðu þeir misst allt sitt og vegabréfin þar- með. Svo þeir héldu upp á Hverfis- götu tii danska sendiherrans. „Þar sat lítil, elskuleg eldri kona, sem lét okkur fá ný dönsk vegabréf og sagði að sem skipreika sjómenn þyrftum við ekkert að borga fyrir þau,“ segir þessi hressi karl og hlær mikið. Atti eftir að koma fram síð- ar í frásögninni hvað hlæði hann svo mjög. „Ekki var margt við að vera í Reykjavík, en við gátum far- ið í bíó. Þar hitti ég Norðmenn og lét mér detta í hug að ganga í lið með þeim og læra flug, en þeir höfnuðu mér. 3. apríl hitti ég nor- skan stýrimann, Lincoln Ellsworth, sem spurði hvort við vildum ekki munstra okkur á norskt olíuskip sem væri að fara til Boston. Ekki stóð á okkur." Viölal viö Jens M. Rommeidahl, hafnai- stjóra í New York

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.